Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 45
 Karen Blixen á veiðum við fljót í Afriku ásamt nokkrum þjónum sínum rétt fyrir 1930. Denys George Finch-Hatton (1887—1931), sonur jarlsins af Winchilsea og Nottingham. möguleika valdi fyrsta eiginlegt einkunn- arorð æsku minnar: Navigare necesse est, vivere non necesse. Þessi djarflega skipun Pompejusar skall á hlustum hinna skelfdu skipverja hans, þegar þeir neituðu að bjóða stormum og stórsjóum byrgin og flytja kornbirgðir til Rómar. Frumlegt var það ekki, þetta einkunn- arorð. Ugglaust hafa fjölmargir æsku- menn valið sér það. Eftirvæntingin, of- dirfskan í brjóstum þeirra bíður þess að leysast úr læðingi af kynngimætti orðs- ins. Mér var algerlega eðlilegt að líta á framtíðaráform mín eins og siglingu, því að heimili mitt lá skammt frá hafi, og á æskudögum okkar áttu bræður minir báta í förum milli Kaupmannahafnar og Helsingjaeyrar. En ungu fólki er gjarnt að hugsa í þverstæðum, og í vitund þess munu fjar- stæðukennd orð Pompejusar, en það eru þau, þar sem tilgangur hinnar bráðnauð- synlegu sjóferðar til Rómar var viðhald lífsins sjálfs, standa óhögguð sem hin skýru og hreinu lífssannindi. Engin segul- nál var í mínum augum óskeikulli en út- réttur armur Pompejusar. í óbifanlegu trausti tók ég stefnuna eftir honum, og hefði einhver hyggnari manneskja stað- hæft, að einkunnarorð mitt ætti sér enga jarðneska þýðingu, hefði ég getað svarað: „Nei, en himneska,“ og ef til vill hefði mátt bæta við: „Og fyrir sjófarendur.“ Þessi blær bar mig þöndum seglum til Afríku laust fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Ég var þá heitbundin frænda minum, Bror Blixen. Frændi okkar beggja hafði komið heim úr veiðileiðangri i brezku Austur-Afriku, sem þá var verndarriki, og sýnt okkur í hillingum stórkostlega möguleika til landbúnaðar suður þar. Og þangað héldum við svo fullkomlega i þeim pompejíska anda, að: „Það er nauðsyn að eiga búgarð, en engin nauð- syn að lifa.“ Sönn hjartans einfeldni kallar stundum fram óvænt umburðarlyndi hjá máttar- völdunum. Hún getur jafnvel þröngvað gyðjunni Nemesis til mildari afstöðu. Gyðjan hefði getað svarað: „Gott og vel, þú skalt fá viljann þinn. Þú siglir þá og gefur lífið upp á bátinn!“ Þannig ímynda ég mér, að hún hafi svarað Hollendingn- um fljúgandi. Hún hefði einnig átt ann- að svar handa mér: „Þitt erkiflón! Ég skal vinda upp seglin og standa við stjórnvölinn hjá þér, ég skal láta þig sigla beint út í lífið!“ Með þetta mitt fyrsta einkunnarorð líkt og fána við hún sigldi ég beint inn í hjarta Afriku, inn í vita nuova, inn í það sem varð mér hið sanna líf. Afrika tók við mér, gerði mig að einu barna sinna, svo algerlega að ég afneitaði einkunnarorðinu, sem samein- að hafði okkur, og tók mér annað i stað- inn. Enska fjölskyldan Finch-Hatton hefur í skjaldarmerki sínu orðin „Je responde- ray!“ (Ég mun svara!). Þau hafa augljós- lega lengi verið einkunnarorð hennar, þar sem þau eru á svo fornlegri frönsku. Langt er einnig siðan Hatton Garden í Lundúnum var garður og svo var kveðið um einn úr fjölskyldunni, eitt af eftirlæt- isgoðum Elisabetar I: Herra Kristófer Hatton stígur dansinn drengja bezt, dável er hann limaður, og andlit fegra ei sést, þótt það færi eigi að siður illa fyrir hon- um, þar sem fjandinn náði í hann. Mér féll það svo vel, þetta forna eink- unnarorð, að ég spurði Denys, en hann var setztur að í Afríku á undan mér og við litum á okkur sem eins konar May- flower-fólk, landnemarnir frá þvi fyrir heimsstyrjöldina, hvort ég mætti gera þetta að mínu einkunnarorði. Hann var svo veglyndur að láta mér það eftir, lét auk heldur gera mér innsigli, þar sem það var greypt. Mér urðu orð þessi mjög kær og mikilvæg af mörgum ástæðum, en einkum tveimur. í fyrsta lagi vegna þess, hve rika á- herzlu þau leggja á gildi svarsins í sjálfu sér. En svar er miklu sjaldfengnara en menn almennt gera sér ljóst. Margt stór- gáfað fólk á yfirleitt ekki svar til við neinu. Samtal eða bréfasamband við þess háttar fólk verður ekki annað en eintal á báða bóga — hvort heldur strokið er mjúkt eða slegið þungt fæst enginn end- urómur fremur en frá trédrumbi. Og hvernig er þá unnt að halda talinu áfram? í löngum dölum afrisku hásléttanna var ég umleikin unaðslegu bergmáli líkt og frá hljómbotni, og það fylgdi mér stöðugt. Þar var daglegt líf mitt fullt af röddum, sem veittu svör. Ég talaði aldrei svo, að ég hlyti ekki svar, talaði frjálst og óhikað, jafnvel þegar ég þagði. Ein skýring á þessu var sú, að ég held, að ég bjó svo hátt uppi, á þakbrún sjálfrar jarðarinnar, ef svo mætti að orði kveða, þar sem loftið virðist drottnandi höfuð- skepna með tilhneigingu til að breyta mannlegum hjörtum i vindhörpur. Hin skýringin var sú, að hér var ég í tengsl- um við innborna menn og hin miklu veiðidýr Afriku. Mér hefur alla tíð þótt mjög vænt um dýr, og að fyrirhitta þau í sínum heimahögum utan mannlegrar til- 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.