Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 37
inni held ég að talsverð hætta sé á því, að ákveðinn minni- hluti af þjóðinni, sem býr við verri aðstæður en almennt ger- ist, muni fjarlægjast enn meir en orðið er þá sem betur eru settir. Jafnframt muni þessi minnihluti verða fyrir meiri firringu og það muni aftur auka afbrotahneigð hjá þess- um hópi, en sömuleiðis muni koma til ýmiskonar örvænting- araðgerða hjá ýmsum hlutum betur setta hópsins, sem eru óánægðir með þetta ástand. Þetta held ég að sé atriði sem nauðsynlegt er að velta fyrir sér, og ég held að við verðum að líta á afbrotatiðni sem mis- munandi eðlilegt ástand i þjóð- félaginu. Mér er engin laun- ung á því, að ég tel afbrota- tiðni í Bandarikjunum eiga sér að ýmsu leyti eðlilegar skýring- ar vegna mótsagnanna sem hafa magnazt i því þjóðfélagi. í sambandi við spá Steingríms um stjórnmálaöflin eftir nokkra áratugi vil ég taka fram, að ég er honum nokkuð sammála, en sé þó ekki and- stæður eins mikið og hann milli þeirra sem leggja vilja áherzlu á að viðhalda hagvextinum og hinna sem vilja auka ýmiskon- ar þjónustu og mannúðarstarf- semi. Ég sé það frekar í stranghagfræðilegri andstæðu þeirra sem vilja annarsvegar Margrét: Mér finnst eiginlega, að fólk gleymi hér að gera sér grein fyrir lögmáli orsaka og afleiðinga. Við höfum búið við ákveðna stjórnarhætti í 10 ár, og til þess að einhver breyting geti á þeim orðið þarf þjóðin að velja aðra stefnu. Við eigum ekki gott með að taka upp aðra stefnu, afþvíað okkur er inn- prentuð sú eina sanna trú í fjölmiðlunum okkar. Þeir þrýsta öllum hér í ákveðinn skoðanafarveg eða réttara sagt ákveðinn farveg skoðanamynd- unar. Þetta hefur ekki komið nægilega skýrt fram í þessum umræðum. Það fólk, sem hér er nú, er ákaflega bjartsýnt og talar einsog meirihluta okkar sem hér sitjum finnst. Við er- um kölluð kommúnistar þegar við komum útúr þessu húsi, og það er öskrað á okkur, þannig að þessar skoðanir komast aldrei inní höfuðið á háttvirt- um almenningi. Þessi sami al- menningur velur sér svo full- trúa á alþingi, sem taka ákvarðanir fyrir okkur. Ég er breyta neyzlumódelinu þannig að þeir vilja auka hina sam- eiginlegu neyzlu yfirleitt og hinsvegar þeirra sem leggja áherzlu á að einstaklingsneyzl- an verði áfram mjög mikil og að treysta beri einstaklingun- um til að nota sjálfir á skyn- samlegan og hagnýtan hátt sem allra mest af sínum peningum, sem hefði í för með sér minni skattlagningu og svo framvegis. Meðal annars held ég að þetta muni verða mjög til umræðu í skólamálum, hvort fólk er reiðubúið til að borga fyrir dýrt og fullkomið sam- eiginlegt skólakerfi. Bjarni Bragi: Að átökin verði með öðrum orðum milli einka- neyzlu- og samneyzluþjóðfé- lags? Andri: Rétt skilið. Steingrímur: Ég held að þjóðfé- lagið, sem ég nefndi fyrr, „iðn- aðarþjóðfélagið“ svonefnda, leggi meiri áherzlu á hlýðni við skipulagið, undirgefni einstakl- ingsins við skipulagið, en að hið seinna vilji veita einstakl- ingnum meira frelsi frá kerf- inu og fórna einhverju fyrir það. Andri: Það er nefnilega það. Þá hef ég ekki skilið alveg rétt það sem þú sagðir áðan. alls ekki viss um, að með þess- um fjölmiðlum, sem við höf- um, sé alþingi spegill af þeim skoðunum sem þjóðin hefur í raun og veru, ef hún fengi bara einhverntíma að láta þær í ijós. Ég álít semsé að skoðana- myndun sé hér alltof einhliða, og þeir sem hafa aðra skoðun en það pólitíska vald, sem hér hefur ráðið undanfarinn ára- tug, koma henni einfaldlega ekki á framfæri við almenning. — Mig langar lika að minnast hér á einn þrýstingshóp sem eflaust verður farinn að láta mjög til sín taka árið 2000, en það er kvenfólkið. Eftir 30 ár verður allt kvenfólk komið útá vinnumarkaðinn. Þetta veit ég að hlýtur að gerast. Afleiðing- arnar sjáum við fyrir, og þar- afleiðandi þurfum við þjóðfé- lag sem tekur tillit til þess arna, og við skulum fá það hvort sem ykkur karlmönnun- um líkar betur eða verr. Þarna er semsagt einn mikilvægur þrýstingshópur sem verður kominn á vettvang árið 2000. Bjarni Bragi: Mér finnst þrýst- ingur kvenna mjög yndislegur. Mavgrét: Það fer nú væntan- lega eftir því, hvernig hann lýsir sér. Geir: Ég sé á nýlegum blöðum vestan um haf, að í Banda- ríkjunum er kvenfrelsishreyf- ingin ákaflega starfsöm og hef- ur á skömmum tíma orðið mjög mikið ágengt. Gætirðu timasett þetta hérna hjá okkur? Margrét: Ég held þetta muni taka svona 15 til 20 ár. Þetta gerist ekki á einum degi, en það er greinilegur munur á stúdinum í háskólanum núna og fyrir 10 til 15 árum þegar ég var í skóla. Þetta er allt annað fólk og hefur allt annað lífs- viðhorf. Ég held að næsta kyn- slóð, þ. e. a. s. þær sem eru núna 10 ára gamlar eða kannski yngri, muni gerbreyta ástandinu. Sigurður: Ég er alveg sammála Margréti um erfiðleikana við að ná til þjóðarinnar með skoðanir sem ekki falla i kram valdhafanna. íslenzka kerfið hefur alltaf minnt mig per- sónulega á sovézka kerfið, og það er mjög fróðlegt að bera þessi tvö kerfi saman í einstök- um atriðum. Mér finnst ég sem- sagt einatt búa við sovézka kerfið á íslandi, þegar ég ber það saman við önnur Norður- lönd eða jafnvel Bandarikin. Hinsvegar höfum við horft uppá það, að fámennir hávær- ir hópar hafa miklu meiri áhrif tiltölulega heldur en stærð þeirra gefur til kynna, og þess- vegna er ég nokkuð bjartsýnn á, að ýmsar heilbrigðar skoð- anir muni smátt og smátt síast út til fólks á næstu árum með aukinni baráttu á öllum víg- stöðvum, ekki sízt á vígstöðv- um kvenþjóðarinnar. Afturá- móti er kannski ástæða til að hafa áhyggjur af mjög aukn- um áhrifum kvenfólks, ef það Geir: Mig langar að varpa hér fram hugmynd, sem kannski mætti ræða: hvort skólakerfið, ef við lítum á það sem fjöl- miðil, þ. e. a. s. hin pólitískt mótandi áhrif skólakerfisins, hvort þau eigi ekki stóran þátt í skoðanamyndun landsmanna. Bjarni Bragi: En þið gleymið bara öllu atvinnulifinu, hag- félagslega skipulaginu og öllu er rétt sem sagt er, að kvenfólk sé í eðli sínu yfirleitt íhalds- samara en karlmenn. En kannski er hér bara um að ræða eina af mörgum goðsögnum karlmannaþjóðfélagsins. En ég hugsa til þess með hryllingi ef aukin áhrif kvenfólks eiga eft- ir að gera þetta þjóðfélag íhaldssamara en það er nú þegar. Á hinn bóginn væri ég þess mjög fýsandi, að þjóðfé- lagið yrði „kvenlegra“ en það er í þeim skilningi, að ég held að kvenfólk yfirleitt hafi ríkari félagskennd, hafi meiri ábyrgð- artilfinningu og samfélags- kennd, þannig að með auknum áhrifum kvenna verði þjóðfé- lagið samstilltara, friðsælla. „Karlmannlegt“ þjóðfélag er samfélag einstaklingshyggju og þarafleiðandi herskátt og of- beldishneigt, en „kvenlega“ þjóðfélagið er, held ég, mýkra og elskulegra. Baldur: Konur geta verið miklu meiri skepnur en karlmenn. Sigurður: Þær geta verið það, en það er áreiðanlega ekki reglan. — Annars langaði mig til að víkja að einu atriði enn. í síðasta hefti Samvinnunnar birtist grein eftir þýzkan eðlis- fræðing, sem bar heitið „Að vera samtiða sjálfum sér“. Þar sýndi hann með línuritum og tölfræðilegum útreikningum, að með sifellt örari þróun á öllum sviðum verði erfiðara og erfiðara fyrir hvern einstakl- ing að lifa í samtímanum. Þá vaknar spurningin, hvort á- rekstrarnir i skólum og ann- arsstaðar muni ekki magnast að sama skapi sem aðlögunar- hæfni einstaklingsins að si- breytilegum heimi torveldast. Og i þvi sambandi skiptir það náttúrlega meginmáli að skóla- kerfinu og raunar þjóðfélaginu öllu er fyrst og fremst stjórnað af mönnum af eldri kynslóð- um, en einmitt þær eiga tor- veldast með að laga sig að sí- breytilegri þróun. þessu. Við megum ekki vera of bundin við þessa „pedagógísku prófessjón". Sigurður: Hún er máttug. Þeg- ar skólar og allir aðrir fjölmiðl- ar leggja saman, eru áhrifin enganveginn lítilvæg. Þá mega hagfræðingar fara að vara sig. Þorbjörn: Það er eitt megin- sjónarmið sem við getum geng- Hlutverk kvenna íhaldssamir fjölmiðlar 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.