Samvinnan - 01.04.1971, Síða 17

Samvinnan - 01.04.1971, Síða 17
Sveinn Björnsson, Steingrímur Hermannsson og Bjarni Bragi Jónsson. tala, hvort sem við náum því með fjármagnsfrekum og að- flutningsfrekum atvinnugrein- um, þar sem erlend þátttaka er tiltölulega mikil, eða ekki. At- vinnuskiptingin er að miklu leyti skipulagsatriði. Það er greint sundur í ákveðnar skipu- lagsheildir sem tilheyra ákveð- inni starfsemi. Hildur: Þarna hlýtur þó að koma til álita, hvort við ætlum að stunda innlenda atvinnuvegi eða byggja á erlendu framtaki og fjármagni. Mér finnst ekki hægt að ræða um skipulag at- vinnuveganna án þess að taka það með í reikningana. Geir: Er ekki hugmyndin um 45% mannaflans í úrvinnslu- greinum miðuð við þá þróun sem hefur verið? Bjarni Bragi: Jú, og við áfram- hald hennar. Geir: En er þá ekki hugsanleg önnur mynd, sem væri meira í samræmi við þá þróun sem talað var um áðan, að neyzlan kjmni að dragast saman? Hildur: Hver er neyzlan hér á landi? Mér skilst að Banda- ríkjamaður neyti 50 sinnum meira en Indverji. Hvar erum við í neyzlu? Bjarni Bragi: Ætli við séum ekki nálægt Bandaríkjamönn- um? Steingrímur: Nei, við hljótum að vera eitthvað neðar. Bjarni Bragi: Við erum taldir vera neðar. En gengismæli- kvarðinn, sem alltaf er notað- ur, er villandi. Árið 1965 vorum við með nákvæmlega sömu dollaraneyzlu og Kanada, nokkru fyrir neðan Bandarík- in. Dollaraneyzla gefur að vísu ekki rétta mynd, en það þarf yfirleitt að hækka Evrópuþjóð- ir töluvert í samanburði við Bandaríkjamenn til þess að fá raunverulegan samanburð. mengun, sem okkur stafar hætta af, þá stafar okkur ekki fyrst og fremst hætta af inn- lendri mengun, þó talsverð sé, heldur af utanaðkomandi mengun frá öðrum þjóðum, og þá ekki hvað sízt í hafinu. — Mér finnst dálítið einkennandi að hér er rætt um manninn án hans nána sambands við nátt- úruna. Er maðurinn nokkuð annað en einn liður eða þáttur náttúrunnar, og þarf hann ekki að breyta lífsháttum sinum til nánara samræmis við náttúr- una, ef hann á að hafa lífsvon? Kannski þarf hann að ein- hverju leyti að snúa aftur. Baldur: Ég held að maðurinn verði að aðlaga sig náttúrunni og vera í miklu nánara sam- ræmi við hana en hingaðtil. Bjarni Bragi: Hann á þó ekki að halda sömu leið til baka. Ekki taka upp frumbýlingsbú- skap. Ágúst: Það þarf ekki að vera. En sambýli hans við náttúruna þarf að vera með öðrum hætti. Auðvitað getum við aukið fisk- veiðar og hagnazt meira á þeim en við gerum, en það verður því aðeins að við fáum snúið við öfugþróuninni, sem hefur átt sér stað síðustu 20 ár. Steingrímur: Þetta er forsend- an sem ég gef mér. Þetta hefur bara ekki verið reynt að neinu ráði ennþá. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem farið er að tala um það. Þorbjörn: Þetta sem Ágúst er að segja um, að við eigum að lifa í samræmi við náttúruna, er gott og blessað. Þó við séum Ræktun hluti af náttúrunni, getum við haft töluverð áhrif á hvernig hún breytist. Fiskurinn á ör- ugglega eftir að minnka í haf- inu. Mér skilst að til dæmis bolfiskstofninn í Norður-Atl- antshafi sé í talsverðri hættu. Við getum hæglega ímyndað okkur, að það eigi eftir að ganga stórkostlega á allan helzta veiðiafla íslendinga núna. Þessvegna held ég að ræktunin sé framtíðin, og þá munum við verða gersamlega háðir þjóðum einsog Rússum og Japönum, sem verða alger stórveldi í fiskveiðum og fisk- vinnslu á næstu áratugum. Við getum til dæmis séð fyrir okk- ur að við verðum einhverskonar japönsk verstöð. Og þá er spurningin, hvort neyzlu- og þjónustugreinar, sem útheimta ákveðið menningarstig, fari ekki niður fyrir 45%. Bjarni Bragi: Hverskonar hugs- anagangur er þetta? Ef aðrir standa okkur framar í slíkum atvinnuvegum, þá þurfum við endilega að vera háðir þeim og opna landið fyrir þeim! Þetta er öfugt við þróunina í at- vinnumálum hingaðtil. Við höfum lært af öðrum, en ekki látið aðra gleypa okkur. Er æskan farin að hugsa svona? Þorbjörn: En við megum bara ekki gleyma því að við erum svo fámenn þjóð, að við höfum aldrei gert Vferulega stóra hluti uppá eigin spýtur og munum gera enn minna af þeim í fram- tíðinni. Ég vil ekki gerast neinn bölsýnisspámaður, en það sakar ekki að hugsa sér þessa möguleika, þó maður reikni kannski ekki beinlínis með þeim. Maður og náttúra Steingrímur: Ég held að sjáv- arútvegur og fiskiðnaður verði áfram okkar höfuðatvinnuveg- ir, og ég vona að þeir verði innlendir. Við hljótum að hafa fært út landhelgina árið 2000 í að minnstakosti 50 mílur, ef ekki 200 milur, og verðum komnir í fiskrækt og fiskeldi að mjög miklu leyti, en ég held einnig að verksmiðjum hljóti að fjölga og tel mjög líklegt að hér verði aukin erlend fjár- festing, eftilvill önnur ál- bræðsla. Ég trúi því ekki, að þær verði 20. Ég vona að hér þróist einnig ýmiskonar iðn- aður sem við byggjum upp, ým- ist sjálfir eða í samvinnu við aðra. Við verðum sennilega ekki alveg eins sjálfstæðir og við vildum vera. Ágúst: En hvaða áhrif hefur það á þessa framtíðarmynd, að lífinu í sjónum hefur hrakað um 30 til 50% á síðastliðnum 20 árum? Verður sú þróun stöðvuð, eða heldur þessi eyð- ing áfram? Og svo minnzt sé á Ágúst: Þorbjörn talaði um aukna ræktun. Hver er megin- orsök þeirrar mengunar sem orðin er? Hún er af völdum ræktunar. Hvað til dæmis með kvikasilfurseitrunina, skor- dýraeitur, gerviáburð og annað þvíumlíkt? Ekkert sem maður- inn hefur ræktað og byggir af- komu sína á getur lifað sjálf- stætt í náttúrunni án hans verndar. Steingrímur: Er ekki Ágúst að leggja til að við förum að búa í hellum aftur? Allt sem við gerum hefur áhrif á umhverfið. Ef slíkt má ekki, þá er málið vonlaust. Sigurður: Hversvegna skyldi ekki geta orðið „græn bylting" í sjónum einsog á þurru landi, þó í annarri mynd verði? Bjarni Bragi: Spurningin um hagvöxt er nátengd því, hve mikla hvatningu auðlinda mið- að við okkar fólksfjölda við höfum, og þessi þróun er líka nátengd mannfjölgunarþróun- inni. Við getum vel tekið þá ákvörðun að við séum of fínir til að hagnýta auðlindir okkar, að við séum í of mikilli hættu af snertingu við aðrar þjóðir, að við verðum gleyptir einsog sagt er. Þá komum við til með að reyta ýmis smátækifæri, 17

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.