Samvinnan - 01.08.1972, Qupperneq 10

Samvinnan - 01.08.1972, Qupperneq 10
Að meglnefn! er þefta heftl Samvinnunnar helgaS umræðu um fangelsismálin. Þau hafa verlð á dagskrá öðruhverju, bæði I fjölmiðlum og annarsstaðar, en ekkl fyrr verið tekin þeim tökum sem hér er gert. Má hiklaust segja að þessi greinaflokkur Samvinnunnar sé fyllsta og fjölbreytilegasta greinargerð sem birtzt hefur á prenti um hérlend fangelsismál, en hið merka rit dr. Björns Þórðarsonar, „Refsivist á íslandi,“ er sérhæfðara og fjallar fyrst og fremst um hina sögulegu þróun. Það sem mér virðist í fljótu bragði uggvænlegast við ástandið i fs- lenzkum fangelsismiálum er stefnuleysið, hringlandahátturinn og tiifinn- ingaieysið gagnvart aðbúð og öriögum þeirra manna sem rata i ógæfu lögbrota. Á sama tíma og átt hafa sér stað slórkostlegar breytingar á vlðhorfum manna til nálega alira hluta og sjálft þjóðfélagið hefur tekið miklum stakkaskiptum, eru viðhorf almennings og stjórnvalda til afbrota og meðferðar brotamanna óbreytt — aldagömul og fullkomlega úrelt. Mörg þúsund ára gömul hefndarsjónarmið Móselaga um ,,auga fyrlr auga“ virðast enn vera í fullu gildi í íslenzku réttarkerfi, og meðan sá frumstæði hugsunarháttur er landlægur, verður öll viðleitnl tll endur- bóta ákaflega torveld. Það sem er kannski afdrifarfkast í okkar litla þjóðfélagl er tilhneiglng almennings til að dæma þá menn til aevilangs útigangs, sem einhverntlma hafa komizt undir manna hendur, endaþótt þeir hafl að fullu greitt „skuld" sfna vlð þjóðfélagið og réttvlsina. Rlklsvaldið telur sig [ orðl kveðnu ekki vera að hefna fyrlr drýgð af- brot, þegar það refsar fyrir þau, heldur sé um að ræða „betrun" og vftl til varnaðar, en það er samdóma álit allra, sem til þekkja, að englnn vegur sé vísari til að eyðileggja unga menn siðferðilega, andlega og jafnvel líkamlega en „betrunarvistin” sem boðið er uppiá vlð ríkjandl aðstæður. Að því er varðar vlti til varnaðar, þá mun það vera staðreynd, að fangelsisvist verður slzt til að draga úr eða stemma stlgu við afbrota- hneigð, heldur mlklu fremur til að ýta undir endurtekin afbrot. Þannlg verður refslkerfið beinlínls afbrotavaldur, vegna þess að reynt er að hlaupa frá orsökum vandans, en látið nægja að fást við afleiðingarnar. Dómsvaldið staldrar ekki við og spyr, hversvegna til séu þjóðfélög án afbrota (þau eru til), hversvegna afbrotum fer fjölgandi á Islandl, hvers- vegna sömu menn eru teknir aftur og aftur fyrir samskonar afbrot. Við sllkum og öðrum áþekkum spurnlngum hljóta að vera til einhver svör, sem vert sé að lelta f fullrl alvöru. Það er stundum haft vlð orð, að umbótamenn séu óraunsælr skýja- glópar; þelr vllji bæta kjör brotamanna og gera sem mlnnst úr glæpum þelrra, en gleyml alveg fórnarlömbunum, bæðl þelm sem eru ekki lengur í tölu lifenda og hlnum sem bera ævilöng örkuml eftlr Ifkamsáráslr. Ég tel fnáleltt að nokkur réttsýnn elnstakllngur vilji gleyma þvf ógæfusama fólkl, sem á einn eða annan hátt hefur orðið fyrlr barðlnu á afbrota- mönnum, eða vlljl gera lítlð úr óláni þess. Hltt er jafnljóst, að þær að- ferðir, sem beitt er hérlendis til að hamla gegn afbrotum, eru vltagagns- lausar og sumar belnlínis stórskaðlegar, enda hafa ýmsir æðstu menn réttarfars f landinu mjög takmarkaðan áhuga á sálarheill eða andlegrl þroskun þeirra 60—70 manna sem nú sitja bakvið lás og slá. Þó eru þetta menn með svipaðar þarfir og tilfinningar elnsog vlð hinlr, sem fyrir guðsmildi eða slembilukku höfum sloppið við hinn opinbera refsl- vönd. Börn kjósa sér hvorki foreldra, uppalendur, umhverfi né kennara; þau eru ofurseld aðstæðum sem þau hafa ekkert vald yfir, og undlr hælinn lagt hvernig þessar aðstæður leika þau. Af þeim sökum meðal annars tel ég dómhörku refsivalds og almenningsálits gagnvart saka- mönnum meira en lítið vafasama, ekki sizt þegar höfð er hliðsjón af því hve umburðarlyndlr við erum gagnvart þeim glæpamönnum sem ár- lega svíkja sfórar fúlgur undan skatti og láta aðra greiða fyrlr munað sinn og bíllfi. Ein versta gloppan í öllu okkar réttarkerfi er meðferð þeirra manna, sem af sjúkdómsástæðum leiðast útí afbrot, og á ég þar einkum við menn sem þjást af geðklofa. Á Litla-Hraunl eru nú að minnstakosti tvelr slíkir menn, sem ættu að réttu lagi að vera á sjúkrahúsl undir stöðugu lækniseftirllti. Tímabundnum ofbeldlsköstum slfkra manna má auðveld- lega halda niðri með lyfjum, sem gera þá með öllu hættulausa umhverf- Inu.Réttarkerfið starfar hinsvegar með þeim frumlega hætti, að geðlækn- ar Kleppsspitalans eru fengnir til að gefa úrskurði um sakhæfi manna, en þessir sömu læknar telja sig ekki hafa neina aðstöðu til að taka á móti ,,erfiðum“ sjúklingum og gera því það sem þeir geta til að lýsa menn sakhæfa. Eru ótrúleg dæmi þess, hvernig geðrannsóknir á afbrota- mönnum hafa verlð framkvæmdar, og mundi slíkt talið fullkomið kák, ef ekki beinlinis glæpsamlegt athæfi, hjá þjóðum sem eru á hærra menn- ingarstigi en íslendlngar, og skal þó alls ekki gert Iítið úr vandkvæðum Kleppsspítalans. Sé á annað borð verið að fást við geðrannsóknir afbrota- manna, er það lógmarkskrafa að slíkar rannsóknir fari fram með sið- mennilegum hætti, en ekki sé kastað til þeirra höndum, einsog til dæmis í tilviki unglingsins, sem fyrst var dæmdur ósakhæfur, slðan sakhæfur af sömu aðiljum eftir að hann hafði ráðlzt á hjúkrunarkonu á Kleppi og loks sendur úr landi, eftir að læknaráð hafði haft miður traustvekjandi afsklpti af málinu. Kleppur verður að hafa sérstaka deild fyrlr erfiða og hættu- lega sjúklinga — því það hlýtur að vera mannúðarkrafa, að brotamenn njóti sömu réttlnda og aðrir borgarar. Einsog fram kemur f fleirl en einni grein hér á eftir, er skortur á sér- menntuðu og þjálfuðu fólki til fangagæzlu mjög tilfinnanlegur hér á landi, en þó er hitt kannski miklum mun verra, að yfir stærsta fangelsl landsins, Litla-Hraun, var f tíð „viðreisnarstjórnarinnar" sælu settur mað- ur sem getur ekki f neinum skllningi talizt starfl sfnu vaxlnn og ættl kannski fremur að sitja Innan rimla en utan, þegar athugaður er ferill hans. Duttlungafull og ómanneskjuleg meðferð hans á föngum á Lltla- Hrauni minnir einna helzt á forstjóra og gæzlumenn sovézkra þrælabúða, einsog vlð þekkjum þá af lýslngum Solzjenitslns og annarra. Þessi orð mfn gæti ég stutt lýsingum og ummælum margra einstakllnga sem eru hnútum kunnugir, en læt nægja að vísa til þess sem fram kemur f greinum og viðtölum fanga hér á eftir. Þó má geta þess, að fangelsis- stjórinn setur menn f einangrun vlkum og jafnvel mánuðum saman fyrlr litlar sem engar sakir, og ekkl nóg með það, heldur lætur hann undlr höfuð leggjast að færa til bókar ástæður fyrir langvinnri dvöl fanga f elnangrunarklefum og brýtur þarmeð allar reglur um hælisreksturlnn. Á ráðstefnu Æskulýðssambands [slands um fangelsismál f Norræna hús- inu f marz síðastliðnum ræddl Hildigunnur Ólafsdóttlr afbrotafræðlngur um nýjustu viðhorf í meðferð brotamanna og benti meðal annars á, að með breyttu matl á gildum og hagsmunum f þjóðfélaglnu undanfarln 30 ár hefðu hlutir orðið æ mlnna virðl, en réttindi sífellt melra virðl. I sam- ræml við þessa þróun bæri að endurskoða fslenzka refsllöggjöf, til dæmis þannig að athæfi, sem éður var refsivert, yrði leyfllegt. Það gæti átt við minniháttar þjófnað, elnsog búðaþjófnað, þjófnað á vlnnustað — brott- rekstur úr vlnnu værl næglleg refsing eða þá tímabundið bann vlð að verzla f tllteklnnl verzlun. I lok máls sfns bentl Hildigunnur á tvær leiðir útúr ógöngum íslenzkra refsimála, og vil ég um það efnl tilfæra orð hennar: ,,í jafnlitlu þjóðfélagl og okkar er miklu minni þörf refslnga en f stærrl þjóðfélögum. Einmitt vegna fámennis elgum við auðveldara með að hafa áhrlf hvert á annað f daglegum samskiptum. Viðurkennlng og vanþóknun umhverfislns er þvf oft nægileg refslng, þó að ekki komi formlegar refs- ingar tll. Því að formlegar refsingar verða mlklu þungbærarl í fámennlnu, þar sem líklegt er að allir viti um refslngu. Það er ekki hægt að fara I ann- an kaupstað til að byrja nýtt líf. Lltla-Hraun er endastöð þjóðfélagslns, og það er þvi þungur cíómur að vera sendur þangað, elnmitt vegna þess hvað það eru fáir sem fá slika dóma. Þarna er þvl um tvo möguleika að ræða. Annað hvort að beita refsivist I svo miklum mæli, að maður sé ekkert frá- brugðinn öðrum þjóðfélagsþegnum þó að hann hafi setið I fangelsl. Eða að senda sem allra fæsta f refslvist. Og þá eingöngu þá menn, sem verð- ur að loka innl, vegna þess að þeir eru hættulegir umhverfi slnu.“ Þess má að lokum geta, að á Lltla-Hrauni er 51 eins-manns klefi, og þar dveljast nú 43 afplánunarfangar, en f Hegningarhúslnu eru 27 rúm (þaraf 9 fyrir gæzlufanga), og þar dveljast nú 18 fangar. Vlsthelmlllð að Kvfabryggju er ekkl starfrækt núna. s-a-m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.