Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 36
urnar, eftir að safnið okkar tók til starfa,
en vorum í rauninni neydd til þess vegna
sifelldra kvartana yfir þeim plötum, sem
fólk hafði fengið að láni. Á síðustu tveim
og hálfu ári hefur útlit platna, þegar
þeim er skilað, batnað til mikilla muna.
Hérvið bætist skyldug rannsókn á nálar-
hljóðnema, þegar lántaki skráir sig fyrst,
og síðan endurtekin rannsókn á þriggja
mánaða fresti. Allir lántakendur hafa
reynzt skilja þetta fyrirkomulag og verið
ánægðir með það. En ég vona og trúi, að
ekki verði nauðsynlegt að halda uppi
þessu stranga eftirlitskerfi ár eftir ár.
Smámsaman mun lántakaskarinn hafa
vanizt hinu nýja efni og lært að fara
rétt með það, og svo kann viðskipta-
reikningur tónlistarsafnanna að hafa
vaxið svo mjög (!) að betur borgi sig
að nota tímann til að ógilda plötur og
kaupa nýjar heldur en stunda hin mjög
svo tímafreku eftirlitsstörf.
HvaSa efni á aS velja?
Hvaða efni á að velja í tónlistarsafn?
Á yfirleitt að vera með plötur, eða er rétt
að fara beint útí kassetturnar? Margir
munu án efa spyrja þessarar spurningar,
og ég get einungis svarað henni útfrá
minni eigin sannfæringu: Það er ekki
hægt að ganga framhjá plötunum vilji
rnenn hafa alhliða tónlistarsafn af á-
kveðnum tæknilegum gæðum. Framboð
á verkum á kassettuböndum er enn svo
lítið og svo takmarkað við dægur- og
beat-tónlist, að þegar af þeirri ástæðu
yrði um mjög einkennilega samsett safn
að ræða. Þarvið bætist að tæknilegu
gæðin eru enn svo tiltölulega léleg, að
tónlist af kassettuböndum getur ekki
fullnægt raunverulega alvarlegum hlust-
anda. Gæði bandanna veita tónlistinni
einfaldlega ekki viðunandi skilyrði. Með
þessa staðreynd er auðvitað unnið af
kappi innan kassettuiðnaðarins, og þegar
hefur náðst mikill árangur að því er
varðar betri tækni. Þó er þetta enn á
tilraunastigi. Þessi tæknilega mjög góðu
bönd með tilheyrandi bandspilurum
rnunu verða ákaflega dýr næstu árin, og
að líkindum mun almenningur ekki
leggja svo mikið fé í þessa dýru kassettu-
bandspilara um mörg ókomin ár. Þegar
af þeirri ástæðu verða söfn að gæta hófs
í að leggja fé í kassettur. Hitt er annað
mál, að vel má kaupa þau kassettubönd
sem þegar eru á markaðnum til hins
handbæra „fljótandi" safns vinsælla
verka, bæði til að leika þau í „miðstöð-
inni“ og vitaskuld einnig til að korna upp
útlánasafni vinsælustu kassettubanda.
En þetta verður að gerast samhliða
kaupum á nægilegu magni hljómplatna,
bæði vinsælla dægurlaga, þjóðlaga og
sígildrar tónlistar. Hljómplatan er orðin
svo tæknilega góð og tekur til allra sviða
tónlistarsögu og tónlistargreina, að hún
hlýtur að verða undirstaða hvers tón-
listarsafns um fjölmörg ókomin ár. Að
minnstakosti eins lengi og framleiðend-
ur kæra sig um.
Allt efni á að vera lánanlegt
Einsog menn munu skilja er ég þeirrar
skoðunar, að tónlistarsöfn eigi að byggja
upp kringum kjarna af hljómplötum,
sem sé alhliða samansettur og taki til
allra þátta tónlistar, en honum til upp-
fyllingar séu fyrir hendi nótur (einnig
beat- og djass-nótur), æfingabækur,
fjölraddabækur, tónlistarsaga, tónfræði,
ævisögur o. s. frv. Við það bætast önnur
þau nýmæli nútíðar og framtíðar sem á
einhvern hátt eru tengd tónlist. Mér
virðist fullkomlega eðlilegt að tónlistar-
safnið færi sér i nyt öll þessi hjálpar-
gögn, bæði til notkunar í safninu sjálfu
og til lána. Allt efni safnsins á sam-
kvæmt stefnunni að vera lánanlegt til
heimanotkunar (nema ófáanleg eintök
af sögulegum plötum), og það á ekki að
eyða fé i tiltæk fastasöfn. Samkvæmt
minni reynslu (og margra annarra
danskra tónlistarsafnvarða) eru öll til-
tæk fastasöfn steindauð. Fólk hefur enga
löngun til að sitja i tónlistarsafninu og
hlusta á Wagner-óperu leikna til enda
eða ólma kvartetta Beethovens eða Sálu-
messu Mozarts. Það vill fá plöturnar með
sér heim. Eina fólkið, sem eyðir heilum
dögum í tónlistarsafninu, er unga fólkið,
og það hefur sína eigin sali i safninu
og sitt „fljótandi" fastasafn af tiltækum
nýjum plötum sem eru á vinsældalistum,
einsog ég hef fyrr nefnt. Þessar plötur
fá að vera i fastasafninu meðan eftir
þeim er spurt. Síðan eru þær lánaðar
heim. í fastasafninu eru að jafnaði æv-
inlega kringum hundrað plötur, og það
fullnægir þörfinni ágætlega.
í tónlistarsafni eiga að minni skoðun
einungis að vera tónlistar-plötur og
-bönd. Annarskonar plötur og bönd með
sögulegu efni, heimildum, fuglaröddum,
upplestri Ijóða og leikrita, tungumála-
kennslu o. s. frv. eiga eðlilega heima í
bókasöfnum sem lána hliðstæðar bækur.
Víðari vettvangur
Með tónlistarsafni, sem verður eins
margþætt og hér hefur stuttlega verið
lýst, verður ekki einasta hægt að taka á
móti og þjóna margbreytilegum hópi
gesta í sjálfu safninu, heldur verður
einnig hægt að halda uppi margþættum
og víðtækum heimsóknum til ýmissa
stofnana. Hef ég þá fyrst i huga sam-
vinnu við tónlistar- og söngkennara
skólanna, við kennara og menntaskóla,
við orgelleikara og tónlistaruppeldis-
fræðinga, við gæzluvelli, leikvelli, æsku-
lýðsklúbba, við sjúkraheimili, elliheimili,
svo einungis séu nokkur dæmi nefnd. Við
þetta bætist hlutverk tónlistarsafnsins
við að skipuleggja til dæmis barnamúsik-
leikherbergi (með aðstoð tónlistarupp-
eldisfræðinga), morgunsamkomur eftir-
launafólks, beat- og þjóðlagaklúbba fyrir
ungt fólk, sýningar og tónleika, samkom-
ur tónskálda, „opið hús“ fyrir tónlist
áhugamanna — fjölbreytnin takmarkast
aðeins af ímyndunaraflinu.
Með þessu víðtæka starfssviði og með
daglegu samneyti safnsins við allar stétt-
ir og starfsgreinar þjóðfélagsins getur
hinn fjarlægi draumur um tónlistarsafn-
ið sem uppsprettu innblásturs og menn-
ingarlegan hvata, sem lifandi og æsileg-
an þátt í menningarlífinu, kannski þok-
azt eilítið nær raunveruleikanum. 4
TVÖ NORSK LJÓÐ
Kjersli E'icsson, f. 1944:
Fangelsi er ekki staður fyrir fólk
í Portúgal var maður
hann barðist í þágu verkafólksins
þegar hann var látinn laus eftir 16 ár
sagði hann:
ég sé ekki eftir því
því að minn var hinn rétti málstaður
en meðan tíminn líður
verður hár éstvinarins
algjörlega grátt
manstu að liturinn var annar áður?
eftir 16 ár
er ekkert lengur eins og það var
margir vinir eru látnir
og það er gróið yfir götuslóðana
Svartur maður í Jóhannesarborg
hélt hann væri manneskja
þegar dómurinn um 12 ár var kveðinn upp
hrópaði konan hans:
eiginmaður minn, ég er hreykin af þér!
en meðan tíminn líður
verður hár ástvinarins
algjörlega grátt
manstu að liturinn var annar áður?
eftir 12 ár
er ekkert lengur eins og það var
margir vinir eru látnir
og það er gróið yfir götuslóðana
Maður í Austur-Þýzkalandi
og kona í Vestur-Þýzkalandi
sátu í fangelsi fyrir styrjöldina miklu
í styrjöldinni miklu
eftir styrjöldina miklu
maður í Paraguay
var ekki pyndaður alveg til dauða
þau kvarta ekki enn
yfir heiðarleika sinum og hugrekkinu
en meðan tíminn líður
verður hár ástvinarins
algjörlega grátt
manstu að liturinn var annar áður?
eftir myrk ár
er ekkert lengur eins og það var
margir vinir eru látnir
og það er gróið yfir götuslóðana
(Úr „Gruppe 67“, J. W. Cappelens
Forlag, 1967)
Cecilie Loveid, f. 1951:
Mamma
hún situr í strætisvagninum
eftir að hafa keypt lifandi
fisk og graslauk
nú ætlar hún heim til
kartaflnanna og bráðnandi
smjörs
(Úr „Gruppe 68“, J. W. Cappelens
Forlag, 1968)
íslenzkað af GuSmundi Sæmunds-
syni, nóv. 1971
28