Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 17
Sveinn Björnsson, Steingrímur Hermannsson og Bjarni Bragi Jónsson. tala, hvort sem við náum því með fjármagnsfrekum og að- flutningsfrekum atvinnugrein- um, þar sem erlend þátttaka er tiltölulega mikil, eða ekki. At- vinnuskiptingin er að miklu leyti skipulagsatriði. Það er greint sundur í ákveðnar skipu- lagsheildir sem tilheyra ákveð- inni starfsemi. Hildur: Þarna hlýtur þó að koma til álita, hvort við ætlum að stunda innlenda atvinnuvegi eða byggja á erlendu framtaki og fjármagni. Mér finnst ekki hægt að ræða um skipulag at- vinnuveganna án þess að taka það með í reikningana. Geir: Er ekki hugmyndin um 45% mannaflans í úrvinnslu- greinum miðuð við þá þróun sem hefur verið? Bjarni Bragi: Jú, og við áfram- hald hennar. Geir: En er þá ekki hugsanleg önnur mynd, sem væri meira í samræmi við þá þróun sem talað var um áðan, að neyzlan kjmni að dragast saman? Hildur: Hver er neyzlan hér á landi? Mér skilst að Banda- ríkjamaður neyti 50 sinnum meira en Indverji. Hvar erum við í neyzlu? Bjarni Bragi: Ætli við séum ekki nálægt Bandaríkjamönn- um? Steingrímur: Nei, við hljótum að vera eitthvað neðar. Bjarni Bragi: Við erum taldir vera neðar. En gengismæli- kvarðinn, sem alltaf er notað- ur, er villandi. Árið 1965 vorum við með nákvæmlega sömu dollaraneyzlu og Kanada, nokkru fyrir neðan Bandarík- in. Dollaraneyzla gefur að vísu ekki rétta mynd, en það þarf yfirleitt að hækka Evrópuþjóð- ir töluvert í samanburði við Bandaríkjamenn til þess að fá raunverulegan samanburð. mengun, sem okkur stafar hætta af, þá stafar okkur ekki fyrst og fremst hætta af inn- lendri mengun, þó talsverð sé, heldur af utanaðkomandi mengun frá öðrum þjóðum, og þá ekki hvað sízt í hafinu. — Mér finnst dálítið einkennandi að hér er rætt um manninn án hans nána sambands við nátt- úruna. Er maðurinn nokkuð annað en einn liður eða þáttur náttúrunnar, og þarf hann ekki að breyta lífsháttum sinum til nánara samræmis við náttúr- una, ef hann á að hafa lífsvon? Kannski þarf hann að ein- hverju leyti að snúa aftur. Baldur: Ég held að maðurinn verði að aðlaga sig náttúrunni og vera í miklu nánara sam- ræmi við hana en hingaðtil. Bjarni Bragi: Hann á þó ekki að halda sömu leið til baka. Ekki taka upp frumbýlingsbú- skap. Ágúst: Það þarf ekki að vera. En sambýli hans við náttúruna þarf að vera með öðrum hætti. Auðvitað getum við aukið fisk- veiðar og hagnazt meira á þeim en við gerum, en það verður því aðeins að við fáum snúið við öfugþróuninni, sem hefur átt sér stað síðustu 20 ár. Steingrímur: Þetta er forsend- an sem ég gef mér. Þetta hefur bara ekki verið reynt að neinu ráði ennþá. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem farið er að tala um það. Þorbjörn: Þetta sem Ágúst er að segja um, að við eigum að lifa í samræmi við náttúruna, er gott og blessað. Þó við séum Ræktun hluti af náttúrunni, getum við haft töluverð áhrif á hvernig hún breytist. Fiskurinn á ör- ugglega eftir að minnka í haf- inu. Mér skilst að til dæmis bolfiskstofninn í Norður-Atl- antshafi sé í talsverðri hættu. Við getum hæglega ímyndað okkur, að það eigi eftir að ganga stórkostlega á allan helzta veiðiafla íslendinga núna. Þessvegna held ég að ræktunin sé framtíðin, og þá munum við verða gersamlega háðir þjóðum einsog Rússum og Japönum, sem verða alger stórveldi í fiskveiðum og fisk- vinnslu á næstu áratugum. Við getum til dæmis séð fyrir okk- ur að við verðum einhverskonar japönsk verstöð. Og þá er spurningin, hvort neyzlu- og þjónustugreinar, sem útheimta ákveðið menningarstig, fari ekki niður fyrir 45%. Bjarni Bragi: Hverskonar hugs- anagangur er þetta? Ef aðrir standa okkur framar í slíkum atvinnuvegum, þá þurfum við endilega að vera háðir þeim og opna landið fyrir þeim! Þetta er öfugt við þróunina í at- vinnumálum hingaðtil. Við höfum lært af öðrum, en ekki látið aðra gleypa okkur. Er æskan farin að hugsa svona? Þorbjörn: En við megum bara ekki gleyma því að við erum svo fámenn þjóð, að við höfum aldrei gert Vferulega stóra hluti uppá eigin spýtur og munum gera enn minna af þeim í fram- tíðinni. Ég vil ekki gerast neinn bölsýnisspámaður, en það sakar ekki að hugsa sér þessa möguleika, þó maður reikni kannski ekki beinlínis með þeim. Maður og náttúra Steingrímur: Ég held að sjáv- arútvegur og fiskiðnaður verði áfram okkar höfuðatvinnuveg- ir, og ég vona að þeir verði innlendir. Við hljótum að hafa fært út landhelgina árið 2000 í að minnstakosti 50 mílur, ef ekki 200 milur, og verðum komnir í fiskrækt og fiskeldi að mjög miklu leyti, en ég held einnig að verksmiðjum hljóti að fjölga og tel mjög líklegt að hér verði aukin erlend fjár- festing, eftilvill önnur ál- bræðsla. Ég trúi því ekki, að þær verði 20. Ég vona að hér þróist einnig ýmiskonar iðn- aður sem við byggjum upp, ým- ist sjálfir eða í samvinnu við aðra. Við verðum sennilega ekki alveg eins sjálfstæðir og við vildum vera. Ágúst: En hvaða áhrif hefur það á þessa framtíðarmynd, að lífinu í sjónum hefur hrakað um 30 til 50% á síðastliðnum 20 árum? Verður sú þróun stöðvuð, eða heldur þessi eyð- ing áfram? Og svo minnzt sé á Ágúst: Þorbjörn talaði um aukna ræktun. Hver er megin- orsök þeirrar mengunar sem orðin er? Hún er af völdum ræktunar. Hvað til dæmis með kvikasilfurseitrunina, skor- dýraeitur, gerviáburð og annað þvíumlíkt? Ekkert sem maður- inn hefur ræktað og byggir af- komu sína á getur lifað sjálf- stætt í náttúrunni án hans verndar. Steingrímur: Er ekki Ágúst að leggja til að við förum að búa í hellum aftur? Allt sem við gerum hefur áhrif á umhverfið. Ef slíkt má ekki, þá er málið vonlaust. Sigurður: Hversvegna skyldi ekki geta orðið „græn bylting" í sjónum einsog á þurru landi, þó í annarri mynd verði? Bjarni Bragi: Spurningin um hagvöxt er nátengd því, hve mikla hvatningu auðlinda mið- að við okkar fólksfjölda við höfum, og þessi þróun er líka nátengd mannfjölgunarþróun- inni. Við getum vel tekið þá ákvörðun að við séum of fínir til að hagnýta auðlindir okkar, að við séum í of mikilli hættu af snertingu við aðrar þjóðir, að við verðum gleyptir einsog sagt er. Þá komum við til með að reyta ýmis smátækifæri, 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.