Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 50
Stefnumið Nixons með innrásunum í Kambodsíu og Laos er að sannfæra bæði stjórnina í Hanoí og bandamenn hennar um, að hann sé vis til að ganga eins langt í hernaðaraðgerðum og honum þykir með þurfa til að geta sagt fyrir forsetakosn- ingarnar næsta ár, að sér hafi tekizt að losa Bandaríkjaher úr bardögum á landi í Indó-Kína, án þess að sleppa þar með hendinni af stjórninni i Saígon. Þetta er það sem ráðamenn í Washington eiga við, þegar þeir tala um „árangursríka víetnömun“ stríðsins. Afstaða Kínverja Væri sambúð bandamanna Norður- Víetnams, Kína og Sovétríkjanna, í því horfi að þau gætu komið sér saman um mótleiki við ógnunum Bandaríkjastjórn- ar, yrði þeim ekki skotaskuld úr að halda aftur af henni að vissu marki, en eins og málum er háttað fara Sovétmenn og Kín- verjar hvorir sína leið. Báðir senda vopn og varning til Norður-Víetnams, en póli- tisk afstaða þeirra til stríðsins er ólík. Sovétstjórnin hafði milligöngu um að koma á friðarviðræðum stríðsaðila i París, en Kínastjórn hefur ætíð verið þeim mótfallin. Afstaða Kínverja er, að þjóðir Indó-Kína eigi vísan sigur, ef þær þreyti Bandaríkin i langvinnu stríði. Jafnframt hafa Kinverjar margsinnis lýst yfir, að þeir muni ekki horfa á það að- gerðalausir að Bandaríkin færi sig lát- laust upp á skaftið í hernaðaraðgerðum þétt við landamæri Kína. Ákveðnastar hafa þessar yfirlýsingar Kínverja verið í ummælum sem Sjá Enlæ forsætisráðherra viðhafði í Hanoí, er hann hélt þangað óvænt eftir sóknina inn í Laos og bollaleggingarnar í Saígon um innrás í Norður-Víetnam. Erlendir sendimenn í Peking hafa verið minntir á, að Kínverjar hafi á sínum tíma gert alvöru úr að hrekja Bandaríkjamenn út úr Norður-Kóreu eftir að svipuðum að- vörunum var ekki sinnt, og þeir hafi farið alfarnir að því ætlunarverki loknu. Ljóst er að tvennt vakir einkum fyrir Kín- verjum í svipinn með opinberum og óop- inberum yfirlýsingum þeirra um afstöðu sína til framvindu mála í Indó-Kína. í fyrsta lagi vilja þeir vara Bandaríkja- stjórn við að ganga of langt í hernaði gegn Norður-Víetnam og nyrztu héruðum Laos, sem liggja að Kína og eru nær al- gerlega á valdi skæruhers Pathet Lao. í öðru lagi vilja þeir fullvissa Víetnama um að ekki sé hætta á að þeir gerist óboðnir gestir í landi þeirra til langframa, þótt kallað verði á þá til að veita liðsinni gegn Bandaríkjamönnum, en öldum saman var saga Víetnams í rauninni saga lát- lausrar sjálfstæðisbaráttu gegn Kína- veldi. Fréttamenn í Washington segja, að Nixon hafi tilhneigingu til að ógna Kín- verjum með kjarnorkuvopnum, geri þeir sig liklega til að mæta bandarískum hernaðaraðgerðum í Indó-Kína með eigin herafla. Hefur Nixon staðhæft, að Eisenhower hafi á sínum tíma beitt leyni- legri hótun um kjarnorkuhernað til að hafa sitt mál fram á lokastigi samning- anna um vopnahlé í Kóreu. Bandarískur þjóðarvilji En hver sem er persónulegur vilji Nixons, getur hann ekki gengið í berhögg við bandarískan þjóðarvilja í máli sem varðað getur heimsfrið. Markmið hans með heimkvaðningu hers frá Víetnam er einmitt að fá á sitt band almenningsálitið sem snúizt hafði gegn Johnson. Öll sólar- merki benda til að honum hafi ekki tekizt þetta enn, jafnvel þvert á móti. Skömmu eftir að innrásin var gerð í Laos og áður en sýnt varð hvernig fara myndi, gerði Gallupstofnunin könnun í tvennu lagi á afstöðu Bandaríkjamanna til forseta síns. Annar þáttur könnunar- innar fjallaði um traust fólks á túlkun Nixons á gangi stríðsins i Indó-Kína. Nið- urstaðan varð, að rúmlega tveir þriðju aðspurðra, 69 af hundraði, voru þeirrar skoðunar, að Nixon leyndi þjóðina því sem hún ætti rétt á að fá að vita um hernað og horfur á vígvellinum. Til sam- anburðar gat Gallupstofnunin þess, að hún lagði sömu spurningu fyrir menn, þegar jafn langt var liðið á kjörtímabilið sem Johnson sat þjóðkjörinn forseti og liðið er nú á kjörtímabil Nixons. Var þá verulega tekið að halla undan fæti fyrir Johnson, og þó var vantraustið á honum nokkru minna en á Nixon nú, eða 65 af hundraði. í annan stað komst Gallup að raun um, að í fyrsta skipti á stjórnar- árum Nixons eru fleiri Bandaríkjamenn óánægðir með hvernig hann rækir emb- ætti sitt en þeir sem eru ánægðir. Alkunna er, hve fljótt álitið sem mælt er í skoðanakönnunum getur verið að breytast, en Nixon tók niðurstöður Gal- lups svo alvarlega, að næstu vikur eftir að þær birtust lagði hann sig í framkróka að bæta hlut sinn með sjónvarpsviðtölum, blaðamannafundum og meira að segja viðtölum til birtingar við einstaka, út- valda fréttamenn, þar sem hann lagði megináherzlu á að koma á framfæri rök- semdum fyrir stríðsstefnu sinni. Þegar mótmælin gegn innrásinni í Kambodsíu voru hvað áköfust í Banda- ríkjunum í fyrravor, svo segja mátti að flestar háskólaborgir landsins væru í upp- námi, og til blóðsúthellinga kom við há- skóla í Ohio og Mississippi, var það við- kvæði Nixons og nánustu samstarfs- manna hans, að ekki væri að marka upp- steyt ungæðislegra hávaðamanna, stjórn- in hefði á sínu bandi hinn þögla meiri- hluta þjóðrækinna miðlungsborgara. Fréttamenn sem leitazt hafa við að kanna, hvað liggur að baki þeirri breyttu afstöðu sem fram kemur i Gallupkönn- uninni sem tilfærð var hér að framan, virðast helzt hallast að því að þessi þögli meirihluti snúist nú i vaxandi mæli á sveif með þeim sem vilja að Bandaríkin láti þátttöku sinni í ófriðnum i Indó-Kína lokið, án tillits til hverjar afleiðingarnar verða fyrir stjórn hershöfðingjanna Thieus og Kys i Saígon. Breytingin á af- stöðu almennings er einkum talin runn- in af tveim rótum. í fyrsta lagi breiðist sú skoðun út, að í Indó-Kína sé ekki barizt fyrir raunhæf- um, bandarískum hagsmunum, heldur til að viðhalda útþenslustefnu sem komin sé út í öfgar og bjarga jafnframt áliti og að- stöðu stjórnmálamanna og hershöf ðingj a, sem eiga völd sín og frekari frama undir því að stefnan sem þeir hafa mótað og framfylgt bíði ekki ótvírætt skipbrot. Menn þurfa ekki að vera friðarsinnar til að láta sér gremjast, að mannslífum sé fórnað í tugþúsundatali ár eftir ár sakir metnaðar og valdafíkni þröngs hóps. í öðru lagi fjölgar þeim Bandaríkja- mönnum j afnt og þétt, sem gera sér grein fyrir hvílíkum hörmungum gereyðingar- hernaður Bandaríkjahers veldur þjóðum Indó-Kína. Annars vegar gróðureyðing á stórum landflæmum í því skyni að gera skæruliðum ólíft, og hins vegar hömlu- lausar loftárásir á hverja lifandi veru sem bærir á sér á „frjálsum skotsvæðum“ hafa valdið því að í Suður-Víetnam hefur bændafólk svo milljónum skiptir flúið heimkynni sín og gerzt flóttafólk í örg- ustu fátækrahverfum borganna. í Laos, þar sem íbúatalan er innan við þrjár milljónir, var flóttafólk orðið fjórðungur úr milljón fyrir árslok 1969, og síðan hafa bandarískar loftárásir á landið verið stór- auknar. í Kambodsíu, með sex milljónir íbúa, flúði milljón manna heimkynni sín eftir innrás Bandaríkjamanna og Suður- Víetnama í fyrravor. Öldungadeildarnefnd undir forsæti Ed- wards Kennedys birti þær tölur sem hér hafa verið tilfærðar, og er starf hennar fyrsta viðleitni sem vart verður að hálfu opinberra aðila i Bandaríkjunum til að gera sér grein fyrir manntjóninu og upp- lausn gamalgróinna bændaþjóðfélaga, sem stríðið í Indó-Kína veldur. Nefnd Kennedys slær því föstu, að það sé hinn vélvæddi hernaður Bandaríkjamanna, einkum lofthernaðurinn, sem valdi flótta- mannastraumnum og mannfalli í röðum óbreyttra borgara. Eftir því sem banda- rísku þingmennirnir komust næst, féllu 300.000 óbreyttir borgarar í Suður-Víet- nam árin 1965 til 1970 og langflestir þeirra fyrir bandarískum loftárásum og fall- byssuskothríð. Réttarhöld yfir bandarísku hermönn- unum, sem frömdu múgmorð í þorpinu My Laí í Suður-Víetnam, hafa staðið af og til mánuðum saman. Þegar þetta er ritað, hafa allir sem komið hafa fyrir rétt verið sýknaðir nema Calley undir- foringi, en máli hans ólokið. Málaferlin hafa engu að síður orðið til þess að færa fjölda Bandaríkjamanna heim sanninn um, að í nafni þeirra hafa verið unnin hin verstu verk. Eftir því sem hermenn snúa heim, fjölgar kærum einstakra manna, óbreyttra hermanna og liðsfor- ingja jöfnum höndum, á hendur yfir- mönnum, allt upp í hershöfðingja, sem þögguðu niður kærur um hryðjuverk og komu þannig fram, að ekki verður annað ályktað en yfirherstjórnin hafi staðið að baki þeim. Þegar ofan á þetta bætast ófarirnar í Laos, verður ekkert fortekið um, hverjum tíðindum hið illa þokkaða stríð í Indó- Kína kann enn að valda á bandarískum innanlandsvettvangi. Fréttamaður einn hefur eftir nýbökuðum stríðsandstæðingi og flokksbróður Nixons: „Nú er meirihlut- inn ekki þögull lengur, en þeir í Was- hington eru heyrnarlausir.“ 4 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.