Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 42
SAMVINNA Guðmundur Sveinsson, Bifröst: Samvinnuhreyfingin á íslandi árið 2000 Fyrsta grein Forsendur Þegar gera á sér grein fyrir hver muni staða og hvert hlutverk samvinnuhreyf- ingarinnar á íslandi árið 2000, er eðlilegt að taka nokkurt mið af þeim hugmynd- um, sem uppi hafa verið og uppi eru um almenna þróun í veröldinni og á Vestur- löndum næstu áratugina eða jafnvel næstu öld. — Þjóðfélag okkar hlýtur að verulegu leyti að mótast af þeirri þróun og þá að sjálfsögðu þær félagsheildir og félagsstefnur sem þar eru fyrir hendi. Ég ætla í örstuttu máli að geta nokkurra rita, sem birzt hafa og reyna að bregða birtu yfir framtíðina. Framtíðarsýnir Keynes og Youngs í kreppunni miklu árið 1930 sendi enski hagfræðingurinn John Maynard Keynes (talinn aðalformælandi nýkapítalismans) frá sér rit, sem bar heitið „Efnahagslegir möguleikar barnabarna okkar“ (Econo- mic Possibilities for Our Grandchildren). Hagfræðingurinn leitaðist við að skyggn- ast hundrað ár fram í tímann, til ársins 2030. — Hann sá þar fyrir sér fagra ver- öld og bjarta, veröld allsnægta, þar sem tekizt hefði að vinna endanlegan sigur á öllum efnahagsörðugleikum. Allt mann- kynið hefði þá verið hrifið úr fátækt til allsnægta. Hin mikla framleiðsluaukning, sem sívaxandi þekking og tækni tryggði, hlyti að skapa slik skilyrði, tækist að hafa hemil á fólksfjölguninni og koma i veg fyrir aleyðingarstyrjöld. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes trúði á vit, hæfni og getu mannsins til að leysa öll vanda- mál sín. Árið 1958 kom út næsta furðuleg bók. Hún var skrifuð af brezkum félagsfræð- ingi, Michael Young, og nefndist því heill- andi heiti: Hæfileikaveldi komið á (The Rise of the Meritocracy). Bókin er hugsuð sem greinargerð fyrir hagþróun og hug- myndaþróun á Bretlandi, en það land er haft sem dæmi um þróun á Vesturlöndum á árunum 1870—2033, en árið 2033 lýkur bókinni, enda hafa þá næsta óvænt tíð- indi gerzt. Bókin er í tveim aðskildum hlutum. Nefnist fyrri hlutinn Úrvalið nær völdum (Rise of the Elite), en síðari hlut- inn kallast Lægri stéttunum fer aftur (Decline of the Lower Classes). Bókin er satíra, kaldhæðnisleg lýsing á þeirri þró- un, sem höfundur virðist sjá í uppsigl- ingu árið 1958, en telur að eigi rætur miklu lengra aftur. Sú stefna er mörkuð i þjóðfélags- og menntamálum, að héðan í frá skuli „hæfileikarnir" einir ráða, gáf- ur þær sem mældar verða með ákveðn- um, vísindalegum og öruggum aðferðum. Menn eiga að skipa áhrifastöður i sam- félaginu eftir því einu, hve hárri gáfna- tölu þeir ná. Allt er við það miðað að skilja að hina gáfuðu og hina vangáfuðu. Við þetta tekst á löngum tíma að koma á því fyrirmyndarþjóðskipulagi, sem höfundur skírir hæfileikaveldi. En auð- vitað þarf að finna hárnákvæmar og að sama skapi öruggar reglur um þá hæfi- leika sem hægt sé að kalla því nafni og þjóðfélagið hafi raunverulega þörf fyrir. Þetta tekst að sjálfsögðu, svo er vísind- unum fyrir að þakka. — Hinir sönnu hæfileikamenn, hið sanna úrval, elite, kemst til valda á grundvelli fullkomins lýðræðis og jafnréttis, því allir hafa jafn- an rétt til að fá hæfni sína metna á þann eina mælikvarða, sem sannur er og rétt- látur, og hljóta síðan aðstöðu til mennta og frama í samræmi við það. — Að sjálf- sögðu varð þetta hæfileikaveldi hið full- komnasta þjóðfélag eða samfélag í ver- öldinni. — Allsnægtir voru öllum tryggð- ar, enda réttir menn i hverju starfi og embætti sem máli skipti. — Eini verulegi gallinn á hæfileikaveldinu var samt sú óþarfa eyðsla, sem lengi vel þurfti að eiga sér stað í sambandi við menntun. Það hafði lengi vel verið skoðun manna, að ekki væri með öruggu móti hægt að fullyrða um hæfileika og gáfur ung- menna fyrr en komið væri allverulega fram á annan áratuginn í ævi ungmenn- isins og jafnvel ekki einu sinni á þeim tima. Þvi þurfti að halda uppi miklu og kostnaðarsömu kerfi til að mennta og fræða og veita fólki ný og ný tækifæri í þessu efni. En sem betur fór auðnaðist vísindunum hér eins og annars staðar að bæta og fullkomna rannsóknaraðferð- irnar og spara þjóðfélaginu mikla fjár- muni og koma menntun hæfileikaveldis- ins á annan og betri grundvöll. Árið 2000 hafði til dæmis tekizt að leiða alla hæfi- leika einstaklinga í ljós við 9 ára aldur, og þá þurfti samskólinn ekki að ná lengra. Árið 2015 var aldurinn kominn niður í 4 ár og árið 2020 í þrjú. Og enn hélt þróun- in áfram. Dr. Charles, vísindamaður sem hlotið hafði Nóbelsverðlaun, sýndi fram á, eftir að hafa gert miklar og flóknar rann- sóknir á rottum, að hæfileika afkomenda mætti með fulikominni nákvæmni dæma eftir hæfileikum forfeðra þeirra. Þannig mætti segja fyrir um gáfur allra barna sem fæddust öllum foreldrum, og slík var eljan og áhuginn að það tókst með mikl- um og flóknum útreikningum að segja fyrir um allar gáfur sem birtast myndu í samfélaginu næstu þúsund árin. — En svo mjög sem efnahagur og velsæld blómgaðist fyrir tilstilli gáfnaljósanna, því meir dró úr hæfni og getu hinna lægri stétta, enda urðu þær brátt áhrifa- lausar með öllu. En þrátt fyrir allt var samt ekki ánægjunni fyrir að fara í hæfi- leikasamfélaginu, enda hafði það litið við slíkt að gera, þar sem tilfinningar og hug- hrif voru í verulegum atriðum vottur um gáfnaskort. Af þeim sökum lagðist sá siður með öllu niður hjá hæfileikamönn- unum að leita sér kvonfangs á forsendu ásta eða annars konar tilfinningasemi. Gáfumenn fóru í spjaldskrár gáfnastofn- ananna og kusu sér eiginkonur með svip- aðan gáfnakvóta og þeir bjuggu sjálfir yfir. Slikt var sjálfsagt, enda hefði annar framgangsmáti sannað gáfnaskort og stofnað í hættu framtíð þeirra og frama. En árið 2033 hófst uppreisn meðal lýðsins gegn gáfnaveldinu, og þar höfðu konurn- ar frumkvæði. í þeim umbrotum ferst sjálfur sögumaðurinn. Konurnar heirnta annan og manneskjulegri mælikvarða og annað samfélagsform. Hæfileikaveldið riðar með hinum gáfulegu og tæknilegu yfirburðum sínum. Manneskjan sjálf vill fá að láta taka tillit til margbreytileika síns og fjölhæfni. Hin þrefalda bylting Hinn 22. marz árið 1964 var þáverandi forseta Bandarikjanna, L. B. Johnson, af- hent áskorun og greinargerð, sem kölluð var Hin þrefalda bylting (The Triple Re- volution), en greinargerð þessi var undir- rituð af 37 fræði- og vísindamönnum í ýmsum greinum. Það var inntak áskor- unarinnar að vekja athygli forsetans á þremur mismunandi byltingum, sem nú væru að gerast í veröldinni, en þær væru allar þess eðlis, að þær breyttu stöðu mannsins, aðstöðu og hugsunarhætti — eða hlytu að gera það áður en langt um liði. Hinar þrenns konar byltingar væru sem hér segir: 1) Stjórnunarbyltingin, þ. e. kyberne- tik-byltingin, en orðið kybernitik er dreg- ið af grísku hugtaki, kybernes, sem merk- ir „sá sem heldur um stjórnvöl, stýri- maður“. Þetta hugtak er fyrst og fremst notað um allt sem lýtur að sjálfvirkni og þá alveg sérstaklega tölvufræðunum, en tölvur eru einmitt notaðar til að „stjórna" vélum og vélasamstæðum. Kybernetik- byltingin mun á ókomnum tíma breyta með öllu framleiðsluháttum og er þegar farin að gera það að dómi þeirra, sem sendu Johnson forseta greinargerðina árið 1964, enda fjallar hún einkum og sér í lagi um þá byltingu og hvað af henni hljóti að leiða eða geti leitt. 2) Vopnabyltingin. Hún er slik að dómi höfunda bréfsins til forsetans, að vopn samtiðarinnar gera sigur með öllu úti- lokaðan í átökum stórvelda, sem ætluðu sér að beita hernaðarmætti sínum, og þá sér í lagi kjarnorkusprengjum. — Þar sem allar sigurvonir í hernaðarátökum séu úr sögunni, ættu um leið allar forsendur að vera burtu fallnar fyrir áframhaldandi vigbúnaðarkapphlaupi stórveldanna og þar með hinni gífurlegu verðmætasóun, sem það hefur í för með sér. Væri þessi staðreynd viðurkennd, hlyti það að hafa hin víðtækustu áhrif á framvindu margra mála í veröldinni. 3) Mannréttinda-byltingin. Höfundar greinargerðarinnar benda á það, að um veröld alla fari nú sérstæð kvika, sem 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.