Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 63
Hér verða engar ályktanir dregnar né
lýst niðurstöðum um pólitískt gildi ís-
lenzku blaðanna í bráð eða lengd frekar
en um önnur efni. En freistandi er að
ætla að pólitísku áhrifavaldi blaðanna í
daglegri notkun þeirra sé svipað farið
hér og annars staðar: að hin beinu póli-
tísku áhrif blaðanna séu lítil og illa
mælanleg. Enn líklegra en ella virðist
þetta af því hve ósjálfstæð, einhæf og
frumstæð pólitisk málgögn dagblöð okk-
ar eru eins og áður hefur verið lýst.
Þar fyrir má sú kenning vel vera rétt,
sem rekstur íslenzku dagblaðanna er
reistur á, að blöðin séu stjórnmálaflokk-
um lífsnauðsyn við okkar stjórnarfar, hin
áhrifamestu tæki til að viðhalda ó-
breyttu flokkakerfi og flokksræðinu í
landinu. Ef sú hugmynd er raunverulega
rétt munu Samtök frjálslyndra og
vinstri-manna eiga bágt í næstu kosn-
ingum — sem unnu frægan sigur 1971
án annarra umtalsverðra málgagna en
tveggja fátæklegra vikublaða með
fjarska takmarkaðri útbreiðslu. Þá er
eina lífsvon þeirra að koma sér upp í
millitíðinni eða fá með öðru móti aðgang
að starfhæfu dagblaði. En má ekki einn-
ig hugsa sér hitt, að nýrri raunhæfri
flokksmyndun verði samfara raunveru-
lega nýjar baráttuaðferðir í pólitík —
sem bæði geti dugað til að afla dugandi
flokki fylgis og viðhalda því?
Hvað sem því líður verður ekki séð af
þessu að það sé rétt, sem einatt er haldið
fram, að gildi núverandi dagblaða sé í
því fólgið að stuðla að og halda uppi
frjálsum umræðum og skoðanamyndun
urn þjóðmál og pólitík né hvaðeina ann-
að. Þvert á móti. Það má vel vera að
hlutverk þeirra, hvers og eins í sinn
hóp og allra í senn á markaði kjósend-
anna í landinu, sé fyrst og fremst íhalds-
samt — þau séu til þess fallin og ætluð
að viðhalda föstum óbreyttum hugsunar-
venjum í pólitík eins og að sínu leyti
um önnur efni á öðrum sviðum.
Athugasemdir og tilvísanir:
1) Ritgerð Halldórs Hermannssonar, „The Periodical
Literature of Iceland dovvn to the Year 1874. A
Historical Sketch", birtist í ritsafninu Islandica,
XI, Ithaca 1918. íslenzk þýðing á fyrri hluta rit-
gerðarinnar birtist í tímaritinu Hclgafcll, 1945,
bls. 206—229, en framhald varð ekki á þýðing-
unni. — í minningum Vilhjálms Finsens, Alltaf
á heimleið, Reykjavík 1953, er fróðlegur þáttur um
upphaf, stofnrn og fyrstu starfsár Morgunblaðs-
ins. — Árni Óla hefur gefið út minningar sínar:
Erill og fcrill blaðamanns hjá Morgunblaðinu um
hálfa öld, Reykjavík 1963. — Annar af elztu blaða-
mönnum landsins, Axel Thorsteinsson, tók saman
drög að sögu Vísis: Óx viður af Vísi. Dagblað í
srxtíu ár, Roykjavík 1971. — í haust kemur loks
út rit það sem til var stofnað að tilhlutan Blaða-
mannafélags íslands: Vilhjálmur Þ. Gíslason : Blöð
og blaðamenn 1773—1944.
2) Sjá grein Þorbjörns Broddasonar, í Samvinnunni
5:1971, bls. 31—33. Nánari greinargerð fyrir rann-
sóknum hans í Skírni 1972 bls. 5—28.
3) Sbr. Torbjörn Vallinder: Prcss och politik, Falköp-
ing 1971, bls. 7—19. Vallinder talar um „auktori-
tár“ og „liberal pressideologi".
4) John Stuart Mill: Frelsið. íslenzk þýðing eftir
Jón Hnefil Aðalsteinsson og Þorstein Gylfason . . .
Roykjavík 1970, bls. 106—7.
5) Um blaðadauða er ýtarlega rœtt í Lars Furhoff &
Hans Hederberg: Dagspressen i Sverige, Stock-
holm 1968, kaflanum „Tidningsekonomi och tidn-
ingsdöd“, bls. 182—206. Sjá einnig Colin Sey-
mour-Ure: The Press, Politics and the Public,
London 1968, bls. 95—113, og Vallinder: Press och
nolitik, bls. 140—168.
6) I fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1973 er gert ráð
fyrir fjárveitingu að upphœð 13.500.000 króna „til
kaupa á dagblöðum og aðalmálgagni Samtaka
frjálslyndra og vinstrimanna, svo og til kaupa
á kjördæmismálgögnum stjórnmálaflokkanna sam-
kvæmt nánari ákvörðun ríkisstjórnarinnar“. —
Þetta mun vera sama fjárhæð og endanlega var
ráðstafað til blaðanna á árinu 1972.
7) Seymour-Ure byggir athuganir sínar á efni brezkra
dagblaða á úrtaki 24 eintaka sem dreifast jafnt á
árið, 6 úr hverjum ársfjórðungi, hvern virkan dag
vikunnar. Sjá The Press, Politics and the Public,
bls. 60.
8) Tveimur fyrri athugunum á efni blaðanna var lýst
í greinaflokkum í Alþýðublaðinu 31/7—9/8 1966
og 2/3—25/3 1969.
9) Eftir að offset-prentun blaðsins hófst vorið 1972
var Þjóðviljinn 12—16 blaðsíður að stærð dag-
lega: 360—400 dálkar á viku.
10) Ekki er að marka stærðarmun Tímans og Vísis
skv. úrtakinu, blöðin voru jafnstór, 416 bls. alls
í apríl 1972. Morgunblaðið var á hinn bóginn
856 bls. alls í mánuðinum — svo að stærðarmun-
ur blaðanna var í rauninni meiri en fram kemur
í úrtakinu.
11) Vallinder: Prcss och politik, bls. 61.
12) Upplýsingarnar í töflu 2 um upplag blaðanna
1972 voru veittar höfundi af ritstjóra eða fram-
kvæmdastjóra hvcrs blaðs um sig. Fyrir árið 1969
eru tilfærðar tölur sem fcirtar voru í fyrrgreind-
um útvarpsþætti um hag blaðanna sncmma árs
1969. Upplag blaðanna 1966 er áætlað eftir ýms-
um heimildum, en þessar tölur munu fara nærri
því sem blöðin létu sjálf uppi á þeim tíma.
13) Dagspressen i Sverige, bls. 186.
14) Alltaf á hcimleið, bls. 276—8.
15) Vitanlcga er stundum mjótt á mununum hvað
tclja skuli „frétt“ og hvað „grein“ og fer það
ekki aðcins eftir efni og frágangi heldur einnig
uppsetningu og staðarvali í blaðinu hvernig hvað-
eina flokkast.
16) 1969, þegar auglýsingar brugðust Morgunblaðinu,
var erlent fréttaefni alls 12% af efni þess, 1966
hins vegar 7%, eða svipað hlutfall og í ár.
17) Á undan var gengin tilraun til að breyta Al-
þýðublaðinu í svipað horf og nú er reynt, á rit-
stjórnarárum Gísla J. Ástþói*ssonar 1958—1963.
Á ritstjórnarárum Gísla mun upplag Alþýðublaðs-
ins hafa orðið mest í sögu þess, um það bil
10.000 eintök þegar allra bezt lét.
18) í athugun blaðanna 1969 reyndist almennt greina-
efni þeirra, einnar viku í senn í hverju blaði,
talið með sama hætti og hér, 8—19% af öllu efni
þeirra, röð blaðanna hin sama og í ár.
19) Þorbjörn Guðmundsson: „Morgunblaðið. Aðsend-
ar greinar,“ Morgunblaðið 18/4 1972.
20) Tveimur menningarfrömuðum var helgað verulegt
efni í blöðum í þessum mánuði, Halldóri Laxness
vegna 70 ára afmælis hans, og Jóhannesi Kjarval
látnum. Efni blaðanna um Kjarval, þar á meðal
„blaðauki um Kjarval“, 4 bls., sem Morgunblaðið
birti 26/4, er hér talið með minningargreinum,
en greinar um Halldór Laxness teljast eftir efni
og gerð „greinar um bókmenntir“ eða „afmælis-
greinar".
21) Upplag blaðanna í Roykjavík er á töflu 12 talið
vera sem hér segir, samkvæmt upplýsingum tals-
manna blaðanna sjálfra: Alþýðublaðið 3000,
Morgunblaðið 18.000, Tíminn 6000, Vísir 15.500,
Þjóðviljinn 6.500 eintök.
22) Unesco Statistical Year-Book 1966.
23) Um þetta efni ræða bæði Seymour-Ure og Tor-
björn Vallinder ýtarlega í fyrrgetnum bókum.
Sjá kaflana „The Press and its Readers“ og
„The Impact of the Press on tbe Political
System“, bls. 26—94 og 264—300 í The Prcss,
Politics and the Pufclic; og „Pressens politiska
inflytande“, bls. 124—139 í Pr:ss och politik.
24) Prcss och politik, bls. 128—129; Dagspressen i
Sverige, bls. 203.
Unnur S. Bragadóttir:
LEIKTU
„Leiktu fyrir mig á langspilið,
á langspilið, elsku vinur,
og sýndu mér sælu heimsins."
„Leiktu fyrir mig á iangspilið,
leiktu, hvað sem á dynur,
elsku vinur."
Hún sat við gráan gluggann
og grét vegna hans,
þess dána manns,
sem myndskreytt gat allt í þokunni.
„Leiktu fyrir mig á langspilið,
á langspilið, elsku vinur."
Rigningin þuldi á rúðunni
og rændi hana vökunni.
„Leiktu fyrir mig á langspilið,
leiktu, hvað sem á dynur,
elsku vinur." —
55