Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 30
Kommúnur Það er óþarft að rugla saman erfðafræði og félagslegum fyr- irbærum. Hildur: Erum við ekki þarna að blanda tveimur hlutum saman? Þorbjörn: Jú, mér fannst þú draga þetta inní umræðuna að óþörfu. Hildur: Finnst þér ekki að við tökum öll þessi börn og setjum þau i sambýlisform sem við notuðum áður? Steingrímur: Við notum þetta form núna. Við notuðum allt önnur form fyrir nokkrum ára- tugum. Þá voru fjölskyldurnar stórar. Þorbjörn: Fjölskyldan á ís- landi og öðrum löndum Evrópu og Ameriku var stór. Það voru að minnstakosti þrír ættliðir og oft með fjarskyldari frænd- um útávið, þannig að hvert barn umgekkst miklu stærri hóp og hafði tilfinningalegt samband við miklu fleiri en núna, þegar barnið hefur náið samneyti svo að segja eingöngu við foreldra sína tvo og systk- ini, sem eru fá að jafnaði, ef þau eru þá fyrir hendi. Bjarni Bragi: Og afa og ömmu, ef þau búa 1 Reykjavík. Þorbjörn: Ef þau búa í Reykja- vik hitta þau afa og ömmu ann- að slagið. BjarniBragi: Hérerlíkaþessað gæta, að á öllum þessum ferli stórfjölskyldu eða stórheimilis, einsog ég vil heldur kalla það, hefur alltaf verið réttarlegt og félagslegt fjölskyldukerfi eins- og við höfum það núna, sem byggist á náttúrlegri afstöðu milli tveggja einstaklinga, þ. e. a. s. kynlægu sambandi, og það hefur frá upphafi verið sam- félagshugsjónin að þessir ein- staklingar grói saman og haldi ævilöngu sambandi, en slíti ekki sambandinu. Þetta er ekki bara kristilegt, heldur miklu frumlægara. Þorbjörn: Má ég rétt bæta við nokkrum orðum um litlu fjöl- skylduna sem er alltaf að smækka. Kannski má túlka þessar tilhneigingar til komm- únulífs eða stórfjölskyldna sem vott um sívaxandi þörf fyrir breiðari og fjölbreytilegri til- finningatengsl en þröngur heimur smáfjölskyldunnar gef- ur kost á. Þessi þörf kynni með öðrum orðum að knýja fram breytingarnar. En hvernig þró- unin á eftir að verða, er svo allt annað mál. Hildur: Ef við tökum krakka, sem eru í skóla, þá umgangast þau geysistóran hóp, en við giftinguna er þessu unga fólki alltíeinu gert að búa með einni einustu manneskju, sem það á samkvæmt reglum samfélags- ins aðeins að umgangast. Þetta verður oft mjög erfitt, vegna þess að hugsunarháttur og venjur þessa fólks hafa mótazt af félagsskap við stærri hópa. Þetta er sérstaklega tilfinnan- legt fyrir unga stúlku sem er lok.uð inná heimilinu einsog það væri klaustur. Ég held að þetta sé ein orsök þess, að allt er þetta að springa. Geir: Það er engin mótsögn í því, að fólk geti tengzt ævi- löngu sambandi og samt búið i kommúnu. Ég hef lesið um nokkrar kommúnutegundir í Bandaríkjunum, og þar er þetta tiltölulega algengt. Bjarni Bragi: Má ég spyrja ykkur sálfræðingana: Hvaða áhrif hefur það á börn í upp- vexti að búa í kommúnu, ef við hugsum okkur að hún sé tölu- vert breytilegt samfélag, eins- og hún hlýtur eðli sínu sam- kvæmt að vera? Fólk er stöð- ugt að koma og fara, gengi breytist eftir efnahag þeirra sem taka þátt í henni og eftir tryggð og gæðum samfélagsins. Samkvæmt eðli kommúnunnar hefur enginn aðstöðu til að byggja sig upp með sama hætti efnalega einsog hjón gera annars. Geir: Þarna hugsar þú útfrá því sem þú átt að venjast i fjölskyldulífi. Það sem ég hef lesið um kommúnur bendir til að þær séu í fyrsta lagi talsvert margbreytilegar, þannig að ekki er hægt að lýsa þeim öll- um eins. Eitt virðist vera meg- inatriði: Það er miklu meiri fjölbreytni en við eigum að venjast, fleira fólk sem börnin hafa náið samband við, þau eiga miklu fjölbreytilegri vini og leikfélaga, lífið í heild er margbreytilegra vegna þess að fólkið er mjög mismunandi að uppruna og allri gerð. Allt ætti þetta að hafa mikil og jákvæð áhrif bæði á greindarþroska og persónuþroskun yfirleitt. Bjarni Bragi: En hvað um ör- yggistilfinninguna? Þarf ekki barn að hafa það á tilfinning- unni, að til sé einhver vett- vangur þar sem samkeppni er ekki höfuðatriði, heldur að þau geti verið undir vernd og hlífð? Sá ævaforni kynþáttur var ná- tengdur ævilangt, en þetta get- ur verið meira breytilegt. Sigurður: Hvaða samkeppnis- form hefur kommúnan? Ég skil ekki hvað þú ert að gefa í skyn. Bjarni Bragi: Það er bara eins- og á götunni. f stórum hópi eru krakkar að vissu leyti i sam- keppni. Geir: Annað félagslegt ein- kenni á kommúnum er það, að þetta eru frekar litlir hópar fullorðins fólks, yfirleitt svona átta til tólf manns. Innra sam- félagslegt atriði er það, að samkeppni er eiginlega afskap- lega lágt skrifuð, en þarna er um að ræða samvinnu, þannig að miklu minna er um alla samkeppnishyggju heldur en í hinu stóra, hefðbundna sam- félagi. Hildur: Nú er það þannig, að hvernig sem við reynum að ala upp börn, þá endurspegla þau í athöfnum sínum og leikjum einungis það sem fullorðnir gera, bæði foreldrar þeirra og aðrir. Þegar samkeppni kemur upp í leik barna, eru þau að apa félagslegt umhverfi sitt. Það er tilgangslaust að reyna að ala upp barn. Barn elst að lokum upp þannig, að það tek- ur eftir foreldrum sínum, ann- aðhvort á jákvæðan eða nei- kvæðan hátt. Jónas: Hvar eiga þá börn að spreyta sig? Sigurðu-: Það er komin 50 ára reynsla á betta í ísrael í kibb- utzim, sem e u mjög fjölmenn- ar kommúnur, og þar hefur þetta gefizt sérstaklega vel. ísraelar sjálfir telja þetta lang- frjósamasta félagsform sem til sé. Þarna hefur eignarréttur verið afnuminn með öllu og menn hafa allt sameiginlegt, barnagarða, eldhús og matsali o. s. frv. Steingrímur: Þetta hefur verið mjög gagnrýnt. Sigurður: Má vera að þetta þyki ekki nægilega hagkvæmt efnahagslega, ég veit það ekki, en ætli gagnrýnin komi ekki fyrst og fremst frá þeim sem hafa hina amerísku trú á einkaframtaki og eignarrétti. Steingrímur: Nei, þetta er líka talið vera sálfræðilega þjak- andi. Ég las grein um það á dögunum. Sigurður: Ég skal ekki bera brigður á heimildir þínar, en ég hef heimsótt nokkra þessara samyrkjubúgarða með tíu ára millibili og kannast ekki við þessa sálrænu þjökun; öðru nær: ég hef sjaldan hitt frjáls- legra og glaðara fólk. Ágúst: En hvernig var þetta annars á stóru heimilunum hér í gamla daga? Barn sem alið var upp á mjög mannmörgu heimili, var það ekki mest- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.