Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 35
Ágúst: Ég hef nú ekki lesið grein Skúla, en ég er alls ekki að tala af lítilsvirðingu um Andri: Ef þú ert að tala um, að það þurfi að koma á skynsam- legri hagnýtingu sérfræðinga yfirleitt, þá get ég verið þér sammála. Ágúst: Já, einmitt. Það sama á við um efnafræðinga, náttúru- fræðinga eða hvaða stétt sér- fræðinga sem vera skal. Andri: Ég held að notkun sér- fræðinga bæði hjá íslendingum og mörgum öðrum þjóðum sé afskaplega vanhugsuð. Þar er einfaldlega alls ekki nægilega vel skilgreint, hvert svið sér- fræðingsins á að ná, og hvar sá menntaði alþýðumaður, sem ætti að vera í stjórnarsæti, á að byrja. Sigurður: Þetta er vandamál sem var rætt mikið á alþjóða- ráðstefnu um framtiðarrann- sóknir og félagslegar nýjungar í Danmörku á liðnu hausti. Þar var bent á það, að sér- fræðingar væru yfirleitt svo bundnir við sitt eigið fag og þær vinnuaðferðir sem þeir hefðu verið þjálfaðir í og væru eftilvill stundum næstum steinrunnir í, að þeir kæmu kannski alls ekki auga á lausn- ir, sem utanaðkomandi leik- maður mundi sjá í einu vet- fangi fyrir hugboð eða annars- konar reynslu í lífi og starfi. Þessvegna væri höfuðnauðsyn að hafa leikmenn með í um- ræðum sérfræðinga um fram- tíðarþróun þjóðfélagsins. Bjarni Bragi: Það þarf bara að hafa það einsog Forn-Persar. Ef þeir ákváðu eitthvað algáð- ir, þá urðu þeir að ræða það drukknir, og ef þeir ákváðu eitthvað fullir, þá urðu þeir að ræða það ófullir. Geir: Á ráðstefnunni sem Sig- urður nefndi komumst við að þeirri niðurstöðu í sambandi við mjög marga þætti félags- legra breytinga, að sálfræði og félagsfræði eiga verulegu hlut- verki að gegna, eða með öðrum orðum: fólk verður að breytast til að geta aðlagazt nýrri fram- leiðslutækni, nýjum samfélags- háttum, auknum samskiptum við útlönd, rafeindakerfi sem gefur því upplýsingar um alla heimsbyggðina, og þannig mætti lengi telja. sálfræðinga. Spurning mín er bara, hvort við séum ekki farn- ir að ofnota þá. Hildur: Má ekki segja, að ef fólkið getur ekki aðlagazt tækninni, þá ætti að breyta tækninni og aðlaga hana fólk- inu? Geir: Það er alveg hárrétt, enda hafa ýmsir bent á það. Baldur: Ég er þeirrar skoðun- ar, að stefnt verði að því að gera manninn fjölhæfari, þannig að ef við erum á þess- ari sérhæfingarbraut, þá verði snúið við á henni, og varðandi sköpunarþáttinn, sem ég legg áherzlu á að hljóti að verða mjög gildur, þá mun hann ekki beinast eingöngu inná lista- brautir, heldur líka að þjóðfé- laginu sjálfu, einsog bent var á hér áðan. Ég held að menn geti fengið útrás í mörgu öðru, einsog til dæmis því að skapa það tiltekna samfélag og um- hverfi sem hlutaðeigandi ein- staklingur kýs helzt að lifa í, til dæmis með því að verða virkur í atvinnulífinu með at- vinnulýðræði, og svo framveg- is. Sköpunarþátturinn getur beinzt inná svo ótalmörg svið og er ekki einskorðaður við að búa til listaverk. Geir: Getum við gert okkur nokkra hugmynd um, hvaða hugsjónir mannkynið eða stór- ir hópar þess koma til með að hafa árið 2000? Baldur: Ég get svarað fyrir mig: að láta fólkinu líða vel og vera hamingjusamt. Þorbjörn: Ég er ekki viss um, að fólk burðist með svo ýkja- margar hugsjónir árið 2000. Ágúst er ekki trúaður á það, að mönnum muni haldast uppi að vilja vera atvinnulausir. Ég er sammála Steingrími um það, að þeir sem kæri sig um muni fá að vera atvinnulausir í friði. Bjarni Bragi: Iðjulausir. Þorbjörn: Já, einmitt, það er kannski heppilegra orð. En ein- mitt í sambandi við það sem sagt var um sköpunarþrá og sköpunarvilja held ég að fólk muni ekki vilja vera iðjulaust. Ég held það sé einskis manns ósk að hafa ekkert fyrir stafni. Það held ég að sé einn þeirra örfáu hluta sem leyfilegt sé að telja til mannlegs eðlis: það gerir enginn sjálfviljugur að hafa ekkert fyrir stafni. Þess- vegna held ég að þetta verði ekkert vandamál. Fólk fær að vera iðjulaust ef það vill, en það velur ekki þann kost. Steingrímur: Væri ekki hugs- anlegt að fólk færi að velja iðju sem það fengi ekki greidd laun fyrir, til dæmis að ganga á fjöll eða eitthvað þvíumlíkt? Ágúst: Já, að mjög stór hópur fari að lifa snikjulífi í orðsins víðtækustu merkingu á þeim sem vinna. Sigurður: En hversvegna þarf að kalla það sníkjulíf? Bjarni Bragi: Vegna þess að það er ekki jákvætt framlag. Sigurður: Það er mikil spurn- ing: Hvað er jákvætt framlag? Bara það að framleiða vörur og peningaleg verðmæti? Bjarni Bragi: Nei. Til dæmis að hugsa upp nýtt þjóðfélagskerfi. Þorbjörn: Já, en að sameina það að ganga á fjöll og hugsa upp nýtt þjóðfélagskerfi? Björn: Hingaðtil hefur ekki aukinn frítími og næði fylgt aukinni framleiðslu. Skipuleg- ar athuganir í öðrum löndum leiða það í ljós. Það er einsog hver mínúta sé orðin verðmæt- ari, afþvíað hún gefur í aðra hönd miklu meira af hlutum og verðmæti en áður. Miðdeg- isblundurinn er horfinn eða gamaldags; menn kasta hönd- unum til matreiðslu og snæð- ings, gleypa í sig; jafnvel er farið að útbúa veitingastaði þannig að menn þurfi ekki að setjast til að snæða; menn halda fundi um leið og þeir borða. Ég veit því ekki hvort það er rétt að gera ráð fyrir meira næði um aldamótin vegna aukinnar framleiðslu, nema þá fyrir gamalt fólk, af- þvíað enginn hefur tíma af- lögu handa því. Læknar hér á landi græða svo mikið á mín- útu, að þeir fást ekki til þátt- töku í félagsmálum, hafa ekki efni á því. Erlendis er því sleg- ið föstu, að þessa tímaskorts, sem fylgir bættum efnahag, gæti í kynferðis- og ástalífi. Hjón hafa ekki tíma hvort handa öðru og þá enn síður handa öðrum, og allt slíkt ger- ist með meiri hraða hjá ógiftu fólki, ekki fyrir aukið frjáls- lyndi, heldur tímaskort. Alls þessa gætir mest hjá fólki sem Margrét: Haldið þið að þjóð- félagið muni halda uppi manni, sem hefur það sér til dægra- styttingar og atvinnu að ganga á fjöll og hugsa upp nýtt kerfi? Hildur: Heyrir það ekki undir byltingarstarfsemi að hugsa upp nýtt þjóðfélagskerfi? Sigurður: Væri það talið já- kvætt framlag til þjóðfélagsins, ef miðaldra eða aldurhniginn maður gengi um göturnar, tæki börn tali og spjallaði við þau um heima og geima, til dæmis f ramtíðarþ j óðf élagið ? Bjarni Bragi: Ég treysti mér sjálfum betur til að velja mér jákvætt verkefni heldur en þeim sem hafa yfir mér að segja. Sigurður: Það er það sem við höfum verið að tala um. Bjarni Bragi: Maður veldi sér verkefni, sem maður teldi vera jákvætt, en hvort það er það, er allt annað mál. Þorbjörn: Ég held að þetta sé hugsanlegur möguleiki.... hefur hátt tímakaup. Aukin útivinna kvenna er þáttur í vaxandi næðisleysi, auðvitað afþvíað karlmenn vilja ekki missa spón úr sínum aski og draga af sér við tekjuöflun. Bjarni Bragi: Ég held það sé frumþörf að vera þátttækur, og með þjóðfélagsþróuninni verður sú þörf alltaf sterkari og sterkari. Það gæti farið svo, að það yrði talið til einskonar jákvæðra réttinda að fá að vinna. Það er margt annað en atvinnulýðræði sem þarna er um að ræða. Einsog íslenzkt þjóðfélag hefur verið síðasta áratuginn hafa verkalýðs- og samvinnufélög og ýmiskonar önnur samtök verið vettvangur fyrir gífurlega fjölbreytta þátt- töku hins almenna borgara í mótun þjóðfélagsmálanna, jafnvel á miðlægum vettvangi. Þeir sem aðhyllast samsæris- kenninguna neita þessu að sjálfsögðu, en ég hef raunveru- lega reynslu fyrir þvi að þann- ig hefur þessu verið háttað. Málin hafa þróazt í samverkan ákaflega margra, sem einmitt hafa verið valdir á hinum frjálsa vettvangi. Þorbjörn: Ég held að verka- lýðsfélög séu gífurlega ófull- komnar stofnanir. Það er að mínu viti fullkomlega tómt mái Sérfræðingar Frítíminn 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.