Samvinnan - 01.08.1972, Page 46

Samvinnan - 01.08.1972, Page 46
SAMVINNA Þorsteinn Þorsteinsson: Glaðningur handa bændum eða Fyrirlestur í söluhagfræði fyrir byrjendur 1. INNGANGUR Ég gat ekki orða bundizt, er ég las grein Þrastar Ólafssonar um stöðu land- búnaðarins i þjóðarbúinu (Samvinnan nr. 2 1972). Þröstur bendir þar réttilega á helztu orsakir vandamála landbúnað- arins, hverra afleiðingar eru léleg afkoma bændastéttarinnar, offramleiðsla, ofbeit, óánægja neytenda og önnur þau vanda- mál, sem lesanda munu vera kunnug. Lausnir hans á þessum vandamálum lika mér þó ekki allskostar. Þröstur er of þjóðhagfræðilegur í hugleiðingum sinum og yfirsést þar með ýmislegt, sem í ljós kemur við nánari athugun. Vil ég hér draga upp skissu af annarri lausn, sem að mínu áliti er „betri“. Til þess að lesandi þurfi ekki að hafa grein Þrastar við höndina, mun ég endur- taka einstök atriði úr henni, þau sem nauðsynleg eru til skilnings á gagnrökum. 2. MARKAÐSAÐSTAÐA Á SÖLUHLIÐ 2. 1. Hinn fullkomni markaður er týndur Ég er sammála Þresti um, að aðal- vandamálið er markaðsaðstaðan. Hann segir: „Á einokunarmarkaði getur fram- bjóðandi bæði ákveðið verð og magn, en á fullkomnum markaði getur frambjóð- andi eingöngu ákveðið það magn, sem hann er reiðubúinn að selja gegn ákveðnu verði, sem hann getur engin áhrif haft á. Einstakur bóndi getur að- eins ákveðið, hve mikið magn hann selur. Verðið er óbreytt, hvernig sem hann ann- ars hagar sér“. Við skulum rannsaka nokkru nánar hinn fullkomna markað. Hann felst i þvi, að frambjóðendur eru margir og smáir og varan er eins hjá öllum frambjóðend- um. Hinn einstaki getur ekki haldið hærra verði en markaðurinn fyrirskipar. Þá vill enginn kaupa af honum (af því að varan hjá hinum er alveg eins og hans). Og engin ástæða er til að taka lægra verð, þar sem hinn einstaki getur selt alla sina framleiðslu á gefnu verði (af því að hann er svo lítill í samanburði við heildarframboð). Það getur því ekki verið rétt að „Hvorki núverandi verðlags- kerfi né samvinnufyrirtæki bænda breyta verulega því einokunararðráni, sem markaðsaðstaðan orsakar". Samvinnu- fyrirtækin, bæði í framleiðslu og sölu, hafa einmitt breytt markaðsaðstöðunni verulega. Hugsaðu þér, ef Jón bóndi að norðan seldi kjöt sitt beint til kjötbúðar i Reykjavík i samkeppni við Björn bónda að austan, Kjötbúðin spilar þeim hvorum á móti öðrum (sérstaklega ef framboðið er of mikið) og „einokunararðránið, sem markaðsaðstaðan orsakar", yrði gifurlegt. Samvinnufyrirtækin hafa breytt mark- aðnum úr fullkomnum markaði i fá- keppni (oligopol) eða einkasölu (Þröstur kallar það einokun). Ég vil biðja lesanda minn að taka orðið einkasölu í hlutlausri merkingu um markað með einum fram- bjóðanda og ekki með því neikvæða gild- ismati, sem oft er tengt þessu orði. Hvort þessi einkasöluaðstaða er notuð, er svo aftur annað mál. Við verðum að telja, að svo sé að nokkru leyti í þessu tilfelli, og þetta er orsök kvartana neytenda. Ég held þó, að neytandinn sætti sig nokkurn veginn við innanlandsverðið, og kvartanir koma að mestu frá neytendum í hlutverki skattgreiðenda vegna útflutn- ingsuppbóta hins opinbera. Við skulum nú snúa okkur að útflutningnum. 2. 2. Útflutningur Þótt tekizt hafi markaðsbreyting með sameiningu framboðs innanlands, er annað uppá teningnum, þegar skyggnzt er útfyrir landssteinana. Hér standa frambjóðendur margra landa hver gagn- vart öðrum, og markaðurinn byrjar aftur að likjast hinum fullkomna, þó ekki sé hægt að segja að hann sé fullkominn vegna stærðar frambjóðenda. Hvað eigum við nú að gera? Við reyn- um sömu leið og áður — að breyta markaðnum okkur í vil. Á Þrastarmáli mundi það heita að í stað þess að láta einokunararðræna okkur, skulum við einokunararðræna aðra.1) Eins og áður var frá greint, verða vörur hinna ýmsu frambjóðenda að vera eins, svo að hægt sé að tala um fullkominn markað. Annars er ekki öruggt, að eftir- spurnin hjá einstökum frambjóðanda hverfi, þó að hann hækki verðið. Ef frambjóðandi hefur vöru, sem er sér- stæð að einhverju leyti, tilheyrir hann ekki lengur hinum fullkomna markaði, heldur nálgast hann einkasöluna. Þess ber að geta, að það er hinn erlendi neyt- andi einn sem ákveður hvort varan er sérstæð. Höfum við vörur, sem eru sér- stæðar í augum erlendra neytenda? Nei, það höfum við ekki. Aftur á móti höfum við vöru, sem getur orðið sérstæð í aug- um erlendra neytenda — íslenzka lamba- kjötið. Hér liggur mergurinn málsins: ís- lenzka lambakjötið. íslenzki fjárstofninn er í einangrun sinni orðinn sérstakur, og sérstakt lofts- lag, fæða o. s. frv. gera kjötið einstakt að bragðgæðum. Það hefur ekki ullar- bragð það, sem einkennir marga aðra fjárstofna og gerir kjötið óvinsælt meðal neytenda. Við verðum þó að viðurkenna að fleiri stofnar hafa sömu gæði: Nýja- Sjáland, Grænland og Færeyjar hafa fjárstofna í svipuðum gæðaflokki hvað bragð snertir. Færeyingar framleiða þó ekki nægilegt magn til innanlandsneyzlu, og hið grænlenzka framboð er takmark- að. Gæti því orðið um að ræða tvikeppni (duopol) á ýmsum erlendum mörkuðum, milli samtaka íslenzkra bænda annars- vegar (SÍS) og samtaka nýsjálenzkra bænda hinsvegar (New Zealand Meat Producers Board). Nema þá að okkur tak- ist að skilja okkur frá þessum frambjóð- anda einnig, þ. e. a. s. í augum neytenda. Við þekkjum þennan gæðamun, en hinn erlendi neytandi þekkir hann ekki. Við verðum því að „upplýsa fólkið“. Á hinum fullkomna markaði ræður verðið eitt hinu eftirspurða magni: gæðin eru hin sömu, og ekki þarf að auglýsa þar sem hinn litli frambjóðandi getur selt allt sitt án þess. Á hinum ófullkomna mark- aði, sem við nú færum okkur yfir á, geta auglýsingar borgað sig. Með hjálp aug- lýsinga vekjum við meðal annars athygli á þeim gæðamuni, sem í raun er til stað- ar. Þessi gæðavara er að sjálfsögðu seld hæsta verði og mun vera álitin mikill munaður meðal neytenda. Við sjáum hér greinilega, að framboð og eftirspurn á hinum fullkomna mark- aði verða jafnstór með breytingu verðs, og hinsvegar, að eftirspurn á hinum ó- fullkomnu mörkuðum (fákeppni, tví- keppni og e. t. v. einkasala) er jöfnuð við framboð með hjálp upplýsinga, þ. á m. auglýsinga. Hver er niðurstaðan? Við höfum — þó með nokkuð annarri aðferð en innan- lands — breytt fullkomnum markaði í ófullkominn markað, og þar með ráðum við verðinu að nokkru leyti. Það er trúa mín — eftir nána rannsókn á markaðs- möguleikum íslenzks lambakjöts í Dan- mörku — að hægt sé að selja íslenzkt lambakjöt á mörkuðum velferðarríkja Evrópu og Ameríku fyrir verð það, sem fastlagt er í verðlagsgrundvelli, og ef til vill hærra og i meira magni en nú er gert. 2. 2.1. Böggull fylgir skammrifi Vandamál landbúnaðarins almennt hafa skapað sérstaka viðskiptahætti í ut- anríkisverzlun með landbúnaðarvörur. Innflutningshöft eru algeng til verndar landbúnaði einstakra landa. Vandamálið er hið sama, að neyzlan á landbúnaðar- vörum eykst lítið með hækkandi tekjum, en framleiðni og framleiðsla vex óðfluga. Þetta getur óneitanlega orðið útflutningi lambakjöts til trafala. Þó hafa náðst all- góðir samningar við önnur Norðurlönd við inngöngu íslands í EFTA. Þetta mun þó breytast nokkuð við inngöngu nokk- urra EFTA-landa i Efnahagsbandalag Evrópu (EBE). Hver aðstaðan verður eft- ir útvikkun EBE, er erfitt að segja til um nú, þar sem ísland á einnig í samn- ingaviðræðum við EBE. Það er þó hægt að slá því föstu nú, að neyzla þessara landa á lambakjöti í heild mun fara langt fram úr framleiðslu sömu landa. 46

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.