Samvinnan - 01.08.1972, Page 57

Samvinnan - 01.08.1972, Page 57
Clippertoneyjar-málinu, taldi formlega innlimun svara til eignarhalds í reynd, þegar landsvæði væri alveg óbyggt.4D í máli Minquiers og Ecrehos skýrði al- þjóðadómstóllinn eignarhald í reynd með tilliti til eðlis landsvæðis, sem tilkall væri til gert, og féllst á kröfur konungs Eng- lands.4^) Eignarhald í reynd er þannig ekki ann- að en það að beita friðsamlega og án afláts ríkisvaldi við hæfi landsvæðisins, sem tiikall er gert til; og það fer eftir at- vikum hverju sinni, hvað við hæfi þess er. Þegar öll kurl komu til grafar, hafði heitið „eignarhald i reynd“ verið út lagt á svo marga vegu, að inntak þess varð, eins og Lauterpacht réttilega benti á, aðeins svipur hjá upphaflegri merkingu þess.4D Síðari ástæðan er sú, að hætta er fólgin í þeirri hugmynd sjálfri, að neðansjávar- svæði skuli vera talin res nullius, sem til- hlýðilega verði felld undir þjóðarfullveldi i skjóli eignarhalds. Það gæti endurvakið gamlar nýlenduhneigðir, og að þessu sinni gæti kapphlaupið um uppskiptingu orðið um neðansjávarsvæði. Allnokkrir höfundar hafa ekki fallizt á þessa meg- inreglu af þeim sökum. Vallat taldi hana ekki „svara til þarfa“ hinna nýju að- stæðna og gerði henni lágt undir höfði sem „meginreglu kapphlaups og grip- deildar, sem hæglega gæti leitt til deilna og óþægilegs ástands."44) L.F.E. Goldie varaði við þvi, að upptaka reglunnar um „eignarhald í reynd“ yrði ekki annað en „lögfræðilegt samþykki“ við þvi hátterni „að sölsa til sín og búa um sig.“45) Garcia Amador hafnaði meginreglunni, þar sem hún gæfi jafnvel öðrum rikjum en strandrikjum kost á að öðlast rétt til óskoraðrar nýtingar landgrunnssvæðis.46) í hinni frægu Abu Dhabi-gerð, eina málinu sem beinlínis hefur snúizt um kenninguna um landgrunnið, vísaði As- quith lávarður af Bishopstone á bug með öllu meginreglunni um eignarhald í reynd. Hann tók svo til orða: „Að fara með jarðveg þennan sem res nullius — „boðna bráð“ þeim, sem fyrstur að settist — byði heim augljósri og alvar- legri hættu, að svo miklu leyti sem eign- arhald er á annað borð meðfærilegt. Það byði upp á viðsjárverð uppskipti. Sú kenning, að eignarhald sé meginnauðsyn í tilfellinu res nullius, er hvað sem öðru líður orðin léttvæg, síðan upp var kveðin gerðin i Austur-Grænlandsmálinu og enn frekar hin varðandi Clipperton-eyju.“4'') Þá er komið að þeirri mótbáru, að það jafngilti því að samþykkja hinar óhóf- legu kröfur landa Suður-Ameríku að fall- ast á samfelldni sem gilda forsendu fyrir tilkalli til landgrunns. Eins og þegar hef- ur verið fram tekið, eru kröfur landa Suður-Ameriku óviðkomandi hinum raunverulega tilgangi að baki kenning- arinnar um landgrunnið, og ekki er þörf á að varpa fyrir borð meginreglunni um samfelldni til að hafna þeim. Öllu held- ur, eins og uppkveðandi Abu Dhabi-gerð- arinnar vakti máls á, er meginreglan um samfelldni haldbezta ástæða þess að komast yfir auðæfi landgrunnsins. Upp- kveðandinn sagði: „Það virðist vera mikið hald, að mér finnst, i rökum þeirra, sem setja fram ipso jure-tilbrigði við kenninguna. Sér- staklega (1) er það ákaflega æskilegt, að einhver i heimi, sem olíu-þurrð vofir yfir, hafi rétt til að nýta jarðveg neðansjávar- svæðis utan landhelgislínunnar; (2) veld- ið, sem á þar land að, virðist vera til- hlýðilegasti og heppilegasti aðilinn til þeiria hluta. Það hefur bezta aðstöðu til að fara með yfirráð i reynd, og aðrir kostir virðast vera miklum örðugleikum bundnir; . . ,“48) Shigeru Oda, sem lagzt hefur gegn hinni nýju kenningu um landgrunnið og meginreglunni um samfelldni sem for- sendu hennar, finnst hún vera utan arf- siðalegs þróunarfarvegs alþjóðalaga. Að hans áliti er ekki þörf fyrir framsetningu nýrrar kenningar, þvi að öllum er heimilt að nýta auðæfi úthafsins.46) Að þeim sama hætti hefur Schwarzenberger áður haldið fram, „að ef rétturinn til að nýta auðæfi landgrunnsins leiðir til sanngirn- islegra nota af úthafinu, hlýtur hann að standa öllum opinn.“50) Það viðhorf, að það standi öllum jafnt til boða, er villandi, svo að á það verður ekki fallizt. í huga þarf að hafa, að öll ríki hafa ekki tæknilega þekkingu til árangursríkrar könnunar og nýtingar auðæfa neðansjávarsvæða. Að veita öll- um ríkjum aðgang að þeim við þær að- stæður jafngilti því að fela auðæfi þessi einvörðungu þeim, sem einokun hafa á nauðsynlegum tækjum og tæknilegri þekkingu. Það svaraði til fráhvarfs frá fyrirheitinu, sem kenningin færði þró- unarlöndunum. Kenningin um landgrunnið á grund- velli samfeildni sem hefðbundinnar meginreglu alþjóðalaga Sakir þess að i reynd hefur yfirgnæf- andi meirihluti rikja berum orðum upp tekið samfelldni sem forsendu fyrir kröf- um sinum til landgrunnsins, og hins, að ekki eitt einasta riki hefur mótmælt upp- töku þeirrar forsendu, hlýtur sú spurning að vakna, hvort það háttalag rikja i einu hljóði hafi ekki innleitt nýja hefðbundna meginreglu í alþjóðalög. Alþjóðadómstóllinn treystir í megin- atriðum á tvo þætti, þegar ganga þarf úr skugga um, hvort i einhverju sérstöku máli hafi sakir háttalags ríkja myndazt hefðbundin meginregla í alþjóðalögum, þ. e. a. s. (1) stöðugur og sams konar notkunar- háttur; og (2) opinio juris sive necessitatis, þ. e. sannfæring rikja á meðal, að þau séu 57

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.