Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 68
HEIMILIS g
g
Guðrún
q
Ingvarsdóttir
>3
"S,snmi3H
Nú þegar jólin nálgast fer ekki hjá því að' húsmæður fara að hugsa
um jólaundirbúning.
Sennilega er þetta annasamasti tími húsmæðra, en nútima tækni,
kæli- og frystigeymslur, gera húsmæðrum kleift að vera tímanlega
í jólaundirbúningnum. Tertubotna og formkökur má baka löngu áður
og frysta, einnig má frysta allflestan tilbúinn mat með góðum árangri,
hita síðan upp eða borða kaldan. Gæta verður þess að krydda mat
sem á að frysta meira, því frostið eyðir kryddbragði. Á þennan hátt
getur húsmóðirin dregið úr heimilisönnunum sjálfa jóladagana og
notið betur jólanna með fjölskyldu sinni.
Þó jól séu aðeins einu sinni á ári má samt ekki gleyma öllum góðum
reglum um rétt mataræði. Hér á landi er gamall siður að bera á borð
kynstrin öll af kökum og tertum. Engum er greiði gerður með því,
því fáir hafa svo sterka sjálfstjórn að geta staðizt íburðarmiklar og
góðar kökur séu þær á borðum. En eins og kunnugt er, er það sú
hitaeiningaríkasta fæða sem völ er á.
Það er gamall siður að bjóða heim gestum tun jólin. í þessum boðum
hafa ríkt hin hefðbundnu kaffi- og kökuborð. Hvernig væri að breyta
til og bjóða í staðinn glóðarsteikta smárétti með hráum salötum og
ávöxtum eða létta ostárétti og spara þannig vinnu ekki síður en
hitaeiningar?
Á flestum heimilum hafa myndazt venjur með jólamatinn og matseð-
illinn því líkur frá ári til árs. Hér koma samt sem áður nokkrar
tillögur:
T-BEIN STEIK M/BÖKUÐUIVI KARTÖFLUM
4 T-bein steikur
salt — pipar
smjör
Nafnið á þessari steik er tilkomið af því að beinið í miðju kjötstykk-
inu er líkt og bókstafurinn T. Öðrum megin við beinið er lundin en
hinum megin hryggvöðvinn.
Berjið kjötstykkið létt með hendinni, kryddið það með salti og pipar.
Steikið á pönnu í smjöri, 4 mín. á hvorri hlið. Berið steikina fram
með bökuðum kartöflum.
PINNAMATUR
750 g lambalœri
2 paprikur
50 g sveppir
2 laukar
1 tsk salt
% tsk pipar
smjör eða olía
Skerið kjötið í teninga, þræðið það upp á teina til skiptis við græn-
metið. Kryddið og penslið með smjöri eða olíu og glóðið. Ætlið einn
prjón handa hverjum manni. Berið réttinn fram með hrísgrjónum.
TYRKNESKAR LAMBARIFJUR
8 lambarifjur
salt — pipar
2 b hrísgrjón
1 laukur
2 b grœnar baunir
% b möndlur
Sjóðið hrísgrjónin með lauknum, bætið 1 msk af smjöri út í. Steikið
rúsínur, möndlur og baunir í smjöri, blandið því saman við hrís-
grjónin og laukinn. Glóðarsteikiö rifjurnar, leggið þær ofaná.
FYLLTAR SVÍNALUNDIR
2 svínalundir
1 epli
1 b sveskjur
2 sn bacon
1 tsk salt
Vi tsk plpar
2 msk smjör
dl rjómi
Bankið lundirnar, stráið salti og pipar yfir. Afhýðið eplið og skerið
í litla bita, takið steinana úr sveskjunum, skerið pöruna af baconinu.
Leggið hina yfir, saumið þær saman. Brúnið lundimar í smjöri á
pönnu. Hellið vatni yfir og sjóðið í 45 mín. Berið með brúnuðum
kartöflum og rauðkáli.
OFNBAKAÐAR SVÍNARIFJUR
4 rifjur
50 g smjör
% tsk salt
Vi tsk paprika
1 laukur
2 stk epli
100 g sveppir
25 g smjör
60