Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 40
hafi verið á þvi reistur. — Annað mál er það, að altítt er, að stuðzt sé við venju, þegar verið er að skýra ákvæði laga, sem tvíræð mega teljast eða ekki fullskýr. Er þvi óhætt að fullyrða, að til algerra undantekninga teljist bæði í íslenzkum rétti og rétti nágrannaþjóða, að dóm- stólar reisi dóma sina á venju, sem fer i bága við ótvíræð lagaákvæði — og gildir þá einu, þótt venjan megi e. t. v. teljast skynsamleg og eðlileg.8) Nú er málefni það, sem hér er til um- ræðu á vettvangi þeirrar greinar lög- fræðinnar, sem lýtur að stjórnsýslu og stjórnarframkvæmd og kallast venjulega stjórnarfarsréttur. Forvitnilegt er þvi að huga að, hvernig venju sé þar háttað sem grundvelli réttarreglu. — Er skemmst frá því að segja, að fræði- menn á sviði stjórnsýsluréttar eru al- mennt þeirrar skoðunar, að myndun sjálfstæðs venjuréttar séu mjög þröngar skorður settar.0) Nú orðið séu lítil skil- yrði til þess, að slíkur venjuréttur mynd- ist í stjórnarframkvæmd. Er ástæðan sú, að lagasetning er svo greið, að lítil þörf verður á að styðja reglur við réttarvenj- ur. Engan veginn sé þó hægt að útiloka, að lagaboð á sviði stjórnsýsluréttar geti fallið úr gildi fyrir notkunarleysi eða fyrnsku og þá án þess að vera numin úr lögum berum orðum, en varlega verði þó að fara í að viðurkenna slíkt. Um hitt atriðið, hvort venja geti breytt lagafyrirmælum á sviði stjórnsýslurétt- ar, eru flestir fræðimenn sammála um, að það megi teljast útilokað. M. a. segir Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra í stjórnarfarsrétti sínum um þetta atriði (bls. 18): „Þó að stjórnarvöld þau, sem til þess eru sett, hafi eigi framfylgt lögum um skeið, eða um langa hríð farið að and- stætt lögum, má yfirleitt ekki telja á- kvæðin brott fallin vegna notkunarleysis né hina röngu stjórnaraðferð löghelg- aða.“ Ætti nú ekki að þurfa að orðlengja um það, hversu fráleitt það væri, að ekki þyrfti nema 20 ár til þess að mynda venjureglu, sem löghelgaði rekstur hljóð- varpsstöðvar varnarliðsins þvert ofan í skýr ákvæði íslenzkra laga og 6 ár til að löghelga rekstur sjónvarpsstöðvarinn- ar.J0) Ef sú væri raunin, að venjur á sviði stjórnsýslunnar gætu á tiltölulega stutt- um tima vikið lögum til hliðar, væri stjórnvöldum opin leið að breyta eða fella úr gildi lög — augljósar lögleysur stjórnvalda yrðu að löggjafarathöfnum. 8. Hvernig á að beita útvarpslögunum nr. 19/1971 um leyfi, sem gild voru samkvæmt eldri lögum? Áður hefur verið sýnt fram á, að öll útvarpsstarfsemi á nú undir útvarpslög nr. 19/1971. Kemur þá til álita, hvernig eigi að beita þeim um leyfi, sem gefin voru út í tíð eldri laga. Hér þarf raunar ekki að fjölyrða um hljóðvarpið, því að upphaflegt leyfi til starfrækslu þess fór í bága við útvarpslögin frá 1934, svo og þau lög önnur, er við hafa tekið. Öðru máli gegnir hins vegar um sjón- varpið. Gildistaka útvarpslaganna sýnist óhjákvæmilega leiða til, að starfsemi þess verði nú að teljast óheimil eins og áður er nánar rökstutt. Þetta er að vísu sagt með þeim fyrirvara, að enn á eftir að svara þeirri spurningu, hvernig eigi að beita útvarpslögunum frá 1971 um eldra leyfi eins og sjónvarpsleyfi varnarliðsnis. Fellur það niður við gildistöku laganna eða helzt það? Ef slíkt eldra leyfi á að haldast, fela þá útvarpslögin frá 1971 það eitt í sér, að ekki er framar heimilt að veita öðrum leyfi til sjónvarpssendinga, nema lagabreyting komi til. Lögin hrófla sem sé ekki við eldri leyfum, en sporna hins vegar við nýjum. Þegar lögum er breytt, rísa ýmis álita- efni um það, hvernig beri að beita þeim í lögskiptum manna, þ. á m. að hve miklu leyti þau taki til eldri réttinda. Oft og einatt geyma hin nýju lög fyrirmæli þar að lútandi. Hitt er þó allt eins titt, að þau láti þess að engu getið, og eru út- varpslögin einmitt dæmi um slíkt. Þegar svo stendur á, má í stuttu máli lýsa aðalreglunum eitthvað á þessa leið:11) a. Lögskipti, sem lokið er við gildis- töku hinna yngri laga, fara að öllu leyti eftir eldri lögum. b. Þau lögskipti, sem menn eiga eftir gildistöku yngri laganna, fara að öllu leyti eftir þeim, nema fyrirvari sé gerður. c. Sérstök álitaefni rísa um lögskipti, sem lýkur ekki í einni svipan. Til þeirra er stofnað í tíð eldri laga og þau haldast áfram. Ný lög eru sett, sem breyta eða afnema þær reglur, er upphaflega giltu. Þegar þannig stendur á, er þess fyrst að geta, að nýju reglunum verður ekki beitt um þá þætti lögskiptanna, sem gerzt hafa fyrir gildistöku laganna. Yngri lögin ráða hins vegar réttaráhrifum þessara lögskipta frá því að þau taka gildi. Þann fyrirvara verður að gera, að hugsanlega séu til réttindi, sem eigi rót að rekja til lögskipta með stoð í eldri lögum og þessum réttindum verði ekki haggað með yngri löggjöf. Sem dæmi um slík réttindi koma einkurn til álita þau, er stoð eiga í almennum mannréttinda- ákvæðum, sem grundvallast á hugmynd- um um nátúrlegan rétt manna. Þar sem réttur varnarliðsins til sjónvarpssendinga verður ekki með neinu móti reistur á slíkum grunni, er óþarfi að fjölyrða frekar um þessa hlið málsins. Hitt er aftur alkunna, að eldri réttindum verður ekki vikið til hliðar með yngri löggjöf bótalaust, en ekki kemur neitt slíkt til álita, þótt varnarliðið yrði að hætta sjónvarpssendingum sínum. Allt, sem hér hefur verið sagt, ber þannig vitni um eina meginreglu: að lög séu almennt ekki afturvirk. Sú regla sætir þó ýmsum undantekningum, sem ekki er unnt að fjalla nánar um hér. Enginn yrði lastaður, þótt honum þætti orka tvímælis nytsemi þessa fróðleiks, því að hér er verið að taka fram sann- indi, sem liggja svo í augum uppi, að óþarft ætti að vera að árétta þau. Þessu til afsökunar skal það eitt tekið fram, að hér er einungis greint frá höfuðregl- um, sem sæta ýmsum undantekningum. Við beitingu þeirra geta risið fleiri álit- efni, en ráða má af því, sem hér er sagt, þótt ekki sé unnt að ræða það frekar. Með allt þetta í huga er nú rétt að hverfa aftur til útvarpslaganna nr. 19/ 1971. Þau áskilja Ríkisútvarpinu einka- rétt á sjónvarpi án þess að geta sér um, hvernig eigi að fara um eldri leyfi. Úr því að svo er, kemur það sérstaklega til álita, sem sagt var hér að framan undir staflið c. Horfir málið þá þannig við: Útvarpslögin frá 1971 snerta hvorki sjálfa veitingu sjónvarpsleyfisins né heldur aðra þá þætti lögskiptanna, sem við það eru bundnir og gerzt hafa í tíð eldri laga. Samkvæmt þessu verður að telja sjálfa leyfisveitinguna löglega — með þeim fyrirvara, að hún hafi verið í samræmi við þau lög, er þá áttu við og gildandi voru, — í þessu tilviki fjar- skiptalögin. Rekstur stöðvarinnar verður og að telja löglegan, ef hann hefur verið innan þeirra marka, sem lögin setja og að öðru leyti i samræmi við þau og það leyfi, sem veitt er samkvæmt þeim. Útvarpslögin nr. 19/1971 ráða hins veg- ar nú, hvaða áhrif sjónvarpsleyfi varnar- liðsins eigi að hafa — hvaða réttindi það eigi að veita. í stuttu máli: Efni þeirra réttinda, sem leyfið veitir ræðst af lög- unum eins og þau eru á hverjum tíma. Ef útvarpslögin kvæðu t. d. á um minni styrkleika útsendinga en áður eða um tiltekinn útsendingartíma yrði varnar- liðið að hlíta þvi. Sama á og við, þegar lögin áskilja Ríkisútvarpinu fortakslaus- an einkarétt. í öllum tilvikunum tak- markast réttur samkvæmt leyfinu af ákvæðum laganna eins og þau eru hverju sinni. Það, sem því gerzt hefur við gildistöku útvarpslaganna, er ekki annað en þetta: Sá lagagrundvöllur, sem sjónvarpsleyfið hefur verið reist á, er horfinn og ný lög 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.