Samvinnan - 01.04.1971, Side 31
megnis eitt, vegna þess að á-
hugamál þess féllu ekki í kram-
ið hjá neinum öðrum á heim-
ilinu? Stórfjölskyldan var sem-
sé engin trygging fyrir andlegu
samneyti.
Þorbjörn: Vitaskuld erum við
ekki að endurvekja ættarfjöl-
skylduna með því að safna fólki
saman í kommúnur. Hinsvegar
getur þetta að nokkru leyti
fullnægt sömu þörfum hjá ein-
staklingnum.
Bjarni Bragi: Stóra sveita-
heimilið var ekki bara ættar-
fjölskylda. Það var jafnvel
stéttskipt kommúna, ef svo má
segja.
Þorbjörn: Það er laukrétt og
mjög mikilvægt. Stór sveita-
heimili gátu verið mjög stétt-
skipt, jafnvel svo að húsbænd-
ur og hjú borðuðu ekki saman.
Steingrímur En hafa börn í
kommúnu stærri leikfélagahóp
en til dæmis börn í venjulegu
úthverfi hér i Reykjavík eða
á Arnarnesniu? Á mínum
bernskuárum vorum við leikfé-
lagarnir einir 20 til 30 í mörg
ár, og það þótti mér alveg nóg.
Geir: Það breytir samt talsvert
öllum hlutföllum þegar börnin
eiga heima í sama húsi. Að vísu
eru oftast svefnherbergi fyrir
fjölskyldueiningarnar í komm-
únum, en þarna er allavega um
miklu nánara samfélag að
ræða sem nær til miklu fleiri
þátta tilverunnar.
Bjarni Bragi: Samfélagið, eins-
og það er núna, og einsog ég
er að reyna að vinna að því,
Hildur: Finnst ykkur sem karl-
mönnum nauðsynlegt að við-
halda einkvæni? Er það fyrir
ykkur skilyrði lífsfyllingar að
ævilangt hjónaband viðhald-
ist?
Þorbjörn: Ég held þetta sé
vanaatriði.
Bjarni Bragi: Það er miklu
meira en vanaatriði.
Steingrímur: Ég held ekki að
það sé skilyrði, en hinsvegar
mjög æskilegt.
Margrét: Ég hef nú alltaf ver-
ið á þeirri skoðun að karlmenn
byggist á því að við höfum
heildarskipulag og séum raun-
verulega ákveðnir í að varð-
veita það. Hinsvegar verður
framkvæmdin með þeim hætti,
að við notum einskonar gleipni
til að binda fólkið, svo að eng-
inn finni á sér ófrelsið; mönn-
um finnist þeir vera að þjóna
sínum eigin markmiðum.
Sigurður: Þetta er nú bezta
lýsing á íslenzkum fjölmiðlum
sem ég hef lengi heyrt.
Bjarni Bragi: Allt í lagi með
það, en má ég halda áfram?
Menn skilja þetta sem einstakl-
ingsfrelsi, en það sem gerist
með kommúnunum er frelsi
hinna smærri félagsforma tii
að fá að þróast og dafna innan
heildarsamfélagsins.
Margrét: Ég er ekki viss um að
börn í kommúnum hafi meiri
samskipti sín á milli en börn í
sambýlishúsi, þar sem er ein-
hver samgangur milli fólks á
annað borð.
Þorbjörn: Ég er sammála því.
Ég hugsa að tengsl barnanna
við jafnaldra sína séu kannski
ekki aðalatriðið, en þau hafa
hinsvegar nánari og fjölbreytt-
ari tilfinningatengsl við miklu
fleiri fullorðna í kommúnu en
í fjölbýlishúsi, hvort sem það
er til góðs eða ills.
Bjarni Bragi: Það er annars
skrýtið með þessi sambýlislög-
mál. Til dæmis er engin stúlka
öruggari en sú sem er kokkur
á mótorbát.
Þorbjörn: Það er nú bara neyð-
arráðstöfun, því annars færi
allt í öngþveiti.
væru fjölkvænismenn, og
móðga kannski einhvern við-
staddan með þeirri yfirlýsingu.
Bjarni Bragi: Það er dálítið í
okkur af svoleiðis tilhneiging-
um.
Hildur: Vitanlega er ósköp
mikil tvöfeldni í þankagangi
karlmannsins.
Bjarni Bragi: Já, hann er nátt-
úrlega einn um það! Hinsvegar
skal ég viðurkenna, að ég er
ekki dómbær á þetta. Ég hef
lifað í einu hjónabandi, og
þegar maður grær saman við
félaga af því tagi, þó maður
finni kannski hjá sér vissar
fjölkvænishneigðir, þá er þetta
orðið, ef svo má segja, svo
mikið afsal sjálfsins, að maður
treystir sér tæplega til þeirrar
raunar að lifa einn.
Geir: Ég er stundum að velta
því fyrir mér í sambandi við
unga fólkið, hvernig þetta muni
geta haldið áfram, hvað komi
eftir kommúnuna.
Hildur: Kemur ekki eitthvert
kerfi á þetta smámsaman?
Þorbjörn: Ég held að kommún-
an sé alls ekki orðinn fastur
eða snar þáttur í nútímalífi.
Bjarni Bragi: Ég lít á hana sem
tilraun til þróunar á hinum
gamla meiði, með öðrum orðum
að fjölskyldukerfið muni með
einhverjum hætti innbyrða þá
reynslu sem hentar kommúnu-
lífinu, og það muni kannski
hafa einhver varanleg áhrif á
fjölskyldulifið sjálft eða þó öllu
frekar á tengslin milli smá-
fjölskyldna. Ef smáfjölskyldan
er á annað borð eining innan
kommúnunnar, er þá ekki
kommúnan tilraun til lifandi
Þorbjörn: Ég held að tveir
kostir blasi við. Annar er sá,
að fólk verði miklu víðsýnna en
nú er, laust við þá þröngsýni
sem hrjáir íslendinga ákaflega
mikið nú, og samfara því auk-
in ábyrgðartilfinning gagnvart
umheiminum, það er að segja
með aukinni þekkingu á um-
heiminum komi aukin ábyrgð-
artilfinning og samhygð. Hins-
vegar er hægt að sjá fyrir sér
stöðugt meiri þröngsýni vegna
þess að við kiknum undan á-
byrgðinni gagnvart umheimin-
um.
Sigurður: Ég held að varla sé
hægt að sjá fyrir meiri þröng-
sýni en nú er, einfaldlega af
þeirri tæknilegu ástæðu, að við
komumst ekki undan öllum
þeim upplýsingum sem okkur
berast. Við fáum heiminn æ
meir á vitundina og tilfinning-
una, hvort sem okkur likar
betur eða verr. Auðvitað er
hugsanlegt, að við gerum með-
vitaða tilraun til að einangra
okkur algerlega frá umheimin-
um. Allt mælir hinsvegar með
því, að í framtíðinni verðum
við bæði víðsýnni og höfum
umheiminn miklu meira á til-
finningunni, og að við lifum í
tengsla milli fjölskyldukerf-
anna?
Geir: Þú komst inná það áðan,
Hildur, hvernig grundvallar-
skapgerð næstu kynslóðar mót-
ast mjög mikið strax á fyrsta,
öðru og þriðja ári af þeim fjöl-
skylduháttum og því tilfinn-
ingalega andrúmslofti sem rikir
á heimilinu. Það sem mér skilst
að hafi gerzt í mörgum komm-
únum, sem hafa vaxið eðlilega,
er að þar hafi þróazt allt ann-
að tilfinningalegt andrúmsloft
en við eigum að venjast, þann-
ig að til dæmis eigingirni hefur
að miklu leyti horfið i skugg-
ann fyrir samvinnu og sam-
eign. Úr þessu andrúmslofti
koma eftilvill börnin miklu til-
finningalega heilsteyptari útí
lifið en börn frá einangruðum
fjölskyldum. En vitanlega verð-
ur kommúnan að vera af
„réttri gerð“ til þess að skapa
þessa heilbrigðu einstaklinga.
Bjarni Bragi: Að þvi tilskildu
auðvitað, að þetta félagsform
geti samið sátt við það um-
hverfi sem byggist að minnsta-
kosti ennþá á annarskonar
hvatningarkerfi.
þjóðfélagi sem verður miklu
margþreytilegra, þannig að við
fáum umborið öll hugsanleg
lífsform og hegðunarhætti inn-
an eins og sama þjóðfélags án
þess að menn séu stöðugt að
setja upp svip, hneykslast,
verða hissa og þessháttar. Við
munum semsagt leyfa hverjum
einstaklingi að lifa eftir sínu
höfði, ef samfélagið þróast í
eðlilega og æskilega átt.
Baldur: Ég held að i framtíð-
inni eigi menn að geta orðið
frjálsari en þeir eru nú, um-
gengizt hver annan með opn-
ari huga og hætt að vera með
nefið ofaní hvers manns koppi
einsog nú er mjög áberandi
hérlendis. Ég held að farið verði
að leggja aukna áherzlu á ým-
islegt sem við höfum vanrækt,
til dæmis tilfinningalíf, og í
skólakerfinu verði til dæmis
stilað á ýmislegt annað en
hugsunina eina, svosem hljóð-
falls- og tónlistartilfinningar,
innsæi og fleira. Þetta mun á
ýmsan hátt gera manninn
frjálsari og þá um leið ham-
ingj usamari.
Hildur: Er þetta ekki spurning
um, hve umburðarlyndur þriðji
Er einkvæni
nauðsynlegt?
Mannúðleg spá
31