Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 65
Um miðja 19. öld voru % íbúanna
bændur. Skattlagningin var hörð; t. d.
fóru 40—50% hrísgrjónauppskerunnar
(sem var mikilvægasta framleiðsluaf-
urðin) til daímjó. Samþjöppun yfirstétt-
arinnar í Tókíó skapaði grundvöll fyrir
framvöxt kaupmannastéttar, sem full-
nægði lúxusþörfum yfirstéttarinnar gegn
af rakstri hrísgrj ónaf ramleiðslunnar.
Stærstu markaðirnir voru í Tókíó og
Ósaka og þar uxu fram stór og auðug
kaupmannafélög.
Lénsaðallinn sá þó til þess að hafa ná-
kvæmt eftirlit með kaupmönnum. Alls
kyns reglugerðir takmörkuðu verzlunina
og frelsi kaupmanna (þeim var meira
að segja bannað að taka sér nafn, sem
líktist daímjó-nafni). En eins og í Evr-
ópu varð þróunin ekki barin niður. Mót-
setningarnar á milli þarfa hins fram-
vaxandi kapítalíska þjóðfélags og þarfa
hins staðnaða, íhaldssama lénsríkis urðu
æ harðari. Grunnur Tókúgawa-ríkisins
tók nú að bresta og skolaðist að lokum
burtu með Meijibyltingunni.
Frumupphleðslan
Áður en við höldum áfram inn í Meiji-
rikið, er rétt að við stöldrum við og
veltum fyrir okkur spurningunni: Hvern-
ig stóð á því, að sú upphleðsla auðmagns,
sem átti sér stað í Tókúgawaríkinu, hélzt
innanlands, en var ekki flutt úr landi
eins og t. d. í Indlandi, þar sem brezku
heimsvaldasinnarnir brutu miskunnar-
laust niður allan innlendan iðnað —
rændu og rupluðu auðæfum landsins og
nýttu í uppbyggingu eigin iðnaðar?
Fyrst getum við slegið því föstu (og
það er mikilvægt þegar við leitum að
orsökum japanska „undursins"), að Jap-
an er eina landið í Asíu, Afríku og Róm-
önsku Ameríku, sem slapp við að verða
nýlenda, slapp við það gegndarlausa
arðrán og rupl, sem heimsveldin iðka i
nýlendum sínum — og fékk þannig
möguleika til sjálfstæðrar þróunar.
Hverjar eru ástæður þessa? Þær eru
eðlilega margar, en eftirfarandi atriði
eru líklega þau mikilvægustu:
1) Landið var (er) fátækt að málmum.
Gullið t.d., sem lokkaði til Rómönsku
Ameriku, var ekki til í Japan.
2) Japanirnir voru fátæk þjóð og til-
tölulega fámenn og bauð þessvegna
ekki upp á þá markaði, sem t. d.
voru fyrir hendi í Kína.
3) Aðrar náttúruauðlindir (en málmar)
voru vanþróaðar eða hreinlega ekki
til.
4) Aukin samkeppni milli heimsvalda-
sinnuðu rikjanna.
Það má bæta við fleiri atriðum, en
mikilvægara er þó að hafa í huga sam-
spilið á milli þessara atriða. Heims-
valdasinnarnir tóku ekkl nýlendur ein-
göngu sér til gamans. Þeir gerðu (og
gera) það til að græða á því. Náttúru-
auðlindirnar og markaðirnir, sem lokk-
uðu gömlu „klassísku" heimsvaldasinn-
ana, voru ekki fyrir hendi í Japan, þ. e.
a. s. það var eftir litlu að sækjast; og
þegar þar við bættist aukin samkeppni
milli heimsvaldasinna um eftirsóknar-
verðari landsvæði (en Japan), má ætla
að þeir hafi talið ráðlegra að einbeita
kröftum sínum annars staðar.
Allavega getum við slegið því föstu, að
rætur nútímaiðnaðar Japans má finna
á 19. öld. Fjármagnið hlóðst upp innan-
lands, en lenti ekki í arðránsklóm er-
lendra heimsvaldasinna.
Meiji-tímabilið
Á Tókúgawa-tímabilinu kúguðu daímjó
bændurna og rændu framleiðslu þeirra
með þungum sköttum. Afraksturinn
safnaðist síðan hjá kaupmannastéttinni,
sem hlóð upp auðmagni — en það er
önnur af höfuðforsendum kapítalism-
ans. Kröfur hins framvaxandi kapítal-
isma rákust á skipulag lénstímabilsins
og veiktu það, sem gerði byltingu samú-
rajanna mögulega. Síðasta Tókúgawa-
shóguninum var rutt úr vegi í nóvember
1867, og Meiji-ríkið reis upp úr rústum
Tógúgawa-ríkisins.
Hin höfuðforsenda kapitalismans —
öreigastéttin — skapaðist á Meiji-tíma-
bilinu með aukinni framleiðni í land-
búnaðinum, sem minnkaði vinnuaflsþörf-
ina þar og skapaði öreigastétt, hverrar
vinnuafl var þakksamlega arðrænt í
verksmiðjum kapítalistanna.
Forsendur kapitalismans voru nú fyrir
hendi, og nú hófst upphleðsla auðmagns-
ins fyrir alvöru, og þar lék ríkisapparat
Meiji-tímabilsins óvenjustórt hlutverk:
1) Auðmagninu var beint inn í fram-
leiðsluna. Útgjöld japanska ríkisins
jukust úr 10% af þjóðarframleiðslu
um 1880 í 20% í byrjun fyrri heims-
styrjaldar. Á árunum 1879—1912 fóru
u. þ. b. 20% af opinberum útgjöldum
til járnbrauta, skipasmíða, sima og
annarra samgangna.
2) Hluti hernaðarútgjalda af heildarút-
gjöldum ríkisins jókst úr 10% 1880 í
40% árið 1910. Gróðinn, sem stærstu
fyrirtækin báru úr býtum með samn-
ingum við hið opinbera, var ótrúlegur.
3) Á áttunda tugi 19. aldar var ríkið
stærsti atvinnurekandinn í Japan. Á
níunda tugi þeirrar aldar tók ríkið að
selja fyrirtæki sín til einstaklinga, og
þá fyrst og fremst til stærstu auð-
hringanna, sem græddu óhemjulega
á kaupunum, þar sem ríkið seldi
verksmiðjurnar fyrir aðeins 15—30%
af kostnaðarverði og leyfði auk þess
afborganir til langs tíma — allt að
30 árum.
Á þessu tímabili (Meiji) sköpuðust
þannig hin risastóru auðfyrirtæki (zaí-
batsu), sem síðan hafa ráðið svo miklu
í japanska efnahagslífinu. Semsagt: Rík-
ið gekk inn í efnahagslífið og annaðist
þær framkvæmdir, sem voru einkaauð-
magninu ofviða, og seldi síðan verksmiðj -
urnar á gjafverði til stærstu auðhring-
anna. Samtímis var verkalýðurinn beitt-
ur afarkostum; t. d. var aðeins 2% af
ríkisútgjöldunum á árunum 1897—1922
varið til heilbrigðis- og félagsmála. Kúg-
unin á verkalýðnum var gegndarlaus;
t. d. var verkfallsáróður bannaður með
lögum árið 1900, engin lög voru til um
vinnuaðstæður (svo sem barnavinnu,
lengd dagvinnu o. s. frv.) fyrir heims-
styrjöldina fyrri.
Heimsstyrjaldirnar
Japanir stóðu með bandamönnum í
heimsstyrjöldinni fyrri, en tóku engan
virkan þátt í bardögum. Þetta hafði mik-
ilvægar afleiðingar fyrir japanska iðn-
aðinn: Japanir framleiddu hergögn og
skip fyrir bandamenn, og þjóðarfram-
leiðsla þeirra og iðnaður jukust i stór-
um stökkum. Á árunum 1913—1938 jókst
heildarframleiðslan um 4% á ári, land-
búnaðarframleiðslan um 1,2% á ári og
iðnaðarframleiðslan um 7% á ári. Á
þessum árum jókst japanska þjóðar-
framleiðslan örar en í öðrum iðnvædd-
um löndum. Svo dæmi séu tekin, jókst
þj óðarf ramleiðsla (brúttónationalpro-
dukt, þjónusta o. fl. reiknað með) Japans
reiknuð á mann og ár um 2,6%, meðan
önnur riki juku hagvöxt sinn mun minna,
t. d. Bandaríkin um 0,8%, Bretland 0,7%
og Þýzkaland 1,1%.
Hin gífurlega aukning útflutnings jók
gjaldeyrisvaraforða Japans úr 400 millj-
ónum jena árið 1913 í 2.000 milljónir
jena árið 1919. Samtímis lækkaði raun-
gildi verkamannalauna, þar sem verð-
lagið (sérstaklega á hrísgrjónum) hækk-
aði óhemjulega.
Eftir heimsstyrjöldina fyrri kom
kreppan. Stríðsútflutningur fyrir banda-
menn og hergagnapantanir þaðan hættu
og offramleiðslan varð gífurleg. 1923 urðu
auk þess miklir jarðskjálftar, sem eyddu
um 100.000 mannslífum og eyðilögðu
verðmæti sem samsvöruðu 3—5 milljón-
um jena. Fyrirtækin hrundu unnvörpum,
en sjálfstæði zaíbatsu jókst. Upp úr
heimskreppunni jókst fasisminn, og á
fjórða tugi aldarinnar var hergagna-
framleiðslan notuð til að draga iðnaðinn
úr kreppunni (eins og í Þýzkalandi naz-
ismans). Fjöldi verkamanna jókst í sí-
fellu (úr 1,8 milljónum 1922 í 2,9 millj-
ónir 1937) samtímis því að bændur voru
flæmdir af jörðum sínum.
Staða japönsku fasistanna í heims-
styrjöldinni síðari ætti að vera öllum
kunn og verður því ekki rakin hér, en
eyðileggingin i Japan var gifurleg. Um
fjórðungur allra bygginga eyðilagðist,
stærsta hluta verzlunarflotans var sökkt,
og Japan tapaði nýlendum sínum í Man-
sjúríu, Kóreu og á Formósu.
Árin eftir heimsstyrjöldina síðari
Japan lá í rúst. Keppinautarnir, þ. e.
heimsvaldasinnar í ríkjum bandamanna,
létu kne fylgja kviði. Atómsprengjunum
á Híróshíma og Nagasaki var fylgt eftir
með bandarískri yfirstjórn — SCAP
(Supreme Commander of the Allied
Powers) á árunum 1945 til 1952.
Ráðstafanir SCAP árin eftir heims-
styrjöldina voru umfangsmiklar. Það átti
að minnka vald zaibatsu, bæta hag
bænda; löggjafarvaldið var sett í hendur
Dieten („alþingis") og mikil áherzla
lögð á, að japanska herveldið gæti aldrei
risið upp að nýju, þ. e. a. s. iðnaðurinn
átti að fá að framleiða sem samsvaraði
87