Samvinnan - 01.10.1972, Qupperneq 12

Samvinnan - 01.10.1972, Qupperneq 12
Ályktun um gildi bókarinnar Formáli Þessi yfirlýsing varðandi þær megin- reglur, sem vera ættu til leiðsagnar við meðferð bóka, bæði meðal einstakra þjóða og á alþjóðasviðinu, hefur hlotið sam- þykki hinna alþjóðlegu starfsgreinasam- taka rithöfunda, bókavarða, bóksala og heimildasafnara (documentalists). Þessi félagasamtök vilja í samvinnu við Unesco leggja á það áherzlu með þessari yfir- lýsingu í tilefni hins alþjóðlega árs bók- arinnar, að bækur og annað, sem þeim er skylt, skuli skipa þann sess, sem sé í samræmi við hið mikilvæga hlutverk, sem þær gegna við að stuðla að fullnæg- ingu þarfa einstaklingsins, félags- og efnahagslegum framförum, samhygð þjóða og friði. Þau bjóða öðrum alþjóða- samtökum svo og héraðs- og landssam- tökum að gerast aðilar að þessari sam- þykkt. Inngangur í þeirri fullvissu, að bækur haldi áfram að vera nauðsyn- legar til að varðveita og útbreiða þekk- ingarforða mannkynsins; í þeirri trú, að hægt sé að auka það hlutverk, sem bækur geti gegnt, með því að setja sér ný stefnumið, sem þannig séu úr garði gerð, að þau auki sem allra mest notkun hins prentaða orðs; minnug þess, að í stofnskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna er lögð áherzla á aukningu „frjálsrar útbreiðslu hugmynda í máli og myndum“ svo og „alþjóðlegrar samvinnu, sem miði að því að veita íbú- um allra landa aðgang að prentuðu og útgefnu efni í hverju þeirra, sem er“; minnug þess ennfremur, að á allsherjarráðstefnu Unesco var því slegið föstu, að bækur „gegni grund- vallarhlutverki við að gera markmið Unesco að veruleika, þ. e. a. s. frið, fram- þróun, eflingu mannréttinda og barátt- una gegn kynþátta- og nýlendustefnu"; með það í huga, að allsherjarráðstefna Unesco hefur lýst yfir, að 1972 sé hið alþjóðlega ár bók- arinnar, undir kjörorðinu „bækur handa öllum“; þá gera í einu hljóði ályktun um gildi bókarinnar: Alþjóðafélag bóksalasambanda Alþjóðasamband höfunda- og tón- skáldafélaga Alþjóðasamband heimildasafnara Alþjóðasamband bókavarða Alþjóðasamband þýðenda Alþjóðasamband rithöfunda Alþjóðasamband bókaútgefenda og skora á alla, sem málið varðar, að koma í framkvæmd þeim meginreglum, sem hér greinir. I. grein Allir eiga rétt á að geta lesið Samfélaginu ber skylda til að tryggja, að allir hafi tækifæri til að njóta þess að geta lesið. Þar sem geysistór hluti mannkynsins á ekki aðgang að bókum, vegna þess að hann kann ekki að lesa, er það skylda ríkisstjórna að stuðla að útrýmingu þess böls, sem ólæsið er. Þær ættu að örva útvegun prentaðs efnis, sem þarf til að veita og viðhalda lestrarkunn- áttu. Gefa ætti kost á tvíhliða og marg- hliða aðstoð við starfsgreinafélög bóka- gerðarmanna. Bókagerðarmenn og bók- salar hafa að sínu leyti þeim skyldum að gegna að tryggja, að hugmyndir og upp- lýsingar, sem þannig er komið á fram- færi, haldi áfram að fullnægja breyti- legum þörfum lesandans og samfélags- ins í heild. II. grein Bækur eru nauSsynlegar til menntunar Á tímum byltingarkenndra breytinga í fræðslumálum og víðtækra áætlana um fjölgun skólanema er nauðsyn á skipu- lagningu til að tryggja fullnægjandi kennslubækur til stuðnings við þróun fræðslukerfa. Þörf er á stöðugum endur- bótum á gæðum og innihaldi kennslu- bóka i öllum löndum heims. Útgáfustarf- semi tiltekinna heimshluta getur verið útgefendum einstakra landa til aðstoðar við að sjá fyrir nauðsynlegum kennslu- bókum sem og almennu lesefni, sem sér- stök þörf er á í skólabókasöfnum og áætl- unum um lestrarkennslu. III. grein Á samfélaginu hvílir sú sérstaka skylda að skapa þær aðstæður, að rithöfundar geti beitt sköpun- argáfu sinni í alþ j óðamannréttindayf irlýsingunni segir, að „sérhver eigi rétt á verndun siðferðislegra og efnislegra réttinda, sem þeir öðlast við sköpun vísinda-, bók- mennta- og listaverka, sem þeir eru höf- undar að“. Þessa vernd ætti einnig að veita þýðendum, en verk þeirra ryður bókum leið út fyrir þau takmörk, sem tungumálin setja, og þannig mynda þeir tengsl milli höfundar og stærri hóps les- enda. Þar sem allar þjóðir eiga rétt á að tjá menningarleg sérkenni sín og við- halda þeirri fjölbreytni, sem nauðsynleg er siðmenningunni, ættu þær að hvetja rithöfunda í sköpunarhlutverki sínu, og ættu með þýðingum að veita fleirum að- gang að bókmenntaverðmætum annarra tungna, þar á meðal þeirra sem hafa takmarkaða útbreiðslu. IV. grein Traust bókaútgáfustarfsemi er nauðsynleg þjóðlegri framþróun Þar sem mjög mikið misræmi er í bóka- útgáfu í heiminum, og margar þjóðir skortir fullnægjandi lesefni, er nauðsyn- legt að gera áætlun um útgáfustarfsemi einstakra þjóða. Til þess þarf frumkvæði þjóðanna sjálfra og þar sem nauðsyn- 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.