Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 22
2 971SAM VINNAN ÍSLAND ARIÐ 2000 Bernharö Steingrímsson. skrifað ritgerðir um strúktúr- breytingar á skynseminni. Bandaríkjamenn eru nú loks- ins farnir að skilja þetta og dá Piaget nú meira en nokkur önnur þjóð. Og nú spyrja þeir: Hvernig getum við hraðað þessu? Það er þeirra megin- spurning. Og þeir hafa talsvert reynt til að hraða þessu, en Piaget hefur varað mjög við því, vegna þess að hann telur að þetta muni geta raskað á- kveðnu jafnvægi, endaþótt það kunni að vera framkvæman- legt. Jafnvel þó óumdeilanlegt sé að námsmegund (potential) einstaklingsins sé miklu meiri Ágúst: Ég held að þróunin verði sú, hvort sem hún er æskileg eða ekki, að í stað þess að rækta allar þær heilafrumur sem við höfum til umráða en hagnýtum ekki, þá verði farið að sérhæfa heilafrumur hvers einstaklings, þannig að hann geti gegnt tilteknu fyrirfram ákveðnu hlutverki. Bjarni Bragi: Við skulum ekki vera að þessu rugli. Við er- um alveg nógu gáfaðir. Að minnstakosti er ég það!! Geir: Kannski miðað við nú- tímann, en ekki miðað við ár- ið 2000. Ágúst: Ég á við, að í stað þess að fara að rækta fleiri heila- frumur, verði farið að sérhæfa hvern einstakling mun meira en það sem hagnýtt er, sérstak- lega á fyrstu sex árunum, þá er ég fremur íhaldssamur í þess- um efnum og mæli frekar með því að „félögunin“, þ. e. þrosk- un mannlegra samskipta, verði aukin og bætt á þessum aldri. Hildur: En er ekki aðalatriðið í uppeldi barna að gera þeim fært að verða fullorðnar mann- eskjur? Það læra þau fyrst og fremst í starfi, en ekki með tölvum og skólalærdómi einum saman. Spurningin snýst um, að þau læri að beita sér og vaxi frá foreldrunum. og nota þá heilafrumurnar í því augnamiði. Andri: Ég held það sé mjög varasamt að sérhæfa hvern einstakling þannig, fyrr en á fullorðinsárum. Ágúst: Já, en hefur þetta samt ekki verið þróunin erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, að sérhæfa hvern einstakling sem allra mest? Andri: Frá hvaða aldri? Mér er ekki alveg ljóst við hvað þú átt. Bjarni Bragi: Þetta er ekki rétt. Á miðöldum var þróunin sú að sérhæfa hvern einstakl- ing í starfi frá blautu barns- beini. Geir: Ég varpaði fram spurn- ingu um þessa líffræðilegu tækni. í því sambandi væri gott að velta fyrir sér annarri spurningu áður en við hverfum að öðrum umræðuefnum. Það er þetta sem minnzt var á fyrr um þroskun eða lífeðlisfræði- lega þróun barnsins. Erum við ekki þarmeð komin inná spurn- inguna um tilfinningalíf, það að tilfinningalíf barna tengist þannig í kennslu og uppeldi, að börnin læri að læra. Mér skilst á þessari nýju sálfræði og uppeldistækni, sem ég hef kynnzt í Bandarikjunum, til dæmis mannúðarsálfræðinni, að meginatriðið sé að örva börn til að læra, þannig að þau geti haldið því áfram alla ævi, en staðni ekki fljótlega uppúr tvítugs- eða þrítugsaldri. í þessu felst tæknibylting á sviði sálarfræða. Bjarni Bragi: Það var eitthvað í þessa átt sem ég ætlaði að segja áðan. Viðhorfin á miðöld- um voru þau, að einstaklingur- inn yrði virkur í ákveðnu fagi mjög snemma og einskorðaði sig við það. Tilhneignig nútím- ans er áreiðanlega sú að kenna mönnum almennt og kenna Ágúst: En ef við vikjum aftur að líffræðilega þættinum, þá var nýlega fundið upp eitthvert sérstakt hormón, sem getur læknað dvergvöxt. Má ekki hugsa sér að árið 2000 eða á fyrstu áratugum næstu aldar verði farið að staðla menn, þannig að karlmenn verði 1,71 metri á hæð, allir noti sams- konar föt, sömu skónúmer. Steingrímur: Hvað er þá að segja um það, sem nú er full- yrt, að hægt sé að flytja vit á milli manna, til dæmis frá manni sem er að gefa upp önd- ina yfir í ungan og heilbrigðan mann? Geir: Þetta hormón sem þú nefnir, Ágúst, er vaxtarhormón heiladingulsins og búið að finna það fyrir löngu. Það sem gerðist var, að það var búið til frá grunni með tótalsýntesu. Steingrímur: Það hefur tekizt að flytja á milli dýra nokkuð af því sem þau hafa lært með þvi að flytja ákveðnar heila- sýrur úr einu dýri í annað. Þetta er auðvitað stórhættu- legt. Andri: Ef ég má svara spurn- ingu þinni, Ágúst, þá held ég þeim að vera aðhæfanlegir, eða með öðrum orðum búa menn undir það sem tækniþróunin kann að bera með sér, að menn þurfi oft að skipta um hlutverk á lífsleiðinni. Margrét: Mér sýnist tilhneig- ingin í menntunarkerfinu vera alveg öfug. Bjarni Bragi: Það fer eftir því hve ofarlega það er í kerfinu. í háskólum er náttúrlega til- hneiging til sérhæfingar. Björn: Ég er ekki viss um, að menn verði eins sáttir við það og nú að lengja stöðugt það tímabil sem fer til undirbún- ings fyrir starf, án þátttöku, og fjölga þannig unglingsárun- um. Ég trúi því þvert á móti, að þegar framí sækir verði það viðurkennd mannréttindi fyrir ungt fólk og unglinga að fá að byrja að undirbúa sig beint undir ákveðið starf og byrja að spreyta sig á þvi snemma, þó að hæfileikarnir kunni að vera takmarkaðir. Það er lögð alltof lítil áherzla á þörf ungs fólks til að fá einhverja hugmynd um hvað það á að verða. að þetta verði mögulegt að verulegu leyti, en ég hef samt þá trú að það verði ekki gert að neinu ráði og það af sömu ástæðu og þú varst að hnota- bitast útí þarann á Reykhól- um: það vanti undirstöðurann- sóknir og sé ekki nógu mikið vitað um hvaða fylgikvilla megi vænta. Ágúst: Já, að það verði ekki notað á heilbrigt fólk. Hildur: Mér dettur nú í hug, að við högum okkur einsog svona sé þetta í sumum tilfell- um. Ef við tökum til dæmis strætisvagn, þá er hann byggð- ur fyrir aðeins vissa stærð, og mjög litlar manneskjur komast til dæmis varla uppí strætis- vagn, svo ég tali nú ekki um konur með börn. Steingrímur: Haldið þið, að það verði að veruleika, sem þegar hefur reyndar verið gert, að breyta erfðaeiginleikum? Eftil- vill yrði það hættulegasta framförin. Margrét: Ég held það sé nú kannski langt í land fyrir fjöl- frumunga, en fyrir smærri líf- verur er þetta lítill vandi, eink- anlega sýkla og sníkla. Sérhæfing Hormónaflutningur 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.