Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 31
getur orðið samvinnuhreyfingunni ör-
lagarík þegar framí sækir, vegna þess að
neytendafélögin eru fyrst og fremst á
þéttbýlissvæðinu í landinu suðvestan-
verðu þar sem fólksfjölgunin er langsam-
lega örust. Fari svo að neytendafélögin
á Faxaflóasvæðinu verði eftirbátar einka-
verzlunarinnar, er vissulega komið útá
hálan ís.
Fræðslustarf í Noregi
Þó aðstæður séu að sumu leyti svip-
aðar í Noregi og á íslandi, er neytenda-
þátturinn miklu öflugri í norsku sam-
vinnuhreyfingunni en þeirri íslenzku,
enda er lögð mikil og vaxandi áherzla á
neytendafræðslu og þátttöku neytenda í
öllum félagsmálum hreyfingarinnar.
Stjórn norska samvinnusambandsins
(NKL) velur ár hvert fimmtán manna
fræðsluráð, þar sem eiga sæti starfsmenn
fræðsludeildar, fulltrúar hinna ýmsu
svæða í landinu og sambandsstjórnar-
menn. Ráðið kemur saman að minnsta-
kosti tvisvar á ári, vor og haust, til að
ræða fræðslu- og félagsstarfið í hreyf-
ingunni, skipulagningu þess, neytenda-
fræðslu, störf fræðslunefnda kaupfélag-
anna, kostnað við fræðslustarfið og til
að semja starfs- og kostnaðaráætlanir
fyrir komandi ár.
í Noregi eru samtals um 750 kaupfélög
með rúmlega 400.000 félagsmönnum. í
hverju kaupfélagi er kosin fimm manna
fiæðslunefnd sem stýrir öllu fræðslu-
starfi í samráði við félagsstjórn. Nefndin
gerir starfs- og kostnaðaráætlun fyrir
hvert ár, sem lögð er fyrir félagsstjórn til
samþykkis, og sér siðan um fram-
kvæmdina. Svo skilar hún ársskýrslu til
stjórnar og aðalfundar. Leitazt er við
að velja fræðslunefndir kaupfélaga
þannig, að í þeim sitji jafnan einn
starfsmaður félagsins, einn stjórnarmað-
ur og ein kona að minnstakosti .
Störf fræðslunefnda norsku kaupfélag-
anna má greina í eftirtalda liði:
1) að skipuleggja og stjórna fræðslu-
starfi kaupfélagsins eftir áætlun sem
félagsstjórn hefur samþykkt;
2) að útbreiða samvinnublöð og annað
prentað mál hreyfingarinnar eftir
fremsta megni;
3) að stunda neytendafræðslu, einkum
meðal húsmæðra, sem er fyrst og
fremst fólgin í að veita upplýsingar
um vöruverð og vörugæði og dreifa
öðru upplýsingaefni frá norska sam-
vinnusambandinu;
4) að fá sem flesta til að taka þátt í
námsflokkum, einkum þó trúnaðar-
menn og starfsfólk;
5) að safna nýjum félagsmönnum og
halda uppi áróðri með fundum, hús-
vitjunum og sérstökum kynningum,
ekki sízt í sambandi við opnun nýrra
verzlana;
6) að þjálfa starfsfólk, bæði í félagsmál-
um og daglegum störfum, með því að
hvetja það og styrkja til þátttöku í
námskeiðum og öðru fræðslustarfi;
7) að koma á sambandi við önnur félags-
samtök, svosem bænda, verkalýðs,
kvenna, æskufólks o. s. frv. með það
fyrir augum að fá þau til samstarfs
og vekja áhuga þeirra á samvinnu-
starfi;
8) að halda uppi sambandi við fræðslu-
deild norska samvinnusambandsins,
við fylkjafélögin sextán sem starfa
að fræðslumálum kaupfélaganna í 20
fylkjum Noregs og við ellefu svæðis-
fræðslufulltrúa sem starfa á vegum
skipulagsdeildar samvinnusambands-
ins.
Einsog sjá má á þessari upptalningu
er um viðtækt og velskipulagt fræðslu-
starf að ræða í norsku samvinnufélög-
unum, en vitanlega fer árangurinn eftir
félögum og fólki sem til forustu velst og
svo að sjálfsögðu eftir fjármagninu sem
fram er lagt, en yfirleitt er talið eðli-
legt að verja 3 %„ af veltu til fræðslu-
starfsemi .
Hinni eiginlegu fræðsludeild norska
samvinnusambandsins má skipta í sex
undirdeildir, sem annast neytenda-
fræðslu, námsflokkahald, kvikmyndasýn-
ingar og fyrirlestrahald, bókaútgáfu,
bókasafnsrekstur og æskulýðsstarf. í ó-
beinum tengslum við fræðsludeildina eru
svo samvinnuskólinn, skipulags- og
svæðaskrifstofur og blaðaútgáfa sam-
vinnusambandsins.
Veigamesta og víðtækasta starf
fræðsludeildar felst annarsvegar í nám-
skeiða- og ráðstefnuhaldi og hinsvegar
í námsflokkastarfi. Er það starf einkum
miðað við þrjá hópa, starfsfólk, trúnað-
armenn og neytendur. Flest eru nám-
skeiðin haldin að frumkvæði fræðslu-
deildar, en kaupfélögin geta líka, eitt
eða fleiri saman, óskað eftir þeim og
leitað aðstoðar við skipulagningu og
framkvæmd þeirra. Sömuleiðis eru nám-
skeið og ráðstefnur iðulega haldnar í
samvinnu við önnur landssamtök.
Annað höfuðverkefni fræðsludeildar er
að safna nýjum félagsmönnum. Það
rækir hún meðal annars með því að
láta útbúa og dreifa bæklingum, vegg-
spjöldum, gluggaútstillingum, umsókn-
areyðublöðum og öðru þvíumlíku.
Neytendafræðsla deildarinnar er með-
al annars fólgin í útgáfu bæklinga og
dreifirita, sem liggja frammi í verzlun-
Einn al starfshópunum á neytendaþingi
sœnska samvinnusambandsins i Stokkhólmi
20.—23. september 1971.
23