Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 51
Júrí Zúbkof: LÍFSMAGN SÍGILDS VERKS Sýning Litla leikhússins: Klestakof (Solomín) og Sfpekin (B. Popof). Fyrsta verkefni Þjóðleikhúss- ins á þessum vetri var hinn sí- gildi gamanleikur rússneska skáldjöfursins Nikolaís Gogols (1809—1852), Eftirlitsmaðurinn. Svo vill til, að þetta verk er nú leikið samtímis í tveimur leikhús- um í Moskvu, og er því ekki ófróðlegt að kynnast umsögn sovézks leiklistargagnrýnanda um þessar sýningar. Eitt brýnasta vandamál sovézkrar list- ar er meðferð samtíðarmanna á sígildum verkum — og það mál er að sjálfsögðu ekki leyst á síðum blaða og tímarita fyrst og fremst, heldur í lifandi starfi leik- flokka. Það er því einkar fróðlegt að bera saman tvær sýningar á Eftirlitsmanni Gogols sem nú ganga samtímis í Moskvu — í Litla leikhúsinu og Listaleikhúsinu. Tveir gjörólíkir Eftirlitsmenn. í sýn- ingu Litla leikhússins, sem Iljínskí stjórn- ar, er leikstjórinn sjálfur aðalhetjan með sínu leiftrandi hugarflugi, áhrifamikilli bragðvísi á sviðinu. En í Listaleikhúsinu, þar sem M. Kedrof hefur verið að verki, er allri athyglinni beint að leikaranum. Leikstjórinn setur sér það verkefni fyrst og fremst að skapa flóknar persónur, sem séu óumdeilanlega af holdi og blóði. Gogol valdi skopleik sínum eftirskrift: „Það stoðar ekki að skamma spegilinn ef fésið er skælt“. Og í sýningu Litla leik- hússins er heilt speglakerfi notað til að stækka og ydda það sem fram fer á svið- inu. Fyrst sjáum við gríðarstóran spegil á tjaldinu, einskonar áminningu um eft- irskrift Gogols um að sviðið skuli vera spegill lifsins. í upphafi síðasta þáttar sjáum við mynd hins sigri hrósandi borg- arstjóra, en í lok leiksins margfalda speglarnir hina frægu þöglu senu . . . íljinski notar frjálsmannlega nútíma- aðferðir í þessum sígilda leik. Eftirskrift verksins er breytt í einskonar útvarps- viðauka við sýninguna: i rás leiksins eru „gluggar" fluttir inn á forsvið frá báð- um hliðum, borgarstjórinn og kona hans snúa sér beint fram í sal, og þeim er svarað utan úr salnum af segulbandi. Mímuleik er og einatt skotið inn í leikinn. Leikstjóri hefur unnið af mjög mikilli nákvæmni að hegðun persónanna. Nefn- um dæmi af Klestakof þegar hann hróp- ar í gistihúsinu, að hann muni fara „beint til ráðherra“ til að kæra borgar- stjórann, og reynir um leið að hlaupa út úr herberginu á skyrtunni, frakkalaus, með pípuhatt á höfði og tösku í hendi. Eða þegar Zemljaníka er að tala við Klestakof og bregður upp ljósmyndum til að sérkenna hvern embættismann um sig, og sýnir heila myndaræmu, þegar hann er að tala um börn Dobtsjinskís, sem kona hans er sögð eiga með dómar- anum . . . Þessi sýning vekur aðdáun fyrir sakir glaðklakkalegrar hugvitssemi leikstjór- ans, óvæntra og áhrifasterkra vélabragða hans. Hér hefur Litla leikhúsið betur. En ef hugsað er til nákvæmni í túlkun félagslegra og sálrænna sérkenna persón- anna og sterks heildarsvips af leik, þá langar mann til að mæla með Listaleik- hússmönnum. Margir leikara Litla leikhússins standa sig með ágætum, en túlkun þeirra er yfir- leitt hefðbundin. Öðruvísi fer Íljínskí sjálfum í hlutverki borgarstjórans. Undraverð er sú rósemi sem hvílir yfir borgarstjóra Íljínskís, þegar hann gengur fram til embættismannanna í byrjun fyrsta þáttar og tilkynnir um komu eftir- litsmanns frá Pétursborg, sem ofan á allt annað ferðast incognito. Og það verður strax ljóst, að þessi slóttugi og þaulreyndi erkibófi hræðist enga eftirlitsmenn — hann þekkir of vel mátt mútunnar, hve auðvelt er að kaupa embættismanna- kerfið. Upp af sjálfslýsingu borgarstjóra, „þjófum og hröppum hef ég att saman, teymt á asnaeyrunum erkiskálka, sem hefðu getað stolið öllum heiminum. Ég hef gabbað þrjá sýslumenn — og er þá fátt sagt . . “, vex sú persóna sem Íljínski skapar. Þegar borgarstjóri hans gengur berserksgang í lokaatriðinu, þá er það alls ekki vegna þess að hann óttist óum- flýjanlega refsingu af hálfu hins rétta eftirlitsmanns. Þetta er reiði í garð eigin skammsýni, vegna þess að nú þarf að byrja allt upp á nýtt. Solomín leikur Klestakof af góðri gáfu, en að mínu viti ekki í samræmi við ætlun Gogols. Þessi ungi maður er i sýningunni alls ekki „heldur svona þunnur', og hegð- un hans stjórnast alls ekki af „fullkomnu þankaleysi“. Klestakof Solomíns, sem bregður i fyrstu heldur illa i brún við komu borgarstjórans, áttar sig fljótt á þvi, hvað er á seyði, og er laginn við að láta aðstæður visa sér til vegar. í Listaleikhúsinu leikur V. Névinnij Klestakof af réttari sálfræði og í betra samræmi við áform höfundar. Névinnij leikur Pétursborgar-glaumgosa, þyrstan í auðvelda sigra, holdsins lystisemdir, sem gerist umsvifalaust hinn ósvífnasti og borubrattasti um leið og hann lendir í miðri huglausri undirgefni og skriðdýrs- hætti. í „lygasenunni“, fylliríisröfli Klestakofs, er sem ímyndun hans geri að veruleika drauma hans um skjótan frama í Pétursborg, frægð og auðlegð og manna- forráð. Þeir leikarar, sem sýna næsta umhverfi borgarstjórans, leggja mikla áherzlu á andlega vesöld, rangsnúna mannsmynd i túlkun sinni, og fara mjög nærri listræn- um stórýkjum. V. Bélokúrof tekur borgar- stjórann allt öðrum tökum en íljínski. Bélokúrof leikur ósvikinn hermennsku- hrossabrest, en engu að siður leggur hann strax í upphafi áherzlu á framkvæmda- vilja og ýtni þessa manns. Með krafti og einbeitni, án óþarfa æsings, skipar hann liði til orustu, eða réttara sagt herbragðs, sem ætlað er að koma að baki eftirlits- manninum og ná honum á sitt vald. Alhliða túlkun persónanna, alúð við þá undirstrauma, sem knýja þær áfram, ein- kennir leik bókstaflega allra þeirra, sem fram koma í þessari sýningu. Þegar fjallað er um sérkenni þessara sýninga beggja, tel ég enga nauðsyn bera til að mæla endilega með annarri á kostnað hinnar. Báðar sýningar eiga sér sína kosti. Hér má deila um smekk, en meira máli skiptir að leggja áherzlu á sjálfa undirstöðu þess, að báðum leikhús- um hefur vel farnazt. En hún er fyrst og fremst tengd því, að þeim hefur tekizt án þess að grípa til blekkinga og hlið- stæðna úr samtímanum að varpa ljósi á það sem skiptir máli í skopleik Gogols. Leggja áherzlu á að Gogol er í þessum sýningum ekki safngripur heldur lifandi, ástríðumikill, gunnreifur. Það er þetta sem öðru fremur réttlætir það, að leik- húsin tvö hafa samtímis snúið sér að Eftirlitsmanninum. 4 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.