Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 24
vaxa, að vera þeim megin í húsinu, þar sem viðbótin kemur, svo að ekki þurfi að stokka upp eða stríkki á að óþörfu. 6. Haga skal svo til, að notendur safns- ins verði jafnan i sem allra mestu ná- býli við bækur þess. Þvi maikmiði verður bezt náð með því að hafa ekki stóra lestrarsali, heldur koma sæturn sem víðast fyrir í hinum opna hluta safnsins, bæði meðfram út- veggjum og á spildum, sem rúma nokkra tugi sæta, þannig að lesendur eigi þess kost að setjast sem næst þeim bóka- flokkum, sem þeir þurfa mest að nota. 7. Reynt verði að búa svo að mönnum innan húss, við hvað sem þeir kunna að fást, að þeim líði jafnan og hvarvetna sem bezt. Loftræsikerfi verði í bókhlöð- unni, svo sem það tíðkast nú bezt i hin- um stærri bókasöfnum. Fullkomin raf- lýsing verði í bókhlöðunni allri, til þess að tryggð verði hin ákjósanlegustu lestrar- og vinnuskilyrði. Gæta verður þess, að raflögn verði með þeim hætti, að rafknúnum vélum og búnaði verði við komið, hvar sem á kann að reyna. Fylgja verður fyllstu ákvæðum, sem nú gilda, bæði um öryggi manna í bók- hlöðunni og þeirra fjársjóða, sem þar verða varðveittir. 8. Vörnum gegn hávaða verður að haga eftir því, sem hæfir á hverjum stað í bókhlöðunni. Nokkur hávaði verður jafnan óhjá- kvæmilega í anddyri og forsal, en úr honum þarf að draga, þegar kemur á lessvæði safnsins. í sumum lesbásum verður þó að vera aðstaða til vélritunar, og þarf því að einangra þá sérstaklega. Stöðugur niður af einhverju sýsli nærri manni varnar því oft, að hann heyri minni háttar óreglubundinn hávaða, er raskað hefði ró hans öðrum kosti. Skyggnzt um í bókhlöSunni Vér skulum nú skyggnast ögn um í hinni nýju bókhlöðu og hugsa oss fyrst, að vér séum stödd i anddyri hennar. Það verður auðvitað að liggja vel við þeim, er til safnsins leita bæði úr borg- inni og frá Háskólanum. Ætla verður, að stutt verði í fatageymslu, þegar kom- ið er inn í anddyri, og er gert ráð fyrir stöðugri fatavörzlu, ennfremur að í fata- geymslu verði rými fyrir þær töskur og annað, sem gestir óska að fá geymt fyrir sig, áður en þeir halda áfram inn í safnið. Gert er ráð fyrir, að rúmgott sýningar- svæði verði i anddyri, ennfremur að þar verði í nánd fyrirlestrarsalur með að- stöðu til sýningar kvikmynda og skugga- mynda og til að leika tónlist á hljóm- plötum og af segulbandi. Loks er liklegt, að kaffistofa gesta verði ekki langt undan i anddyri. Áður en lengra er farið, er vert að geta þess, að bókakostur safnsins verður að nokkru í sjálfbeina, sem kallaður er, og að nokkru í lokuðum bókageymslum. Vegna sjálfbeinans ríður á, að notendum sé gert að sýna rit þau, sem þeir kunna að hafa meðferðis, þegar þeir hverfa úr safninu. Þeir ganga því allir um eitt hlið úr safninu út i anddyrið, og verður gæzlumaður þar stöðugt á verði á opn- unartíma safnsins. Það svæði, er ég lýsti áðan, liggur allt utan þessa hliðs, og verður því hægt að sækja fyrirlestur, skoða sýningu og fá sér kaffisopa eftir að safninu hefur ver- ið lokað að öðru leyti. Þegar kemur inn fyrir hliðið, blasir við framundan aðalafgreiðsla safnsins, en þaðan síðan skammt til aðalspjald- skrár þess og þeirra bókfræðirita og handbóka hvers konar, er þar þurfa að vera í nánd. Rætt hefur verið um, að afgreiðsla þjóðdeildar safnsins verði sem næst fyrrnefndri aðalafgreiðslu, ef þær verða þá ekki sameinaðar í eitt. Þeir, sem sækja sér i sjálfbeinann rit, einkum erlend rit, er þeir óska að hafa með sér heim, hafa samband við aðal- afgreiðslu. Þurfi þeir að kanna íslenzk rit, sem einungis eru höfð i lokuðum geymslum, verða þeir að snúa sér til þjóðdeildar safnsins og fá þau léð fram á lestrarsal deildarinnar. Hið sama gildir t. a. m. um handrit safnsins, þau verða ekki lesin nema í umræddum sal, sem verður væntanlega sameiginlegur lestr- arsalur þjóðdeildar og handritadeildar. Sökum þess að margir þurfa vitaskuld samtímis að nota íslenzk og erlend rit, er margfalt hagræði að því, að þjóðdeild- in verði sem næst aðalafgreiðslunni, og sama er að segja um spjaldskrár safns- ins. Þær þarf þá síður að tvöfalda, og sjá allir, sem til þekkja, hver kostur það er. Ég bið menn að hafa hugfast, að hér er einungis verið að lýsa óskum vor bókavarðanna. Hvort arkitektar bókhlöð- unnar geta orðið við þeim öllum, er svo annað mál, sem skýrist, þegar þeir á næstunni fara að raða starfsþáttunum niður. Ljóst er, að bækistöð þeirra, er vinna við aðföng, flokkun og skráningu, hlýtur að verða í námunda við spjaldskrár safnsins, bókfræðirit og handbækur, þeir koma að þessum hjálpargögnum úr einni áttinni, en gestir safnsins úr annarri. Þess er ekki kostur á þeim stutta tíma, sem mér er ætlaður, að lýsa til- högun þeirri, er vér hugsum oss i ein- stökum deildum safnsins, stjórnunar- deild, aðfanga- og skráningardeild, þjóðdeild, handritadeild, eða hversu háttað verði lesenda- og stofnanaþjón- ustu safnsins eða séð fyrir aðstöðu til kennslu í bókasafnsfræðum. Ég held þó, að fróðlegt gæti verið að ég birti þótt ekki væri nema brot úr þeim köflum, er fjalla um einstakar deildir, og þá helzt upphaf þeirra, þar sem greint er frá hlutverki deildanna. Stjórn í kaflanum um stjórn segir svo m. a.: Þess er að vænta, að yfirbókavörður gegni, þegar fram i sækir, hlutverki rík- isbókavarðar enn frekara en gert er ráð fyrir í reglugerð frá 6. júlí 1956 (Stjtið. B 1956, bls. 205—06), hann veiti t. a. m. leiðsögn um starf íslenzkra rannsóknar- bókasafna, beiti sér fyrir samræmingu starfshátta, fylgist með fjárveitingum til safnanna og afli skýrslna um rekstur þeirra. Með setu yfirbókavarðar eða staðgeng- ils hans í háskólaráði, ætti eins og fyrr segir að vera tryggt, að fylgzt yrði af safnsins hálfu með framvindu háskóla- málefna og nýjum eða breyttum bóka- safnsþörfum Háskólans. Aðíanga- og skráningardeild Um hlutverk aðfanga- og skráningar- deildar segir á þessa leið: a. Aðfangadeild skal sjá um val, pönt- un og móttöku keyptra rita. Undir þessa deild fellur einnig móttaka bókagjafa, ennfremur varðveizla aukaeintaka safns- ins og nýting þeirra til öflunar annarra þarfari rita. Deildin hefur samráð við háskólakennara og aðra sérfræðinga um bókaval, eftir því sem fyrir verður mælt í lögum og reglugerð á hverjum tima. Meðferð bókakaupafjár kemur í hlut aðfangadeildar. Gera má ráð fyrir, að fjárveiting til bókakaupa verði nokkru margbrotnari en nú er og auk heildar- fjárveitingar sambærilegrar við þá, sem söfnin njóta nú, verði lagt sérstaklega fé til bókakaupa einstakra háskóladeilda, háskólastofnana eða lesstofa stúdenta. Eðlilegt er eigi að síður, að öll keypt rit fari um aðfangadeildina og þar verði greiður aðgangur að yfirliti um, hvað eyðzt hefur eða eftir stendur af hverri fjárveitingu, hvenær sem á þarf að halda. Þetta felur í sér nokkra bókhalds- vinnu, sem inna verður af hendi í að- fangadeild. Hins vegar kæmi í hlut gjaldkera safnsins að annast greiðslu bókakaupareikninga. b. í skráningardeild fer fram flokkun rita eftir efni og skráning þeirra á spjöld til röðunar i spjaldskrá safnsins og til dreifingar í þá staði aðra, sem ástæða þykir til, svo sem í söfn háskólastofn- ana og önnur sérsöfn. Samskráning verður sérstakur starfs- þáttur i þessari deild. Þar verður safnað saman spjöldum um nýfenginn bókakost 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.