Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 35
látnir setja innstungur fyrir hlustunar- tæki sem víðast í salnum. Auk þægilegra sæta og hlustunarskilyrða með sjálfsaf- greiðslu (t. d. kassettubandspilurum) má í framtíðinni hugsa sér samstæður, sem auk plötuspilara og/eða bandspilara hafi kvikmyndasýningarvél, og allskyns ný- tizkulegan tæknibúnað til að sýna allra- handa tónlistarkvikmyndir, taka upp sjónvarpssendingar frá tónleikum o. s. frv. Sömuieiðis skuggamyndaseríur í lit- um, til dæmis „Frægar fiðlur og meist- arar þeirra“, „Ævi Mozarts" og annað þessháttar. Allt þetta verður að sjálf- sögðu ekki útvegað þegar í stað, en þeg- ar safn er skipulagt með nútíðarþarfir i huga verður jafnan að hafa fyrir augum þarfir framtíðarinnar, þannig að ekki verði verulegir tæknilegir erfiðleikar samfara breytingum og stækkunum. Auk þessara einstaklingsbundnu afgreiðslu- staða verður svo að vera „miðstöð" sem sent getur efni, sem um er beðið, í ýmsar áttir, svosem til beat-salarins, útlánasal- arins, til þeirra sem ekki vilja sjálfir eiga við tækin, til annarra deilda í al- menningssafninu, til dæmis lestrarsalar, fagbókasalar o. s. frv. Þó verður barna- safnið að hafa eigin tækjabúnað, sem hægt sé að tengja ævintýratímum, tón- listarleiksal og þessháttar. Sé nauðsynlegt að velja á milli ofan- greind.a tveggja þjónustuforma, þegar nýtt tónlistarsafn er reist, mæli ég per- sónulega með því, að fyrst sé valin „mið- stöðin“, en síðan verði komið upp sjálfs- afgreiðslutækjunum, þegar aðstæður leyfa. Mín reynsla er sú, að „miðstöð", sem auðvelt er að stjórna og nær til allra hlustunartækja og hátalara og er einnig tengd samtalskerfi, sé alveg nægi- leg og þjóni sínum tilgangi. Þessi „miðstöð“ verður einnig að vera í tónlistardeildinni og helzt í rólegu horni þar sem almenningur nær ekki til hennar. Eigi tónlistardeildin að hafa eigin útlánaskráningu, verður hún, auk þess sem áður var talið, að hafa af- markað svæði með myndavélum, dreifi- vagni fyrir plötur, miklu rými til afhend- inga og eftirlits, vinnuborði með smásjá til að fylgjast með plötum sem er skilað, fráteknum plötum, nótum og bókum, handbæru „fljótandi" safni af vinsæl- ustu plötunum, varaforða af plasthylkj- um, „skyrtum“ (yzta pappírshylki plöt- unnar), hreinsivökvum og ýmsu öðru. Ég hugsa mér að þetta afmarkaða svæði væri í næsta námunda við „miðstöðina" og myndaði þannig „hlíf“ gegn almenn- ingi, og mundi þá starfslið þar einnig geta annazt flokkun og plötuspilara. Hortt til framtíðarinnar Að hafa eigið afmarkað svæði til af- hendingar og útlánaskráningar hefur mikla kosti í för með sér, en krefst vita- skuld aukins vinnuafls. Meginkosturinn er sá, að þá getur tónlistardeildin haft þar eigin starfslið og veitt því sérmennt- un á þessu sviði, sem er greinilega alls óskylt bóklega sviðinu. Slíka sérmenntun væri mun erfiðara að veita ef svæðið væ i sameiginlegt fyrir almenningssafn- ið í heild — að minnstakosti einsog stendur. Sé horft framá veginn, segjum tíu ár, þá mun myndin einnig breytast. Ég skal reyna að rökstyðja það. Einsog nú er ástatt — og þetta á við alllangt framí tímann — er nauðsynlegt að fara yfir allar plötur og leita að rispum, fingrafitu, hnúðum eftir heita ofna eða sólheitar gluggakistur, leifum af hlífðar- vökvum o. s. frv. Þetta stafar einungis af því, að plötuútlán eru svo ný af nál- inni, að fólk er ekki enn búið að átta sig á því, hvernig fara eigi með þennan „nýja“ miðil. Enginn hefur kennt því, að ekki eigi að taka á plötunni með öll- um tíu fingrum, að ekki megi flytja nál- arhljóðnemann í miðju verki. Kaupmenn selja með ánægju hlífðarvökva, sem fólk hellir yfir plötuna í miklu magni með þeim árangri að á hana sezt feit himna, sem er næstum ómögulegt að ná burt aftur (það er hægt með hreinu alkóhóli og eimuðu vatni). Séu plötur athugaðar þegar þær eru afhentar og meðan lán- takinn bíður, er bæði hægt að fá greidd- ar skaðabætur fyrir nýjar (heyranlegar) rispur og hálf- eða aleyðilagðar plötur og koma óhreinum plötum i hreinsun, og svo er líka hægt að ræða við lántakann um rétta meðferð á lánuðum plötum. Það er leiðinlegt og þreytandi starf fyrir þá sem í því standa, en það borgar sig. Við gerðum það ekki fyrstu þrjár vik- 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.