Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 33
alþjóðlegu hringiðu, ekki sizt fyrir þrýsting frá þriðja heim- inum. Það er erfitt fyrir okkur nú að gera okkur fyllilega grein fyrir, í hvaða farveg þetta fer, en ég spái að þrýstingur- inn vaxi ár frá ári, og hann vaxi vegna þeirra gæða sem við ráðum yfir, hvort sem það er þessi skiki af Norður-Atlants- hafinu, landið sem við stönd- um á eða afurðirnar sem við verzlum með. Geir: í sambandi við hugsunar- hátt framtíðarinnar hefur það komið fram hjá mörgum, að við getum ekki lengur verið einangruð, heldur munum við taka æ meiri þátt í hóphuga plánetunnar vegna aukinna fjarskipta og samskipta. Sigurður: Það er „heimsþorp- ið“ hans McLuhans. Hildur: Ég held það sé ægileg- ur misskilningur, að fólki sé gefinn réttur. Pólk tekur sér ævinlega rétt. Björn: Ég hef að nokkru leyti komizt að sömu niðurstöðu og Sveinn og kannski fleiri varð- andi lífsviðhorf um næstu aldamót. Ég held menn muni snúa sér nokkuð frá áherzlu á vöruneyzlu og vörunotkun, en ég get líka dregið þá ályktun útfrá annarri forsendu, semsé þeirri að menn muni hafa rek- ið sig svo myndarlega á tak- mörkun vöruframleiðslunnar, að hin eðlilegu viðbrögð verði þau að sækjast eftir öðrum gæðum, sem séu meira á hug- arplani og félagslegu plani. Sigurður: Hvað um trúmálin? Mér sýnist enginn reikna með þeim eða til dæmis hlutverki kirkjunnar árið 2000. Bjarni Bragi: Ég ætlaði að koma að því. Ég vil byrja á því, að ég held að á þeim þróunar- ferli, sem við höfum verið á, hafi menn talið mjög mörg gæði eftirsóknarverð í raun- inni vegna þess að þau féllu inní kerfið. Þau voru áfangar á framabraut. Þau voru að vissu leyti liður í að klifra uppávið. Þetta hafa að veru- Geir: I framhaldi af þessu langar mig til að koma að einni hugsun. Bandaríski mannúðar- sálfræðingurinn Abraham Mas- low spáir því, að vaxtar- og sköpunarþörf, sem hann telur Andri ísaksson. legu leyti verið samfélagsleg gæði í sambandi við frömun. Þegar menn þekkja sitt kerfi betur og eru gagnrýnni á það, jafnframt því sem menntun eykst, þá held ég að menn muni skilja rækilega sundur upp- runaleg, mannleg gæði og kerf- isbundin gæði, að ekki sé talað um hreinar nevrósur og geð- truflanir. Þegar þar að kemur, sennilega um árið 2000, verður maðurinn eflaust töluvert miklu trúhneigðari og hneigð- ari fyrir náttúruna en hann er nú. Hann verður semsé trú- hneigður náttúruskoðari með töluvert sterka eilífðarvitund og heimssamkennd. Ég held að samfara menningarkröfunni muni að sjálfsögðu þróast miklu ríkari þörf fyrir það að þurfa ekki að horfa uppá neyð. Öll skipulagning trygginga- kerfis og samfélagshjálpar byggist að vissu leyti á frum- þörf, sem maðurinn getur leyft sér að fullnægja þegar hann hefur ráð á því. Þessi frumþörf er sú að láta ekki særa neyðar- tilfinninguna. En hinu verða menn líka að vara sig á, að þetta viðhorf, sem ég er að reyna að lýsa, kemur líka fram í öfugsnúnum myndum, og ég er sannfærður um, að það kem- ur fram núna í ranghverfu samfélagslegrar ábyrgðartil- finningar, semsagt í einhliða kröfuhörku gagnvart þjóðfé- laginu án þess menn geri sér grein fyrir því, sem þarf að láta á móti. vera meðal fimm frumþarfa mannsins, muni eftir því sem frá líður verða æ meira ráð- andi hjá fólki, þannig að árið 2000 verði sú þörf kannski rikj- andi hjá þorra mannkyns. Margrét: Ég vildi, að það sem hér hefur verið sagt væri satt, en ég held þetta sé óskhyggja, og ég held, að ef við tölum í alvöru um vaxandi tæknivæð- ingu, eyðslu orkulinda og ann- að slikt, þá munum við fá útúr þessu fólk, sem er vélmenni. Við fáum ekki húmanista, mann- úðarmenn útúr þessu kerfi, það held ég sé óhugsandi. Ég held að við getum alls ekki slitið okkur frá lögmáli orsaka og afleiðinga í þessu efni. Ef stjórnmálaþróunin fer í þá átt að framkvæma það sem rætt var hér á undan, þá verða af- leiðingarnar þær, að fólk : erð- ur sérhæfðara og sérhæfðara, og það tekur sífellt meiri tíma að sérhæfa hvern starfsmann og fagmann, og hann fær æ þrengra svið sem hann veit meira og meira um, en skiptir sér minna og minna af öðrum hlutum. Þetta er ekki annað en það sem við höfum séð gerast í kringum okkur. Geir: Það eru raunverulega tvær framtíðarmyndir sem dregnar hafa verið upp. Önnur er bjartsýn og hin frekar böl- sýn, og það er gott að við höf- um þær báðar fyrir augum samtímis. Steingrímur: Já, ég er bjart- sýnismaður, en viðurkenni samt, að í þeirri öru þróun sem átt hefur sér stað hefur mað- urinn orðið í alltof ríkum mæli þræll vélarinnar, framleiðsl- unnar og neyzlunnar. Ég er á hinn bóginn sannfærður um, að menn eru farnir að gera sér grein fyrir þessu, einsog þessi umræða okkar ber vott um, og ég held að maðurinn muni vinna bug á þessu einsog öðr- um erfiðleikum, þegar framí sækir. Það eru fjölmargir fræðimenn á þessum sviðum, sálfræðingar og aðrir, að glíma við bennan vanda. Ég held að maðurinn verði orðinn miklu fr.iálsari árið 2000, einsog hér hefur verið sagt, og að ákveða verði lágmarkslaun og þess verði ekki krafizt að allir verði nauðsynlega að vinna, heldur geti menn lifað á þessum lág- markslaunum án þess nauð- synlega að stunda vinnu, ef þeir gera ekki aðrar kröfur til lífsins en þeir geta fullnægt með þessum launum. Hinsvegar verði öllum gert kleift að vinna og hafa góðar tekjur, ef því er að skipta, og að ekki verði am- azt við því að ýmsir setji sér meiri kröfur, sem þeir fullnægi með meiri tekjuöflun. Afturá- móti held ég að í mati okkar á lífsgæðum verði fjölmargt mik- ilvægt sem ekki er tekið með í reikninginn af hagfræðingum, þegar þeir reikna út þjóðar- framleiðsluna, þar á meðal umhverfið og sérstaklega sköp- unarþörfin. Ég held að þeir sem vilja geti sérhæft sig en ríkj- andi verði meira frelsi til að skipta um vinnu og umhverfi og þroskast samkvæmt eigin óskum. Sigurður: í sambandi við þetta bjartsýnistal er kannski fróð- legt að láta þess getið, að í tilefni þessarar umræðu Samvinnunnar um árið 2000 var efnt til samkeppni meðal nemenda í Myndlista- og hand- íðaskólanum um kápumynd á heftið. í samkeppninni tóku þátt ellefu nemendur og skil- uðu hátt í 30 teikningum, og aðeins ein þeirra var bjartsýn, ein eða tvær voru hlutlausar, en allar hinar meira eða minna bölsýnar. Þetta fólk er allt um eða innanvið tvítugsaldur. Unga kynslóðin virðist vera miklu svartsýnni á framtíðina en miðaldra fólk og þaðanaf eldra. Bjarni Bragi: Hún trúir því greinilega ekki, að við Stein- grímur munum ráða framúr þessu. Hildur: Ég hrökk svolítið við þegar ég var að hlusta á tölu Bjarna Braga um trúhneigða náttúruelskandann og heims- vitundina, því að ég hafði heyrt þetta sama áður af munni brezkra hass-neytenda. Bjarni Bragi: Ég þarf ekki að reykja hass. Ég er í þessu á- standi algáður. Andri: Ég held ég sé aðeins nær Steingrími en Margréti í viðhorfum minum við framtíð- inni. Ég er algerlega andvígur spá Margrétar um það, á hvern hátt sérhæfing muni fara fram. Ég er sammála þeim, sem nefndu það fyrr, að menntunin muni þróast yfir í það, að lögð verði meiri áherzla á almenna menntun, þ. e. a. s. sérhæfing- in muni byrja seinna en hún byrjar núna. Hún byrjar núna lítillega um 14 ára aldur og verður geysimikil um 16 ára aldur hér á íslandi. Þetta mun breytast. í öðru lagi, og það er raunar aðalatriðið, verður lögð meiri áherzla á að kenna fólki að læra, semsé kenna fólki að sérhæfa sig. Ég held að hættan á mikilli sérhæfingu sé mun minni en Margrét telur, ef rétt er á þessum málum haldið. Að því er varðar trúmálin, er ég á þvi að þessi þörf, sem Bjarni Bragi var að tala um, sé stað- Vaxtarþörfin 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.