Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 55
efni, myndasögur, stjörnuspá o. s. frv.
Að öðru leyti þarfnast efnisskiptingin í
töflu 1 varla frekari skýringa.13)
í töflum 3—7 er nánari grein gerð fyrir
efni blaðanna, hvers um sig, vikuna 10—
16/4 72, efnið talið í dálkum. En vert er
að ítreka það sem áður er sagt að taln-
ingin er ekki nákvæm enda ekki miðað
að öðru en leiða í ljós nokkra helztu efnis-
flokka blaðanna og nokkurn veginn það
rúm sem þeim er ætlað 1 hverju blaði.
Tafla 8 sýnir hins vegar hvernig aðal-
efni blaðanna, fréttir og greinar, 52—67%
af öllu efni þeirra (1), skiptist hlutfalls-
lega eftir helztu efnisflokkum. Þessi skipt-
ing er sjálfsagt ósköp svipuð viku fyrir
viku og frá ári til árs í flestum blöðum.
Eins og eðlilegt mun þykja skipar inn-
lent fréttaefni fyrirrúm i blöðunum, meira
en helmingur fréttanna í öllum blöðum.
Áreiðanlega vilja öll blöðin og leitast
líka við að vera vönduð, fjölbreytt og á-
reiðanleg fréttablöð, hvert eftir sínum
mætti og með þeim áheizlumun í meðferð
fréttanna sem henta þykir í hverju blaði
um sig. Efalaust telja þau sig, hvert um
sig, hafa einhverjum lágmarks-skyldum
að gegna um fréttaflutning af tilteknum
efnissviðum. En af þessu leiðir líka að
fréttaefni blaðanna verður óhjákvæmi-
lega svipað ef ekki samt og jafnt frá degi
til dags, enda munu allir sem blöð lesa
kannast við það hve samhljóða þau geta
reynzt, þar sem ekki kemur pólitík í
spilið. En er virkilega þörf fyrir fimm
dagblöð til að segj a sömu fréttirnar hvert
eftir öðru og öll á eftir bæði útvarpi og
sjónvarpi — þótt með einhverjum á-
herzlumun sé?
Innlendra frétta er sumpart aflað á
ritstjórn blaðanna í Reykjavík og sum-
part af fréttariturum úti um land, en
sumt er aðsent efni sem blöðunum berst
sjálfboðið, sumpart lítilsvert en sumt
forsíðuefni. Óhj ákvæmilega hljóta blöð-
in að sækja innlendar fréttir sínar að
verulegu leyti á sömu mið, sem sjálfsagt
eru margan dag ausin til grunna, dag-
legar aflafréttir, fréttir af þingi og úr
borgarstjórn, afbrota- og slysafréttir
o. s. frv. Og daglega halda alls konar að-
iljar fréttafundi með blaðamönnum sem
einatt er sagt ýtarlega frá í öllum blöð-
um auk útvarps og sjónvarps. Hér er ekki
reynt að sundurgreina fréttir blaðanna
eftir efni þeirra og gerð né grafast fyrir
um sjálfstæða fréttameðferð i hverju
blaði fyrir sig. Væri það gert kynni aö
koma á daginn að æðimikill hluti dag-
leg.a frétta, t. a. m. í Morgunblaðinu sem
birtir mest af innlendum fréttum eins
og öðru efni, væri efni sem blöðunum
berst tilbúið og birt er lítt eða ekki
breytt. En að þessari fréttaöflun og frá-
gangi þeirra til prentunar vinnur fjöldi
fólks á öllum blöðum. Má nærri geta hver
vinnusparnaður og hægðarauki væri að
því ef til væri innlend fréttastofa sem
annaðist að mestu fasta daglega frétta-
öflun fyrir öll blöðin í senn. Og þá gætu
blöðin í staðinn kosið sér einhver tiltekin
fréttasvið til meðferðar hvert og eitt og
sinnt þeim miklu ýtarlegar en þau anna
nú öllum fréttaefnum í einu.
Fyrir utan beinar fréttir i blöðum flytja
þau vitanlega mikið af öðru fréttaefni,
ýtarlegri frásagnir af atburðum og fram-
kvæmdum en rúmast í daglegum frétt-
um, fréttaviðtöl og greinar um daglegt
lif og störf, baksvið fréttanna. Sé allt
innlent fréttaefni blaðanna talið saman
þessa viku reynist það í Morgunblaðinu
17% af öllu efni blaðsins (3), 24% í Tím-
anum (4), 24% í Þjóðviljanum (5), 29% í
Alþýðublaðinu (6) og 24% í Vísi (7). Hið
innlenda fréttaefni hygg ég að sé minna
í Morgunblaðinu þessa viku en oftast
endranær, en annars er hlutfallstala
þessa efnis svipuð í öllum blöðum og frá
ári til árs, 24—27% 1969, 21—27% 1966.
Af þessu tagi eru t. a. m. ýtarlegar frá-
sagnir af atvinnulifi í kauptúnum á Suð-
urlandi i Tímanum í þessari viku ásamt
viðtölum við heimamenn. Morgunblaðið
birti m. a. viðtöl við fulltrúa á mengun-
arráðstefnu í Reykjavík og heila syrpu af
viðtölum við blinda menn og sjóndapra,
en það efni gekk þá í öllum blöðum vegna
fjársöfnunar sem yfir stóð. Þjóðviljinn
birti fréttaviðtöl um ýmis efni á bak-
síðu ásarnt frásögnum og greinum um
verkalýðsmál. í Vísi birtist auk annars
fréttaefnis daglega eða því sem næst
sérstök síða sem einkum fjallar um fjöl-
skyldu- og neytendamál (,,inn-síðan“) —
efni sem sjálfsagt mætti vanda betur til
en gert er í Vísi, en er líka meira vert en
venjulegar tízkufréttir og kvennasíður
eins og þær tíðkast á við og dreif i öllum
blöðunum.
Öll sem eitt birta blöðin meiri íþrótta-
fréttir en almennar erlendar fréttir,
5—11% af öllu efni þeirra fjallar um í-
þróttir. En auk hinna beinu frétta birta
blöðin einnig aðrar og einatt ýtarlegri
frásagnir af erlendum tiðindum og þýdd-
ar og frumsamdar greinar um alþjóða-
mál. Sé hið erlenda fréttaefni, beint og
óbeint, talið saman með sama hætti og
innlent fréttaefni blaðanna áður, reyn-
ist það vera tæplega 6% af öllu efni
Morgunblaðsins þessa viku, 6% í Tíman-
um, 12% í Þjóðviljanum, 9% í Vísi.
Alþýðublaðið birti svo sem engar er-
lendar fréttir (6, — þeir fáu dálkar sem
þó mældust eru að mestu „frétta“mynd-
ir), engar greinar um alþjóðamál og varla
neitt af því tagi sem hér er nefnt frétta-
frásagnir. Á hinn bóginn birtir blaðið
mikið af ýmiskonar þýddu efni „til
skemmtunar og f*óðleiks“. Svipað efni,
sumpart e. t. v. með einhverjum frétta-
keim, en einatt hið aumasta slúður, er að
vísu altítt í öllum blöðum — fastir dálk-
ar helgaðir því í Morgunblaðinu („fólk í
fréttunum“) og Tímanum („í spegli Tím-
ans“), en Þjóðviljinn birtir viðlíka efni
(„erlend syrpa“) í bland við annað frétta-
efni, meðtalið því hér að framan. Eins og
í Alþýðublaðinu eru þýddar slúðurfréttir
(,,nú-síðan“) mjög verulegur hluti af
greinaefni Vísis (7). í 8. töflu er þetta
efni allstaðar meðtalið eiginlegu erlendu
fréttaefni blaðanna.
Erlendar fréttir blaðanna eru allar
að kalla komnar frá örfáum erlendum
fréttastofum (NTB, AP, Reuter), þýddar
viðstöðulaust eftir fjarriturum blaðanna,
en erlendar fréttafrásagnir þýddar og
endursagðar eftir erlendum blöðum og
tímaritum. Um sjálfstæða úrvinnslu og
meðferð hins erlenda fréttaefnis er
sjaldan að tala. Undantekning er, þótt
það beri við, að Morgunblaðið sendi
fréttamann erlendis þegar mikið þykir
á seyði, en einsdæmi um önnur blöð. En
frumsamið efni sem blöðunum berst er-
lendis frá er yfirleitt ekki fréttaefni.
Nú er fréttaflutningur ekki eina og
ekki einu sinni helzta verkefni dagblaðs
á tímum fljótvirkari fjölmiðlunar •— held-
ur fréttaskýring og umræða fréttanna,
þess sem er að gerast á vettvangi dags-
ins. Gott blað hlýtur að vera vettvangur
skoðanamyndunar og skoðanaskipta um
alþjóðamál og erlend tíðindi ekki síður
en innlend.
Áður fyrr birti Morgunblaðið mikið af
þýddum og endursögðum fréttafrásögn-
um, en í seinni tíð leggur það sig einkum
eftir þýddum greinum nafngreindra höf-
47