Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 44
Einar Þorsteinn Ásgeirsson: LÍFSÞROUN í ÍBÚÐAR - EININGUM Shinkenchiku-samkeppnin 1971 Grein þessi var send sem lausn í Shinkechiku-sam- keppninni árið 1971. Samkeppnir þessar eru haldnar árlega af tímaritinu JAPAN-Architect og ævinlega á alþjóðagrundvelli. Með greininni var send meðfylgj- andi mynd í stærð A 1. Vandamál það, sem leyst skyldi með samkeppni þessari, var að rannsaka eðli húss, sem kalla má einingu er „þróar líf“. Eftirfarandi spurningum átti að svara í sambandi við þetta: 1) Hvaða kröfur skyldu gerðar um ,,gildi“ húss? 2) Hvar ætti húsið að standa í borginni? 3) Hvernig ætti að skipuleggja innbyrðis afstöðu húsa ? 4) Hvaða kröfur skyldu gerðar um ,,gildi“ íbúðar- hverfis ? Sem svar við spurningunum var beðið um íbúða- skipulag fyrir hverfi með u. þ. b. 1000 íbúa á hektara. Höfundur tillögu þessarar áleit óskynsamlegt að svara þessum þýðingarmiklu spurningum aðeins með teikningum, heldur bæri að leita svaranna fyrst í annars konar hugtökum. Þetta olli vitaskuld því að ekki var unnt að dæma tillöguna að fullu innan ramma samkeppninnar. Höfundurinn vildi gefa til kynna með tillögu sinni, að arkitektar ættu að gera meira af því að hanna umhverfi sitt með hugmyndum og hugsunum og minna með fallegum teikningum og líkönum eingöngu en nú er gert. Tillaga þcsai hlaut viðurkenningu af hálfu dóm- nefndar. Val miðlunarforms fer eftir innihaldi þess sem miðla skal Það virðist fráleitt að reyna að leysa grundvallarvandamál, eins og þau sem hér eru borin fram, aðeins með teikning- um og líkönum. Þetta á einnig við um arkitekta, enda þótt þetta séu einmitt venjuleg miðlunarform þeirra, a. m. k. innan starfsgreinar þeirra. Arkitektúr- teikning sýnir í bezta tilfelli hina gömlu hugmynd um húsaskjól, ásamt nokkrum „snjöllum" útfærslum á sömu hugmynd, sem eiga að mynda „nýtt“ innihald. Teikning miðlar einkum góðri eða slæmri uppsetningu (komposition), en uppsetningin hefur auðvitað mikil áhrif á dóma um innihald teikningarinnar. Hið raunverulega innihald, sem við getum kallað „að búa í húsi“, er samt sem áður að mestu leyti óljóst. Að auki miðlar sérhver fullunnin teikn- ing þeim áhrifum, að hún sé eins konar „endanleg hönnun“, sem aðeins sé hægt að breyta í smáatriðum. Áður en arkitektinn getur farið að teikna hús, sem á það skilið að vera kall- að „eining er þróar líf“ eins og í sam- keppni þessari, verður hann að vera fær um að marka þýðingarmikil einkenni nú- tímapersónumyndunar, undirstöðuatriði líkamsbyggingar mannsins, og gera sér grein fyrir vissum andlegum hliðum hans, þótt enn sé raunar lítið vitað um það síðastnefnda. Áður en arkitektinn reynir að leysa svo þýðingarmikið og erfitt vandamál með nákvæmum teikningum, án þess að geta rannsakað innihald þeirra fyiirfram, ætti hann að reyna að komast að niðurstöðu með aðstoð málsins, hins almenna miðl- unarforms. MannfræSilegar vangaveltur Ef við sleppum háspekilegum hug- myndum, getum við sagt að maðurinn hafi alltaf verið háður tækjum (verk- færum) vegna likamsbyggingar sinnar. Þessi afstaða hefur aftur á móti haft áhrif á líkamsbyggingu hans og gert úr honum það sem hann er: valdhafi yfir nær öllum öðrum lífsformum jarðarinn- ar. Sérhvert nýtt tæki, sem hann upp- götvaði, hefur orðið undirrót hverrar nýrrar siðmenningar hans. Því háðari sem maðurinn hefur orðið tækjunum, þeim mun meira hefur vald hans orðið. Notkun þessa valds er aftur á móti háð stöðu siðmenningar hans og andlegri þróun hans. Vegna þessa má segja: Því meira valds sem maðurinn afl- ar sér, þeim mun meira verður hann að leggja á sig til að stjórna notkun þess. Hann verður að halda jafnvægi milli valds síns og menningar sinnar. Athugum við líf mannsins náið, þá virðist okkur að hann sé undirtylla tækj- anna; en þetta er ekki eingöngu nei- kvætt, þótt það hljómi svo. Ef við gætum að þvi, hvað maðurinn væri í dag, ef hann væri ekki undirtylla tækjanna, komumst við að þeirri einföldu niður- stöðu, að hann myndi engan veginn vera til í því formi, sem við þekkjum. Nú eru það enn ekki tækin sem stjórna og vaka yfir tilbúningi, þróun og eyði- leggingu lífsins á jörðinni. Það er enn notandi tækjanna, sem stjórnar þessu, enda þótt hann sé undirtylla þeirra. Missi maðurinn stjórn á tækjunum, sem er að nokkru leyti að koma í ljós, þá þýðir það ekki að síðasta þrep undirtylluháttarins sé á næstu grösum. Það þýðir aðeins, að maðurinn er ekki lengur fær um að halda jafnvægi milli valds síns og siðmenning- ar sinnar. Það er gott að hafa það öryggi, að mað- urinn með öllu sínu valdi getur ekki eytt öllu lífi. Nú getur hann að vísu eyðilagt sína eigin tegund. Vafamál er hvort hann getur eytt öllu lífi jarðarinnar; senni- lega getur hann aðeins truflað jafnvægi hennar í skamman tíma. Fyrir aðra hluta alheimsins er maðurinn enn án raun- ve:ulegrar þýðingar. Það er ekki vandamál mannsins að vera undirtylla tækjanna. Það er hins vegar mannlegt vandamál að umgangast tækin þannig að maðurinn eyðileggi færri líf með þeim. Og það er orðið vandamál, að ekki séu „framleidd“ fleiri mannslíf en jörðin og tæki mannsins geti tekið við. Þar er maðurinn háður tækjunum um lausn eins og á öðrum sviðum. Saga mannsandans gefur okkur til kynna, að maðurinn geti aðeins losnað undan áhrifamætti tækjanna í þeim mæli sem honum heppnast að losna und- an áhrifamætti líkama síns sem tækis. Áður en hann nær því marki, er hann aðeins „frjáls" með aðstoð tækjanna. Á sama hátt og maðurinn er háður tækj- unum vegna líkamsbyggingar sinnar, þannig var hann einnig af sömu ástæðu „neyddur“ til að mynda hópa: hinn minnsti þeirra er mónógama fjölskyld- an. Einkum vegna viðkvæmni afkvæm- anna, þ. e. dýrrar lífsþróunar sem trygg- ir viðhald tegundarinnar, var hann neyddur til að mynda sterka hópa sem sjá fyrir afkvæmunum og vernda þau. Það er enginn vafi á því lengur, að dvöl afkvæmanna hjá foreldrunum eða öðrum jafnhliða uppalendum, unz kynhvöt er náð, er jafnframt því að tryggja viðhald tegundarinnar einnig nauðsynleg til að tryggja likamlegt og andlegt heilbrigði einstaklingsins sem er að vaxa upp. Börnin læra að auki það hlutverk, sem fjölskyldan gegnir i þjóðfélaginu, og tryggja þar með einnig áframhaldandi tilveru þess hlutverks. Það má e. t. v. ímynda sér, að sú gamla venja að mynda fjölskyldu, sem svo býr út af fyrir sig í íbúðareiningu, verði á framhaldandi þró- unarbraut mannsins enn siður nauðsyn- leg eða verði jafnvel gefin algerlega upp á bátinn. Á hinn bóginn má álykta að vegna þeirra kosta, sem fjölskyldan hefur fyrir þróun tegundarinnar, rnegi fremur segja að tilvera fjölskyldunnar haldi áfram, enda þótt gerð ytri einkenna hennar verði stöðugum breytingum undirorpin. Hlutverk fjölskyldunnar verður þá ávallt hið sama: að tryggja áframhaldandi þró- un mannlífsins. Gæði þessa lífs eru háð gæðum sið- menningarinnar, m. ö. o. jafnvæginu 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.