Samvinnan - 01.12.1972, Síða 41

Samvinnan - 01.12.1972, Síða 41
gengin í gildi, sem útiloka, að annað verði veitt. Sjónvarpsleyfið er því orðið ólöglegt og engin heimild til að veita það að nýju, t. d. með breyttu efni.12) Þegar það gerist, að yngri löggjöf, — sú, er ræður efni hinna eldri réttinda — takmarkar þau svo, að jafna megi til af- náms þeirra, verður niðurstaðan sú sama og lögin hafi afturvirk áhrif, þ. e. a. s. taki þessi réttindi aftur. í því tilviki, sem hér um ræðir, verður niðurstaðan sú sama og leyfið væri fellt úr gildi. Var áður tekið fram, að sú væri megin regla í íslenzkum rétti, að lög væru ekki afturvirk. Sú regla er þó hvorki algild né afbrigðalaus. Þess eru fjölmörg dæmi á íslandi, að lög hafi verkað aftur fyrir sig — ekki sízt á þvi sviði, sem hér skipt- ir máli — á sviði stjórnsýsluréttarins. Þegar því sleppir, sem nú hefur verið rakið, sjá væntanlega allir, hversu frá- leitt það væri, að nýrri skipan yrði ekki á komið með lögum, nema þau nefndu sérstaklega allt, sem breytast ætti, teldu t .d. upp öll réttindi, sem niður ættu að falla. Er auðsætt, að breytingum og ný- skipan yrði seint fram komið með slíkum aðferðum auk alls glundroðans, sem fylgdi því, að réttur sumra ákvarðaðist af eldri lögum en annarra af yngri. Um þetta gerist raunar engin þörf að fjöl- yrða, því að þannig er ekki farið að. Ef löggjafinn ætlar að koma á nýskipan mála, er aðferðin ávallt sú, að almenn regla er sett, sem sníður eldri réttindum þann stakk, sem tilgangur laganna út- heimtir. Það er m. ö. o. á valdi löggjaf- ans að ákveða, hvort og að hve miklu leyti eldri réttindi skuli haldast. Þetta hefur og löggjafinn iðulega gert. Ný lög hafa t. a. m. verið sett, sem áskilið hafa aðrar kröfur en fyrir voru til þess að menn mættu rækja tiltekin störf eða njóta ákveðinna réttinda; sem dæmi má nefna skipstjórnarréttindi, iðnréttindi og bifreiðarstjóraréttindi. Þau hafa jafn- framt kveðið á um, að eldri réttindi skyldu haldast.13) Sama er að segja um margvíslega löggjöf, sem áskilur ríkinu einkarétt til ákveðinnar starfsemi. í slíkum lögum hefur sérstaklega verið kveðið á um, hvernig fara ætti um rétt- indi, sem ættu stoð í eldri lögum. Áður eru nefnd sem dæmi um slík lög fjar- skiptalögin nr. 30/1941, 4. gr., en einnig mætti nefna sem dæmi vatnalögin nr. 15/1923, 57. gr. og orkulög nr. 58/1967, 7. gr. Að þessu leyti er þó einkasölulöggjöfin undantekning14) og má sem dæmi nefna 1. nr. 69/1928 um einkasölu á áfengi og 1. nr. 58/1931 um einkasölu ríkisins á tóbaki. Þessi löggjöf geymir engin ákvæði um að eldri réttindi til sölustarfsemi skuli haldast, enda hafa þau ávallt verið skilin í samræmi við það, sem hér hefur verið rakið: að eftir gildistöku laganna sé sú starfsemi, sem þau taka til, öðrum óheimil en ríkinu. Má í lögum þessum finna ákvæði, sem orðuð eru mjög svip- að og 2. gr. útvarpslaganna frá 1971. Eru útvarpslögin að þessu leyti í einu og öllu hliðstæð einkasölulöggjöfinni. Leikur því enginn vafi á því, að nú- gildandi útvarpslög fella niður sjón- varpsleyfi varnarliðsins og varna því að nýtt verði veitt. Það verður aðeins gert með lagabreytingu. Annað mál er svo það, að í mörgum tilvikum ætti rétthafi, sem þannig missir leyfi til ákveðinnar starfsemi rétt á skaðabótum fyrir tjón, sem hann hefur orðið að þola. Um slíkt er þó þarflaust að fjölyrða í þessu samhengi. 9. Hver er tilgangurinn meS því að veita Ríkisútvarpinu einkarétt til útvarpsrekstrar? Þegar stefnt er að nýskipan á ein- hverju sviði, rekast einatt á hagsmunir þeirra, sem halda vilja réttindum sín- um og aðstöðu — og svo hinna, sem að- hyllast breytingu. Það fer svo eftir ráð- andi skoðunum innan löggjafarstofnun- arinnar — Alþingis hér á landi—, hver stefna er tekin. Um hvorttveggja má finna dæmi í íslenzkri löggjöf og hafa fáein verið tilfærð hér að framan. Eins og útvarpslögin eru nú úr garði gerð er auðsætt, hver er stefna löggjaf- ans; Að skilgreina nákvæmlega, hvað útvarp (hljóðvarp og sjónvarp) sé, þannig að glögg skil markist milli þess og fjarskipta, en áskilja síðan Ríkisút- varpinu fortakslausan einkarétt á þeirri starfsemi, sem fellur undir hugtakið út- varp. Um þessa meginstefnu hafa aldrei staðið miklar umræður, og veitir það ó- tvíræða vísbendingu um, að hún hafi ekki valdið teljandi ág einingi. Er þetta raunar alveg ljóst af umræðum, sem urðu á Alþingi um fyrstu útvarpslögin 1928, en þar var áðurnefnd grundvallar- stefna mörkuð. Röksemdirnar voru eink- um þær, að rekstur útvarpsins yrði ekki tryggður með viðhlítandi hætti öðru vísi en ríkið hefði einkarétt; með þeirri skip- an mála yrði bezt tryggt, að útvarpið yrði rekið í samræmi við hagsmuni þjóð- arinnar, en ávallt væri nokkur hætta á því, að einkaaðiljar hugsuðu einvörð- ungu um eigin hag. Þegar frumvarp að núgildandi útvarps- lögum var til umræðu á Alþingi, verður ekki sagt, að þetta atriði hafi verið mikið rætt. Jóhann Hafstein þáverandi forsætisráðherra hreyfði að vísu þeirri hugmynd, að sett yrði í lögin heimild til að veita öðrum leyfi til að starfrækja útvarp, þótt meginreglan yrði, að Rikis- útvarpið hefði einkarétt. Benedikt Grönd- al svaraði því til, að slíkar hugmyndir um einkaútvarp (þ. e. hljóðvarp) og einkasjónvarp væru ekki raunhæfar nú fremur en áður. Hann taldi, að hér væri um þá grundvallarspurningu að ræða, hvort yfirráð á nauðsynlegu fjármagni til slíkra framkvæmda ætti að veita mönnum aðstöðu til að koma á fót eigin stöðvum — og svo um leið, hvernig ætti að tryggja óhlutdrægni þessara einka- stöðva. Benti hann á, að þetta grund- vallaratriði hefði ekki verið rætt í mörg ár og væri ekki æskilegt að tefja fram- gang frumvarpsins með umræðum um þau efni. Var þessi þáttur málsins ekki frekar ræddur. í umræðunum á Alþingi um fyrstu út- varpslögin árið 1928 var vikið að einu atriði, sem telja verður einkar athyglis- vert i sambandi við það mál, sem hér er til umræðu. Héðinn Valdimarsson greindi frá því, að komið hefði til mála, að Hf. Dansk Radio tæki að sér rekstur útvarpsins hér á landi. Lýsti Héðinn þeirri skoðun sinni, að hann væri algerlega mótfallinn því, að danskt félag fengi sérleyfi til útvarpsrekstrar á fslandi. í tilefni af þessum ummælum vakti Sigurður Eggerz athygli á þeirri skoðun sinni, hve frá- leitt það væri að útvarpið lenti í hönd- um annarra en íslenzkra manna. Síðan mælti hann: „Það viðurkenna allir, að þetta mál sé hið mesta menningarmál og mér liggur við að segja, að væri út- lendingum falið þetta mál, þá væri það svipaðast því, sem menn t. d. fengju þeim skólamál vor í hendur. Ég vildi mælast til, að hæstv. forsrh. (Tryggvi Þórhalls- son) lýsi því yfir hér, að slíkt geti ekki komið til mála ...“ Tryggvi Þórhallsson svaraði þessu þannig: „Annars held ég, að engum detti í hug að fá mál þetta í hendur útlendingum.“1E>) Fleiri urðu orðin ekki um þetta efni. Er af þessu augljóst, að eitt hefur að dómi þeirra, sem þá sátu á þingi, aldrei komið til álita: Að afhenda útvarps- reksturinn útlendingum. Sá tilgangur hefur augljóslega átt einhvern þátt í að móta þá stefnu, að rikið skyldi hafa einkarétt til útvarpsrekstrar á íslandi. Það tók síðan forystumenn íslendinga tæpan aldarfjórðung að gleyma. Með setningu útvarpslaganna 1971 má segja, að hin upphaflega stefna hafi með nokkrum hætti verið endurnýjuð, þegar einkaréttur Ríkisútvarpsins er skilgreind- ur að nýju og ákveðið ítrekaður. Þá sýn- ast embættismennirnir ætla með að- gerðarleysi sínu að koma í veg fyrir, að sú stefna verði framkvæmd — en spurn- ing er, hvort Alþingi ætlar að sætta sig við slíka ómerkingu á gerðum sínum. Embættismönnum má þó segja eitt til varnar. Þegar ástand hefur staðið til- tekinn — etv. nokkuð langan tima, — getur verið heppilegt að hrófla ekki við því um sinn, ekki sízt, ef endurskoðun gildandi laga stendur yfir. Þannig má segja, að ef til vill hafi verið rétt, að bíða með að framfylgja rétti Ríkisút- varpsins, unz ný útvarpslög gengju í í gildi, sem tækju af öll hugsanleg tví- mæli. Nú hafa lögin verið sett og nú er það skylda hlutaðeigandi embættis- manna að hefjast handa. Þeir geta vald- ið Ríkisútvarpinu réttarspjöUum, ef þeir d-'aga það, að framfylgja hinum nýju útvarpslögum þegar í stað. 10. Tvískinnungur íslendinga í við- horfi til laga og réttar — eiga emb- ættismenn að taka löggjafarvaldið af Alþingi — hvernig lýðræðið lognast út af Ekki orkar tvímælis, að sjónvarp varn- arliðsins er ólöglegt. Er sú niðurstaða ein- sýn, hvernig sem á er litið. Sannast 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.