Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 58
ins tók á hinn bóginn Alþýðublaðið sem sló þvi tvívegis upp á forsíðu í pólitísk- um greinum og gerði það að tilefni harðrar ádeilu á rikisstjórnina í leiðara: alls 4 dáikar einhliða málflutningur. Tíminn g*eindi frá frumvarpinu í leið- arastúf og forsiðufrétt þegar það kom fram, og rakti ýtarlega málflutning ráð- herra fyrir frumvarpinu á þingfrétta- síðu, en sá málflutningur var síðan að miklu leyti endurtekinn í þjóðmálagrein á sunnudegi. Alls voru 15 dálkar helg- aðir málinu, þar af 13 eigin málflutningi, en 2 öðru fréttaefni, þar með talin gagn- rýni andstæðinga. Ræða ráðherra fyrir frumvarpinu fékk 7 dálka rúm í Tímanum í fyrstu umferð, og á sama máta tók andmælaræða Ing- ólfs Jónssonar 7 dálka á þingfréttasíðum Morgunblaðsins. Annars birti Morgun- blaðið frétt um frumvarpið þegar það kom fram, fjallaði síðan rækilega um það í þingfréttum og birti loks leiðara í andmælaskyni. Alls voru 14 dálkar helg- aðir frumvarpinu, þar af 10 eigin mál- flutningi, en 4 öðru efni, helmingurinn málflutningi ráðherra. Talsmenn Morgunblaðsins hreyfa því iðulega að blað þeirra hafi tekið upp merkilegt nýmæli í blaðamennsku er það byrjaði að segja á nokkurn veginn hlut- lausan hátt frá málflutningi andstæð- inga á þingi. Af ofangreindum dæmum má sjá að nokkuð er til í því: blaðið gerir sér meira far en önnur um slíkan frétta- flutning. En þar á rnóti kemur að það getur vegna stærðar sinnar helgað mál- flutningi sinna rnanna sama og jafnvel meira rúm en önnur blöð. Og varla þarf að spyrja að því hvernig áherzlur falla á efnið í uppsetningu þess, með fyrir- sögnum o. s. frv. Á hinn hlutlæga frétta- flutning reynir samt fyrst að nrarki þeg- ar á döfinni eru veruleg pólitísk hitamál, og vanda þarf málflutning að því skapi. Þær þrjár vikur sem blöðin koma hér til athugunar voru pólitisk stórmál að- eins í gangi árið 1969. En þá kom fram á þingi í febrúar skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál sem rækilega voru rædd í blöðum af því tilefni þessa dagana. Morgunblaðið birti vitaskuld rækilega frásögn af skýrslunni og umræðum á þingi, 14 dálka alls, meginefnið öll ræða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. 2 leiðarar fjölluðu um efnahagsmál af þessu tilefni, annar þeirra ádeila á Ólaf Jóhannesson formann Framsóknar- flokksins fyrir óviðurkvæmilegar skoð- anir hans, en hinn endurtók valin um- mæli Bjarna Benediktssonar úr ræðu hans. Alls 18 dálkar um málið, þar af svo sem y2 dálkur um gagnrýni and- stæðinga. Tíminn birti á sama máta ýtarlega endursögn úr ræðu Ólafs Jóhannes- sonar á þingi, svo sem 6 dálka, og fjall- aði í 4 leiðurum um efnahagsmálin í þessari lotu. Einn endurtók og áréttaði ummæli Ólafs Jóhannessonar um efna- hagsmál áður en skýrslan var birt, annar varði Ólaf fyrir árásum Morgunblaðsins, þriðji endurtók ummæli Ólafs á þingi, fjórði deildi i framhaldi af þessu á efna- hagspólitík stjórnarinnar. Alls um það bil 14 dálkar, þar af kannski y3 úr dálki um málstað stjórnarsinna. Frásögn Þjóðviljans af skýrslu forsæt- isráðherra og umræðum á þingi var að mestu endursögn á ræðu Lúðvíks Jós- efssonar við þetta tækifæri, en hún var nokkru siðar birt í heilu lagi i biaðinu, 12 dálkar, og einstök ummæli Lúðviks endurtekin i leiðara. Alls svo sem 17 dálkar um efnið, þar af kannski y2 dálk- ur greinargerð um málflutning stjórnar- innar. Þessi dæmi segja vitaskuld ekkert nema það sem allir vita fyrir: að blöðin eru einstrengingsleg flokksmálgögn, hin pólitísku skrif þeirra helguð einhliða málfiutningi eigin flokks um þingmál og þjóðmál. Þangað þýðir ekki að leita hlut- lægra upplýsinga, raunhæfrar vitneskju um efnisatriði þjóðmálanna. En þau segja einnig nokkuð um pólitískt sjálf- stæði blaðanna og eigin hlutdeild þeirra i þjóðmálabaráttunni, að blöðin eru hreint ekki sjálfstæðir þátttakendur í hinni pólitísku baráttu heldur fyrst og fremst hljóðaklettar stjórnmálamanna, pólitískur málflutningur þeirra fyrst og fremst fólginn í klifun á orðréttum um- mælum, óbreyttum skoðunum forustu- manna og flokksbrodda. En það er sjálf- sagt fróðlegt um flokkakerfið sjálft hversu furðulega sviplík blöðin verða með þessu móti, ekki einasta efnishlut- föll heldur öll meðferð hins pólitíska efnis. Daglegar forustugreinar blaðanna eru vitaskuld broddurinn í pólitiskum mál- flutningi þeirra. Hér á eftir er rej'nt að greina leiðara þeirra lauslega eftir efni heilan mánuð í senn (11). Vikuna sem hér um ræðir sér i lagi, 10—16/4 72 voru efnahagsmál efst á baugi í leiðurum flestra blaða eins og oft endranær, en einnig var nokkuð rætt um málefni Reykjavíkurborgar, varnarmál i tilefni af deilu um flugbrautargeið í Keflavík og um landhelgismál. En einnig má greina leiðara blað- anna eftir aðferð þeirra ekki síður en efninu. Þá má t. a. m. greina sundur „almennar“ og „pólitískar“ leiðaragrein- ar — og eru hinar siðarnefndu fyrst og fremst helgaðar flokks-pólitískum mál- flutningi, en hinar fyrrnefndu reyna til að koma almennari, eigin orðum að við- fangsefnum sínum. En „pólitísku grein- arnar“ eru af tveimur aðal-tegundum, og hafa reyndar þegar komið fram dæmi um þær báðar. Önnur gerð slikra greina er einkum helguð áréttingu, endurtekn- ingu eða útleggingu á yfirlýstri skoðun flokks eða ummælum flokksmanns, oft og einatt í miklum fagnaðartón. Hin gerðin er samin í andsvara-, ádeilu eða rifrildisskyni við orð eða gerðir and- stæðinga í pólitík, og eru slíkar greinar oftlega heldur en ekki skömmóttar og bituryrtar. Ef reynt er til að flokka leiðara blað- anna þessa viku eftir þessum hætti virð- ist mér allar 6 leiðaragreinar Alþýðu- blaðsins pólitískar greinar eins og nú var lýst, 6 af 10 leiðurum Morgunblaðs- ins, 5 af 8 leiðurum Tímans, 4 af 6 leið- urum Þjóðviljans, en aðeins 2 af 7 leið- urum Visis. En það á við um margar eindregnustu, eða stækustu, greinar af þessari gerð, að þær virðast geta gengið í hvaða blaði sem er, hvenær sem er — aðeins ef breytt sé við hæfi „forteiknum" efnisins. í þessari viku var t. a. m. sagt frá ársfundi Seðlabankans og ræðu Jó- hannesar Nordal bankastjóra við það tækifæri, sem blöðin lögðu síðan út af i leiðurum. Tíminn skrifaði um skyn- semisstefnu í efnahagsmálum: nauðsyn sparnaðar, en Alþýðublaðið og Morgun- blaðið ádeilugreinar um stjórnarfarið undir einkennisorðunum „dómur felld- ur“ og „veður á súðum“. Ekki þarf mikið hugarflug til að ímynda sér hausavíxl á þessum leiðurum — bara ef stjórn væri öðiuvísi skipað í landinu. Hin pólitíska efnisdeild blaðanna er sá þáttur i starfsemi þeirra sem rekstur og öll tilvera blaðanna er reist á, þeirra eiginlega andlit gagnvart almenningi og öðrum blöðum. Víst kemur það kynlega fyrir ef þessi andlit reynast mótuð öld- ungis sömu dráttunum — þótt eitt flíki kannski breiðu brosi þar sem annað set- ur upp grályndislega grettu. En þetta eru að vísu klassískar leikgrímur hvar- vetna um heim. VII. Skoðanir Eins og fyrr var sagt er almennt greina- efni einnar viku í blöðunum augljóslega of lítið úrtak til að flokka og meta sann- gjarnlega þennan efnisþátt þeirra. Til að bæta úr því er i 9du töflu reynt að taka saman yfirlit yfir greinaefni blað- anna af þessu tagi allan aprilmánuð 1972 og greina það sundur í nokkra helztu efnisflokka. Samkvæmt þessu yf- irliti er hér um að ræða 6—16% af öllu efni blaðanna. En það á enn frekar við þessa athugun en aðrar sem hér er lýst að visast er talningin ónákvæm og efnið að líkindum fremur vantalið en oftalið.18) Til hins „almenna greinaefnis“ blað- anna eru hér einungis taldar frumsamd- ar og þýddar greinar, auðkenndar höf- undi, ásamt örfáum dulnefndum grein- um. Þetta efni er ýmist tilkomið á blöð- unum sjálfum, aðfengið fyrir tilmæli þeirra eða aðsent óumbeðið. En frá er talið allt fréttaefni þeirra, afþreyingar- og þjónustuefni og allur pólitískur mál- flutningur blaðanna sjálfra, þótt vissu- lega snerti hann mörg hin sömu efnis- svið og hið almenna greinaefni. Eins og brátt sést á 9du töflu er al- menna greinaefnið langsamlega fyrir- ferðarmest í Morgunblaðinu, bæði í dálk- um talið og tiltölulega, 16% af efni þess. Kemur hér enn að því sem oft hefur áður verið getið um Morgunblaðið, að yfirburðir þess felast i stærðinni — það hefur svigrúm til að fást við svo miklu meira efni og fleiri i senn en hin blöðin. Það er líka vafalaust eitt af því sem laðar kaupendur og lesendur að Morg- unblaðinu hversu mikið rúm það getur lagt undir margs konar greinaefni. Og vegna stærðar og útbreiðslu blaðsins leit- ar þangað af sjálfsdáðum ýmiskonar efni, greinar, erindi og hugvekjur sem menn 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.