Samvinnan - 01.04.1971, Síða 26

Samvinnan - 01.04.1971, Síða 26
2 971SAM VINNAN Ottó K. Ólafsson. sem að vísu er leiðinlegt að þurfa að viðurkenna, en þetta er nú bara einusinni svona. Það verður ekki lengi hægt að halda áfram á þeirri braut að ganga á birgðir nátt- úrunnar með ofbeit. Til sög- unnar verða að koma allt aðrir hlutir, til dæmis fiskrækt eða einhverskonar landbúnaður sem nýtir þá jákvæðu þætti sem íslenzk náttúra þýr yfir, svosem svepparækt. Sveppir þurfa ekki mikið ljós. Ylrækt Geir: Hvað um gróðurhús og jarðhita? Jónas: Já, ylrækt almennt hlýtur að færast mjög í vöxt. Við verðum að stefna að því að nýta það sem okkur er þoðið uppá af náttúrunni, jarðhita, mikið ódýrt landrými, en að vísu takmarkað ljós. Af þessu leiðir síðan, að smáiðnaður mun fara vaxandi í sveitum landsins í tengslum við háþró- aðan landbúnað, einsog til dæmis ylrækt hlýtur að verða og jafnvel líka fiskrækt. Geir: Þú minntist á að íslend- ingar hefðu ofnýtt möguleik- ana sem landið býður uppá. Hvað um áburð einsog hann hefur verið notaður víða um lönd í miklu magni til að auka afraksturinn? Bjarni Bragi: Já, í rauninni höfum við ofnýtt ræktunar- lausan búskap. Steingrímur: Mundi ekki betri stjórnun á nýtingu náttúru- auðæfanna leiða til þess, að þau gefi meira af sér? Til dæm- is aukin ræktun. Jónas: Það er vitanlega hægt að auka ræktunina töluvert mikið, en við hrærumst samt sem áður innan sömu víddar. Jafnvel þó við tvö- eða þreföld- um ræktunina, verður það ekki neitt verulegt stökk sem máli skipti. Hildur: En er ekki vandinn sá að halda jafnvæginu í nátt- úrunni? Þegar farið er að leggja mjög ríka áherzlu á ræktun einsog til dæmis í Bandaríkjunum, þá er gripið i vaxandi mæli til skordýra- eiturs, einsog DDT, sem trufl- ar hringrás náttúrunnar, fer i fiskstofninn og móðurmjólkina og ógnar lífinu. Það er því alltaf spurning um, hve mikið verði skynsamlega ræktað á hverjum stað, án þess að trufla jafnvægið. Jónas: Það getur jafnvel verið, að í hverju landi séu ákveðnir eðliseiginleikar sem ráði þvi hvað það þolir mikið af trufl- unum af manna völdum. Þau orð hafa fallið, að íslenzk nátt- úra sé mjög viðkvæm, og það er alls ekki ósennilegt að hún sé viðkvæmari en náttúra ann- arra landa gagnvart inngripum af hálfu mannsins. Bjarni Bragi: Hér er líka spurning um gæði. Hvernig er ræktunin? Það er ekki bara spurning um, hvort við höfum meiri eða minni ræktun, heldur ræktun af ákveðnum gæðum, sem miðast beinlinis við þær eigindir sem eru ríkjandi hér. Það er ekki bara ræktun og meiri ræktun á ákveðnu landi í sama dúr einsog land hefur verið ræktað hingaðtil, heldur er það ef svo má segja viss ræktunarþáttur í nýtingu þeirra frjálsu gæða sem við höfum haft til umráða, og það er einmitt sorgarsagan í sam- bandi við þessa miklu tilraun til samfélagslegrar nýtingar á- kveðinnar auðlindar hérlendis, að ekki skyldi hafa verið hægt að semja skynsamlegar samfé- lagsreglur um það. Til forna var svokölluð ítala í almenn- ingana: það mátti ekki gegnd- arlaust auka þann afrakstur sem hver og einn ætlaði sér að hafa af hinni sameiginlegu auðlind, heldur var rétturinn skammtaður. Ágúst: Mætti ekki hugsa sér fjölbreyttari landbúnað í fram- tíðinni? Frá upphafi íslands- byggðar höfum við verið með sauðfé, kýr og hesta, en fátt eitt bætzt við. Skógrækt Bjarni Bragi: Ég vil styðja skógræktina þína, því ég held hún hafi margskonar uppfyll- ingar- eða aukagildi til viðbót- ar beinum arði, sem er kannski ekki ýkjamikill. Ágúst: Já, ég held að árið 2000 standi bændur á Fljótsdalshér- aði, sem hafa tekið höndum saman um stórfellda ræktun (ég skoðaði þetta fyrir nokkr- um árum), miklu betur að vígi en nokkurn hefur órað fyrir. Steingrímur: Það má líka benda á ræktun sandanna í Öræfunum, sem er félagsrækt- un og hefur borið stórkostlegan árangur. Ágúst: Var ekki sandaræktunin of þurr? Steingrímur: Hún hefur tekizt einstaklega vel í Öræfunum. Ágúst: Það er vitað að alltaf hefur verið hægt að rækta gras á íslandi, ef áburður er fyrir hendi. En spurningin er, þegar sandar eða önnur gróðurlendi eru tekin til ræktunar, hvað við höfum efni á miklum áburði, því vitanlega skuld- bindum við okkur til að bera á þessi svæði til frambúðar. Bjarni Bragi: Það er líka spurning um, hversu fjölþætta ræktun við getum stundað á hverju svæði. Ágúst: Ég las það í riti frá Rannsóknastofnun landbúnað- arins frá 1951, að enginn vandi væri að ráða bót á þessu þá. En lausnin hefur því miður ekki fundizt ennþá. Bjarni Bragi: Mig langar til að bæta því við um skógræktina, að hún er, að frátaldri viðar- notkun sem kemur á löngum tíma, eina ræktunin sem áork- ar tvennu eða jafnvel þrennu i einu: djúpplægir jarðveginn (myndar djúpa hringrás í jarð- veginum), myndar skjól og miðlar vatni. Ágúst: Auk þess sem önnur ræktun gefur mun meiri arð í skóglendi en á berangri, þann- ig að skógrækt hlýtur að koma til með að hafa talsvert gildi. Hildur: Mér virðist af því sem sagt hefur verið hér, að félags- hyggja og ræktunarhyggja hljóti að eiga mikla samleið. Ágúst: Skógræktin á Fljóts- dalshéraði er einmitt ágætt dæmi um félagsræktun. Hildur: Já, bæði skógrækt, sandaræktun og önnur rækt- un, sem margir eiga sameigin- lega þátt í, virðist vera miklu lífrænni en ræktunarviðleitni einstaklinga, sem einatt taka minna tillit til umhverfisins og heildarþarfa samfélagsins. Ágúst: Og skógrækt hefur það framyfir grasrækt, að ekki þarf að bera á plönturnar nema fyrstu tvö árin, og þarmeð er þeim borgið. Sigurður: Er ekki verulegur ár- angur af skógrækt bundinn við afmörkuð svæði hérlendis, og þá fyrst og fremst Fljótsdals- hérað? Ágúst: Það hefur ekki verið reynt í neinum verulegum mæli annarsstaðar. Sigurður: Víst hefur skógrækt verið reynd víða um land í tals- verðum mæli. Árangurinn virð- 26

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.