Samvinnan - 01.04.1971, Síða 49

Samvinnan - 01.04.1971, Síða 49
komst svo að orði, að bollaleggingar um að þar verði gripið til kjarnorkuvopna séu fjarstæða. Til alls vísir Allt annað kemur til greina. Þar er efst á blaði stuðningur bandarísks flughers og flota við suðurvíetnamska innrás i Norður-Víetnam. Fyrstu daga hernaðar- aðgerðanna í Laos, þegar allt virtist leika þar í lyndi fyrir suðurvíetnamska sóknar- hernum, hvatti Ky flugmarskálkur, vara- forseti Saígonstjórnarinnar, óspart til slíkra aðgerða. Talsmenn landvarna- ráðuneytisins og Hvíta hússins í Was- hington sögðu það eitt um málið, að stjórn Suður-Víetnams hefði frjálsar hendur, en innrás í Norður-Víetnam væri ekki á dagskrá að sinni. Eftir ósigurinn í Laos er í hæsta lagi hugsanlegt að Saígonstjórnin reyni skyndiáhlaup af sjó eða úr lofti á einstaka staði í Norður-Víetnam í náinni framtíð. Hins vegar getur bandaríski flugherinn valdið þar miklum usla, sé honum beint að skotmörkum þeim sem látin voru ósnert að mestu á stjórnarárum John- sons. Ýmis ummæli Nixons og nánustu samstarfsmanna hans verða ekki skilin á annan veg en að hann telji sig á engan hátt bundinn af þegjandi samkomulagi fyrirrennara síns við ýmsa aðila, og þá fyrst og fremst Sovétríkin og Kína, um að skirrast við að gera loftárásir á ýmsa þá staði og mannvirki, sem bandarískir hershöfðingjar voru áfjáðir i að ráðizt væri á. Sárast sveið þeim að fá ekki að reyna að rjúfa aðdráttarleiðir Norður- Víetnama með því að gera loftárásir af öllum mætti á samgöngukerfið í nyrztu héruðum landsins annars vegar og hafn- arborgina Haíphong hins vegar. Um vegi og járnbraut frá Kina berst allur flutn- ingur á landi til Norður-Víetnams, en Haíphong er helzta hafskipahöfn lands- ins, og þar er mikið um komur skipa frá Sovétríkjunum. Einkum voru bandarísku hershöfðingjarnir áfjáðir í að teppa með loftárásum leiðir um fjaliaskörð á landa- mærum Víetnams og Kína og varpa úr lofti tundurduflum í innsiglinguna til! Haíphong. Lika þótti þeim súrt í broti að fá ekki að gera stórárásir á miðborg Hanoí, höf- uðborgar Norður-Víetnams. Loks vori'. uppi hugmyndir í yfirstjórn bandariska flughersins um að eyðileggja með kerfis- bundnum árásum stiflu- og áveitukerfið í Rauðárdalnum, en á því þyggist bæði raforkuframleiðsla og ræktun á einum þéttbýlasta bletti jarðarinnar. Reiknað hefur verið út í Washington, að með árás- um á stíflugarðana í Rauðá megi valda flóði sem drekki milljónum manna, og þeir sem eftir lifðu yrðu unnvörpum hungurmorða, þegar áveitur á hrísgrjóna- ek.urnar væru úr sögunni. Það voru hernaðaraðgerðir af þessu tagi sem bandaríski flughershöfðinginn Curtis Le May átti við, þegar hann komst svo að orði, að flugmönnum sínum væri í lófa lagið að „sprengja Norður-Víetnam aft- ur á steinöld“, og það án þess að beita kj arnorkuvopnum, ef þeir fengju að taka á öllu sínu. namska hernum að núverandi stjórn í Saigon sé hætta búin. Innrásirnar í Kam- bodsiu í fyrra og Laos í ár höfðu ekki aðeins það markmið að trufla aðdrætti skæruliða og norðurvíetnamskra her- sveita og torvelda þeim þar með að búa sig undir sókn í Suður-Víetnam við síðara tækifæri. Megintilgangur þessara hern- aðaraðgerða var að slá því föstu í verki, sem Nixon hefur margsinnis haft á orði, sem sé að hann ætli sér að beita banda- riskum flugher og flota hvar sem er i Indó-Kína, til hverra þeirra aðgerða sem hann telji nauðsynlegar, til að afstýra málalokum sem telja megi bandarískan ósigur. Því er það ekki höfuðatriði fyrir Nixon og ráðgjafa hans í Hvíta húsinu, að sóknin inn í Laos bar ekki þann ár- angur sem hershöfðingjarnir væntu. Það sem máli skiptir í augum þeirra sem hafa með höndum æðstu stjórn bandaríska hernaðarins í Indó-Kína er, að þeir hafa enn einu sinni sýnt svart á hvítu, að þeir eru til alls vísir. Einu hömlurnar, sem Nixon hefur sett opinberlega við hern- aðaraðgerðum í Indó-Kína, eru að hann Samlierjar Bandaríkjamanna í Kambodsíu sýna afhöggvin höfuð tveggja Norður-Víet- nama með sýnilegri ánœgju. Yfirheyrsla i Suður-Víetnam. Suðurvíetnamskir hermenn meðhöndla fanga úr Þjóðfrelsisfylkingunni. 43

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.