Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 62

Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 62
rækt við umsagnir um kvikmyndir en önnur blöð, hvort sem það stafar ein- vörðungu af dugnaði gagnrýnenda þeirra eða af vísvitandi alúð þessara blaða við hina alþýðlegustu listgreinanna. Hér skal ekki farið út í þá sálma hvort merkja megi mun á „menningarpólitík“ blaðanna eins og hún birtist að staðaldri í greinum og umsögnum um menningar- mál, né þá heldur hvernig sú pólitík standi þá af sér við almenna landsmála- pólitík þeirra, t. a. m. þeirra þriggja blaða sem mest skrifa um menningar- mál, Morgunblaðsins, Vísis og Þjóðviljans. Vafalaust mætti greina mun á viðhorfum og vinnubrögðum á blöðunum eftir efn- um þeirra og ástæðum, hvernig sem hinni pólitísku skilyrðingu efnisins reyndist háttað. En svo mikið er víst að lítill eða alls enginn munur er á því hvernig blöðin skilgreina fyrir sér hug- tak „menningarinnar“ og svið „menn- ingarmála", og oft og einatt fjalla þau um þessi efni með sama eða svipuðum hætti, viðlíka greinarformi. En ekki mun lagt jafnmikið kapp á neina aðra efnisþætti 9du töflu og menn- ingarmálin í neinu blaði, nema ef vera skyldu „alþjóðamár. Væri þó ekkert því til fyrirstöðu að fjalla með jafnreglu- bundnu sniði og ætla viðlíka rúm ýmsum efnisflokkum þjóðmála. Það kernur kyn- lega fyrir að ekkert blað skuli helga efna- hagsmálum eða atvinnulífi sérstaka dag- lega greinasíðu á svipaðan hátt og haldið er úti „menningarsíðum", og margar síð- ur daglega lagðar undir iþróttafréttir. í töflu 11 er loks prófað að flokka leið- aragreinar blaðanna eftir efni þeirra: leiðaradálkarnir eru vettvangur ritstjórn- ar til að halda fram „skoðun blaðsins“ á hvaða efni sem fyrir verður. Þannig séð er ekkert mannlegt þeim óviðkom- andi. Efnisskiptingin á töflu 11 kemur líka heim við þjóðmálaefnið á 9du töflu. En skrýtið er að sjá hve lítið er skrifað um alþjóðamál í leiðurum, allstaðar nema í Vísi. Morgunblaðið birti einn leiðara um alþjóðamál, „ost-politik“ Willy Brandts í þessum mánuði (26/4) og hlaut brátt ákúrur fyrir af flokksmönnum sem ekki töldu slíka pólitík henta. Af þessu litla dæmi má líklega ráða að sjálfráður ritstjóri utanríkismála á Morgunblaðinu ætti brátt erfitt uppdráttar. Að lokum er reynt að flokka leiðarana lauslega eftir stílsmáta þeirra, eins og áður var lýst í kaflanum um pólitík blaðanna. Líkast til er líka ritháttur þeirra fróðlegri um blöðin en viðfangs- efnin hverju sinni. Þessa talningu ber að sama brunni og áður var lýst: að Vísi undanteknum er hávaði leiðaragreina í öllum blöðum tillag þeirra til hinnar ævarandi flokka-pólitíkur. En hætt er við, og oftast raunin, að hin flokks-póli- tíska leiðaragerð setji skoðunarhætti og röksemdaleiðslu leiðarahöfundar ofboð þröngar skorður hverju sinni. VIII. Um áhrif Hér á undan var getum leitt að því að alsiða væri að kaupa tvö blöð á heimili, en blöð sín veldu menn frá fornu fari einkum af pólitískum ástæðum. Pólitísk áhrif, útbreiðslu og ítök blaðanna má vitanlega reyna til að mæla og meta með ýmsu móti. Það má t. a. m. gera athug- anir á upplagi blaða og fylgi flokka og hugsanlegum breytingum þessa við til- teknar kosningar, og reyna að draga af því efni ályktanir um áhrif blaðanna með samanburði við hliðstæðar athug- anir í annan tíma. Og það má kanna tiltekið pólitískt efni blaðs eða blaða einhvern tiltekinn tíma í því skyni að meta áhrif málflutningsins á kosningar eða aðra pólitíska atburði. Slíkar athug- anir má gera á landsvísu, en lika er hægt að gera staðbundnar athuganir af sama tagi. Mér vitanlega hafa engar slíkar athug- anir verið gerðar hér á landi, og er enn minna um þessi efni vitað en um blaða- kaup og lestrarvenjur almennings. Engu að síður er pólitískt gildi eða hlutverk blaðanna talið helzta ástæða fyrir ó- breyttri útgáfu þeirra, einnig þeirra blaða sem sízt tekst að láta bera sig. Rétt til að prófa möguleika efnisins er í töflu 12 borið saman upplag blaðanna eins og það er talið vera um þessar mundir, hlutfallsleg skipting blaðamark- aðarins á milli þeirra og hlutfallslegt fylgi flokkanna í kosningunum 1971. Kemur þá brátt i ljós náin fylgni með upplagi blaða og flokksfylgi. Eins og sjá má hafa öll minni blöðin samt minni hlutfallslega útbreiðslu en svarar til fylgis flokkanna, en mestu munar á út- breiðslu Þjóðviljans og fylgi Alþýðu- bandalagsins. Morgunblaðið kemur á hinn bóginn út í fleiri eintökum en Sjálfstæðisflokkurinn fékk atkvæði í kosningunum, en hlutfallslegt upplag blaðsins á landsvísu svarar að vísu náið til fylgis flokksins í höfuðvígi hans í Reykjavík. En þegar af þessu er ljóst að Morgunblaðið eitt nær dags daglega langt út fyrir venjubundið pólitískt á- hrifasvæði Sjálfstæðisflokksins, hvað þá ef upplagi Vísis er bætt við. Samanlagt upplag þessara blaða, 65—70% af öllu upplagi blaðanna, er vitanlega miklu meira en Sjálfstæðisflokkurinn getur gert sér nokkra von um að vinna sér fylgi í kosningum.21) Einhverjum kann að þykja samanlagt upplag dagblaðanna, nær 90.000 eintök á dag vera mikið. En því mun til að svara að fremur séu blöðin of mörg en eintakafjöldi þeirra óeðlilega mikill, mið- að við þá blaðanotkun sem gengur og gerist i nágrannalöndum okkar. Blaða- neyzlu má t. a. m. mæla í útgefnum ein- takafjölda á 1000 íbúa i landinu, og ganga íslenzku blöðin, þannig talið, í um það bil 450 eintökum á 1000 íbúa. Sam- kvæmt nokkurra ára gömlum tölum um þetta efni var ísland i 5ta sæti á meðal þjóða heims í blaðanotkun með 435 ein- tök á 1000 íbúa, Svíþjóð efst með hlut- fallið 500/1000, en Finnland í 7da sæti með um það bil 400/1000.22) Eftir þessum tölum að dæma er engin ástæða til að ætla annað en upplag ís- lenzku blaðanna geti aukizt á komandi árum frá því sem nú er, vegna aukins fólksfjölda og velmegunar i fyrsta lagi, en einnig vegna breyttrar og bættrar tækni í útgáfu og betri dreifingar blað- anna, en enn fer því fjarri að þau berist daglega um land allt, og með betra blaða- vali, fjölbreyttari og betri vöru á blaða- markaðnum. Af þessum tölum sem nú hafa verið raktar verða auðvitað engar ályktanir dregnar um veruleg né möguleg pólitísk áh.if blaðanna. Ef til vill væri unnt að kanna það efni að einhverju marki með nánum og ýtarlegum athugunum af svipuðu tagi og hér var lauslega lýst... En hin nána fylgni sem er með fylgi flokks og upplagi flokksblaðs er vita- skuld röksemd til viðbótar fyrir þeirri skoðun að pólitískar ástæður manna ráði miklu urn blaðaval þeirra. Hinar póli- tísku kringumstæður blaðanna má vera að skýri að sínu leyti hversu fastar skorð- ur blaðamarkaðnum eru og hafa lengi verið settar. En um engin þessi efni er reyndar neinni raunhæfri vitneskju til að dreifa. Erlendis hafa hinsvegar ýmsar rann- sóknir verið gerðar til að komast fyrir og meta pólitísk afnot og áhrif dagblaða. En niðurstöður slíkra athugana virðast í stytztu nráli vera sameiginlega á þá leið að pólitíska efni blaðanna lesi menn al- mennt mun minna en flest annað blaða- efni og erfitt eða ógerningur sé að sýna fram á bein áhrif blaðanna á pólitíska atburðarás, svo sem skoðanamyndun fyrir eða fylgisbreytingar í kosningum. Á hinn bóginn er talið líklegt að blöðin séu á meðal þess sem sterkast stuðlar að því að viðhalda pólitískri skoðun eftir að hún er einu sinni ráðin. Áhrif blaðanna beinast þá sér í lagi gegn nýjum og ný- stárlegum skoðunum og skoðanamyndun og breytingum á viðteknum skoðunar- hátturn.23) Aðrar athuganir benda til enn minni pólitískra áhrifa blaðanna. Alkunnugt dæmi er frá Svíþjóð þar sem jafnaðar- menn hafa lengi notið mikils fylgis, 40— 50% kjósenda. En þeir hafa jafnan átt í vök að verjast á blaðamarkaði unz það var orðin hálfgildings þjóðsaga að „krat- ar gætu ekki gefið út blöð“. Prjálslyndi flokkurinn í Svíþjóð, Folkpartiet, hefur frá fornu fari haft mikla yfirburði í blaðaútgáfu og hafa þeir fremur aukizt en minnkað með tímanum. En jafnframt hefur fylgi flokksins farið minnkandi með tímanum svo að legið hefur við fullkomnu hruni í kosningum. Pólitísk áhrif dagblaðanna verða með öðrum orðum ekki metin né mæld af út- breiðslu þeirra einni saman. Þvert á móti getur lítið blað einatt reynzt áhrifameira pólitiskt málgagn en útbreitt stórblað: pólitiskur áhrifamáttur þess minnkar hlutfallslega með aukinni útbreiðslu og breyttu hlutverki blaðsins sem af henni leiðir. En viðgangur hinna frjálslyndu sænsku blaða, sem mörg hver eiga upphaf sitt á öldinni sem leið, hefur vitaskuld helg- azt af því að einmitt þessi sömu blöð hafa lengi haft mikla yfirburði á aug- lýsingamarkaði — sem öðrum hefur ekki tekizt að hnekkja í samkeppni né kom- ast til jafns við þau sem auglýsinga- blöð.24) 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.