Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 40
byggja íverustaði á hafsbotni, að minnstakosti sumar- bústaði — 1948 var tallð óhugsandi að nýta hafsbotn- inn fyrir neðan 200 metra dýpi, en nú er hægt að fara miklu dýpra — Menn geta kannski unnið á hafsbotni, þó þeir þurfi ekki endilega að búa þar — Ef menn byrja að búa þar, verður sérstakt mannkyn þar, og síðan verður stórstyrjöld milli landkrabba og hafsbúa — Sérstakir gervihnettir útí geimnum fyrir sjúkrahús, fangelsi, klaustur, rannsóknastöðvar, listamannaný- lendur o. s. frv. — Rannsóknir Bandaríkjamanna bein- ast einkum að því að geta myndað lífheild eða lífkerfi útí geimnum þannig að menn geti lifað þar án þess að sækja orku til jarðarinnar — Dauðarefsing framtíð- arinnar verður kannski í því fólgin að vera sendur útí einhverja Síberíu geimsins — Það verður búið að ger- breyta refsiskipulagi og fangelsi eftilvill úr sögunni, en sjúkrahjálp aukin — Pólitískir fangar verða sendir útí geiminn og aðrir sem ekki fella sig við ríkjandi þjóðfélagskerfi — Það verður áreiðanlega farið að skera upp við pólitískum kvillum árið 2000 — Kannski verða þeir, sem taldir eru geðveikir núna, ofaná árið 2000 og stinga okkur hinum inná geðveikrahæli — Þá geta menn með sérstakri tækni tengt sig í hugsana- samband þannig að raunverulegir hóphugar verði til — En hóphugar eru nú þegar fyrir hendi í stórum stíl — Verður ekki kynskipting í rénun árið 2000? — Martinus heldur því fram að hún sé i rénun og þetta endi með tvíkynjungum — Þá verða bæði karlmenn og kvenmenn óþarfir — Kannski verður það einsog hjá rækjunni, sem byrjar á að vera karlkyns en endar með að vera kvenkyns — Því er haldið fram að allar styrjaldir í heiminum séu af þessari kynskiptingu okkar runnar, meðfram vegna þess að konan dái karl- inn fyrir að sýna dirfskufull og hreystileg tiltæki — Það hefur nú hingaðtil verið talið að kvendýrið væri yfirleitt stærra, grimmara og hættulegra, að minnsta- kosti hjá sniglunum, og sennilega getum við haldið okkur við það — Það verður því líffræðileg staðreynd að þegar kvenþjóðin fær yfirhöndina útrýmir hún karlþjóðinni — Kannski verður reynt að komast í aðrar stjörnuþokur, til dæmis Andrómeda-stjörnuþok- una, til að leita að lífi þar — Það er talið að hægt sé að flytja menn með rafeindatækni frá einum stað til annars með því að leysa upp líkamann og setja hann saman aftur, en hinsvegar kvað vera erfiðara að flytja sálina þannig — En hvað eru umskiptin til annars heims annað en rafeindaflutningur? — Hvort sem menn viðurkenna tilvist sálarinnar eða ekki, er flutn- ingur á innihaldi heilabúsins hugsanlegur með þessum hætti — Verði búið að finna guð almáttugan árið 2000, er spurningin hvað hann sé: er hann kannski samver- und allra? — Tækniframfarir í sálfræði undanfarin 10 ár benda til þess að eftir svosem 10 ár verði með miklum líkindum hægt að framkalla kosmíska vitund eða alheimsvitund í hverjum þeim manni sem óskar eftir að upplifa hana — Það verður gert með ákveð- inni umhverfistækni, með hjálp tákna, mynda, hljóm- listar, geðbrigða og lyfja eins og LSD — Vitað er að við réttar aðstæður geta 95% af fólki fengið þessa kosmísku vitund — Ef mönnum þykir LSD of hættu- legt, er spurning hvort ekki er hægt að framkalla samskonar áhrif með sterkari umhverfisáhrifum — Allskyns jógaæfingar, til dæmis hugleiðsla, sérstak- lega hóphugleiðsla, færast mjög í vöxt víða um heim ásamt ýmsum öðrum aðferðum til að víkka vitundar- sviðið — Og þá eigum við eftir að skilgreina dauðann, hvað hann sé í raun og veru — Dauðinn verður ekki til árið 2000 .... Geir Vilhjálmsson: AÐFERÐIR TIL FRAMTÍÐARRANNSÓKNA Þeir sem að framtíðarrann- sóknum vinna hafa þróað ýms- ar vinnuaðferðir. Má nefna sem dæmi „Delfí-aðferðina“, sem byggir á því að sérfræðingar eru spurðir á kerfisbundinn hátt út í hugsanlega framvindu mála á ákveðnu sérsviði. Önnur mikið notuð tækni er að búa til samhangandi myndir eða „módel“ af ástandi mála á við- komandi sviði á þeim tíma, sem spáin nær til. Dæmi um þetta er veðurkort morgundagsins í sjónvarpinu. Annað íslenzkt dæmi eru aðalskipulagsáætlan- ir af því tagi, sem gerðar hafa verið fyrir nokkra bæi á ís- landi. Eins og sjá má af lýsingu á aðalskipulagi Selfoss 1970 í 4. hefti Samvinnunnar 1970, þá er hér ekki enn um samhang- andi framtíðarmynd að ræða, heldur nær forsögnin aðeins til atvinnuhátta, íbúðaþarfar, landþarfar og umferðarmála. Til þess að fá samhang- andi framtiðarmynd (scenario) þyrfti, auk þess sem tekið væri tillit til fleiri hagfræðilegra at- riða, að taka tillit til fleiri meg- inþátta, svo sem tækniþróunar og áhrifa hennar, félags- og stjórnmálaþróunar, og siðast en ekki sízt til mannúðlegrar spár um breytingar á lífsgild- um, skoðunum, lifnaðarháttum, hugsjónum og tilfinningaaf- stöðu fólks. Við framtíðarrannsóknir þurfa því að vinna saman ein- staklingar með reynslu á mörg- um mismunandi sviðum. Auk þess þarf samvinnan að standa yfir í talsvert langan tíma til þess að nokkur verulegur ár- angur komi í ljós. Það er ekki heldur nóg að draga upp líklegar eða mögu- legar þróunarlínur þessara mörgu þátta, heldur þarf að athuga vixlverkanir og önnur áhrif milli þáttanna. Til þess þarf að setja þættina upp í kerfi, breyta hinum ýmsu þátt- um einum sér og fleirum sam- tímis, og athuga afleiðingarnar fyrir heildarmyndina. Við gerð slikra heildarmynda (scena- rios) eru oft notaðar aðferðir kerfarannsókna (systems ana- lysis), og rafreiknar skila oft athyglisverðum árangri við eftirlíkingar á eiginleikum fjöl- þáttakerfa. Hins vegar getur engin slík tækni komið í stað- inn fyrir hugvitssemi, ímynd- unarafl og frumleika í hugsun, og mikilvægara en slík hjálp- artæki er, að í starfshópnum ríki tilfinningaleg nálægð og afslappað andrúmsloft sam- vinnu og einbeitingar, þannig að ímyndunarafl og sköpunar- kraftur fái að njóta sín. Tilraunin, sem sagt er frá í þessu hefti Samvinnunnar, er auðvitað aðeins lítið upphafs- skref í þá átt að kanna kerfis- bundið framtíðarmöguleika ís- lands. Þó vann hópurinn sam- an í 10 tíma alls, en það svarar til mánaðarvinnu einstaklings (ca. 160 tímar). Þar við bætist hin mikla vinna ritstjórans við að skrifa umræðuna upp af segulbandi og þjappa henni saman í læsilegt form, auk vinnu við setningu, prentun, prófarkalestur og dreifingu. Það er því von okkar að sú orka, sem fór i að koma þess- um umræðum af stað, fái já- kvæðar viðtökur hjá lesendum, jákvæðar á þann hátt, að við lesturinn vakni hjá þeim sjálf- um hugsanir og hugmyndir, sem þeir skrifi niður og sendi ritstjóranum sem innlegg í áframhaldandi umræðu. Senda má greinar, gagnrýni, lesenda- bréf, viðauka, nánari útfærslu einstakra atriða, ný sjónarmið, allt sem talið er skipta máli, og í þessu sambandi teljum við mikilvægt að fá viðbrögð al- menns, vinnandi fólks, skóla- fólks og unglinga, því það eru aðallega ýmsar gerðir sérfræð- inga, sem tala hér í þessari fyrstu umferð, og sérfræðingar eru jú ekki nema lítill hluti þjóðarinnar. Að lokum vil ég benda á, að beint liggur við að beina fram- tiðarrannsóknum að afmörk- uðum sviðum eða svæðum, þó að auðvitað megi ekki gleym- ast að taka tillit til heildarum- hverfis. Sem dæmi mætti nefna framtíðarmöguleika íslenzks fiskiðnaðar, framtið ferðamála á íslandi, framtíð landbúnaðar, framtíðarmöguleika einstakra hreppa, bæjarfélaga eða lands- hluta, framtíðarmöguleika á- kveðinna atvinnustétta, fyrir- tækja eða stofnana o. m. f 1., sem ekki er þörf að rekja nánar hér. Slíkar rannsóknir eru mik- ið stundaðar í nálægum lönd- um. Yfirgripsmestu rannsóknir af opinberri hálfu munu vera í Frakklandi og á Hawaii og svo hjá bandarískum fyrir- tækjum. Þó nokkrar rannsókn- arstofnanir, bæði tengdar há- skólum og í einkaeign, er að finna i Bandarikjunum, Evr- ópu og lítillega i öðrum heims- hlutum. Nánari lýsingar á þessu bíða betri tíma. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.