Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 29
Hildur Hákonardóttir. Bjarni Bragi: Ég held að fram- vegis muni allar stúlkur reikna með því að taka beinan þátt í atvinnulífinu og það muni hafa töluvert mikil áhrif á fjöl- skyldumynstrið. Reglan verð- ur að stúlkur starfi úti nokkuð lengi, taki sér frí frá atvinnu- lífinu meðan börnin eru ung og fari síðan aftur út að vinna á miðjum aldri. Pjölskylduáætl- anir manna verða sjálfsagt þannig, að flestir verða mjög langt komnir með að koma sínum börnum á legg um fert- ugsaldur. Fjölskylduformin hljóta að miðast töluvert mikið við það, hvernig vettvangurinn fyrir endurhæfingu fólks verð- ur. Ég get vel hugsað mér á- kveðna „útvíkkun" á fjöl- skyldunni, ekki bara með dvöl ungs fólks í foreldrahúsum, heldur einnig með því að fólk taki að sér unglinga sem ekki eiga sér samastað, einsog nú á sér stað í allstórum stíl. Þeg- ar fólk á okkar aldri er búið að koma sínum börnum upp, myndast visst tóm sem hægt væri að fylla til dæmis með því að snúa sér að umkomulausu ungu fólki. Þannig er ekki ó- hugsandi að fjölskyldan víkki svolítið með frjálsum tengslum útávið. Hildur: Nú gerir þú ráð fyrir einkvæni í þessu dæmi. Er víst að það muni haldast? Er það ekki nú þegar hætt að vera raunveruleiki? Mér finnst skrýtið að við erum alltaf að tala um þessa fjölskyldu, en flestar fjölskyldur sem maður þekkir til eru alls ekki þessar einingar: pabbi og mamma og börnin þeirra sem búa í hús- inu. Það er í mjög mörgum til- fellum karlmaður og kona, hvort með sín eigin börn og síðan eitthvað af sameiginleg- um börnum. Ágúst: Það er líka spurning hvort ekki verða komnir til sögunnar sæðisbankar, þannig að kvenfólk geti farið þar inn án þess að kvænast og eignazt krakka. Hildur: Það er nú svo ósköp lítill vandi að eignast krakka. Sigurður: Já, slíkur banki yrði bara fyrir afbrigðilegt kven- fólk. Ég skil ekki í að nein rétt náttúruð kona hafi neitt á móti því að eignast krakka með karlmanni. Hversvegna skyldu þær neita sér um ánægjuna? Geir: Er ekki annað tilbrigði sambýlis hugsanlegt, til dæmis það að miðaldra fólk flytti saman eftir að börnin eru farin að heiman, þannig að fjórar til fimm fjölskyldur byggju sam- an í húsi? Unga kynslóðin gæti jafnvel líka sameinazt um hús, ef svo bæri undir. Hildur: En hvað eigum við að gera við alla steinkassana? Sigurður: Auðvitað á að byggja úr timbri, það er það eina rétta. Hildur: Við erum búin að byggja borg og hún er einsog hún er. Hvað eigum við að gera við hana? Bjarni Bragi: Þarna eigum við svo mikið undir unga fólkinu. Ég segi stundum við mitt unga fólk, þegar það kemur heim eftir miðnætti og ég er að kvarta yfir að fá ekki þennan skemmtilega félagsskap: Til hvers var ég að þessum ósköp- um? Ég var að slíta mér út í áratug við að gera þetta að vænu einbýlishúsi sem væri töluvert mikill vettvangur fyr- ir unga fólkið, og svo stingur það bara af. Það getur auðvit- að farið svo, að það vilji held- ur búa útaf fyrir sig, kannski nokkrar fjölskyldur, en kæri sig ekki um okkar félagsskap. Flest fólk hefur sennilega minni félagsskap en það vill vegna þess að það getur tæplega hitzt nema með þessum höfðinglega brag að vera mikill veitandi hverju sinni. Agúst: Það sem mér finnst skrýtnast við íslenzk einbýlis- hús er, að þau eru flest einsog opinberir skemmtistaðir. Hildur: Ég mundi vilja byggja smáhýsi, sem maður gæti tekið með sér, til dæmis hjólhýsi, og síðan væri hægt að leggja brýr á milli einbýlishúsanna, og þeir sem vildu búa hátt gætu sett sín hús uppá brúna, en hinir gætu búið i garðinum, og síðan mundu þessar geysistóru stofur vera notaðar sem sam- komustaðir fyrir fólk sem ann- ars byggi svona örlítið útaf fyrir sig. Það væri hægt að kaupa sér herbergi og færa það til að vild, eftir þvi hvaða konu eða karlmann maður héldi við í það og það skiptið. Bjarni Bragi: Þessi upplausn- artimi, sem Hildur er að vísa til, á sér ótal hliðstæður í sög- unni. En mannkynið hefur æv- inlega, alveg einsog gæsin, komið aftur að þessu gamla tryggðabandi. Sigurður: Hversvegna talarðu um upplausn? Bjarni Bragi: Þetta er upplausn í svo margvíslegum skilningi. Ég hef verið að lesa Rómverja- sögu nokkuð rækilega, og hin sterka rótgróna heimiliseining var raunverulega undirstöðu- kjarninn, þó hún væri að vissu leyti agahörð og grimm. Sam- félag Rómverja valt að veru- legu leyti á því, hvort heimilis- kjarninn var sterkur eða veik- ur. Við getum, ef þið viljið, notað orðið „upplausn" sem einkenni á ákveðinni þróun. Steingrímur: Ef satt skal segja, finnst mér stundum alveg ágætt að hafa þennan marg- umtalaða steinvegg milli mín og vina minna. Mig hryllit hreinlega við því að þurfa allt- af að hafa sömu vinina í kringum mig. Þorbjörn: Já, þetta atriði á áreiðanlega eftir að ná sterk- ari tökum á okkur. Sigurður: Fjölbýlishúsin virð- ast benda til þess. Hér hafa verið reist fjölbýlishús með samkomusölum þar sem ætl- unin var, að sambýlisfólkið kæmi saman öðru hverju, en það hefur reynzt vonlaust að fá fólk til að hittast þannig á kvöldin. Kannski á sjónvarpið sinn þátt í þeirri tregðu, en það er eflaust fleira sem til kemur. En varðandi upplausn- ina, sem minnzt var á, þá held ég að hér sé einungis um það að ræða, að verið er að útrýma úreltum formum, sem eru ekki lengur lífvænleg eða lífræn. Þegar fjölskyldan eða önnur Steingrímur: Það hefði verið gaman að hafa hérna eina unga húsmóður, sem lítur á húsmóðurstörf, eldamennsku og barnauppeldi sem langæski- legasta hlutverkið í lífinu. Slik- ar konur eru til, og ég held þser verði til árið 2000. Þær njóta eflaust meira frelsis en nú, eiga auðveldara með að fara út að vinna, en hafa engu að síður ánægju af heimilisstörfum. félagsform, sem við búum við, eru hætt að gegna sínu hlut- verki, þá hljóta þau smámsam- an að deyja og hverfa. Kannski má kalla það upplausn, en þró- un er alveg eins viðeigandi orð. Bjarni Bragi: Þú svarar mínu litaða orðavali með jafnlituðu orðavali, þegar þú talar um úr- elt form. Þessir tímar, sem ég er að vísa til, voru oft tímar óskaplega hörmulegrar upp- lausnar. Sigurður: En hversvegna leys- ast form upp? Bjarni Bragi: Það er stundum vegna mistaka í mannlegu skipulagi. Ágúst: En tekur þetta ekki sveiflum? Nú búa menn við eitt form, en leita síðan að öðru sambýlisformi, og svo kemur það gamla bara aftur. Sigurður: Afhverju endilega það? Ágúst: Getur það ekki alveg eins orðið? Þarf endilega að stefna í eina átt? Sigurður: Víst getur það gamla komið aftur, en hversvegna skyldi það nauðsynlega þurfa að fara á þann veg? Ég er ekki viss um að hringrásin sé ófrá- víkjanlegt lögmál. Þorbjörn: Sjáið þið bara til. Sambýlisform okkar hafa ger- breytzt á örfáum áratugum. Við lifum núna upptil hópa i mjög litlum einingum. Hildur bendir á, að það séu ekki alltaf réttir foreldrar. Ég mundi ekki leggja alltof mikið uppúr því, vegna þess að foreldrarnir í þjóðfélaginu eru yfirleitt fé- lagslegt hugtak: jafnvel þó ein- staklingurinn hafi ekki getið barnið gengur hann þvi í föður eða móður stað. Félagslega fjölskyldan er eftir sem áður móðirin, faðirinn og krakkinn. „Upplausn" 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.