Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 25
valda þeim. Við getum tekið til dæmis mengun eða efnaeitr- anir. Ef við þekkjum efnin i umhverfi okkar, sem gera okk- ur lífið leitt og valda ákveðn- um sjúkdómum, þá getum við fjarlægt þau. Bjarni Bragi: Þetta er of ein- falt. Tæknin hefur „point of no return“ sem við erum löngu komnir framhjá. Ef við ætlurn að mala með svipaðri tækni og við höfum núna, þá bara klár- um við allar auðlindir og sigl- um öllu í strand. Sigurður: Ef mannkyninu fjölgar um helming eða meira á næstu 30 árum, hlýtur það að vera tæknivandamál að gera okkur jörðina byggilega. Að búa í milljónaborg útheimtir tækni- lega skipulagningu. Ágúst: Það er líffræðilegt. Sigurður: Er það ekki tækni- vandamál að koma 10 milljón- um manna fyrir í borg, þannig að þeir fái lifað þar? Hildur: Það þarf auðvitað að skilgreina þetta. Margrét: Og svo var það þetta, sem hún Hildur kom að hér áðan, með börnin. Það er ó- hugnanlegt að fæða börn inní þessa framtíð, og ég geri ráð fyrir því, að eftir svona 100 ár þurfi maður beinlínis að fara til stjórnvalda og biðja um leyfi til að eignast barn. Þá verður spurt: Er nóg andrúmsloft handa því? Er nógur matur handa því? Er húsnæði handa því? Og svo framvegis. Steingrímur: Erum við að tala um sömu tækni? Fyrir Margréti eru læknavísindin ekki tækni. f mínum huga er þetta allt mjög nátengt. Það eru notaðar smásjár og alls- kyns önnur tæki við. líffræði- legar rannsóknir. í læknisfræði eru notaðar tölvur og f jölmargt fleira tæknilegt. Þorbjörn: Ég held að Margrét hafi verið að reyna að skilja sundur ákveðin atriði sem eru ákaflega þétt samofin. Það þýðir ekki að tala um að vera Þorbjörn: Mér finnst ýmislegt benda til þess, að í framtíðinni verði landbúnaður rekinn í stærri einingum en nú er gert, og að bændur verði að láta af einstaklingshyggju sinni, en leggja aukna áherzlu á að á móti tækni, en með framför- um í heilbrigðismálum. Við verðum að lita á þetta allt sam- an í einni heild. Steingrímur: Það er dregin upp hrollvekjandi mynd af fram- tíðarhorfum okkar í bókinni Gjáin framundan eftir Pecci. Hann dregur fram mjög marga fróðlega hluti um fólksfjölgun- arvandamálið og breikkandi bil þróaðra landa og vanþróaðra. Það hefur verið svo hingaðtil, að þar sem tækniþróun er mik- il hefur ný þekking leitt til æ meiri hraða og stórstígari framfara, þannig að forskot þróuðu landanna eykst stöðugt. Hildur: En hefur ekki þessi tækniþróun hagnýtt frá öðrum þjóðum það sem þær hefðu þurft að nota handa sjálfum sér? Steingrímur: Vitanlega hefur aukin nej'zla þróuðu þjóðanna tekið ýmislegt frá öðrum þjóð- um. Hildur: Og tækniþróunin á Vesturlöndum hefur beinlínis stuðlað að aukinni fátækt í öðrum heimshlutum. Steingrímur: Ég veit það nú ekki. Vitanlega hefur töluvert mikið dottið af borði ríka mannsins á Vesturlöndum, þó kannski sé ekki gaman að orða það þannig. Töluvert mikið af vestrænni tækni hefur komið vanþróuðu þjóðunum til góða. Við getum bara tekið sem dæmi hina svonefndu grænu bylt- ingu. Hún er upprunnin á Vest- urlöndum og beinn ávöxtur tækninnar. Ég hugsa að van- þróuðu löndin væru ennþá verr á vegi stödd, ef þau hefðu ekki notið tækninnar, þó þeim hafi á hinn bóginn ekki fleygt eins mikið fram og þróuðu löndun- um. Það er að segja, ef við köll- um það að vera illa á vegi staddur að lifa við frumstæð lífsskilyrði. Það er varla hægt að finna nokkra framför á sviði tækni, til dæmis í sambandi við matvælaframleiðslu, sem eigi upptök sín í vanþróuðu lönd- unum. vinna hver með öðrum í ein- hverskonar samyrkju- eða samvinnubúskap. Ræktunar- samböndin eru fyrsta skrefið í rétta átt. Hvort það verða sam- vinnubú eða ríkisbú, veit ég ekki. Sigurður: Gunnar Bjarnason á Hvanneyri hefur mjög talað máli samvinnubúskapar á ís- landi. Hann telur samvinnu- búskap skynsamlegasta kerfið til að nýta mannaflann og losa bændurna undan bindingunni sem þeir búa við einsog er. Hann mælir semsagt með vinnuhagræðingu í landbún- aði, þannig að menn skipti með sér verkum og noti tímann á skynsamlegri hátt. Steingrímur: Ég býst við að bændur og reyndar allir ís- lendingar verði að horfast í augu við það, að á næ Lu 30 árum fer loftslag hérlendis kólnandi. Nú þegar er meðal- hiti á vorin (maí) hátt á aðra gráðu lægri en hann var á 30 ára tímabili áður, og þetta hef- ur vitanlega gífurleg áhrif á landbúnaðinn. Ég efast ekki um það, að bændur muni snúast gegn þessum vanda með skyn- samlegum hætti, og það hlýtur að leiða til töluverðra breytinga á búskaparháttum. Ég held að félagsbúskapur muni fara mjög vaxandi, þ. e. a. s. sú tilhögun að þrír til fjórir og allt uppí tiu til tólf bændur taki saman höndum, eigi jafnvel sameigin- leg fjós og hlöður, skipti með sér verkum og hafi hag heild- arinnar í huga. Ég held einnig, að töluverð verkaskipting milli landshluta muni koma með tímanum. Það er ljóst að ekki nær nokkurri átt að vera með sauðfé og hálfan þunga lamba hér á Suðurlandi móts við það sem er kannski sumstaðar á Norðurlandi og þar að auki of- beit. Ég held það hljóti að koma meira skipulag á þessi mál. Ég get einnig vel hugsað mér, að framleiðsla á fóðri verði stund- uð á einum stað, en á öðrum stað verði lögð áherzla á beiti- lönd, en síðan verði fóður flutt á milli í kögglum. Þessi þróun er hafin, og ég held að bændur verði neyddir til að hraða henni vegna veðurfarsbreytinga. Sigurður: Kannski verður það líka til þess, að byggð færist saman, þéttist á vissum svæð- um, en strjálist eða hverfi þar sem erfiðast er að stunda bú- skap. Bjarni Bragi: Mig langar til að líta á þetta frá dálítið öðrum sjónarhól. Sumt af þessum hugmyndum, sem nú eru uppi um landbúnaðarmál, ber með sér „stökk“ í hugsuninni, þ. e. a. s. reynt er að komast yfir í einingar sem eru allt öðruvísi en þær sem við höfum núna, en menn gera sér ekki grein fyrir, hvernig þeir muni nálg- ast þetta ástand. Satt að segja þarf hvergi að taka eins mikið tillit til félagslegra skilyrða einsog í landbúnaði, og þar á ég fyrst og fremst við þær fé- lagslegu erfðir, sem tengja fólk við sína byggð og uppruna. Ég er að vísu sammála því, að það hlýtur að verða mun meiri samvinna um búreksturinn sjálfan, ekki bara um ræktun- arstigið, og það eru ýmsar vís- bendingar um að fólk sætti sig ekki við svona mikla bindingu og sé hamingjusamast í sveit- um, þar sem það hefur að vísu sérstakar búeiningar (það held ég tóri lengi), en er í nokkuð þéttri byggð og á alltaf kost á að koma upp sameiginlegum vélastöðvum, vixlast á um bú- fjárgæzlu o. s. frv. En megin- vandamál landbúnaðarins er og verður áfram að hafa mark- að til að fullnýta þann árang- ur sem aukin tækni ber með sér, þannig að það er stöðug mótsögn milli tækniframvindu og ábatavænlegs búskapar. í tengslum við það sem Stein- grímur sagði um versnandi ár- ferði er rétt að taka fram, að í rauninni hefur mikill hluti búskaparins hér öldum saman verið samfélagslegur í þeim skilningi, að almenningar hafa verið nytjaðir samfé- lagslega. Þetta er eitt það hættulegasta hjá okkur, og án efa kemur aukin aðgæzla og aðhald í sambandi við harðara árferði og fullnytjun búskapar í því skyni að ofbjóða ekki þess- um almenningum, heldur reka þá á hagrænum grundvelli, þar sem stefnt verði að því að eyða ekki auðlindum. Steingrímur: Ég heid að land- búnaður á íslandi eigi örugga framtíð, þráttfyrir erfiðleika sem steðja kunna að, meðal annars vegna þess að það verð- ur vaxandi skortur á eggja- hvítuefnum, og ég held sú krafa verði gerð til okkar, að við nýtum þetta land til slíkr- ar framleiðslu. Jónas: Ég álit að landbúnaðar- framleiðsla yfirleitt muni auk- ast, en ekki i þessum venjulega skilningi, sem i hann er lagður, þ. e. a. s. afurðir ærinnar og nautgripanna, því ég held að geta íslands til framleiðslu á fóðri ofaní þessar skepnur sé mjög takmörkuð. Ég held það sé ekki nokkur vafi, að gengið hafi verið á þetta mjög í seinni tíð, einsog tölur sýna. Vegna kulda er vaxtargeta grass á ís- landi mjög takmörkuð. Á öll- um erlendum landabréfum, sem við sjáum, er ísland með túndrulit. Þetta er staðreynd, Landbúnaður 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.