Samvinnan - 01.04.1971, Qupperneq 49

Samvinnan - 01.04.1971, Qupperneq 49
komst svo að orði, að bollaleggingar um að þar verði gripið til kjarnorkuvopna séu fjarstæða. Til alls vísir Allt annað kemur til greina. Þar er efst á blaði stuðningur bandarísks flughers og flota við suðurvíetnamska innrás i Norður-Víetnam. Fyrstu daga hernaðar- aðgerðanna í Laos, þegar allt virtist leika þar í lyndi fyrir suðurvíetnamska sóknar- hernum, hvatti Ky flugmarskálkur, vara- forseti Saígonstjórnarinnar, óspart til slíkra aðgerða. Talsmenn landvarna- ráðuneytisins og Hvíta hússins í Was- hington sögðu það eitt um málið, að stjórn Suður-Víetnams hefði frjálsar hendur, en innrás í Norður-Víetnam væri ekki á dagskrá að sinni. Eftir ósigurinn í Laos er í hæsta lagi hugsanlegt að Saígonstjórnin reyni skyndiáhlaup af sjó eða úr lofti á einstaka staði í Norður-Víetnam í náinni framtíð. Hins vegar getur bandaríski flugherinn valdið þar miklum usla, sé honum beint að skotmörkum þeim sem látin voru ósnert að mestu á stjórnarárum John- sons. Ýmis ummæli Nixons og nánustu samstarfsmanna hans verða ekki skilin á annan veg en að hann telji sig á engan hátt bundinn af þegjandi samkomulagi fyrirrennara síns við ýmsa aðila, og þá fyrst og fremst Sovétríkin og Kína, um að skirrast við að gera loftárásir á ýmsa þá staði og mannvirki, sem bandarískir hershöfðingjar voru áfjáðir i að ráðizt væri á. Sárast sveið þeim að fá ekki að reyna að rjúfa aðdráttarleiðir Norður- Víetnama með því að gera loftárásir af öllum mætti á samgöngukerfið í nyrztu héruðum landsins annars vegar og hafn- arborgina Haíphong hins vegar. Um vegi og járnbraut frá Kina berst allur flutn- ingur á landi til Norður-Víetnams, en Haíphong er helzta hafskipahöfn lands- ins, og þar er mikið um komur skipa frá Sovétríkjunum. Einkum voru bandarísku hershöfðingjarnir áfjáðir í að teppa með loftárásum leiðir um fjaliaskörð á landa- mærum Víetnams og Kína og varpa úr lofti tundurduflum í innsiglinguna til! Haíphong. Lika þótti þeim súrt í broti að fá ekki að gera stórárásir á miðborg Hanoí, höf- uðborgar Norður-Víetnams. Loks vori'. uppi hugmyndir í yfirstjórn bandariska flughersins um að eyðileggja með kerfis- bundnum árásum stiflu- og áveitukerfið í Rauðárdalnum, en á því þyggist bæði raforkuframleiðsla og ræktun á einum þéttbýlasta bletti jarðarinnar. Reiknað hefur verið út í Washington, að með árás- um á stíflugarðana í Rauðá megi valda flóði sem drekki milljónum manna, og þeir sem eftir lifðu yrðu unnvörpum hungurmorða, þegar áveitur á hrísgrjóna- ek.urnar væru úr sögunni. Það voru hernaðaraðgerðir af þessu tagi sem bandaríski flughershöfðinginn Curtis Le May átti við, þegar hann komst svo að orði, að flugmönnum sínum væri í lófa lagið að „sprengja Norður-Víetnam aft- ur á steinöld“, og það án þess að beita kj arnorkuvopnum, ef þeir fengju að taka á öllu sínu. namska hernum að núverandi stjórn í Saigon sé hætta búin. Innrásirnar í Kam- bodsiu í fyrra og Laos í ár höfðu ekki aðeins það markmið að trufla aðdrætti skæruliða og norðurvíetnamskra her- sveita og torvelda þeim þar með að búa sig undir sókn í Suður-Víetnam við síðara tækifæri. Megintilgangur þessara hern- aðaraðgerða var að slá því föstu í verki, sem Nixon hefur margsinnis haft á orði, sem sé að hann ætli sér að beita banda- riskum flugher og flota hvar sem er i Indó-Kína, til hverra þeirra aðgerða sem hann telji nauðsynlegar, til að afstýra málalokum sem telja megi bandarískan ósigur. Því er það ekki höfuðatriði fyrir Nixon og ráðgjafa hans í Hvíta húsinu, að sóknin inn í Laos bar ekki þann ár- angur sem hershöfðingjarnir væntu. Það sem máli skiptir í augum þeirra sem hafa með höndum æðstu stjórn bandaríska hernaðarins í Indó-Kína er, að þeir hafa enn einu sinni sýnt svart á hvítu, að þeir eru til alls vísir. Einu hömlurnar, sem Nixon hefur sett opinberlega við hern- aðaraðgerðum í Indó-Kína, eru að hann Samlierjar Bandaríkjamanna í Kambodsíu sýna afhöggvin höfuð tveggja Norður-Víet- nama með sýnilegri ánœgju. Yfirheyrsla i Suður-Víetnam. Suðurvíetnamskir hermenn meðhöndla fanga úr Þjóðfrelsisfylkingunni. 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.