Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 19
6'972 SAM
VINNAN
E F N I : HÖFUNDAR:
3 Bréf og smælki
10 Ritstjórarabb
12 ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN 12 Þjóðarbókhlaðan 18 Undirbúningur þjóðarbókhlöðu Dr. Finnbogi Guðmundsson Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson
22 SAMVINNA: Virkjun félagsmanna í samvinnuhreyfingum Sigurður A. Magnússon
25 Miðaldra (Ijóð) Robert Lowell
25 Spurningar lesandi verkamanns (ijóð) Bertolt Brecht
26 Tilhögun og rekstur tónlistarsafna Bodil Foss
28 Tvö norsk Ijóð Kersti Ericsson og Cecille Loveid
29 Sjónvarp varnarliðsins og lögin í landinu Sigurður Líndal
36 Lífsþróun í íbúðareiningum Einar Þorsteinn Ásgeirsson
39 Ég og Gangstéttarljóð Jónas Friðrik
40 Þannig moluðust heimsveldin Martha Dodd
41 Þrjú Ijóð Unnur S. Bragadóttir
41 Ljóð Þráinn Bertelsson
42 Brúðkaup í Tipasa Albert Camus
42 Hommage au Akira Kurosawa (Ijóð) Árni Larsson
42 Fórn handa síðustu ástinni (Ijóð) Árni Ibsen
42 Móðir mín grætur enn (Ijóð) Unnur S. Bragadóttir
42 Kröfur timans (Ijóð) Jónas Friðrik
43 Blöðin Ölafur Jónsson
55 Leiktu (Ijóð) Unnur S. Bragadóttir
56 Undrið sem sprakk Björn Arnórsson
58 Dagur í lífi vökunnar Albert Einarsson
60 Heimilisþáttur Guðrún Ingvarsdóttir
Prentvillupúkinn gerði sig heldur betur heimakominn í siðasta hefti Samvinnunnar og ge:ði sjaldan þessu vant heilmikinn usla þar sem sizt skyldi. í fyrsta lagi misritaðist föðurnafn Sigrúnar Klöru Hannesdóttur yfir grein hennar á bls. 36, en var rétt á þremur öðrum stöðum í heftinu. í annan slað varð það ritstjóra og ýmsum öðrum til mikilla leiðinda, að í skrá yfir félaga í Félagi íslenzkra rithöfunda á bls. 41 féllu niður töl- urnar 35 og 49 og með þeim nöfnin Indriði Úlfsson og Matthías Jo- hannessen, en heildartala félagsmanna 1. október 1972 var eftir sem áður rétt í skránni, 67 manns. Eru lesendur og aðrir sem hlut eiga að máli beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Um höfunda þessa heftis er það helzt að segja, að dr. Finnbogi Guð- mundsson er landsbókavörður og formaður byggingarnefndar þjóðar- bókhlöðu. Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson eru arki- tektar og reka í sameiningu teiknistofu þá, sem falið hefur verið að teikna fyrirhugaða þjóðarbókhlöðu. Bertolt Brecht er eitt kunnasta leik- skiáld aldarinnar og var jafnframt gott Ijóðskáld. Robert Lowell er meðal kunnustu núlifandi Ijóðskálda Bandaríkjanna. Bodil Foss er danskur safnvörður sem gisti ísland á liðnu hausti í sambandi við annan lands- fund bókavarða. Skrifaði hún grein þá, sem hér birlist, sérstaklega fyrir Samvinnuna. Kersti Ericsson og Cecille Loveid eru ungar norskar skáld- konur, en þýðandinn, Guðmundur Sæmundsson, stundar nám í Noregi. Sigurður Líndal er prófessor í lögum við Háskóla íslands, en var um langt árabil hæstaréttarritari. Einar Þorsteinn Ásgeirsson er ungur arki- tekt og rekur fyrirtæki í Vestur-Þýzkalandi. Hefur hann haft forgöngu um stofnun samtaka áhugamanna um [slenzkan arkitektúr. Albert Einars- son stundar háskólanám. Þnáinn Bertelsson er Ijóðskáld og skáldsagna- höfundur sem dvelst í Frakklandi um þessar mundir. Martha Dodd er kynnt inní heftinu. Jónas Friðrik Guðnason hefur áður birt Ijóð í Sam- vinnunni og er kunnur textahöfundur vinsælla dægurhljómsveita. Albert Camus hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1957, aðeins 44 ára gamall, en fórst í bílslysi 1960. Árni Larsson gaf út sína fyrstu bók, skáldsögu, í haust. Árni Ibsen var kynntur í síðasta hefti. Unnur S. Bragadóttir stundar háskólanám. Ölafur Jónsson er ritstjóri Skírnis og bókmennta- og leiklistargagnrýnandi Vísis. Björn Arnórsson er við hagfræðinám í Uppsölum. Guðrún Ingvarsdóttir starfar við nýstofnað tilraunaeldhús Sambandsins og Osta- og smjörsölunnar.
Nóv.—des. 1972 — 66. árg. 6. Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: Sigurður A. Magnússon. BlaðamaSur: Eysteinn Sigurðsson. Afgreiðsla og auglýsingar: Reynir Ingibjartsson. Uppsetning: Teiknistota Torfi Jónsson. Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjórn og afgreiðsla að Ármúla 3, sími 38900. Verð: 600 krónur árgangurinn; 100 krónur í lausasölu. Gerð myndamóta: Nýja prentmyndastofan, Laugavegi 24. Prentverk: Prentsmiðjan Edda hf.