Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 19
Baldur: Nú er það vitað mál, að íslendingar framleiða af- skaplega mikið af eggjahvítu- efnum. Getum við ekki einmitt orðið vanþróuðu þjóðunum til mjög mikils gagns í framtíð- inni með þessari framleiðslu, og eru ekki líkur á að þessar auðlindir okkar verði jafnvel auknar með útfærslu landhelg- innar og fiskrækt? Jónas: Það fer alls ekki sam- an, viðhald góðs atvinnu- ástands á íslandi og þróunar- pólitík í heiminum. Menn verða að gera einhverja mála- miðlun í þessum málum, og til þess þurfum við að fara að stíga að minnstakosti eitt skref í rétta átt, og það er það sem ég vildi fá að sjá. Baldur: En fer ekki mjög mikið af þessum eggjahvítuefnum núna í að ala skepnur? Sigurður: Einmitt vegna þess sem hann sagði, að þetta tvennt fer ekki saman, góð lífskjör hérlendis og jákvæð þróunarpólitík. Vanþróuðu löndin hafa ekki efni á að kaupa það sem við erum að framleiða, og þessvegna eru eggjahvítuefnin sett í skepnur Andri: Varðandi það sem kom- ið hefur fram hjá nokkrum okkar, þá langar mig til að taka fram, að ég tel mig mikinn náttúruverndarmann og ekki sizt eftir að ég hef horft á með eigin augum, hvernig farið hef- ur verið með það gósenland á jörðu, Kaliforníu, en ég vil samt taka undir við Bjarna Braga og fleiri um það, að mér finnst það vera hreint miðalda- myrkur að halda því fram, að það megi alls ekki gera virkjan- ir vegna þess að þær hljóti að valda mengun. Þarna verður, svo ég viki að því sem Jónas sagði, að reyna að komast að skynsamlegu samkomulagi, bæði í þessu máli og i skipu- lagningu á því, hvernig á að raða verkefnum í tæknilegri hagnýtingu á auðæfum jarðar, þarámeðal því sem verður að éta. Og þetta með eggjahvítu- efnin, sem Jónas minntist á, var mjög mikilvægt atriði, vegna þess að það er ágætt dæmi um það, að við verðum að skoða vandamálið í sam- hengi við heiminn í heild, en ekki bara tala um ísland 2000. Ágúst: Mér fannst koma fram sem aldar eru til að fita okkur og nágranna okkar í ríku lönd- unum, sem hrynja niður úr vel- ferðarsjúkdómum. Þorbjörn: Fyrir nokkrum árum sagði Þórður Þorbjarnarson í útvarpinu, að gífurlega mikið magn af þeim eggjahvítuefn- um, sem við fleygjum núna, væri hægt að nota í einhvers- konar eggj ahvítukökur til manneldis, sem með skynsam- legri pólitík mætti flytja til þróunarlandanna. Bjarni Bragi: Ég hef spurt hann um þetta, og hann segir að þetta sé alls ekki hagrænn möguleiki. Þetta eru svo vél- væddar verksmiðjur, að við gætum ekki sjálfir haft mikla atvinnu af slíkum iðnaði, og nýtingin verður að vera mjög reglubundin. Fiskmjöl verður fyrst og fremst til úr úrgangi, sem ekki er venjulega manna- matur, og svo megum við ekki gleyma því, að þetta hefur á- samt annarri eggjahvítu lykil- þýðingu við að hjálpa búfén- aði til að nýta annað fóður, þannig að mér finnst það nokkuð blandið ofstæki að telja það svo afleitt að fóðra skepn- ur á þessu. hjá Andra dálítill misskilning- ur, sem er mjög algengur, og hann er sá að telja náttúru- verndarmenn afturhaldsseggi, sem ekki vilja neinar framfar- ir, heldur bara hverfa aftur til náttúrunnar. Þetta er regin- misskilningur. Ég held að nátt- úruverndarstefnan sé jákvæð- ari en nokkur önnur stefna, því hún byggist á því að fram- farir geti orðið og eigi að verða án þess að valda röskun á því jafnvægi sem ríkir í náttúr- unni. Og í því efni eru undir- stöðurannsóknir svo mikilvæg- ar, vegna þess að þær hjálpa okkur til að þekkja hringrás náttúrunnar til hlítar, svo að við getum leyft okkur inngrip í náttúruna, án þess að það veiti okkur aðeins hagnað næstu 20—30 árin, heldur einn- ig um alla framtíð. Sigurður: Ég held við séum öll náttúruverndarmenn, en þetta er bara spurning um leiðir og skilgreiningu. Ágúst: Slíka skilgreiningu er ekki hægt að gefa meðan und- irstöðurannsóknir á náttúrunni eru ekki gerðar. Geir: Við erum hér að tala um líffræðilega tækni, sem verður sifellt mikilvægari. Tækni er ekki bara vélar og rafeindir, heldur líka líffræðileg, og meira að segja sálfræðileg og félags- leg. Margrét: Það sem við verðum fyrst og fremst að gera okkur ljóst þegar við tölum um árið 2000 er, að við megum ekki eyða öllum auðlindum á þessum næstu 30 árum og ekki heldur öllum mat sem hér er hægt að afla. Það kom hér fram áðan, að fyrr en síðar kemur að því að vanþróuðu löndin hafa enga eggjahvítu og ekkert til að nærast á. Þar deyja nú þegar alltof margir úr eggjahvítu- skorti. Og hér sitjum við í Norður-Atlantshafi i stærsta eggjahvítubanka veraldarinn- ar, einsog menn frá Sameinuðu þjóðunum hafa bent okkur á. Ég held að okkur væri í raun og veru nær að flytja inn fjár- magn frá alþjóðastofnunum, til dæmis Alþjóðaheilbrigðisstofn- uninni eða einhverjum slíkum stofnunum, til að breyta bú- skaparháttum okkar með tilliti til þess að þessi næringarefni, sem hér er hægt að afla, verði nýtileg um alla framtíð. Við verðum að reyna að búa þann- ig um, að jafnvægið í sjónum haldist og raskist ekki meira en þegar hefur orðið, og það verð- ur ekki gert nema með líf- fræðilegum athugunum, einsog Ágúst hefur tekið fram. Ágúst: Þaravinnslan á Reyk- hólum er gott dæmi um þetta. Það er farið í hana án þess nokkuð sé um það vitað, þegar búið er að eyða þaranum á stór- um svæðum, hvort þarinn sem nýttur er í dag muni vaxa þar aftur, hve langan tíma sú hringrás taki og svo framvegis. Erum við ekki að ganga á þar- ann með sama fyrirhyggju- leysi og forfeður okkar eyddu birkiskógunum? Steingrímur: í sambandi við þennan margumtalaða þara, þá er staðreyndin sú, að varla hef- ur verið nýtt ein einasta planta ennþá. Það er verið að undir- búa viðtækustu undirstöðu- rannsóknir sem gerðar hafa verið á þara. Það er fenginn styrkur frá þvi illa samfélagi NATO til að gera þessar athug- anir. — En að því er varðar tækniþróunina, þá held ég að gífurlega mikil tækniþróun verði hér á landi og um heim allan á næstu þremur áratug- um. Ég held að þekkingin, sem safnazt hefur saman, sé svo stórkostleg. Ég er til dæmis sannfærður um, að eftir örfá ár verða komnir svo að segja mengunarfríir bílar, og að vetnisorkan verður hagnýtt fyrir árið 2000. Þá kemur að því sem Jónas sagði, að það verður ekki orkuskortur í heim- inum. Við getum einnig nefnt tölvuna, sem mun áreiðanlega verða ennþá máttugri árið 2000 en hún er núna. Hún mun stuðla að því að auka fram- leiðni og losa okkur við margs- konar erfiðleika. Hinsvegar held ég að hvergi verði meiri framfarir en einmitt á sviði líffræðinnar, einfaldlega vegna þess að þar er þörfin brýnust. Það knýr allt á með það. Hvers- vegna haldið þið, að um allan heim sé verið að margfalda það fjármagn sem varið er til grundvallarrannsókna? Það er ekki víst að Ágúst þurfi að stunda meiraprófsakstur árið 2000; vel gæti verið að einhver útvegaði honum fé til að rann- saka grundvallaratriði um- hverfisins. Ég er sannfærður um, að maðurinn bregzt við þessum vanda einsog öðru. Hann gerir það kannski dálítið seint og verður kominn í nokkra klípu. Ég er sammála því, að framboð eggjahvítuefna verður vandamálið, en ég er það bj artsýnn, að ég held að farið verði að framleiða jafn- vel manneldismjöl árið 2000, þó Þórður Þorbjarnarson telji það ósennilegt. Neyðin kennir naktri konu að spinna, og við verðum farnir að nýta þessa möguleika og marga fleiri. Margrét: Ég held að aðaltækni- framfarirnar verði einmitt fólgnar í því að finna upp ódýr- ar aðferðir til að framleiða eggjahvítuefni úr þeim efnum sem eru fyrir hendi. Þorbjörn: Og þá handa miklu stærri hópum en þeim sem næst okkur búa. Bjarni Bragi: En viljið þið framleiða eggj ahvítuef ni úr olíu? Steingrímur: Já, auðvitað verð- ur farið að gera það. Bjarni Bragi: En sjáið þið til, olían er takmörkuð og við verð- um búnir með hana á svo og svo löngum tíma. Steingrímur: Þá verða bara komnar aðrar orkulindir, til dæmis vetnisorkan. Þá verður hætt að nota olíu í bíla og fleira. Bjarni Bragi: En hversu áreið- anlegt er það? Það er eitt sem ég held að væri gott að koma hér að. Ég hef stundum verið hugsi yfir því, að þegar iðn- Tækniþróunin 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.