Samvinnan - 01.12.1972, Side 57
blaðanna sjálfra, forustumenn eða ó-
breytta flokksþegna. En þótt ekki sé allt
efni flokks-pólitiskt sem hér er talið
kann að mega hafa það rúm sem blöðin
ætla þjóðmálum til marks um pólitísk-
an áhuga, einbeitni og úthald þeirra. En
þannig reiknað reynist Þjóðviljinn lang-
samlega pólitískasta blaðið, helgaði þjóð-
málum 14% af öllu efni sínu þessa viku,
Morgunblaðið og Tíminn 9% hvort blað,
Alþýðublaðið 7%, en Vísir aðeins 4%. Eins
og vísitölur fréttanna sem fyrr var getið
eru einnig hinar pólitísku vísitölur svip-
aðar frá ári til árs, 3—16% 1969, en 5—
8% 1966. En sá munur sem hér kemur
fram stafar einkum af öldugangi þjóð-
málabaráttunnar sjálfrar. Minnst er um
að vera í pólitík sumarvikuna 1966, en
aðeins veturinn 1969 voru pólitísk stór-
mál uppi í blöðunum vikuna sem þau
komu til athugunar.
Á hinn bóginn má ráða af þessum töl-
um nokkurn mun Vísis og hinna blað-
anna, einkum í seinni tíð. Áður fyrr
hygg ég að Vísir hafi ætlað sér nokkurn
veginn sömu hlutdeild í þjóðmálabar-
áttu og hin blöðin og hagað efnisvali og
meðferð efnisins eftir því. En á seinni
árum hefur umtalsverð breyting orðið á
blaðinu: það fjallar nú lítið um þjóðmál
og stjórnmál nema i forustugreinum, en
það þjóðmálaefni sem þó birtist er lítt
mengað af flokkspólitík. Af þjóðmála-
efni kvað í þessari viku mest að föstu-
dagsgrein Þorsteins Thorarensen sem í
þetta sinn fjallaði um heilbrigðismál og
læknaskipan innanlands í stað alþjóða-
mála, en af beinu pólitísku tagi var að-
eins ein smágrein eftir Jóhann Hafstein.
Leiðarar Vísis eru að sínu leyti engan
veginn jafn-háðir flokkspólitík og leið-
arar hinna blaðanna, heldur er þar fjall-
að um þjóðmálin, og einatt um alþjóða-
mál, með almennara orðalagi, frjáls-
mannlegra viðhorfi en gerist í öðrum
blöðum.
En annað mál er svo það hvort Vísir
er ekki í sínum frjálslegu sniðum a. m. k.
jafn-hollur ef ekki enn hollari sinum
flokki en ella væri. Minnsta kosti sýnist
(smá)borgaralegur skoðunarháttur og
gildismat sem jafnan mótar viðhorf Vísis
sízt óvænlegri framgangi „sjálfstæðis-
stefnunnar“ en venjulegar pólitískar
gallspýtingar í stíl hinna blaðanna.
Alþýðublaðið helgar þjóðmálum við-
lika eða litlu meira rúm en Vísir (6), því
sem næst eina síðu á dag í sínum síð-
ustu sniðum, en auk þess hefur pólitíski
ritstjórinn þegar þörf þykir aðgang að
forsíðu og öðrum fréttasíðum í blaðinu.
En þótt Alþýðublaðið reyni að öðru
leyti til að hafa á sér léttan og lipurlegan
brag á það ekki við pólitísku deildina:
viðhorf blaðsins við þjóðmálabaráttu og
meðferð þjóðmálaefnisins er í seinni tíð
mótað af alveg venjulegri flokkshyggju
og flokkslegum reglingi í málflutningi.
Það er annars eitt af mörgu einkenni-
legu um flokkapólitík islenzkra blaða,
hversu lítil breyting verður á aðferðum
og afstöðu blaðanna þótt nýir og ungir
menn komi til starfa — menn eins og
Sighvatur Björgvinsson á Alþýðublaðinu,
Svavar Gestsson í Þjóðviljanum, Tómas
Karlsson í Tímanum eða Styrmir Gunn-
arsson í Morgunblaðinu. Er umtalsverður
munur sjáanlegur á málflutningi þeirra
og eldri blaðamanna sem árum og jafn-
vel áratugum saman hafa fengizt við
sitt pólitiska jag? Hitt mun sönnu nær
að fjórðungi bregðl til fósturs, og þó
meira til: pólitíska kerfið mótar þegna
sína á blöðunum i sitt fasta óbreytan-
lega mót.
Enda eru hinar pólitísku efnisdeildir
blaðanna í furðu föstum skorðum, jafn-
vel enn fastari en annað efni þeirra, og
einatt furðu líkar sín í milli. Leiðurum
sínum ætla blöðin að jafnaði svo sem
2ja dálka rúm á dag, Alþýðublaðið oft
minna, en Morgunblaðið 2—3 dálka. Auk
þeirra birta Morgunblaðið og Tíminn
daglega aukaleiðara eða skammakróka
(„staksteinar", og „á víðavangi"), svo
sem dálk að lengd, en þar munu hinir
yngri pólitísku liðsmenn blaðanna fá að
æfa sig í vopnaburðinum. Þessar greinar
eru að jafnaði miklu skömmóttari og fúk-
yrtari en hinar virðulegri forustugreinar
blaðanna, oft og einatt langt fyrir neðan
velsæmismörk siðaðs málflutnings. Enn-
fremur birtast vikulega bæði í Morgun-
blaðinu og Timanum eins konar yfir-
leiðarar, yfirlitsgreinar um þjóðmálin á
sunnudögum, síða á lengd eða meir. Ögn
meira los er um þessar mundir á póli-
tísku deild Þjóðviljans, en þó munu allar
sömu leiðara-gerðir tíðkast þar með
hinum sömu eða svipuðum auðkennum
á málflutningnum. Þingfréttir birta þessi
þrjú blöð daglega eða því sem næst á
sérstökum síðum, en vitaskuld eru þing-
fréttir einnig birtar eftir efnum og á-
stæðum á fréttasíðum blaðanna.
Þingfréttir eru hér taldar með greina-
efni blaðar.na en ekki fréttum (nema
þær sem birtust á fréttasiðum) af þeirri
einföldu ástæðu að allt annað mat er
lagt á þingfréttir en mestallt annað
fréttaefni. Meginhlutinn af þingfrétta-
rúmi blaðanna er jafnan helgaður beinni
eða óbeinni endurtekningu á málflutn-
ingi flokksmanna á þingi, en þingræður
eru einatt auk þess birtar annars staðar
í blöðunum og greinar þingmanna um
sín mál eru verulegur þáttur i pólitískum
málflutningi þeirra. En þær röksemdir
sem þarna koma fram eru siðan endur-
teknar og síklifaðar í forustugreinum og
aukaleiðurum blaðanna.
Vafalaust má mæla og meta og bera
saman þingfréttaflutning blaðanna með
ýmsu móti. En hér verður aðeins hugað
að hlutfallinu milli eigin málflutnings
og annars fréttaflutnings á þingfrétta-
síðum Morgunblaðsins, Tímans og Þjóð-
viljans vikuna 11—16/4 72, til marks um
þetta efni þeirra. En Vísir og Alþýðu-
blaðið birtu engar eða svo sem engar
þingfréttir í þessum stíl.
Þingfréttir Morgunblaðsins námu um
það bil 24 dálkum þessa viku. Þar af voru
um það bil 13 dálkar lagðir undir endur-
sögn eða endurtekningu á málflutningl
flokksmanna, en greint frá málflutningi
andstæðinga í um það bil 6 dálkum. í um
það bil 5 dálka rúmi birtust hins vegar
fréttir af öðrum málum á þingi.
Tíminn: 12 dálkar þingfréttir. Þar af
eigin málflutningur í 11 dálkum, en mál-
flutningur andstæðinga í svo sem 1 dálki.
Þjóðviljinn: 17 dálkar þingfréttir ef
með er talin þingræða sem birt var sér-
stök og í heilu lagi. Eigin málflutningur:
12 dálkar, en fréttir af öðrum þingmálum
og umræðum á þingi, þar á meðal af
málflutningi andstæðinga, um það bil 5
dálkar.
Einnig má taka einstök þingmál til
marks um meðferð þingfréttaefnis í
blöðum.
Vikuna sem hér um ræðir kom fram
frumvarp að nýjum lögum um fram-
leiðsluráð landbúnaðarins, og var ræki-
lega greint frá því i blöðunum, öllum
nema Vísi. En nú brá svo við að Þjóð-
viljinn reyndist „hlutlægast" fréttablað,
fjallaði einvörðungu um málið í frétta-
frásögn, svo sem 3 dálkum alls.
Eindregnasta pólitíska afstöðu til máls-
49