Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 56
sér og sökkva sér jafndjúpt niðrí hvað sem hann tekur sér fyrir hendur, hvort heldur hann reisir hús eða smíðar skip, ekur leigubíl, ræktar hrísgrjón, leikur kabuki, veiðir fisk eða setur saman klukk- ur, myndavélar eða rafeindatæki. Við þetta bætist greinilegur ímugustur venju- legra Japana á að taka sér frí frá störf- um, en sú árátta virðist eitthvað vera að b:eytast meðal yngra fólks. En þó Japan sé þriðja mesta iðnaðar- veidi heims, eru vinnulaun ekki að sama skapi há. Þar eru Japanir í 19.—20. sæti, og má vera að hagvöxturinn eigi að ein- hverju leyti rætur að rekja til þess. Fé- lagsleg hjálp og almannatryggingar eru einnig í lágmarki. Til dæmis eru al- mannatryggingar í Svíþjóð ellefu sinn- um hærri á hvern einstakling en í Jap- an. Barnalífeyrir er ekki greiddur, verka- lýðshreyfingin er sundruð og vanmáttug, og öryggisleysið utan stóru fyrirtækj anna er geigvænlegt. Litlu fyrirtækin, heima- verkstæði og smáiðnaður, eru miskunn- arlaust arðrænd og mergsogin, og þar vinna um 80% japanskra verkamanna sex eða sjö daga í viku myrkranna á milli. Þetta fólk er ákaflega illa launað og nýt- ur sama og einskis félagslegs eða efna- hagslegs öryggis. Á sama tíma og launa- kjör hjá stórfyrirtækjunum batna ár frá ári verður þessi stóri meirihluti þjóðar- innar að sætta sig við óbreytt ástand eða i bezta lagi mjög hægfara bætur á lífs- kjörum sínum. „Fyrirmyndarfyrirtækið" Eitt bezt rekna og arðbærasta fyrirtæki í Japan er nefnt Matsúsjíta og hefur að- albækistöð í Osaka. Það rekur um 90 verksmiðjur víðsvegar um Japan með um 73.000 manna föstu starfsliði, sem fram- leiðir allrahanda rafmagns- og rafeinda- tæki, allt frá vasasjónvarpstækjum og kæliskápum uppí risastórar rafvélar. Á liðnu ári seldi þetta fyrirtæki fyrir tvo milljarða dollara eða tæpa 180 milljarða íslenzkra króna. í öllum 90 verksmiðjum þessa fyrirtæk- is hefst vinna klukkan 8 að morgni með nákvæmlega sama hætti. Starfsfólkið hópar sig saman við óralöng færibönd, stúlkurnar í ljósbláum blússum með hvít- um krögum og í hvítum leikfimiskóm, verkstjórar og verkfræðingar, sem allir eru karlkyns, í gráum hlífðarsloppum. Allt í einu hljómar kröftugur söngur sem allir viðstaddir taka undir. Þetta er Morgunsöngurinn um Matsúsjíta, sem sunginn hefur verið í fyrirtækinu síðan árið 1933: Til að byggja upp Japan skulum viö sameina skynsemi og afl, gera það sem við getum til að auka fram- leiðsluna og senda vörur okkar til þjóða heims endalaust og án afláts einsog vatnsbunu í gosbrunni. Vaxi iðnaðurinn, vaxi, vaxi, vaxi í samlyndi og sannleika Matsúsjíta-fyrirtœkið. Eftir þennan kröftuga söng, sem von- andi hljómar betur á japönsku en á ís- lenzku, er stutt þögn, en síðan hefur Sigurður A. Magnússon: Það eru engar ýkjur, að stórfyrirtækin í Japan stjórni landinu og ráði framtíð þess í miklu ríkara mæli en stjórnmála- mennirnir. Samt má segja, að þau séu á sinn hátt sjálfstæð ríki í ríkinu hvert fyrir sig, sjálfum sér nóg, einangruð, með eigin launþegasamtök og eigin banka. Á hinn bóginn hvílir engin leynd yfir rekstri þeirra, heldur þvert á móti. Hvergi í víðri veröld er viðskiptalífið opnara eða upp- lýsingar auðfengnari um allt er varðar stöðu og rekstur fyrirtækja í fortíð, nú- tíð og framtíð. Þessi opinskáa afstaða fyrirtækja og látlaust upplýsingastreymi frá stjórnendum til starfsmanna er meðal þess sem mest hefur stuðlað að snöggum og öruggum hagvexti Japans á liðnum árum. Stóru japönsku fyrirtækin eru mörg hver tröllaukin, og mátti sjá þess ófá dæmi á heimssýningunni í Osaka, þar sem þau kepptust við að yfirbjóða hvert annað með glæstum sýningarskálum og skákuðu mörg hver heilum þjóðríkjum á þeim vettvangi. „í þágu framfara og sam- lyndis mannkynsins", voru einkunnarorð heimssýningarinnar, og japanskir for- stjórar halda því ótrauðir fram, að hinar stórstígu efnahagsframfarir séu fyrst og fremst í þágu meðbræðranna. Um það má vissulega deila. Ekki fer á milli mála, að „japanska undrið" er ekki sízt að þakka áhuga, einbeitingarhæfileikum og trúnaði einstaklingsins við verkefni sitt og yfirboðara. Eðli verksins skiptir Jap- anann engu máli, hann virðist einbeita JAPANSKA UNDRIÐ IV: STÓRFYRIRTÆKIN ALVÓLD 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.