Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 59

Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 59
telja sér þörf að koma á framfæri við lesendur þess og alla landsmenn, og að- sendar deilugreinar um ýmisleg efni. Þannig verður Morgunblaðið í miklu meiii mæli en hin blöðin vettvangur al- mennrar „opinberrar umræðu" um hver þau efni sem ofarlega e.uá baugi hverju sinni. Meir að segja er stundum engu líkara en útför manns hafi ekki farið réttilega fram nema hans sé einnig minnzt í Morgunblaðinu. Þessa einu viku í apríl birti blaðið því sem næst tíu síður af afmælis- og minningargreinum. En það er ekki þar með sagt að Morg- unblaðið neyti eða njóti yfirburða sinna eins og verið gæti. Blaðið birtir til rnuna meir en hin blöðin af ýmskonar þýddu greinaefni, aðfengnum og aðsendum greinum af ýmsu tagi. Eri þótt frum- samið greinaefni á vegum blaðsins sjálfs sé að líkindum einnig meira að vöxtum en í hinum blöðunum, verður hitt engan veginn ráðið af blaðinu að þetta efni sé á neinn hátt meira fyrir sér, vandaðra né einu sinni öllu fjölbreytilegra en ger- ist í öðrum blöðum. Morgunblaðið leggur allmikið upp úr því að birta ýmiskonar „opinbera" eða „hálf-opinbera“ texta í heilu lagi, ræður, erindi og ýmislegar greinargerðir emb- ættismanna og annarra forvígismanna í stjórnmálum og stjórnsýslu, ekki sízt sinna eigin flokksmanna. Þannig birtist í Morgunblaðinu vikuna 11—16/4 72 ræða Jóhannesar Nordals á ársfundi Seðla- bankans sem fyrr var getið, ræða Birgis Kjarans, formanns bankaráðs Seðlabank- ans, við sama tækifæri, og ræða Birgis Kjavans, formanns Náttúruverndarráðs við setningu náttúruverndarþings, löng iæða borgarstjórans í Reykjavík á fundi Sjálfstæðisfélaganna, og erindi eftir To'úa Hjartarson tollstjóra um tollamál á aðalfundi stórkaupmannasamtaka, svo að einhver dæmi séu nefnd. Vegna stærðar sinnar og góðrar af- komu hefur Morgunblaðið ráð á að kaupa sér ýmiskonar greinaefni sem því leikur hugur á: um þessar mundir var t. a. m. að hefjast í blaðinu greinaflokkur um umhverfismál og mengun sem ýmsir náttúruvísindamenn voru fengnir til að skrifa. En nýtist blaðinu allténd slíkt að- fengið greinaefni eins og ástæður væru til? Svo mikið er víst að einatt falla þvílík efni hljóðalaust niður þótt hafin séu með æðimiklum umsvifum. Og svip- að má spyrja um hið þýdda greinaefni blaðsins, val og meðferð þess. En fyrir utan nokkurn veginn reglubundnar greinar um alþjóðamál, og aðrar þýddar greinar meir og minna tengdar dagleg- um tíðindum, fer mest fyrir þýddu greinaefni í hinum stóru aukablöðum Morgunblaðsins, einkum á sunnudögum. Af aðsendu efni birtust i I.Iorgunblað- inu þessa viku t. a. m. greinar um skóla- mál, skipulagsmál í Reykjavík, heiðurs- doktorskjör í háskólanum og fyrirhugað heimsmeistaraeinvígi i skák, listamanna- laun og landhelgismál, svo að dæmi séu nefnd. Um þessar sömu mundir var einn- ig að hefjast greinaflokkur (sem brátt datt niður aftur) þar sem ætlunin var að blaðamenn gerðu grein fyrir verkum sínum á Morgunblaðinu. En fyrsta giein af þessu tagi fjallaði einmitt um aðsend- ar greinar, eftir ritstjórnarfulltrúa blaðs- ins sem hafa mun það starf með höndum að taka við slíku efni: ... blaðinu berst mikið a/ greinum og öðru efni. Og þó að þetta efni sé ekki aðalstyrkur blaðsins skal á engan hátt dregið úr þýðingu þess. Morgunblaðið og lesendur þess kom- ast þar í snertingu við ótrúlega stóran hóp manna úr öllum byggðum landsins, fólk úr öllum stéttum með mismunandi áhugamál og lífsviðhorf. Blaðinu er kœrt að fá þessar greinar. Það er einmitt vettvangur fólksins, þar sem það getur túlkað sjónarmið sín og komið á framfœri hugmyndum sínum. Sam- tíminn kynnist þar viðhorfi almennings til manna og málefna og sagnfrœðingum síðari tíma verður eftirleikurinn auðveldari. Einn hamgur er þó á, ýmsum hættir til að vera of langorðir. Rúm blaðsins er tak- markað. Það rœður ekki við að birta fjölda langra greina. Þœr hafa einnig þann megin- ókost, að fœrri lesa þœr en ella, oft aðeins þeir sem hafa þegar áhuga á efninu — og því er ekki að leyna, að birting þeirra dregst oft lengur en œskilegt vœri. Sú staðreynd blasir líka við, þegar þessar greinar eru lesnar, að margar þeirra gœtu að ósekju verið styttri án þess að nokkuð tapaðist af efninu. Styttri yrðu þœr lœsilegri og bein skeyttari, en kostuðu að vísu meiri vinnu höfundar ... .io> Tvennt er einkum athyglisvert við þessi tilfærðu ummæli. Annað er það að höf- undur virðist líta á hinar aðsendu grein- ar sem einhvers konar lesendabréf fyrst og fremst, „raust fólksins" úr óbyggðinni. En hitt er grunleysi hans um það að þá vinnu sem hann ætlast til af höfundum greinanna á blaðið raunar að láta sjálft í té. Hér er auðvitað ekki um að ræða „ritskoðun“ og varla einu sinni „rit- stjórn“, nema að þvi leyti sem tekur til mats á þvi hvað teljist prenthæft efni, heldur einvörðungu tilbúning efnisins til prentunar, svo að verðleikar þess fái að njóta sin og það verði um leið svo að- gengilegt og nýtilegt lesandanum sem verða má. En svipað grunleysi (eða kæru- leysi) hygg ég að komi fram á vinnu- brögðum á öllum blöðum jafnt. Og það varðar ekki aðeins aðsendar greinar heldur einnig val og meðferð á þýddu greinaefni og úrvinnslu og frágang margs konar aðfengins efnis til prentunar, svo sem hinna löngu, löngu ræðutexta sem blöðunum er svo kært að birta. En þrátt fyrir stærð og fjárhagslega yfirburði Morgunblaðsins verður ekki sagt að verulegur efnis- eða stefnumun- ur komi fram á því og Tímanum eða Þjóðviljanum. Einnig þau blöð vildu víst gjarnan vera vettvangur almennrar um- ræðu um þjóðmál, menningarmál og hvaðeina annað sem ofarlega er á baugi —• auðvitað eftir sínum pólitíska hætti og viðhorfum við efninu. En tiltölulega er greinaefni þeirra litlu minna en Morgunblaðsins, 12—14% af öllu efni þeirra, og tekur eins og sjá má á töflu 9 til flestra hinna sömu viðfangsefna. Efnisskiptingin á 9du töflu er vitan- lega grófgerð, en ætti ekki að þurfa ýkja mikilla skýringa við umfram það sem þegar er sagt. Greinar um alþjóðamál í Mo.gunblað- inu eru sem fyrr segir að langmestu leyti þýddar, en nokkrar frumsamdar greinar um alþjóðamál birtust í Þjóðviljanum. Þótt Tíminn leggi litla rækt við erlendar fréttir birtir blaðið mest efni um alþjóða- mál, verulegur hluti þess frumsamdar greinar Þórarins Þórarinssonar. Af 19 greinum um alþjóðamál í apríl voru 12 eftir hann. En óneitanlega getur efnisval hans reynzt næsta einhæft og áhuga- sviðið takmarkað: 6 af greinum Þórarins fjölluðu um forsetakosningar sem fram- undan voru í Bandarikjunum að hálfu ári liðnu, og þrjár greinar aðrar um kosningahorfur í Frakklandi og Þýzka- landi. Annars fer mest á töflunni fyrir helztu málaflokkum innlendra þjóðmála og 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.