Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 48
Martha Dodd
ÞANNIG MOLUÐUST
HEIMSVELDIN
Martha Dodd, rithöfundur og dóttir
fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna
í Hitlers-Þýzkalandi, skrifaði eftirfar-
andi grein í tilefni af því, að 18 ár
eru liðin frá gerð Genfarsáttmálans
um Víetnam (1954).
Svartan mökkinn leggur rúma 10 kílómetra uppí loftið frá nœststœrstu olíubirgðastöð Norð-
ur-Víetnama í námunda við Hanoí eftir bandaríska sprengjuá: ás. Myndin var tekin af
starfsmönnum bandaríska hermálaráðuneytisins.
Víetnam! Víetnam! Aldrei er nógu oft
ítrekað, að þetta land sé samvizka mann-
kynsins. Það er hægt að mæla gildi
manneskju eða þjóðar út frá afstöðu
hennar til Víetnams. Ef manneskjan hik-
ar við að taka afstöðu, hefur hún þegar
glatað nokkru af mennsku sinni. Ef þjóð
situr aðgerðalaus eða lætur sér á sama
standa eða tekur einungis tillit til sinna
eigin þröngu þjóðarhagsmuna, hefur hún
þegar rýrnað i gildi og veikzt.
Táknmynd af þjáningum Víetnams
sýnir þungaða konu hlaupandi í örvænt-
ingu eftir veginum, með ótta í augum
meðan hún heldur á barni í örmum sin-
um, umvafin klístrugu napalmi. Hugsið
yður að þetta sé yðar kona eða barn,
framtíðarfórnarlömb flísasprengja, pynd-
inga og brunasára. Hugsið yður að það
sé yðar bær „sem er horfinn", eins og
Víetnami hefur komizt að orði, og að
það séu sjúkrahús, verksmiðjur, skólar
og hús bæjarins sem hafa verið eyðilögð
af markvissum sprengjum sem aðeins
hæfa „hernaðarlega mikilvæg skotmörk".
Hvílik kaldhæðni í málnotkun mannsins.
í tíu ár, þrjátíu ár, hundrað ár hafa
Víetnamar barizt fyrir sínu dýrmæta
fielsi og fullveldi, sem sérhver ný kynslóð
metur æ meir. Jafnvel á fyrsta skeiði
sprengjuregnsins og eiturefnanotkunar-
innar til að útrýma fólkinu í landinu
veitti þessi litla þjóð í langan tíma inn-
rásarmönnunum viðnám með hjálp
hvassra bambusstanga og gildra, bý-
flugna, maura og skriðdýra, sem stinga
og valda eitrun í óvininum, og með alls
kyns hugmyndaríkum heimatilbúnum
vopnum og skærustríði sem á sér enga
hliðstæðu.
Þannig hafa Víetnamar — heiminum
til mikillar undrunar — staðizt hinum
volduga árásaraðila snúning þangað til
þeir fengu nýtízkulegri vopn. Og þeir
munu gera það aftur, ef nauðsynlegt
reynist. Þvi að þeir hafa fórnað sínu
eigin lífi, barna sinna og barnabarna í
baráttunni fyrir frelsi. Að minni skoðun
fyrirfinnst ekki sá maður, sá ábyrgi hóp-
ur, sá flokkur, það vald eða sú þjóð, sem
komið geti þeim á kné eða fengið þá
inn á nokkuð það, sem stofni fullveldi
þeirra í hættu. Alltof mikið hefur tap-
azt og alltof mikið hefur unnizt til þess
að þeir fæ:u að láta land sitt af hendi,
hver sem í hlut ætti og í hvaða tilgangi
sem væri. Það er hinum sögufræga hetju-
móði þeirra sem þakka ber, að þeir hafa
unnið sér rétt til að ákveða sjálfir, hvers
konar ríkisstjórn þeir vilja hafa, hvort
hún verður róslit, rauð, blá eða græn.
40