Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 46
tæki upp „nýja“ færanlega íbúð? Yrði hann þá er tímar liðu opnari fyrir ytri áhrifum og jafnvel tillitssamari og sam- vinnuþýðari við umhverfi sitt? Bein kynning og góður skilningur milli fólks af mismunandi þjóðarbrotum, sem við getum nefnt alþjóðlegt samfélag, gef- ur ekki góða raun aðeins með aðstoð ferðamála eða með miðlun nútíma fjar- skiptatækni. Þessu takmaiki er fremur hægt að ná með samfélagslífi sem nær yfir lengri tíma en þann sem nemur einu sumarfríi. íbúar allra landa ættu að geta dvalið mánuði eða ár án teljandi erfið- leika sem nágrannar hlið við hlið. Þess konar alþjóðlegt samfélag er nú tæknilega mögulegt, en vegna staðnaðra stjórnmálakerfa og krafna mismunandi efnahagskerfa, sem standa sem hindrun í veginum, er það ekki gerlegt í reynd. Af sömu orsökum eru styrjaldir sprottn- ar. Segjum að gerlegt sé að þróa færan- legar íbúðir, sem myndu auka samskipti mannfólksins, þá mætti sennilega taka smám saman úr veginum hindranir á tilveru alþjóðlegs þjoðfélags. Hér er lögð til gerð færanlegra eða svífandi íbúða með þeim eiginleikum er bíll, skip, flugvél og hús hafa. Þessi ak- andi, siglandi og fljúgandi ibúð er skoðuð hér sem eining sem „þróar líf“. En þar með er „þróun lífs“ skilgreind sem aukin reynsla, auðgun andans og þar með að- stoð við hugmyndina um alþjóðlegt sam- félag. Pleiri rök styðja þá skoðun, að stefna beri að því að þróa svífandi húsaskýli: Ein rótin að valdagræðgi mannsins er þörfin að eiga sitt eigið landsvæði. í litlum mælikvarða er það óskin um að eiga eigin lóð og reisa þar hús sitt. í stærri mælikvarða eru það tilraunirnar til að ná valdi yfir öllu yfirborði jarðar eða a. m. k. hafa bein áhrif á það allt. Við þekkjum þýðingarmikil söguleg dæmi um það, að eignar- og valdakröfur byggja m. a. á þeirri „þörf“ að búa með fjölskyldu sinni í eigin húsi á eigin lóð eða að vera „búsettur". Ef við sleppum hugtökunum „búsettur" og „jarðfast skýli“, þá getum við líka sleppt „þörfinni“ að eiga land. Maðurinn ynni hér meira frjálsræði: hann yrði óbundnari, opnari og jafnvel hreyfanlegri í hugsun. Með því að skipta á staðbundnu skýli og svífandi skýli mundu með tímanum jákvæð persónu- einkenni mannsins eflast. Með svífandi skýli þyrfti aðeins að borga lóðarleigu, eða eins og hér er seinna fjallað um leigu á „aðstöðu" í borgarkerfi. Þetta þýðir aukna hag- kvæmni fyrir manninn; við getum jafn- vel kallað það meira „frelsi". Stöðugur straumur inn- og útflytjenda af þessari gerð um öll ríki jarðarinnar mundi e. t. v. með tímanum hjálpa til að breyta núverandi stjórnmálakerfum, sem eru úrelt vegna valdakrafna sinna, óbreytanlegrar ideólógiu og sögulegrar skammsýni, en fá i staðinn alþjóðlegt sí- breytilegt lífsviðhorf. Þær stefnur, er nú færast í vöxt, al- þjóðlegar fyrirtækja- og efnahagssam- steypur (þótt endurskoða megi takmark þeirra) ásamt vinnuaðferðum framtíðar- innar i formi sjónvarpsfjarskipta að við- bættum vaxandi frítíma, eru e. t. v. fyrstu merki þess, að myndin af þessum inn- og útflytjendum, sem hér er lýst, eigi einhvern tima eftir að verða að veru- leika. En athugum nú seinna atriðið í sam- bandi við áhrif ytra umhverfis á mann- inn með því að skoða frummanninn. 2. Eftir að hafa endanlega byrjað stöð- uga dvöl sína i jarðföstu skýli hefur mað- urinn mótazt af ákveðnum atriðum með áhrifamiklum afleiðingum: Svo dæmi sé nefnt: Krafan frá um- hverfinu um að losa sig ekki við úrgang sinn þar sem auðveldast er mun hafa valdið frummanninum vissri taugaá- reynslu, en hún hefur verið yfirunnin með framhaldandi þróun. Á þennan hátt hefur skýlið haft i för með sér þá þörf að læra og fara eftir vissum siðmenning- arreglum innan mannlegs samfélags. Viðbrögð taugaveiklaðra barna, sem gengur erfiðlega að læra hreinlætisregl- ur, gera okkur auðveldara að skilja þá erfiðleika, sem frummaðurinn hefur þurft að ganga í gegnum á þessari lærdóms- braut. Þessu sama atriði má einnig gera sér grein fyrir á víðari grundvelli: Um hvern einstakling má hugsa sér svokallað „ég-svæði“. í atferlisfræðinni (Verhaltenspsycologie, Kinzel) er þessum svæðum nákvæmlega lýst. Þegar tvær persónur mætast, skerast tvenn ég-svæði. Þessi skurður veldur ávallt myndun meira eða minna flókins ástands: maðurinn birtir ekki lengur sinn eiginlega innri mann, heldur er i hlutverki, sem menn- ing hans þvingar upp á hann (á þessu eru þó vitaskuld undantekningar). Maðurinn verður að taka tillit til einstaklinga (ég- svæða) í umhverfi sínu, ef hann vill vernda sitt eigið ég-svæði. Þessir erfið- leikar fylgja manninum vitaskuld stöð- ugt á þróunarbraut hans. En einnig koma stöðugt fram nýjar aðstæður, sem verka á lífssvið mannsins og aðeins er hægt að yfirvinna með innri baráttu. Vitaskuld koma þessar aðstæður fram í mismunandi magni og í mismunandi formum eftir hverju einstöku menn- ingarstigi. Sá, sem ekki hagar sér eins og reglur menningar hans segja til um, er talinn óeðlilegur eða hann er fyrirlitinn og hon- um jafnvel hegnt. Núverandi menningar- stig vestrænna þjóða hefur í för með sér mjög fjölþættan skurð ég-svæða og þar með mjög háa spennu tauga og skilning- arvita. Mörgum einstaklingum heppnast betur og öðrum verr að halda jafnvægi milli sins innra sjálfs og þess hlutverks sem menning þeirra segir fyrir um. Að þvi ofansagða athuguðu, getur hönnun húsa verið eitt af þýðingarmestu verkefnum siðmenningarinnar, og því ættu þessi áðurnefndu mannlegu fyrir- bæri að vera tekin með í reikninginn. Húsið hefur mikil áhrif á manninn ytra sem innra, á þróun meðvitundar hans og sjálfsskilning, en þetta verður ekki ljóst fyrr en málið er athugað á breiðasta grundvelli. Athugum þróunina frá frummannin- um: Hellirinn sem skýli var oftast eitt samfellt rými. Seinna var þetta rými gert fjölbreytilegra til þess að forðast vanda- mál þau, er ég-svæðin mynda. Óþarft er að taka það fram að þau voru óþekkt sem slík á þessum tíma. Skýlinu var síðan skipt meira og meira niður, unz núver- andi skiptingu var náð fyrir nokkur hundruð árum, en hún felst sem kunnugt er i því, að einstök herbergi eru bundin við sérstakar andlegar og likamlegar þarfir mannsins: sofa, elska, elda, borða, ganga örna sinna, vinna, skemmta sér o. s. frv. Enda þótt þessar þarfir séu óneitan- lega nauðsynlegar enn í dag, er ekki rangt að spyrja, séu vandamál ég-svæð- anna athuguð nánar, hvort ekki sé rétt að skipta vistarverum fyrst og fremst út frá sjónarmiði ég-svæðanna? Gerum við það, kemur í ljós að enn vantar vistarverur fyrir tvær þarfir: í fyrsta lagi rými þar sem einstaklingurinn getur dregið sig algerlega í hlé til þess að ná sér andlega og líkamlega án trufl- ana frá meðbúendum sínum. Og í öðru lagi rými þar sem einstaklingurinn getur tekið upp samband við aðra eftir ósk út fyrir hóp meðbúenda sinna. Bæði þessi rými þurfa að vera menningarlega viður- kennd til að ná tilætluðum árangri. Augljóst má sýnast, að með þessu er ekki verið að örva þann andlega veik- leika, sem felst i óskinni um algera ein- angrun. Hér er einstaklingnum fremur gefinn kostur á vali mismunandi snerti- svæða sem séu innbyggð í skýlið. Hér er fullkomlega reiknað með nauðsyn þess að hafa samskipti við sem flest fólk: fái einstaklingurinn næg tækifæri til að hvilast andlega og likamlega, ætti einnig hæfileikinn til að hafa samband við fólk að eflast. Reynum nú að draga ályktanir af þess- um tveim mismunandi hugmyndum, til þess að geta svarað beint þeim spurning- um sem varpað var fram i byrjun. Kröfur um „gildi“ húss Niðurskipting húss ætti að leyfa mik- inn fjölbreytileika, hvort sem um hreyf- anlega eða fasta veggi er að ræða. Til þess að vinna á móti mikilli tauga- spennu nútíðar- og framtiðarþjóðfélaga væri gagnleg skipting húss í þrjá aðal- hluta: a) rými fyrir tímabundna einangrun, b) rými til almennra nota (núverandi íbúð), c) rými fyrir samskipti útávið. Rými a) ætti að hafa fasta aflokandi veggi. í rými b), sem þjóna skal fjöl- skyldulífinu, væri séð fyrir öllum líkams- þörfum. Þetta rými mætti hanna sem margar misstórar einingar eða sem eitt stórt rými með færanlegum veggjum. Rými c) stæði í beinu sambandi við rými b), því hér er gert ráð fyrir hálf- opinberu svæði, sem hefur að geyma vist- arverur eða nægilegt svæði til að koma þeim fyrir. Rými c) skal vera þannig hannað, að það sé auðþekkt sem sam- skiptasvæði. Burðarveggir ættu ekki að falla saman 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.