Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 30
wm^mi SAMVINNA Sigurður A. Magnússon: VIRKJUN FÉLAGSMANNA í SAMVINNUHREYFINGUM Erindi flutt á haustfundi KRON aS Hótel Sögu 15. nóvember 1972 Eitt meginhlutverk samvinnuhreyfing- arinnar hefur frá öndverðu verið að tryggja félagsmönnum hagkvæm við- skiptakjör. Þetta hefur tekizt með þeim ágætum, að víða um lönd er hreyfingin voldugur viðskiptaaðili, ekki sizt á Norð- urlöndum. Á fyrstu árum hennar og ára- tugum beindist viðleitnin fyrst og fremst að því að draga úr örbirgð og þjáningum þeirra sem verst voru á vegi staddir, en með stórbættum lífskjörum á Vesturlönd- um hlýtur viðleitnin nú að beinast að því að tryggja félagsmönnum sem allra bezta vöru við sem allra sanngjörnustu verði — aukþess sem viðleitnin á hinum alþjóðlega vettvangi beinist vitaskuld í vaxandi mæli að því að bæta lífskjör al- þýðu manna í vanþróuðu löndunum. í iðnþróuðum löndum verður sam- keppnin á viðskiptasviðinu æ harðari og umfangsmeiri. Upp risa voldugar verzlun- arsamsteypur, fjölþjóðleg fyrirtæki og allskyns einokunarhringar, sem þjarma að samvinnufyrirtækjum og þvinga þau oft og einatt til að breyta um starfshætti, taka upp ný vinnubrögð til að standast samkeppnina. Eitt úrræði til að styrkja stöðu samvinnuhreyfingarinnar í harðn- andi samkeppni hefur verið það að fækka smáum einingum, færa þær sam- an og mynda stærrl heildir. Ekki þarf að deila um fjárhagslega kosti stórra og velrekinna eininga í samanburði við margar smáar einingar, því hér er um að ræða sparnað á vinnuafli, húsakosti, viðhaldi og margskonar fyrirhöfn sem hlýtur ævinlega að vera samfara litlum einingum. Afturámóti hefur þessi þróun í för með sér síminnkandi áhrif hvers einstaks félagsmanns á starfsemina. í smærri félögum koma félagsmenn á fundi og geta haft bein áhrif á stefnu- mótun og rekstur. Þróunin í átt til stærri eininga með fjölmennum félagsmanna- hópi dregur óhjákvæmilega úr persónu- legum framlögum einstaklinga og vekur þá tilfinningu með mörgum þeirra, að þeir hafi æ minna til málanna að leggja. Sú tilfinning slævir áhuga á mál- efnum félagsins og dregur úr frumkvæði og framtaki félagsmanna. Sérfræðingar og félagsmenn í öllum félagssamtökum mun það vera regla, að þeir sem í stjórn sitja telja sér skylt að stilla upp mönnum til kjörs í trúnaðarstöður á aðalfundum, meðal annars til að koma í veg fyrir að tilviljun ráði úrslitum kosninga. Þetta felur vit- anlega í sér ákveðna tilhneigingu hjá stjórnarmönnum til að halda sjálfum sér við völd og ráða hvenær og hvernig endurnýjun forustuliðs á sér stað, og þessi tilhneiging getur orðið sterk í stór- um samtökum. Þannig fá almennir fé- lagsmenn á tilfinninguna, að kosningar séu einbert formsatriði eða skrípaleikur, því úrslitin séu ráðin fyrirfram, og ekki eykur það áhuga þeirra á að sækja fundi eða taka þátt í starfsemi samtakanna. Sumir telja að þessi árátta til sjálfvirkr- ar endurnýjunar bendi til rénandi á- byrgðartilfinningar stjórnarmanna, en það þarf ekki endilega að vera. í mörgum samvinnusamtökum hefur þróunin orðið sú, að stjórnin í þrengri merkingu, þ. e. a. s. félagsstjórn eða framkvæmdastjórn, hefur aukið áhrif sín og athafnasvið í þvi skyni að tryggja skjóta og greiða afgreiðslu mála — jafn- vel mikilvægra stefnumála — en að sama skapi verður valdsvið aðalfunda og þar- með almennra félagsmanna æ þrengra. Þegar lagðar eru fram skýrslur og reikn- ingar á árlegum aðalfundum ásamt þeim upplýsingum, sem máli skipta, geta al- mennir félagsmenn vissulega gert sér grein fyrir þeim vandamálum, sem við er að etja, og tekið þátt í umræðum og ákvörðunum um lausn þeirra. í mjög stórum og flóknum samtökum eða fyrir- tækjum verður það samt í reyndinni svo, að einungis sérfræðingarnir, sem venju- lega eru framkvæmdastjórn eða ígildi hennar, telja sig hafa til að bera þá þekkingu og innsýn í alla málavöxtu, að þeir geti reifað þá af skynsamlegu viti og sett málin í rétt samhengi. Af þessu leiðir einatt, að stóru vandamálin eru ekki rædd að neinu marki, en hinsvegar kappkostað að ræða í þaula ýmis minni- háttar málefni sem allir fundarmenn eiga að bera skj'nbragð á, til dæmis til- högun á vöruafgreiðslu eða eitthvað þvi- umlíkt. Reyndin verður þá sú, að hin mikils- verðu gagnkvæmu samskipti fyrirtækis og félagsmanns varða smámuni, en snerta að mjög litlu leyti stefnumið og stavfshætti í stærra samhengi, vegna þess að hinn almenni félagi er ekki tal- inn geta tileinkað sér þá tæknilegu og efnahagslegu sérþekkingu um fyrirtækið og rekstur þess, sem er nauðsynleg for- senda þess að hægt sé að meta starfs- hætti stjómar og mynda sér haldbærar skoðanir á ástandinu. Hvaða leið er fær? Hér er um að ræða alvarlegt vandamál í félagsmálum samvinnumanna, því sí- minnkandi áhrif hins einstaka félags- manns hljóta með tíð og tíma að grafa undan sjálfri undirstöðu hreyfingarinn- ar, sem er fullkomið efnahagslegt og fé- lagslegt jafnræði allra félagsmanna. Ég kem ekki í fljótu bragði auga á leið sem tryggi bæði raunhæfa stjórn stórra og flókinna samvinnufyrirtækja annarsveg- ar og fulla þátttöku og ótakmörkuð áhrif félagsmanna á þessa stjórn hinsvegar. Slíka leið verður þó fortakslaust að finna, ef ekki á að fara svo, að sam- vinnuhreyfingin storkni í móti þeirra stofnana, sem smámsaman verða að steingervingum, og félagsmenn hennar týni þeirri mennsku reisn sem er fólgin í ábyrgð og áhrifum. Ekki þarf að fjöl- yrða um þau alkunnu sannindi, að lif- andi þátttaka félagsmanna í kaupfélög- um um land allt hefur gert þá framsýna og víðsýna, eflt með þeim tilfinningu fyrir hagsmunum heildarinnar og þrosk- að með þeim félagsanda og þegnskap, þó vitaskuld hefði margt mátt betur fara í þeim efnum sem öðrum. Ólíkar aðstæður Gagnvart þeim vanda, sem hér hefur stuttlega verið vikið að, hafa samvinnu- hreyfingarnar á Norðurlöndum staðið og brugðizt við honum með ýmsu móti. í því sambandi er rétt að leggja áherzlu á það, að aðstæður eru að mörgu leyti ólíkar í hinum ýmsu löndum og vanda- málin því ekki tekin sömu tökum eða leyst með sömu úrræðum. ísland sker sig til dæmis úr að því leyti, að samvinnu- hreyfingin hér er blönduð samtök fram- leiðenda og neytenda, þar sem fram- leiðendur eru öflugri aðilinn þegar á heildina er litið. Á öðrum Norðurlöndum eru samvinnuhreyfingarnar fyrst og fremst neytendahreyfingar. Ekki fer milli mála, að framleiðsluþáttur íslenzku hreyfingarinnar hefur gert hana fjár- hagslega öfluga og stuðlað að miklum áhrifum hennar í landinu. Hinsvegar finnst mér liggja í augum uppi að neyt- endaþátturinn hafi verið vanræktur að sama skapi sem framleiðendaþátturinn var efldur, með þeim afleiðingum að þau kaupfélög, sem eru hrein neytendafélög, standa verr að vígi en blönduðu félögin og eru hlutfallslega miklu vanmáttugri á sínum athafnasvæðum. Þessi þróun 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.