Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 41
María Skagan: KOSNINGALEIKHÚS — OG LÍNA LANGSOKKUR Mikil firn rigndi hann annars á kosninga- daginn fyrir hádegið. Og mikið var búið að rigna yfir okkur, væntanlega kjósendur, af blöðum og boðum undanfarnar vikur. Mánuðurinn fyrir kosningar er sannarlega ekki heppilegur tími til að afklæðast per- sónuleikanum og ígrunda alheimslegar „ideólógíur11, svo sem fjórðu víddina og upp- haf án endis í heimssköpunarfræðum. Kosn- ingar eru val þitt og mitt, atkvæði okkar ráða úrslitum í sögu þjóðarinnar, og við verðum að taka afstöðu — með einum flokki og móti öllum hinum. í kosningum er ekkert sem heitir, að sumt mæli með en sumt á móti manni eða málefni. Flokkslín- urnar eru skýrar og ákveðnar — í orði að minnsta kosti, og ef til vill má með nokkr- um sanni segja, að stjórnmálamennirnir séu þaulvanir línuveiðarar. Þær eru vel beittar línurnar þeirra, gullin kosningaloforð hanga þar í löngum röðum og skírskota til skyn- semi og staðfestu hæstvirts kjósanda, svo að hann kemst ekki hjá því að finna, hversu mjög þessir miklu stjórnmálamenn þarfn- ast manna eins og hans. Fyrir kosningar fá allir bréf upp á það, að þeirra sé ríkið, mátturinn og dýrðin — aðeins ef þeir setji nú krossinn á réttan stað. Getur nokkur komizt hjá því að finna ábyrgð og alvöruþunga margfalda sjálfsvit- undina á slíkum tímamótum, þegar hver einstaklingur öðlast tækifæri til að leggja sinn eigin vizkustein á vogarskálina? Það var stytt upp og sólgljáandi regnvatn rann um göturnar eins og skínandi kvika- silfur, þegar ég arkaði af stað upp í skóla. En ég sá það varla, því að ég var að hugsa um loforðin fögru, og hversu mörg þeirra iðka endurfæðingu á fjögurra ára fresti, jafnliðlega og fyrirhafnarlítið og fimleika- maður sveiflar sér í hring eða gamall tób- aksmaður dregur upp pontuna sína og raul- ar við sjálfan sig: Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. Ef ekki væri þessi sérstæði hæfileiki kosn- ingaloforðanna, þá myndu mörg þeirra vera orðin spanskgræn og fjólublá eins og mann- kyn á fjarlægum hnöttum. Ég man reyndar ekki, hvernig Borgarsjúkrahúsið er á lit- inn, en það er eitt þessara fögru fyrirheita, sem ætíð slær gullnum framtíðarljóma yfir hverjar kosningar. Þó minnist ég þess ekki, að það hafi sýnt sig í sjónvarpinu, en það hafa flokkarnir aftur á móti gert, og hefur kjósendum þar gefizt á að líta, hversu heið- arleiki, réttsýni og hin einu sönnu úrræði hafa ljómað af ásýnd og orðum hæstvirtra frambjóðenda. Þetta er mikið sjónarspil, og það hefur stundum hvarflað að mér, hvort ekki myndi bæði tilbreyting og menningarauki að því að stofna raunverulegt kosningaleikhús í stað þessara venjulegu málþófsfunda og yf- irþyrmandi blaðaútgáfu, sem að vísu skapar prentsmiðjum, blaðburðarbörnum og sorp- hreinsuninni aukna atvinnu og bætir nokkr- um pappírstolli í ríkiskassann. Þó mun flestum tekinn að leiðast sá forleikur og kysu margfalt heldur eitt allsherjarkosninga- leikhús, þar sem flokkarnir lékju hver á annan, svo sem alla jafna hefur tíðkazt á alþingi, í stað þess að vera að pukrast þetta hver í sínu horni með aðfengna skemmti- krafta, hálaunaða, og innkeypta boðsgesti til að skemmta sjálfum sér og skemmti- kröftunum. Með tilkomu kosningaleikhúss aflegðist svoddan skemmtanastrit með öllu, en við tæki skemmtunarleikur, þar sem flokkarnir lékju ekki einungis hver á annan heldur og hver annan til að sýna fjölhæfni sína og sviðshæfileika. Hlytu þeir leikarar orðu, sem sannferðugastan sýndu framgangsmát- ann og trúverðugasta orðleikni að sanna hið ósannanlega, hvort heldur væri í eigin gervi eða annarra. Hugsanlegt er, að með slíkri tilhögun mætti veita nokkrum mönn- um atvinnubótavinnu í Krossaverksmiðju ríkisins. Að sjálfsögðu yrði almenningur að kaupa sig inn í kosningaleikhúsið á venju- legu aðgöngumiðaverði, og þar yrðu vita- skuld til sölu bæði veitingar og leikskrár með kosningaloforðum og smádálkaskömm- um handa þeim, sem ekki geta lesið gler- augnalaust. Ágóðinn yrði mikill; í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar yrði gróði að kosn- ingunum, og þeim gróða yrði varið til að framkvæma öll kosningaloforðin, allt þetta góða, fagra og fullkomna, sem flokkarnir hafa hingað til aðeins talað um, talað og aftur talað um. Um hugsjónaágreining í framkvæmd yrði ekki að ræða, því að eins og ljóst mun orðið, yrði þetta raunverulegt samvinnuleikhús, þar sem allir myndu hjálpast að við að gera það, sem allir vilja gera en hafa ekki getað gert, vegna þess að þeir hafa eytt svo miklu fé og miklum tíma í að rífast um, hvernig og hvenær eigi að gera það, að enginn hefur getað gert neitt. Svo hafa allir farið hinar og aðrar leiðir burt frá öllu saman og byrjað að safna í flokkssjóðina á ný og uppdrífa kosn- ingaskrifstofur og sálnaveiðara ásamt happ- drætti og „Sögulegum“ boðum. Sem ég allt þetta þönkum leiddi á ýinsa vegu í sólskininu, var leið mín á enda. Skóladyrnar stóðu opnar og fólkið hraðaði sér inn að kjósa. En ekki var þar greitt uppgöngu öðrum en heilfættum og brjóst- heilum, sem sé stigamönnum góðum, því að á brattann var að sækja. í skólaportinu stóð brosmild kona og bauð gerviblóm þeim, sem framhjá gekk. Skyldi ágóða þeirrar sölu varið til að byggja hæli fyrir taugaveikluð börn. Við stigaupp- ganginn stóð gamall maður og bauð happ- drættismiða Blindrafélagsins, sem er að bæta húsakost sinn inn við Hamrahlíð. Út um gluggann í ganginum sá ég konu, sem var að selja happdrættismiða Sjálfsbjargar, félags fatlaðra og lamaðra, sem var að byrja að byggja yfir sitt fólk inn við Hatún. Hvernig væri þessum málum annars hátt- að í dag, ef „kosningaleikhúsið" væri tekið til starfa? Sennilega myndu þingmennirnir sjálfir ganga þar um í hléum og bjóða svona miða til sölu. Og hver gæti neitað þingmanni, sem ekki væri að safna fyrir flokkinn heldur fólkið, um fimm tíu-krónu seðla? „Hundrað krónur, herrar mínir og frúr, fær sá sem getur sigrað Adólf sterka“, kallaði aflraunamaðurinn á trúðleikasýning- unni. Enginn þorði að hreyfa sig, þangað til tíu ára telpuhnokki vatt sér upp á sviðið og hafði endaskipti á Adólfi sterka. Það var reyndar hún Lína litla langsokkur, sem þá þrautina vann. Við íslendingar áttum einu sinni Hall- gerði langbrók, og hún hafði svo sannarlega hausavíxl á hinum og þessum í þann tíð. Nú á dögum væri okkur ekki vanþörf á einni snarlegri hnátu á borð við Línu litlu, sem haft gæti endaskipti á maddömu Póli- tík, þegar mestur er á henni pilsaþyturinn, og iækkað á henni kostnaðarrisið, en hækk- að risið á öðrum þarfari byggingum. Já, ef við ættum raunverulegt kosningaleikhús og eina Línu, sem gæti tekið til höndunum svo að um munaði, þá myndi enginn þurfa að óttast atvinnuleysi. Borgarsjúkrahúsið, öryrkjablakkirnar og önnur sjúkrahæli myndu spretta upp, búin beztu tækjum og vel menntuðum læknum og hjúkrunarkon- um. Heilbrigðismálin yrðu þjóðarstolt, og ráðherrar þyrftu ekki lengur að þeysa með erlenda boðsgesti að sýna þeim Reykjalund eða ganga með þá kringum Hallgrímskirkju- turninn til að firra því, að útlendingar villt- ust kannski í reiðileysi inn í elliheimilið, sem hýsa verður örkumla fólk og geðsjúkl- inga auk gamalmenna. En nú er ég komin í kjörklefann og við mér blasir kosningaseðillinn með feitletr- uðum listabókstöfum og mörgum nöfnum neðan undir. Það dugir víst ekki að láta ímyndunar- aflið leika lengur lausum hala. Raunveru- leikinn í dag er kross á þennan seðil. En hversu mörgum krossum létta þeir af ann- arra herðum, sem kórónuna fá? í rauninni ættum við hæstvirtir kjósendur ekki að merkja svona seðil krossi heldur spurn- ingarmerki. Hver örlög kjósa þeir okkur á morgun, sem við kjósum í dag — svo fremi þeir sigri? Eða er það kannski í kosning- um eins og stríði, að allir tapa, jafnvel sigurvegararnir? Sumir glata mannorðinu, aðrir skapstillingunni, og allir tapa geysi- legu fjármagni, sem nota hefði mátt til raunverulegra framkvæmda. Því segi ég það: Gerum „menningarbylt- ingu“ og stofnum kosningaleikhús. Það þarf ekki endilega að vera með háum turni eða flísalagt að utan með bláu eða grænu postu- líni. En það þarf að skila ágóða til þjóðar- búsins og sanna svo að ekki verði um villzt, að þingmennirnir eru fyrir fólkið, en ekki bara fyrir alþingishúsið, blöðin og sjónvarp- ið — til að skrifa og tala sig hása og þreytta og troða loftköstulum upp í ermarnar sínar frammi fvrir landslýðnum. Það er nefnilega ekki fyrr en við höfum sigrað Adólf sterka í trúðleikahúsinu, að okkar þegnanna verður ríkið — og hundrað krónumar. (1967). 4 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.