Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 48
«35£SM ERLEND VÍDS JÁ Magnús Torfi Ólafsson: Þótti fullsýnt, og var jafnvel viðurkennt í Saígon, að ekki yrði meira að sinni úr herferðinni, sem teppa skyldi helztu sam- gönguleiðina milli Norður-Víetnams ann- ars vegar og Kambodsíu og Suður-Víet- nams hins vegar. Stríðið ílndó-Kína: Nixon breytir um bardagaaðferð Bandaríkjastjórn fækkar jafnt og þétt herliði sínu í Suður-Víetnam, en jafn- framt er vígvöllurinn færður út hvað eftir annað. í fyrravor var ráðizt inn í Kambodsíu með bandariskum og suður- víetnömskum landher og bandarískum flugher. Síðan hefur bardögum ekki linnt þar i landi. Nú á öndverðu ári gerir svo suðurvíetnamskt lið stutt bandarískum flugher herhlaup inn í Laos. Þar á ofan hefur bandaríski flugherinn hafið á ný loftárásir á Norður-Víetnam, að vísu óreglulegar en þó í miklu stærri stíl en átt hafi sér stað síðan linnulausum árás- um á landið var hætt fyrir þrem árum. í Washington lýsa stjórnarvöld yfir, að brottflutningi bandarískra landhersveita frá Suður-Víetnam verði haldið áfram þetta ár og hið næsta, og þótt ábyrgir að- ilar vilji engar tölur nefna opinberlega, fullyrða fréttamenn að stjórnin hafi sett sér það mark að koma bandarískum liðs- afla í Suðaustur-Asíu niður í 50.000 til 100.000 manns fyrir forsetakosningarnar í nóvember 1972. Nixon forseta er manna ijósast, að Johnson fyrirrennari hans hrökklaðist úr embætti fyrir þá sök fyrst og fremst, að honum var kennt um að hafa fest hálfr- ar milljónar manna bandarískan herafla í blóðugum og að þvi er virtist endalaus- um ófriði í Víetnam. Markmið Nixons er að forðast sömu pólitísk örlög með þvi að fækka bandaríska hernum í Suðaustur- Asíu stórlega, án þess að þurfa að afsala sér þeim stefnumiðum sem hann aðhyll- ist jafnt og Johnson ef ekki enn frekar, sem sé að bandarískt hervald skuli ráða því, hverjir með völd fara í Suður-Víet- nam, Kambodsíu og Laos; minna nægi ekki til að tryggja bandaríska heims- veldisaðstöðu í Suðaustur-Asiu. Af þessu stafar, að Nixon lætur nú bandarískan liðsafla herja á þrjú lönd, að því hann segir í því skyni að geta kvatt bandarískan her heim úr því fjórða. En þar með á hann ekki við að bandarískt lið yfirgefi Suður-Víetnam með öllu. Það, sem um er að ræða af Nixons hálfu, er að bandarískt fótgöngu- lið hætti þátttöku í mannskæðum orust- um á landi. Þær eiga að mæða á stór- auknum her stjórnarinnar í Saígon, búnum fullkomnustu bandariskum vopn- um, sem áfram á að geta stuðzt við bandarískan flugher, bæði árásarflugvél- ar og þyrlur til herflutninga og stuðnings við fótgöngulið í bardögum. Innrásin í Laos Herferðin inn i suðurhluta Laos var öðrum þræði prófraun á þessa breyttu bardagaaðferð, samvinnu suðurvíet- namsks landhers og bandarísks flughers í stórum stíl. En þar að auki hugðist her- stjórnin í Saígon hefta með sókn þessari aðdrætti skæruliða og norðurvíetnamskra hersveita í Suður-Víetnam og Kambodsíu síðustu mánuðina áður en regntíminn hefst og tekur fyrir bílferðir þessa löngu leið um fjöll og frumskóga. Venjulega hefst regntíminn í maí, og þá er miklu torveldara að beita bandarískum loftflota gegn skæruliðum og Norður-Víetnömum en aðra tíma árs. En til þess að þeir geti sótt á í skjóli skýjafars og rigninga, þarf að draga saman birgðir vopna og annarra nauðsynja, áður en votviðri leggjast að, eftir vegakerfinu sem í fréttum er kallað Hó Sjímín-slóðin. Fyrstu dagana gengu hernaðaraðgerðir suðurvíetnamska landhersins og banda- ríska flughersins i Laos eins og í sögu, enda voru þær mestmegnis fólgnar í því einu að bandarískar þyrlusveitir ferjuðu suðurvíetnamskt stórskotalið á fyrirfram ákveðna hnúka og hæðir í fjalllendinu, til að verja meginherinn sem á eftir kom fyrir hliðarárásum. En þær vélbúnu her- sveitir komust aldrei langt. Áður en veru- legur skriður komst á sókn þeirra, höfðu harðsnúnar norðurvíetnamskar hersveit- ir, sem þarna voru fyrir til varnar flutn- ingaleiðinni suður á bóginn, náð frum- kvæðinu í sínar hendur. Loftvarnir reynd- ust svo öflugar, að bandarískar þyrlur voru skotnar niður í hundraðatali, með þeim afleiðingum að fallbyssuvirki Suð- ur-Víetnama einangruðust dögum saman, fóru jafnt á mis við aðdrætti og brott- flutning særðra manna. Komu þá norður- víetnamskar hersveitir til skjalanna, eyddu sumum sveitum andstæðinganna en stökktu öðrum á flótta. Flugfluttum sveitum Suður-Víetnama tókst að hafast við skamma hrið í ná- grenni rústanna af bænum Tsepone, sem sóknin beindist einkum að, vegna þess að hann stendur á krossgötum í vegakerfi Hó Sjímính-slóðar. Suður-Víetnömum tókst að eyðileggja þarna nokkrar birgða- geymslur, en héldu á brott sem skjótast með bandarísku þyrlunum, þegar vart varð mikils liðssamdráttar andstæðing- anna á næstu grösum. Þar með hófst allsherjar undanhald Suður-Víetnama, og stóð það enn þegar þetta er ritað. Vonbrigði herstjórna Reynslan af sókninni inn í Laos er því ekki uppörvandi fyrir herstjórnirnar í Saí- gon, hvorki þá bandarísku né suðurvíet- nömsku. Bandarísku hershöfðingj arnir hafa lengi knúið á að fá að leggja til atlögu á landi gegn Hó Sjímính-slóðinni, því fullreynt er að engin leið er að teppa flutninga um þetta marggreinda vega- kerfi með loftárásum einum saman. Þeir töldu sig einnig vera komna upp á lagið með að láta suðurvíetnamskan landher og bandarískan flugher vinna saman með svipuðum árangri og þótt báðir aðilar væru bandarískir. Þegar leyfi fékkst loks frá Washington til langþráðrar sóknar inn í Laos, fór allt á annan veg en her- stjórnin hafði vænzt. Landið reyndist mun torfærara og varnir miklu öflugri en ráð hafði verið fyrir gert, og samstarf Suður-Víetnama á jörðu niðri og banda- rískra flugmanna reyndist ýmsum erfið- leikum bundið, auk þess sem loftvarna- skothríð rauf það tíðum með öllu. Suðurvíetnamska herstjórnin tefldi fram beztu liðssveitum sínum í innrás- inni í Laos, þeim sem rækilegasta þjálfun hafa fengið og búnar eru vönduðustum vopnum. Þessi liðskostur hefur nú goldið mikið afhroð, og fregnirnar af reynslunni í Laos hafa einnig dregið úr baráttukjarki annarra herdeilda Saígonstjórnarinnar, og máttu þær þó sízt við því. Saígon- herinn telur nú hátt í milljón manna, en þegar úrvalshersveitum eins og þeim sem sendar voru inn í Laos sleppir, er hann lítt þjálfaður og ekki til stórræða á víg- völlum, þótt hann nægi til að halda óbreyttum borgurum í skefjum meðan foringjarnir eru samtaka. Hver svo sem verður endanleg tala bandarískra flugliða og aðstoðarsveita sem vistaðar verða í Suður-Víetnam til langframa samkvæmt stefnu Nixons og ráðgjafa hans, er það yfirlýst að þátt- töku bandarískra hermanna í bardögum á landi skuli með öllu lokið fyrir mitt næsta ár, þegar dregur að forsetakosning- um í Bandaríkjunum. Með öðru móti verður mannfalli meðal Bandaríkja- manna ekki haldið í því lágmarki sem Nixon telur að veiti sér eða eftirmanni sínum frjálsar hendur til takmarkaðs hernaðar í Indó-Kína til langframa. Þaðan af verður suðurvíetnamski herinn einn að leggja sig i mannhættu að kljást við skæruliða og Norður-Víetnama. Eftir reynsluna i Laos er ljóst að brugðið getur til beggja vona, hverjum þar veitir betur, jafnvel þótt menn Saígonstjórnar hafi liðsinni öflugasta flugflota í heimi, en andstæðingarnir engan stuðning úr lofti. En Nixon telur sig samt hafa tromp á hendi til að afstýra því að andstæðing- arnir bíði átekta þangað til bandarískur landher er ekki lengur á vettvangi, og taki þá að þjarma svo að suðurvíet- 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.