Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 7
þessar félagsmálahreyfingar mega því teljast skilgetnir for- eldrar hans. Má því ekki undur þykja, þótt afkvæmið hafi veitt foreldrinu nokkurn stuðning mála. En það er fagnaðarefni, ef önnur stjórnmálasamtök vilja nú ganga undir þetta merki Framsóknarflokksins. Það er nokkur misskilningur á samvinnusögunni, sem fram kemur hjá Öddu Báru Sigfús- dóttur, að batnandi árferði hafi m. a. hleypt stoðum undir stofnun og viðgang kaupfélag- anna. Það hafi gert menn bjartsýnni og öruggari til bar- áttunnar fyrir hugsjón sam- vinnustefnunnar og við sel- stöðuverzlunarvaldið. En eins og kunnugt er, var 40 ára tíma- bilið frá 1880 til 1920 einn sam- felldasti harðindakafli lands- sögunnar, þótt eitt og eitt ár væri bærilegt, einkum eftir aldamótin, enda hafa jarð- og jöklafræðingar nefnt þetta tímabil „ísöld hina minni“ eða litlu ísöldina. Á þessu tímabili varð hávaðinn af kaupfélögunum til. Nei, það voru einmitt þrengingarnar og hugsjónir samhjálparinnar, sem bokuðu mönnum saman til átaka og baráttu við sel- stöðuverzlunarvaldið, og á hinu leitinu einskonar landvörn gegn landflóttanum til Amer- íku, sérstaklega á fyrra helm- ingi þessa tímabils. Enda þótt samvinnufélags- starfið í landi voru, sérstaklega i verzlunarmálum, hafi orðið til jafnmikilla þjóðþrifa og raun ber vitni um og stutt að velgengni fjölda manna, eink- um þeirra er minna máttu sín, finnst mér sem eldri manni, er horft hefur á og hrærzt með meirihluta samvinnufélaga- tímabilsins, jarðvegurinn í „velferðarríkinu“ meðal þeirr- ar kynslóðar, sem nú hefur tekið við þjóðarbúinu, ekki vera eins frjór og opinn fyrir þróun samvinnunnar og áður var, meðan kaldara blés. Nú virðist því miður mest í tízku að heimta meira af einhverj- um öðrum, en minna af sjálf- um sér, og að „alheimta dag- laun að kvöldum". Hún á ekki síður við nútímann en þann liöna, þessi gamla vísa: „Hver vill annars eigum ná / um einskilding og dalinn / menn eru að toga og ýtast á / unz þeir falla í valinn". Manneðlið er alltaf samt við sig. Flestir leitast við að ná sem stærstri sneiö af „kökunni“, án tillits til hvað eftir kann að verða handa öðrum. Ritgerðirnar um fangelsis- málin í fjórða heftinu eru vissulega tímabærar, og þó fyrr hefði verið. Það ástand, sem þar virðist ríkja, hlýtur að vera umhugsunar- og áhyggjuefni hugsandi manna í þjóðfélaginu og höfða til al- mennrar kröfugerðar um úr- bætur, því almenningi hefur ekki fyrr verið fullkunnugt um þetta ástand. Alveg sér- staklega er vítavert það vinnu- leysi, sem þar virðist látið ríkja, því tæplega er nokkuð annað jafn sálardrepandi, sér- staklega ófrjálsum mönnum, sem athafna- og vinnuleysi. „Vinnan göfgar manninn" og styttir tímann, og verkefni hljóta að vera næg, ef að er hugað. Ég treysti núverandi dómsmálaráðherra til að færa það mál til betri vegar sem fyrst. Þótt í mörg hornin þurfi sjálfsagt að líta, þá eru þó þau málin, sem til mannbóta horfa, hvað mikilvægust. Það ætti að koma á fót verklegum iðnaðar- skóla á Litla-Hrauni, þar sem unnið væri fullan vinnudag að einhverri iðnaðarframleiðslu og jafnframt jarðrækt og jafn- vel búskap, þar sem aðstaða mun þar einnig til slíkra hluta, og hafa svo kvöldskóla með einhverjum iðnskólafögum, þeim nauðsynlegustu, fyrir iðn- aðarmenn. Það munu flest vera ungir menn, sem þarna eiga dvöl, um lengri eða skemmri tíma, sem lent hafa á villigötum lífslns, og það nám, sem þeir gætu þarna öðl- azt, gæti mjög létt þeim göng- una út í atvinnulífið, þegar dvöl þeirra þarna væri lokið, og skapað þeim meira sálar- öryggi. Samvinnan á miklar þakkir skildar fyrir að hreyfa þessu máli, og gera það al- menningi kunnugt. Ilólmsteinn Helgason. ÞUSUNBSR LMNDSMMNNM STVOJM SÍBS með þátttöku í happdrætti þess. Frægur sigur vannst í barátt- unni við berklana. Nú eiga margs konar öryrkjar kost á að endur- hæfa sig og vinna þjóðnýt störf á Reykjalundi og Múlalundi. Þörfin er brýn og uppbyggingin heldur áfram. Þangað rennur allur ágóði af happdrættinu. SÍBS — vinningur margra — ávinningur allra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.