Samvinnan - 01.04.1971, Síða 55

Samvinnan - 01.04.1971, Síða 55
Gamlir Kúwaítbúar taka lífinu með mikilli ró i sólarbreiskjunni. var hann þrjú ár í Bandaríkjunum, þar sem hann hafði eigin sportbíl og ibúð og var á sífelldum þönum. Margir segja að rann hafi smitazt af dvöl sinni vestan hafs, en sjálfur segir Verzlunargata í Kúwaítborg. hann að Kúwaít sé líka að breytast. Landið fjarlægist Evrópu meir og meir, og yfir því er hann bæði glaður og hrygg- ur. Þjóðin sé smámsaman að finna sinn eigin lífsstíl, segir hann. Engir skattar Skrifstofa Anwars er ákaflega iburðar- mikil. Einkaritari hans læsti hurðinni þegar við fengum áheyrn hjá honum, og við hurfum næstum í stóran, fjólubláan stólinn. Ljósgrænt gólfteppi, sem náði útí öll horn, var þykkara en nokkurt teppi sem ég sá á íslandi. Á veggnum hékk stór mynd af Emírnum, landsdrottninum, sem er góður vinur Anwars. Hann fer oft í kurteisisheimsóknir til Emírsins, sem sagður er hafa 200 milljónir króna i tekj- ur á degi hverjum. Hvort það er rétt, veit víst enginn nema hann sjálfur, en hann hefur að minnstakosti það miklar tekjur, að þegnar hans þurfa ekki að greiða skatta og fá ókeypis skólagöngu, læknis- hjálp, tannlækningar og margt fleira, sem við verðum að greiða fyrir. Menn mega ekki halda að i Kúwait búi bara ríkt fólk. Þar er líka að finna betl- andi bedúina, þó betlarar séu að vísu ekki eins áberandi og í öðrum arabalöndum. Hinir mörgu fiskimenn, sem áður stund- uðu sjóinn, hafa lika átt erfiða daga. Þeir, sem ekki gátu skipt um starf, halda áfram að róa til fiskjar, en það gefur lítið í aðra hönd, og á bryggjunum má sjá blá- snauða fiskimennina hjá bátum sínum. Svipur þeirra lýsir kjarkleysi og uppgjöf, þar sem þeir liggja og sleikja sólina við vegarbrúnina. En ekki stunda þeir betl. Til þess eru þeir alltof stoltir. Stuðningur við skæruliða Einsog stendur eru átökin við austan- vert Miðjarðarhaf meginvandamál Kú- waíts. Kúwaít tekur ekki beinan þátt i þeim. í landinu eru einungis fimm þotur og enginn her, svo það greiðir Egyptum og Jórdönum fé til að berjast. Ásamt Líbýu og Saúdí-Arabíu greiðir Kúwait árlega 135 milljón sterlingspund til stríðsrekstursins. Auk þess eru særðir skæruliðar sendir til Kúwaíts á kostnað ríkisins, og þeir fá góða hjúkrun í stærsta sjúkrahúsinu, A1 Sabah. Að fengnum bata dveljast þeir um hríð í landinu til að afla nýrra skæruliða og peninga. Mörg stór samtök stunda fjársöfnun fyrir skæruliða. Söfnunarbaukar eru í mörgum verzlunum, og yfir þeim hangir gjarna auglýsingaspj ald með föllnum hermanni. Meðal efnakvenna i Kúwaít er það líka orðið metnaðarmál uppá síðkast- ið að gera eitthvað fyrir skæruliðana. Norðurlandabúar, sem heima eiga í Kú- waít, skýra frá því, að þessar konur gangi á milli húsa með happdrættismiða. Kona nokkur kom til sænskrar konu og bað hana kaupa happdrættismiða til ágóða fyrir sjóð sem kaupir peysur handa skæruliðum. Þegar sænska konan færðist undan, var henni hótað sprengjuárás á húsið þar sem hún bjó. Endaþótt Kúwaít- búar kæri sig ekki um stríð, styðja þeir eindregið þjóðernisstríð araba. Hitt er svo annað mál, að þetta litla ríki yrði ekki stór biti að gleypa fyrir nágrannarikin írak eða íran, og ekki er því að neita, að þau hafa talsverðan áhuga á olíumilljörðunum. En friður ríkir i Kúwaít enn sem komið er, og þróunin þar er óhemjulega ör, þráttfyrir óveðurs- blikur bæði í austri og vestri. 4 55

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.