Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 43
birtist í þeirri vitund, að tryggja betri, jafnari réttindi og jafnari aðstöðu allra manna hvar sem þeir búi í heiminum. Sú bylting sé nú á frumstigi, en hún verði að þeirra dómi ekki stöðvuð, og áhrif hennar kunni að verða slík, að eng- inn fái séð þau fyrir. Tilgangurinn með því að afhenda for- seta Bandaríkjanna umrædda áskorun og greinargerð var sá að vekja athygli hans og bandarísku þjóðarinnar á þeim ger- breytingum, sem séu á næsta leiti, svo að haga megi stefnumótun og ákvörðun- um í samræmi við það. Toynbee um heimsbyggðarborgina Á síðasta ári komu út tvær bækur, sem báðar taka til meðferðar viðfangsefni, er snerta framtíðarþróunina, þótt með ólík- um hætti sé. Annað er rit eftir brezka sagnfræðinginn Arnold Toynbee, sem nefnist líorgir á hreyfingu (Cities on the Move). Hitt er bók bandaríska mann- fræðingsins Margaret Meads, er ber heitið Menning og þátttaka, Rannsókn á djúp- inu milli kynslóðanna (Culture and Com- mitment, A Study of the Generation Gap). Ég mun að lokum í þessum inn- gangskafla gera þessum tveim ritum nokkur skil. Riti Toynbees er ætlað það hlutverk að vekja athygli á þeirri staðreynd, sem hann telur blasa við, að borgirnar muni stækka og breiða sig út yfir stærri og stærri svæði í veröldinni. Vegna þessa er nú í uppsiglingu ný fræðigrein sem á vís- indamáli er kölluð „ekistiks“ en það ber að útleggja „fræðin um búsetu mann- kynsins", til aðgreiningar frá „ökológíu", en það eru fræðin um samskipti lífver- anna og umhverfisins og eru eldri fræði og að sama skapi þróaðri. Ekistiks, fræð- in um búsetu mannkynsins, eru nú meira og meira að verða fræðin um borgirnar. Hugtakið stórborg er að verða lítilmótlegt og alls ófullnægjandi til að lýsa þeim borgum eða borgasamsteypum, sem nú eru að myndast. Gripa verður til nýyrða- smíðar úr klassískum stofnum, tala um borgasamsteypurnar sem „megalópólis“, sem séu á góðri leið með að þróast yfir í ekúmenópólis, heimsbyggðarborgina, þar sem veröidin öll verði í ákveðnum skiln- ingi að einni samfelldri borg og núver- andi landamæri hverfi eins og af sjálfu sér í borgarsamfellunni miklu. í bók sinni vitnar Toynbee í upp- hafsmann hinnar nýju fræðigreinar, dr. Doxíadis, en sá hafði árið 1968 gefið út bók, sem hann kallaði Ekistiks — Inn- gangur að fræðum mannlegrar búsetu (Ekistics — An Introduction to the Sci- ence of Human Settlements). Toynbee fær leyfi til að birta mynd úr þeirri bók, en þar gefur að líta heimsbyggðarborg- ina, ekúmenópólis, eins og hún mun verða við lok 21. aldarinnar, en þá hefur hún náð að breiðast út svo að segja um gerv- alla veröldina, þótt veruleg svæði séu enn utan hennar, svo sem ísland. Það segir sig sjálft að þessar breyting- ar á búsetu mannkynsins munu hafa hin mikilvægustu áhrif á líf þess allt og hugsunarhátt. Arnold Toyribee. Djúpið milli kynslóðanna Bók mannfræðingsins Margaret Meads er næsta frábrugðin bók Toynbees, og í henni birtist allt annar hugblær. Þar er leitazt við að gera sér grein fyrir því djúpi milli kynslóðanna, sem nú er að verða ljósara með hverjum deginum. Kynslóðir hinna fullorðnu, þeirra sem komnir eru yfir þritugt, og kynslóðir hinna, sem eru innan þrítugs, eru meir og meir að fjarlægjast, báðum hópum til óbætan- legs tjóns. Hvað veldur? Bók Margaret Meads reynir að finna svar við þeirri spurningu. En svarið liggur ekki á lausu, og það er engan veginn auðvelt að finna það. Höfundurinn nálgast verkefni sitt með því að kanna fortíð og nútíð og draga af því ályktanir um framtíðina. Við þá könnun telur Margaret Mead sig geta greint þrjár ólíkar menningarheildir. í fortíðinni voru menningarheildir mannkynsins það sem hún kallar post- fígúratívar, „fornmyndaðar“. Þá tóku af- inn og amman að sér fræðslu og upp- eldi barnabarna sinna, með þeim árangri að lífsreynsla þeirra og fortíð varð fram- tíðarreynsla barnabarnanna og þannig að lifandi nútíð kynslóð eftir kynslóð. Á ævi þeirra kynslóða, sem nú eru yfir þrí- tugt, varð á þessu alger breyting. — Forn- myndaðar, post-figúratívar menningar- heildir mega heita með öllu horfnar, og algerlega í flestum þjóðfélögum Vestur- landa. í staðinn eru nú komnar það sem mannfræðingurinn kallar kó-figúratívar menningarheildir, „sammyndaðar" heild- ir, en i þeirri sérstæðu nafngift felst sú sannfæring höfundar, að lengur sé hvergi á Vesturlöndum um að ræða eina sam- stæðu eða samfellda menningu, heldur séu margvíslegar menningarheildir sam- tímis í hverju þjóðfélagi og allverulegur munur á, bæði að þvi er inntak og eðli snertir. Hitt er sameiginlegt, að heildirnar viðurkenna tilverurétt hverrar um sig og telja mismuninn eðlilegan og sjálfsagðan. Það er einnig sameiginlegt, að þessar ólíku heildir grundvallast að mjög tak- mörkuðu leyti á framlagi fjölskyldunnar eða þeirri mótun, sem einstaklingarnir hafa orðið fyrir í heimahúsum. Hver heild hefur orðið fyrir áhrifum annars staðar frá og þeim slíkum, að þær mörkuðu stefnu og breyttu lífsafstöðu. Hver menn- ingarhópur á sina spámenn og spekinga, og til þeirra eru viðhorfin og lífssannind- in sótt. Ástæða þessa er ekki sízt sú að engar kynslóðir í allri veraldarsögunni hafa sjálfar upplifað og reynt slíkar breytingar og byltingar og þær, sem hér er um rætt. Þær kynslóðir búa því yfir reynslu og þekkingu, sem aldrei hefur áður verið tiltæk neinum kynslóðanna, sem samtímis byggðu jörðina. En það haggar samt ekki hinni stað- reyndinni, að einmitt nú eru að vaxa úr grasi og komast til vits og ára kynslóðir, sem öðlast þegar í æsku nýja mynd af veröldinni og sjá allt í nýju ijósi. Það eru kynslóðirnar innan þrítugsaldurs, sem eiga svo erfitt með að átta sig á hinum kó-fígúratívu menningarheildum, hinum „sammynduðu" heildum sem reynsluna hafa og völdin. — Það sem greinilegast skilur á milli er sú ljósa vitund hinna ungu, aö veröldin öll er ein heild, mann- kynið allt eitt samfélag. Timaskyn og fjarlægðarskyn hinna fullorðnu er allt annað. Kynslóðirnar yfir þrítugt lifa i þeirri öruggu vissu, að óralangt sé á milli landa og heimsálfa, þrátt fyrir þotur sín- ar og fjölmiðla. Og þær kynslóðir eru jafnöruggar og sannfærðar um hitt, að menningarlega og félagslega sé um svo mikinn tímamun að ræða á þeim þjóðum, sem lengst eru komnar eins og kallað er, og hinum, sem skemmst hafa þrætt fram- þróunarbrautina. Hvort tveggja horfir allt öðru vísi við frá sjónarmiði hinna ungu. Öll veröldin er vanþróað samfélag; þar getur aðeins verið um stigsmun að ræða, en engan eðlismun. Iðnþróuð þjóð- félög, sem svo eru kölluð, eru líka á marg- an hátt vanþróuð, og það jafnvel miklu meira en nokkurn grunar. Hinar ungu kynslóðir hljóta aldrei sam- anburðarhæfni eða möguleika hinna eldri. Og þær eldri eiga næsta erfitt með að átta sig á því að sú veröld, sem þær hafa skapað börnum sínum, skuli virðast jafnmeingölluð og hún sýnist sjónum hinna ungu. — Margaret Mead sér aðeins eina lausn mögulega á þeim vanda sem við blasir. Eldri kynslóðir eiga svör, en geta ekki borið fram þær spurningar, sem mestu máli skipta. Ungu kynslóðirnar geta ekki upp á eindæmi fundið svör við þeim spurningum sem áleitnastar gerast, en þær geta búið spurningunum búning og sett þær fram í auðskildu formi. Spurningarnar verða hið mikilvæga framlag hinna ungu; svörin aftur á móti hinna eldri. Takist þessi samvinna eru fyrir hendi forsendur nýrra menningar- heilda, pre-fígúratívra — myndaðra fyrir sig fram i óljósu hugboði, menningar- heilda sem eru í upphafi jafnviðkvæmar og veikburða eins og nýfædd börn, en búa yfir áþekkum, óvæntum eiginleikum til þroska og vaxtar. 4 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.