Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 38
ið útfrá í þessu sambandi, en það er að allir fjölmiðlar, og ef- tilvill getum við tekið skóla- kerfið með, eru i eðli sínu íhaldssamir. Fjölmiðlar eru reknir af ríkjandi skipulagi, af þeim sem drottna núna, og það er þeim í hag að viðhalda ríkj - andi aðstæðum. Þessvegna get- um við gengið útfrá því sem vísu, að hvort sem fjölmiðlar þykjast vera hlutlausir eða ekki, þá muni þeir ævinlega hafa tilhneigingu til íhalds- semi, til að viðhalda því sem nú er, en muni hindra að bylt- ingarkenndar eða mjög af- brigðilegar skoðanir komist til skila. Sigurður: Finnst þér þetta eiga við um sænska sjónvarpið og hljóðvarpið? Þorbjörn: Ég set þetta fram sem meginreglu. Má ég aðeins taka dæmi? Sænska sjónvarp- ið og útvarpið eru tvímælalaust opnari fyrir ýmsu aðstreymi en íslenzkir fjölmiðlar, en hér er þá frekar um að ræða stigsmun en eðlismun. Bjarni Bragi: Ég held að fjöl- miðlarnir séu. alveg gagngert á bandi uppivöðsluafla, vegna þess að uppivöðsluöfl skapa alltaf fréttir og koma alltaf ályktunum á framfæri og eru alltaf á iði. Það er bara spurn- ing um, hversu miklu af þessu er hleypt í gegnum fjölmiðl- ana. Þar að auki eru þeir, sem vinna hjá fjölmiðlunum, mjög oft í þeirri félagslegu aðstöðu að vera gagnrýnir á skipulag valdhafanna, og þessvegna er það skoðun margra, að útvarp- ið sé hreinlega rautt. Sigurður: Merkir uppivöðsluöfi og umbótaöfl sama í þínum munni? Bjarni Bragi: Það þarf ekki að taka orðið uppivöðsluöfl niðr- andi. Það eru einfaldlega þau öfl sem vilja hvetja til breyt- inga. Sigurður: Sjálft orðið hefur nú samt neikvæðan hljóm. Baldur: En ég ætlaði að minn- ast á annað, sem mér finnst mjög alvarlegt, og það snertir raunar ástandið núna líka, og því verðum við fortakslaust að breyta. Það er að verða nánast útilokað fyrir hinn venjulega mann að hafa nokkur áhrif i islenzku stjórnmálalífi. Það er Hildur: Mig langar að varpa fram þeirri spurningu, hvort það sé það sama að hugsa upp nýtt þjóðfélag og vera bylting- armanneskja. Baldur: Það er það sama. Bjarni Bragi: Það er bara sál- arsjúkdómur að halda að það sé gott að gera byltingu. Þorbjörn: Við hugsum aldrei upp nýtt þjóðfélag. Þjóðfélagið samanstendur náttúrlega af þeim einstaklingum sem mynda það. Hildur: Ég hef nefnilega heyrt fólk hér nota orðin „nýtt þjóð- félag“ sem aldrei mundi taka orðið „byltingarmaður" sér i munn í jákvæðum skilningi. Annars langaði mig til að svara Sigurði. Ég held ég viti, hvar goðsögnin um þessa íhaldssömu konu er upprunnin. Það er í þeim löndum þar sem konur hafa fengið kosningarétt skyndilega, einhvernveginn þannig að stórir hópar hafa ekki barizt fyrir þessu, heldur fengið þetta fyrirhafnarlaust, og þá eru þessar konur ennþá með föðurhugmyndina í huga. Mér dettur í hug Spánn og því- lík lönd. Og þessar konur kjósa yfirleitt mjög íhaldssamt. Ég held að þessi goðsögn hljóti að vera sprottin af þessu. Sigurður: Er það ekki lika sjálft kerfið sem gerir hana íhaldssama, heimilið og lifsör- yggið? Hildur: Hún er orðin svo vön því að hugsa passívt. Hún fer ekki alltíeinu að kjósa róttækt, jafnvel þó hún sé óánægð. Baldur: Því var haldið fram í fyrra, að Heath og brezki íhaldsflokkurinn hefðu unnið kosningarnar á atkvæðum kvenfólksins. Hildur: En nú hafa konur i Bretlandi ekki heldur verið framarlega í baráttunni fyrir auknum réttindum sinum, síð- an á dögum súffragettanna. að verða algerlega útilokað fyrir aðra að komast áfram í valdakerfinu en þá sem eiga nóga peninga, eru í þannig starfi að þeir geta svikizt um eða eru aldir upp í flokksvél- unum. Þetta er ástand sem brýna nauðsyn ber til að breyta. Bjarni Bragi: Hvað þá um stéttarfélögin? Þú gleymir al- veg þínu eigin númeri. Baldur: Stéttarfélögin eru bara partur af valdakerfinu. Það er alveg útilokað fyrir mann að komast áfram innan stéttarfé- laganna í dag, sem er ekki i vináttutengslum við forustu- liðið. Sá maður, til dæmis i Dagsbrún, sem er ekki vinur Ebba, hann einfaldlega kemst ekki áfram. Bjarni Bragi: Mig langaði til að beina umræðunum inná það sem mér finnst vera eins mið- lægt í þessu einsog skólakerfi og fjölmiðlar, og það eru hin hagfélagslegu átök. Hverskon- ar kerfi munum við hafa árið 2000 við það að gera upp spurs- mál tekjuskiptingarinnar? Og ef við höldum áfram þessu tali um þátttöku eða atvinnulýð- ræði, hvernig munum við þróa það? Ég viðurkenni fyllilega og mæli með nauðsyn verkalýðs- félaga og stéttarfélaga, en það er ekki þarmeð sagt, að ég sé hrifinn af starfi þeirra einsog það er í dag. Ég geri ráð fyrir því, að í staðinn fyrir þessi langdregnu verkföll megi með könnun á vinnuframlagi og viðbrögðum fólks á vinnumark- aði finna þau launahlutföll, sem muni verða til leiðbeining- Bjarni Bragi: Það er önnur hugmynd sem ég vil koma á framfæri og held að sé mjög raunhæf. Það er lögmál lýð- ræðiskerfisins og helzti veik- leiki — þó það sé eina kerfið, sem hægt er að sætta sig við — að það leitast við, já beinlinis eltist við að þjóna hverjum og einum hagsmunahópi og af- brigði í hagsmunum. Við höf- um ákaflega fjölbreytt litróf af hagsmunahópum sem þrýsta á. Það er mikil hætta á því, að við náum ekki tökum á því að leita lausna innan þeirra marka og möguleika sem við höfum, og helzta sjúkdómsein- kenni þess ástands er einmitt verðbólgan. Spurningin er, hvort við höldum áfram að hafa þetta stöðuga útboð á kröfum sem ekki er hægt að fullnægja innan heildarramm- ans, þannig að við höfum á- framhald á verðbólguþróun, sem er tákn um samfélagslegt ábyrgðarleysi. Verðbólgan er ekki bara hagfræðileg, heldur ar á vinnumarkaðinum, og sömuleiðis kemur menntakerf- ið til skjalanna sem einn helzti framboðsaðili þeirrar starfs- getu og starfskrafta sem um verður að ræða. Ég held það hljóti að koma að þvi, að stétt- arfélögin sjái, að þetta er ekki bara spurning um brútal kraftaátök, heldur sé hægt að sundurgreina þau öfl sem þarna eru að verki, og verka ef svo má segja normatíft eða stuðla að myndun reglna um tekjumyndun. Baldur: Þetta verður bara allt- af pólitískt. Bjarni Bragi: Ja, hvað er póli- tik? Baldur: Það verður aldrei hægt að reikna það út, að þessi hóp- ur eigi að fá þetta mikið af kökunni og hinn þetta mikið. Bjarni Bragi: Við skulum segja, að það verði aldrei hægt að reikna það óyggjandi út og menn muni aldrei taka þess- háttar útreikninga sem fullgilt mat, en ég sting uppá því, að menn muni taka þessháttar rannsóknir og starfsmat mjög mikið til greina í staðinn fyrir brútal valdaátök. Baldur: Það á bara að stefna að algerum launajöfnuði. er hún líka þjóðfélagslegt og sálfræðilegt fyrirbæri. Jónas: Ég ætla aðeins að vikja að þessum uppivöðsluöflum, sem svo hafa verið nefnd. Ég er nú sjálfur náttúruvísinda- maður og verð að segja alveg einsog er, að ekki er laust við að mér sé dálítið órótt meðai þessara mörgu nýju stefnumiða og isma. Þó þykir mér nú leitt, þar sem ég er aðeins rétt kominn á fertugsaldur, að vera álitinn gamall maður í þessum efnum. Mér finnst semsagt dá- litið hættulegt að vera með allt þjóðfélagið i einhverri félags- legri tilraunastarfsemi. Við náttúruvísindamenn erum van- ir að gera það sem nefnt er á ensku máli „pilot plant“, þar sem kannað er hvaða afleið- ingar tilteknar tilraunir kunni að hafa. Við höfum mýmörg dæmi þess að tilraunir með ýmiskonar isma hafa endað í styrjöldum og öðru slíku, og ég hef þá trú að svona tilraunir Stéttarfélög Hagsmunahópar 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.