Samvinnan - 01.04.1971, Side 28
dæmis hefur fjöldi trygninga
lækkað úr 2,5 niðrí 1,2 á fáum
árum, og sennilega er talan
komin ofaní 1,0 núna. Þessi
þróun er svo skelfileg, að við
hljótum á næstu árum að fá
algera stökkbreytingu, annað-
hvort með fullkominni friðun
eftir að menn hafa gert sér
hættuna ljósa, eða við eigum
eftir að sjá á eftir þorskinum
einsog síldinni. Við höfum
mörg dæmi um það, að afli í
Jónas: Ég sló þessu svona fram,
að um tvær leiðir væri að
velja. Annaðhvort tækjum við
höndum saman við þær þjóðir,-
sem skilja vandamálið, og frið-
uðum þá fiskstofna sem væru
í hættu, eða við hrepptum ör-
lög Nýfundnalendinga.
Hildur: En nú er alltaf verið
að vara við ofveiði á ýmsum
tegundum, laxi hér, þorski þar,
hval annarsstaðar, en það virð-
ist enginn gegna þessu. Ráðum
við því í raun og veru, hvort
hægt er að snúa þessu við? Eða
erum við bara að tala?
Bjarni Bragi: Það er töluvert
mikið til i því, að við séum bara
að tala, vegna þess að hver
sá sem vill taka svonalagað
undir samfélagsstjórn er alltaf
talinn harðstjóri, en hinir sem
leika vilja lausum hala eru
ævinlega studdir bæði af ein-
staklingshyggju- og sérgróða-
sjónarmiðum og jafnvel lika af
úthöfum hefur horfið eða
minnkað verulega, til dæmis í
Norðursjónum. Ég held því, að
ef ekki verður brugðið við
skjótt, þá muni fiskibæir á ís-
landi hafa svipað yfirbragð og
til dæmis fiskibæir i Skotlandi
og Englandi, þar sem áður var
mikið athafnalíf, en nú ríkir
kyrrstaða og deyfð.
Hildur: Er þetta á valdi okkar
sjálfra?
félagshyggjumönnum sem telja
sig sýna visst frjálslyndi með
slíkri afstöðu.
Geir: Hér má bæta þvi við, að
til að koma fram breytingum
verður að hafa áhrif á al-
menningsálitið eða að minnsta-
kosti stórar stéttir og áhrifa-
hópa; með öðrum orðum þarf
að breyta skoðunum þessara
aðilja. Hér held ég sé komið að
grundvallaratriði, sem er það
að beita þeirri félagslegu
tækni sem felst í upplýsinga-
herferðum eða með neikvæðu
orði áróðursherferðum i þágu
ákveðinna mjög aðkallandi
markmiða, einsog til dæmis að
vernda fiskstofna og stöðva
rányrkju hafsins eða taka fyrir
mengun. Hér þarf til félagslega
og sálfræðilega tækni.
Hildur: Eru það ekki þessar
aðferðir, sem við verðum að
tileinka okkur á næstu árum,
til að fá fólk til að breyta um
hugsunarhátt eða finna nýjar
aðferðir til að opna augu
manna fyrir því sem er að
gerast.
Jónas: Það þarf skipulagða
starfsemi til að sýna fólki
framá, hvar rányrkja er stund-
uð, þannig að menn liti þessa
hluti öðrum augum en þeir
gera nú. Menn eru alls ekki
sammála um, hvað sé rányrkja
og hvað ekki, hvar gengið sé á
höfuðstól náttúrunnar og hvar
ekki. Víða er ræktun tvímæla-
laust rányrkja, þó hún sé mjög
víða það gagnstæða.
Þorbjörn: Er það ekki svo að
þjóðum við norðanvert Atlants-
haf hafi ekki tekizt að koma
sér saman um takmörkun
fiskveiða? Að Norðmenn neiti
til dæmis stöðugt að taka þátt
í „skömmtun“ fiskimiða?
Bjarni Bragi: Það hefur náðst
samkomulag um síldina, en
þessar stofnanir hafa aðeins
haft heimild til að ræða mögu-
leika á hugsanlegu kvótakerfi
fyrir þorsk og aðrar fiskteg-
undir, en ekki haft neitt vald
til að semja um það eða ræða
framkvæmdaatriði sem raun-
hæfa möguleika.
Ágúst: Nú er mikið talað um
skuttogara. Þá er spurningin,
þegar við öflum okkur tækja,
með tilliti til framtiðarinnar,
til að ná meira magni aflans
til okkar áður en aðrar þjóðir
ná honum, hvort stefnan sé
ekki röng, hvort við séum ekki
að bæta tækni okkar til að
geta gengið enn frekar á höf-
uðstól náttúrunnar.
Steingrímur: En hvaða áhrif
hefur það, ef okkur tekst að
fá viðurkennda 50 eða 100 eða
200 sjómilna fiskveiðilögsögu?
Bjarni Bragi: Það hefði fyrst
og fremst þau áhrif, að við
fengjum vettvang þar sem við
Geir: Eigum við að reyna að
gera okkur i hugarlund, hvern-
ig sambýlishættir muni breyt-
ast framtil ársins 2000?
Hildur: Ég held að farið verði
að miða við kokkhús, sem
margir noti saman, og allir,
sem noti sama kokkhús, verði
heimamenn.
Þorbjörn: Ekki held ég nú, að
fjölskyldan verði liðin undir
lok árið 2000.
gætum ráðið þróuninni sjálfir.
Að svo miklu leyti sem það er
líffræðileg eða „ecologísk“
heild, sem það er að sumu leyti
og öðru leyti ekki, þá erum við
búnir að fá þar grundvöll til
að beita skipulagi og hagræð-
ingu á auðlindir, sem við byggj -
um á. Annars eru skuttogarar
ekki nein voðaleg tæki. Þeir
eru fyrst og fremst hagkvæm-
ari tæki. Annars verður þetta
ekki gott fyrr en við förum
að yrkja hafið. íslendingar
hafa ævinlega verið að yrkja
það sem bezt hefur verið, jörð-
ina, kvæði o. s. frv.
Þorbjörn: Getum við ekki
hugsað okkur að landhelgis-
hugtakið verði orðið töluvert
úrelt árið 2000? Menn verði
hættir að tala um 50 og 200
milur, vegna þess að það eru
ekki nema sumir hlutir sem
falla undir svo og svo margar
milur útfyrir landið, en á hinn
bóginn verði komin samstaða
og samvinna milli strandþjóða
um yfirstjórn hafsins. Þá verði
lika farið að byggja miklu
meira á beinni ræktun í haf-
inu.
Bjarni Bragi: Stephan G. sagði
eitthvað á þá leið, að enginn
maður væri það stór í sinni
samfélagshyggju, að hann næði
yfir alla jörðina. Maður yrði að
byrja á því að vera góður borg-
ari síns eigin samfélags. Há-
stemmt tal Nixons núna um,
að heimurinn þurfi að nýta
þessi dásamlegu tækifæri, er í
rauninni ekki annað en hjóm,
meðan ekki er kominn þessi
vettvangur. Auðvitað verður að
byrja á þvi að færa út áhrifa-
svæði einstakra landa meðan
þjóðirnar eru einu stjórntækin
eða stjórnkerfin sem um er að
ræða, en jafnframt verðum við
linnulaust að vinna að sam-
stjórn á þessum stofnum sem
fara milli landa og á almennu
líffræðilegu ástandi hafsins.
Ágúst: Heldurðu þá að búið
verði að brjóta niður öll hverfi
einbýlishúsa hér í Reykjavík?
Steingrímur: Ég held að fjöl-
skyldan verði ennþá kjarninn,
en vitanlega verða einnig önn-
ur form. Menn verða frjálsir
að því að búa með öðrum hætti
ef þeir kæra sig um það.
Sigurður: Já, auðvitað verða
lifnaðarhættir miklu fjölbreyti-
legri, einsog áður var vikið að.
Tvær leiðir
Sambýlishættir
28