Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 25
sem flestra íslenzkra rannsóknarbóka- safna og steypt saman í eina spjaldskrá. Jafnframt verður sameiginleg flokkuð ritaukaskrá þessara safna gefin út í fjöl- földuðu formi á nokkurra mánaða fresti, og mun deildin sjá um ritstjórn hennar. Tímarit Fjallað er um tímarit og tímaritahald sérstaklega, og segir þar m. a.: Mikilvægur hluti aðfanga í vísindalegu bókasafni er fólginn í tímaritum og rit- röðum, sem sæta sérstakri meðferð við komu í safnið, þar eð færa verður hvert hefti í sérstaka skrá, koma því fyrir á sérlega gerðum sýnihillum í tímarita- stofu til skamms tíma og búa síðan um til frekari varðveizlu og notkunar. f tímaritastofu skal vera sérstakt starfslið, er lýtur forstöðu yfirmanns aðfangadeildar. Sakir þess hve ritaskipti safnsins við stofnanir erlendis eru að miklum hluta fólgin í gagnkvæmum sendingum tímarita og ritraða, er eðli- legast, að sá þáttur sé innan vébanda tímaritadeildar og þar sé haldin rita- skiptaskrá, afgreidd og varðveitt bréf, er að ritaskiptum lúta, o. s. frv. Ákvarð- anir um meiriháttar ritaskipti og val skiptaaðila yrði eigi að síður teknar í samráði við stjórnanda aðfangadeildar eða yfirbókavörð. Veigamikið verkefni í sambandi við tímaritahald er gerð og útgáfa flokkaðr- ar samskrár um erlend tímarit í íslenzk- um rannsóknarbókasöfnum. Eðlilegast er, að sá þáttur sé á vegum tímarita- deildar. Samskrá tímarita yrði gefin út á nokkurra ára fresti, og yrði öðrum rannsóknarbókasöfnum gert að miðla tímaritadeildinni upplýsingum um breyt- ingar á tímaritahaldi sínu jafnt og þétt. Þannig yrði deildinni fært að veita glöggar upplýsingar um tímaritahald ís- lenzkra rannsóknarbókasafna á hverjum tíma. Auk þess, sem nú hefur verið tal- ið, skal starfsfólk tímaritadeildar hafa eftirlit með allri umgengni í tímarita- stofu. ÞjóSdeild Einn helzti kafli forsagnár fjallar að vonum um þjóðdeild, en hér verður ein- ungis birt það, sem segir um hlutverk hennar: Þjóðdeild annast - Öflun og varðveizlu íslenzks efnis í prentuðu eða fjölfölduðu formi og þess erlends efnis af sömu gerð, er varðar ísland eða íslenzk málefni; - þjónustu við þá, er nota fyrrgreint efni á lestrarsal eða í innri lessætum deild- arinnar; - gerð innri hjálpargagna við not fyrr- greinds efnis, annarra en aðalspjald- skrár safnsins; - rannsóknir í íslenzkri bókfræði; - skrár til útgáfu, er taka til þjóðdeildar- efnis og safnið gefur út eða á aðild að, þ. á m. árleg skrá um íslenzka bóka- útgáfu. Handritadeild Um hlutverk handritadeildar segir á sama hátt: Hlutverk handritadeildar er að annast söfnun og varðveizlu íslenzkra handrita, ennfremur öflun á filmum, myndum eða ljósritum af handritum, sem ekki er kostur að ná til á annan hátt. Handritadeildin lætur í té þjónustu við þá, sem nota vilja handrit á lestrar- sal deildarinnar og þjóðdeildar, ennfrem- ur við önnur söfn og stofnanir, sem handrit fá lánuð úr Landsbókasafni. Handritadeild sér um gerð hj álpargagna, svo sem skráa af ýmsu tagi, og annast útgáfu handritaskrár. Lesenda- og stofnanaþjónusta Næst er kafli um lesenda- og stofn- anaþjónustu, og segir svo um hlutverk hennar: a. Sjálfsagt þykir í safni af þessari stærð, að sérstakur bókavörður sé ábyrg- ur fyrir því, sem nefna mætti lesenda- þjónustu. Er þar um að ræða leiðbein- ingar við gesti um notkun handbóka og bókfræðirita og almenna fyrirgreiðslu. í verkahring þessa bókavarðar yrði jafn- framt að annast könnun á lestrarvenj- um og notkunarháttum safngesta, svo og að hlutast til um úrbætur vegna ábendinga af hálfu notenda. Er ákaflega mikilvægt, að þessir þættir séu vel rækt- ir, þar eð orðstír safnsins út á við er að verulegu leyti undir því kominn. b. Ljóst er, að eftir sameiningu safn- anna muni Háskólinn hafa allmörg sér- söfn innan sinna vébanda í deildum, stofnunum og lesstofum. Gera má ráð fyrir, að hvert þeirra verði um 1—5 þús. bindi bóka. Þau verða rekstrarlega hluti aðalsafnsins, og munu aðföng til þeirra að mestu leyti fara um það, enda ann- ast aðalsafnið skráningu bókakostsins, svo og uppsetningu hans og viðhald. Að- alsafn sér einnig um grisjun bókakosts- ins í útibúunum og tekur í sína vörzlu þann hluta hans, sem víkur fyrir öðrum ritum nýrri. Háskólabókasafn starfrækir um áramótin 1971/72 um tíu söfn af þessu tagi, en þeim fer ört fjölgandi. Gæzla slíkra safna er vandkvæðum bundin, en meginábyrgð á þeim þætti hlýtur að hvíla á aðalsafni. Þarf það í þessu skyni að hafa á sínum vegum bæði lausráðna og fastráðna asðtoðar- menn og bókaverði, sem fara á milli safnanna og hafa þar viðkomu eða við- dvöl tiltekinn tíma á dag. Forstaða þessa umfangsmikla þáttar safnrekstursins verður í höndum forstöðumanns lesenda- og stofnanaþjónustu. c. Miklu getur valdið um rétt tök og skjótan árangur í háskólanámi, að fræðsla við stúdenta í bóksafnsnotkun sé vel rækt. Þykir bezt að taka stúdenta í hverri grein sér í lagi, helzt á fyrsta námsári, og veita þeim skipulega fræðslu um safnið og spjaldskrár þess, einnig handbækur, er varða þeirra grein, og hversu hafa má bezt gagn af þeim. Kæmi í hlut allmargra af bókavörðum safns- ins að veita þeim þessa fræðslu, í sam- ráði við háskólakennara í hverri deild, með munnlegri tilsögn, notkun bóklegra eða fjölritaðra gagna og jafnvel sýn- ingum skuggamynda og kvikmynda. En yfirumsjón með þessum þætti verður að vera í höndum tiltekins bókavarðar, og er eðlilegast að ætla hana forstöðumanni stofnana- og lesendaþjónustu. Safnkynn- ing, er miðuð sé við almenna notendur safnsins, yrði einnig a. n. 1. á hans vegum. Kennsla í bókasafnsfræði Um kennslu í bókasafnsfræði skal þetta tekið fram: Eins og kunnugt er, heldur Háskólinn uppi kennslu í bókasafnsfræði til B.A.- prófs. Háskólaárið 1971—72 eru um 50 stúdentar við námið. Gera verður ráð fyrir, að þessi kennsla fari fram í bóka- safninu, og skal þá vera aðstaða þar til að kenna allt að þremur hópum sam- tímis. Skal í fyrsta lagi ætla til þess eina kennslustofu, er rúmi 30 nemendur og verði búin viðeigandi bókakosti og öðr- um gögnum til kennslunnar. Þessi stofa verði jafnframt lestrarstofa nemenda. Að öðru leyti mætti hugsanlega sjá fyrir kennslurými með því að nota svokall- aðar málstofur safnsins öðrum þræði sem kennslustofur, ennfremur fyrir- lestrarsalinn í anddyri, ef um mjög fjöl- mennan hóp nemenda er að ræða. Telja má víst, að við kennsluna verði a. m. k. einn maður í fullu starfi (lekt- or), og skal sjá honum fyrir vinnuher- bergi. Námi í bókasafnsfræði fylgir allmikil vinnuskylda, og skal gera ráð fyrir að- stöðu til verklegiar kennslu í öllum deildum safnsins, svo sem vikið er að annars staðar i forsögninni. Að lokum Um þessa þætti alla höfum vér bóka- verðirnir sem vonlegt er hugsað allvand- lega og þeir síðan skýrzt enn frekara í þeim viðræðum, er vér höfum um þá átt við arkitekta bókhlöðunnar og hinn brezka ráðunaut. Þá eru ennfremur slíkir þættir sem myndastofa, bókbandsstofa og fjar- skiptabúnaður, allt meginþættir í nú- tímarannsóknarbókasafni. Hvernig fá- um vér bezt nýtt þá tækni, sem völ er á? Ég veit, að þetta eru allt viðfangsefni, sem bókavörðum eru hugleikin, en tím- inn leyfir ekki, að út í þá sálma verði farið í þetta sinn. Engir vita betur en vér, sem falinn hefur verið undirbúningur þjóðarbók- hlöðunnar, hver vandi oss er á höndum. Ég vil á þessu stigi einungis þakka öll- um þeim, sem lagt hafa bókhlöðumálinu lið, þakka samverkamönnum ágæta sam- vinnu og lýsa þeirri trú minni, að þeir arkitektar, verkfræðingar og ráðunaut- ar, sem þegar er ákveðið að vinni þetta verk, muni allir saman og í samvinnu við þá, er hér hafa haft mesta forsögn á, leysa þetta verkefni á þann hátt, að byggingin komi að tilætluðum notum og verði öllum, sem að henni standa, tii sóma. Allt kapp verður á það lagt, að teikni- vinnu og öðrum tæknilegum undirbún- ingi verði lokið á einu og hálfu ári héðan í frá, svo að byggingarframkvæmdir geti hafizt sumarið 1974 á ellefu alda afmæli íslandsbyggðar. 4 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.